Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. maí 1960 MORGUISBLAÐIÐ 3 „Þið verðið ekki óðir ektamakar góðir...” REVÍAN „Eitt lauf“ hefur nú verið sýnd 11 sinnum í Sjálf- stæðishúsinu við góðar undir- tektir áhorfenda — nærri allt- af fyrir fullu húsi. Blaðamaður Mbl. labbaði í gær niður í Sjálistæðishús til að ná tali af Gunnari Eyjólfs- syni, leikara, sem stendur fyr- ir revíunni — og Steinunni Bjarnadóttur, sem hefur kannski gert hvað mesta lukku á sýningunum. Stein- unn var hvergi sjáanleg, en Gunnar Eyjólfsson var að drekka kaffi, þegar blaða- manninn bar að garði. —Hvar er Steinunn, Gunn- ar? — Hún kemur bráðum, seztu niður og fáðu þér kaffi — þú þolir að vera kven- mannslaus á meðan. —Já, ef þú þolir það. Og svo sátum við þarna í klukkutíma og biðum eftir Godot. — Kannski kemur hún ekki, segir Gunnar. — Segðu mér eitthvað um revíuna. — Næsta sýning verður ann að kvöld kl. 8 til kl. 11.30. — Það er breyttur sýningartími. — Ætlarðu að fara að hafa sýningar á þriðjudagskvöld- um? — Já, aðsóknin hefur verið mjög góð, og ég ætla að taka upp þá nýbreytni að hafa einn ig sýningar þá — á breyttum tíma, þannig að sýningin hefst kl. 8 en ekki kl. 8,30 eins og á fimmtu-, föstu- og sunnudög- um. Þá getur fólkið dansað í 1% tíma, og verð áðgöngu- miðanna er nokkru lægra á þriðjudögum — 45 kr. í stað 60 hina dagana. — Hvers vegna? — Þá er dansað til kl. eitt. Skattamálum er nefnilega svo skemmtilega háttað hér á landi, að í stað þess að borga 15 kr. í skatt á miðann, þegar dansað er til kl. 1, þá þarf ekki að borga nema rúmar 5 kr. á miðann, þegar dansað er til 11.30. Þess vegna get ég haft miðana ódýrari á þriðjudög- um. -— Ég hef tekið eftir, að þú auglýsir oft sýningar fyrir ýmiss félög. — Já, það er sérstætt fyrir skatta- og skemmtanalöggjöf okkar, að það liggur við að þurfi að fá leyfi til að fá leyfi — svo mikið er þetta skatta- fargan. Ég fæ sem sagt leyfi . út á félögin til þess að geta staoinn fyrir haldið skemmtun til klukkan stnngu þessu hér 1. Vonandi breytist þetta — ég sé ekki að það skaði nokk- urn mann, þó hann skemmti sér til klukkan 1 að kvöldi. Fullorðinn maður ætti ekki að þurfa að fá leyfi til þess hjá neinum nema sjálfum sér — og kannski konunni sinni. — Hvernig líkar ykkur á- horfendurnir? — Ljómandi — sérstaklega er það viðurkennd staðreynd — Ég vonast til að leika í báðum leikhúsunum í vetur, og þessi revía er sú fyrsta af mörgum, sem ég ætla að setja hér upp, kenndum við spilin. Ég er þegar byrjaður að safna efni fyrir þá næstu, sem ég ætla að kalla „Tvo tígla“. — Ertu svona ánægður með blaðadómana? —Já, mjög svo. — Líka dóm Sigurðar Gríms sonar? — Ég tek ekkert mark á honum — tekur þú mark á honum.? Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið notið starfskrafta manna eins og Haraldar Á. Sigurðssonar, sem er okkar vinsælasti og þekktasti revíu- listamaður og þekkir þann heim manna bezt, og ég hef einnig verið sérstaklega hepp- inn með annað fólk í þessari fyrstu revíu, sem ég set upp — þrjá unga og efnilega menn og jafnmargar stúlkur, sem ég hef mikla trú á. Með aukinni reynslu eiga þau áreiðanlega eftir að standa sig enn betur. Svo leggja þau Þóra Friðriks- dóttir og Karl Guðmundsson sitt að mörkum til að gera sýningarnar skemmtilegar og líflegar. — En hvað um Steinunni Bjarnadóttur? — Hún hefur hvað eftir annað sýnt og sannað, að hún á hvergi betur heima en í revíum. Hún er sérstaklega fljót að átta sig á því „kóm- iska“ og hinum ýmsu hlutverk um, sem revíuleikkonur þurfa svarar Gunnar, ég var að segja blaðamanninum, hvað fólkið hlær mikið af þér. — Já, það er nú meira, svei mér þá, ég ætla aldrei að geta haldið áfram með sellóið, ég hell bara að þetta sé skemmti- legasta númerið sem ég hef nokkurn tíma haft. Heldurðu að ég fái ekki eitthvað gott, þegar við förum í „Tíglana"? —Jú, segir Gunnar, áreiðan- iega — ég er þegar búinn að fá eitt handa þér, þar sem þú ert nuddkona, eins og ég sagði þér um daginn. — Já, mikið held ég að það geti orðið sniðugt. Annars finnst mér voðalega gaman að leika Elísabetu, Englands- STAKSlEIIVAfí „Það þykir trollað heldur grunnt, þegar kartöflurnar úr Þykkvabænum koma í vörp- una“. Sesar og Kleópatra (Karl Guð- mundsson og Steinunn Bjarna- dóttir) á leiðinni á ball í Þjóð- leikhúsinu. drottningu — kánnski ég fái að leika Maríu Stúart, ef Þjóð leikhúsið setur það leikrit upp. er búin að fá svo mikla æfingu í að leika kóngafólk. — Já, það ætla ég að vona, segir Gunnar, enda ertu alveg konungleg í „Laufinu". — Strákar mínir, ég má ekki vera að tala við ykkur lengur, ég þarf að ná í litla strákinn minn — það er sko minn prins. Og Steinunn Bjarnadóttir er þotin út á stundinni, og þá man blaðamaðurinn eftir kynningu úr upphafssöng revíunnar, þar Steinunn er kynnt: Þið verðið ekki óðir ektamakar góðir Þótt Steinunn Bjarna brosi nett og sínum pilsum sletti eins og skröltandi skítbretti undir hljóðdúnkslausum Sévrolett. 0,000 0 000 0 0 0' 0-0' 0-0 0 0 0 0 0 * * I bleyjur, að geta túlkað á einu og sama, kvöldi, t.d. er hún í 4 hlut-( verkum í „Laufinu" — ogi það er ekki ofsögum sagt, aðl í númeri eins og „undrabarn-( inu“. þar sem hún leikur á selló — stoppi hún sýninguna, af því áhorfendurnir hlæja| svo mikið. Svo gerir hún Betu, Bretadrottningu góð skil, að, maður nú ekki tali um Kleó meðal revíufólks, að meðal pötru Egyptalandsdrottningu, þakklátustu og skemmtileg- sem lenti hér í formiðdagsvist ustu áhorfenda eru skipshafn- hjá Tomma í teppinu. Hún er ir togara og kaupskipa, sem einnig í hlutverki hafmeyjar- eru kannski ekki í höfn nema innar og lætur að lokum' 1—2 daga og koma í stórhóp- sprengja sig í loft upp — eins, um á sýningarnar. Við höfum og hafmeyjan, sem átti svoi alltaf leitazt við að sjá þess- skamma lífdaga hér út í Tjörnj um mönnum fyrir miðum og inni. borðum, þó þeir hafi hringt — Hvað eruð þið að kjaftai utan af hafi á síðustu stundu um mig, Gunnar, segir Stein-| — og munum halda því áfram. unn og stendur allt í einu viðf —Hvað er fleira á döfinni borðið í öllu sínu veldi. hjá þér en þessi revía? — Nú, hvað nema það bezta,| Tíunda feguröar- keppnin hér á landi t:ú fara tvær til Bandaríkjanna t JI NÍ í sumar fer í tíunda sinn fram fegurffarsamkeppni hér á landi og þá kjörin „Ungfrú ísland 1960“. Er nú fariff aff undirbúa keppnina og stendur til aff vanda venju fremur til hennar í tilefni afmælisins. Hljóta allar stúlkur sem komast í úrslit nú ferffir til útlanda, þar af tvær til Bandaríkjanna, önnur á Langasand til þátt- töku í „Miss Universe" keppninni og hin til Miami í Florida til þátttöku í „Miss Internainal" fegurðarsamkeppninni. Hinar þrjár fara til Evrópulanda, m. a. til Vínarborgar og London. Sigur unninn Tíminn birti s.l. sunnudag for- ystugrein um landhelgismáliff undir fyrirsögninni: „Sigur unn- inn“ Blaffiff kemst þannig aff orði, aff „það séu góff tíffindi, aff brezka flotamálaráðuneytið hefur nú gef ið brezkum togurum fyrirskipun um að veiða ekki innan 12 mnna fiskveiffitakmarkanna. Þessi fyr- irmæli þýffa raunverulega, aff brezk stjórnarvöld eru fallin aff fullu og öllu frá þeirri röngu stefnu, er þau fylgdu um skeiff, aff veita brezkum togurum vernd viff veiffar í fiskveiffilandhelgi ís Iands“. Vonandi er þetta ekki af ©f mikilii bjartsýni mælt. En vand- séð er, hvernig Bretar ættu að nýju, eftir fyrrgreinda fyrirskip- un til brezkra togara og eftir úr- slit Genfarráðstefnunnar, að hefja beitingu vopnavalds á ís- landsmiðum að nýju. Einhuga þjóð Tíminn lýkur forystugrein sinni á sunnudaginn með þessum orð- um: „íslendingar munu vissulega fangna þeirri niðurstöðu, sem fengin er. Fullur sigur hefur nú raunverulega unnizt í baráttunni fyrii 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Þessi sigur hefur fyrst og fremst unnizt vegna þess, hve einarff- lega og einhuga þjóffin stóð sam- an um máliff. Þeir, sem vildu láta undan, voru vart finnanlegir. Hér eftir eru þeir áreiðanlega eng ir. Þótt brezk stjórnarvöld beittu okkur órétti um skeið, munu ís- lendingar ekki erfa þaff til lang- frama, ef Bretar rétta nú einlæg- lega fram höndina til sátta, og gera ekki fleiri tilraunir, hvort heldur er meff illu effa góðu til að reyna aff fá skerðingu á 12 milna fiskveiðilandhelginni. Sigurinn er íslendinga. Því geta þeir með góffum vilja hjálpaff til aff byggja þaff upp aff nýju í vinsamlegri sambúð þessara þjóffa, er ofríki Breta reif niffur um skeiff”. ★ Mikil verfflaun Verðmæti verðlaunanna, sem þessar 5 efstu stúlkur fá hér heima, eru áætluð um 150 þús. kr., að því er Einar Jónsson, fram kvæmdastjóri keppninnar tjáir okkur, en erlendis koma þessar sömu stúlkur til með að keppa um ca. tveggja milljón króna verðmæti. í Bandaríkjunum fá 15 efstu stúlkurnar m. a. peninga- verðlaun, allt að 10 þús. dollara og sú efsta hlýtur að auki nýjustu gerð af Chevrolet bifreið, ásamt kvikmyndasamningi. íslenzkar stúlkur hafa tvisvar komist í úr- slit erlendis, þær Rúna Brynjólfs dóttir í Baden-Baden árið 1957 og Sigríður Þorvaldsdóttir í Banda- ríkjunum í fyrra, en hún dvelzt þar enn við nám og sýningar- störf. ★ 17—28 ára keppnishæfar Keppnin verður nu með svip- uðu sniði og áður. Sýningargestir kjósa fimm efstu stúlkurnar, en Víxlspor 6 manna dómnefnd sker úr, ef um vafaatriði er að ræða. Rétt til þátttöku hafa allar stúlkur á aldrinum 17—28 ára, og fá þátt- takendur utan af landi/fríar ferð- ir til Reykjavíkur og uppihald meðan á keppni stendur. Æskja forráðamenn keppninnar þess að þeir sem vita um stúlkur, sem til greina geta komið, láti vita í síma 14518 og 16970 eða pósthólf 368. ★ Fyrirkomulag Fyrra kvöldið, sem keppnin stendur koma stúlkurnar fram í sams konar kjólum, sem þeim verða látnar í té, en síðara kvöld ið keppa þær til úrslita í baðföt- um. Um snyrtingu sér frk Hildi- gunnur Dungal, en hún hefur lært andlitssnyrtingu hjá Max Factor og mun snyrta stúlkurnar með Max Factor snyrtivörum. í tilefni af 10 ára afmælinu koma fram ýmsir skemmtikraft- ar, þ. á m. mun Rúna Brynjólfs- dóttir stjórna tízkusýningu Allt var þetta vel mælt og rétti* Iega í þessari forystugrein Tím- ans. Þjóffin hefur staðiff einhuga um landhelgismáliff, enda þótt stjórnmálaflokkana hafi stund- um brostiff gæfu til þess aff vera nægilega samhenta. A þaff t. d. viff, þegar vinstri stjórnin var nærri klofnuð vegna ágreinings um meðferð málsins. Það var ennfemur hiff versta víxlspor, þeg ar Hermann Jónasson og Lúffvík Jósefsson klufu sendinefnd ís- lands á Genfarráffstefnunni og neituðu aff standa að flutningi tillögu, sem hafði þaff markmiff eitt að styrkja hinn íslenzka mál- stað og bæta aðstöðu íslendinga. Heyrir fortíðinni til En segja má að þetta heyri nú fortíðinni til. Mestu máli skiptir, að svo virðist nú sem lokasigur sé að vinnast í baráttu þjóðar- innar fyrir 12 mílna fiskveiðitak- mörkum. En óhætt er aff fullyrffa, að ein af meginástæðum þess sigurs nú, svo skjótlega eftir aff Genfarráðstefnunni lauk, er sú viturlega ákvörffun ríkisstjórnar innar aff gefa brezkum togurum upp sakir. Andstaða kommúnista og sumra Framsóknarmanna við þá ráð- stöfun sýnir því litla stjórnvizku. Um kommúnista er það raunar vítað, að þeir hafa engan áhuga haft fyrir því að fiskveiðideilan við Breta leystist. Þeir hafa vilj- að nota hana til þss að ala á f jand skap við Atlantshafsbandalagið og þátttöku íslendinga í vest- rænu samstarfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.