Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNTIT. AÐIÐ Þriðjudagur 10. mai 1960 Utg.: H.f Arvakur Reykjavík S'ramkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði ínnanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SAMKOMULAG UM FISKVERÐ Ú FYRIR helgina náðist loks samkomulag milli útvegsmanna og vinnslu- stöðva um fiskverð á vertíð þeirri, sem er að Ijúka. Deila þessi var hin hvimleiðasta. Útgerðarmenn tilkynntu, að þeir mundu ekki selja fisk undir ákveðnu verði, en vinnslustöðvarnar auglýstu hins vegar annað verð miklu lægra. Varð þetta til þess að fram að þessu hefur ríkt full- komin óvissa um það, hvert hið endanlega verð yrði. Meðal hagsmunasamtaka útvegsins heyrðust um það raddir, að ríkisstjórninni bæri að skerast í leikinn og leysa þetta mál. Þeim óskum var eindregið hafnað af hálfu stjórnarinnar, enda hefði það verið í ósamræmi við stjórn- arstefnuna, ef ríkisvaldið hefði gerzt aðili að deilunni. Það eru fullkomin öfug- mæli, að uppbótakerfið hafi verið innleitt að nýju við lausn þessarar deilu, eins og stjórnarandstæðingar vilja halda fram. Lækkun útflutn- ingsskattsins að hundraðs- tölu breytir engu um það, að útgerðin og útflytjendur verða látnir greiða allt það, sem efnahagsráðstafanirnar gerðu ráð fyrir. Eina breyt- ingin ex sú, að það tekur lengri tíma að greiða upp skuldahalann frá vinstri stjórnar tímanum, heldur en áður var gert ráð fyrir. Efnahagssérfræðingar rík- isstjórnarinnar töldu, að það mundi verða heppilegast fyr- ir útveginn að losna sem fyrst við þessar greiðslur og því væri eðlilegt að útflutnings- skatturinn yrði 5%. Ef svo hefði verið, mundi greiðslum skulda útflutningssjóðs hafa verið lokið á þessu ári. Fyrir- svarsmenn sjávarútvegsins töldu hins vegar heppilegra að ljúka þessum greiðslum á nokkuð lengri tíma. Á það gat ríkisstjórnin fallizt, því að það breytir í sjálfu sér engu um stjórnarstefnuna. Útflytjendur eru orðnir uppbótum vanir og þess vegna má ef til vill segja, að ekki hafi komið á óvart, að þeir gerðu enn tilraun til að fá borið uppi tjón, sem þeir hafa orðið fyrir vegna lækk- aðs verðs á fiskimjöli. Slíkum óskum varð hins vegar að neita mjög eindregið, því að annars hefði uppbótarstefnan hafið innreið sína á ný. Auk þess verður ^einhvers staðar að taka féð til styrkj- anna. Og nú háttar þann- ig til að byrðunum af við- reisninni hefur verið skipt niður á borgarana eins rétt- látlega og hægt var og er því vandséð, hverjir ættu að borga nýjar uppbætur til út- flutningsins. Mun varla vera hægt að benda á, að ákveðn- ar stéttir búi við svo rúman hag að þær geti tekið á sig slíkar byrðar. Þó að menn fagni því að aðilar að þessari hvimleiðu deilu hafa nú leyst hana- sín á milli, þá vakna spurningar um það, hvort heppilegt sé að fast verð sé á ferskfiski. I útvarpsumræðum um þessi mál á sunnudaginn kom það fram, að vöruvöndun fisk- afurða hér á landi mundi ekki vera eins góð og sums staðar erlendis eða a. m. k. ekki fleygja jafnört fram og hjá ýmsum keppinautum okkar. Bentu menn á, að heppilegt mundi vera að all- mikill verðmunur væri á góðum fiski og þeim, sem lakari er. Er ekki vafi á því að upp- bótakerfið hefur dregið úr vöruvöndun, því að menn fengu greiddar sömu upp- bætur, hvort sem varan var góð eða slæm, en auk þess stuðluðu uppbæturnar bein- línis að því að sá fiskur væri veiddur, sem minna gaf þjóð- arbúinu, því að uppbæturnar voru tíðum hærri fyrir þann | fisk, sem seldist á lægsta, verði erlendis. Vera má, að strangt fersk-' fiskmat geti bætt vöruvönd- unina, en líklegt er þó, að áhrifamest mundi það vera að greiða verulega mishátt verð eftir gæðum fisksiijs. Umræðurnar, sem að undan- förnu hafa staðið um þessi I mikilvægu mál, munu vafa-1 laust verða til þess, að þau verði í heild tekin til gagn- gerðar endurskoðunar. Er t eðlilegt að útvegsmenn og fulltrúar vinnslustöðvanna leysi mál þetta sín á milli, því . að nú fá þeir ekki lengur j greitt annað verð en það, sem útflutningurinn skilar. Þess ^ vegna er það lífshagsmuna-, mál þeirra að halda góðum' mörkuðum og vinna nýja. * Þarf því ekki að óttast að þeir munu ekki leggja sig alla fram um aukna vöru-l vöndun og öflun markaða. * m mmmm --——---------------«■ Nýtt, brezkt dagblað Góðra vina fundur „slær í gegn" U M sl. mánaðamót hóf nýtt dagblað göngu sína í Lundúnum — og er það í fyrsta skipti um margra ára skeið, að slíkt gerist. Blaðið heitir „The New Daily“, og ritstjóri þess er Edward Mar- tell, sem einnig er ritstjóri blaðsins „The Recorder“. — Nýja dagblaðið skal m. a. vera málgagn þess félags- skapar, sem nefnist „Banda- lagið til varnar friðinum“, en meðlimatala hans er um 60 þúsund. Martell tekur fram, að 95% þeirra séu íhaldssam- ir í stjórnmálum — sennilega til þess að setja undir þann leka, að félaginu verði ruglað saman við heimsfriðarhreyf- ingu kommúnista. ★ 80—100 þús. eintök Það er óhætt að fullyrða, að blaðið hafi „slegið í gegn“, eins og sagt er á slæmu máli, á þess- um fáu dögum, sem það hefir komið út. Ritstjórinn hafði lát- ið svo um mælt að blaðið ætti að geta borið sig, ef hægt væri að selja það í 50 þúsundum ein- tökum á dag. Fyrstu vikuna voru prentuð 80—100 þúsund eintök daglega — en það fullnægðí hvergi nærri eftirspurninni. EINS og kunnugt er stendur nú yfir í Lundúnum fundur forsætisráðherra brezku sam veldislandanna. í þeim hópi er Nehrú, forsætisráðherra Indlands, — og notaði hann tækifærið á dögunum til þess að heimsækja gamlan vin sinn, Aneurin Bevan, annan aðalforingja Verka- mannaflokksins brezka, og konu hans, Jennie Lee. — Hinn umdeildi verkamanna- foringi, sem fyrir nokkru var skorinn upp við innvort is-meini og var svo þungt haldinn um tíma, að honum var vart hugað líf, hefir nú náð sér að mestu. Enn er hann þó harla grár og gugg inni eftir veikindin og liefir hríðhorazt svo, að vinir hans segjast varla þekkja hann fyrir sama mann og áður. — Á myndinni cru, talið frá vinstri: Frú Lakshmi Pandit, systir Nehrús ,sem er sendiherra Indlands í Bretlandi, Bevan, Nehrú og frú Bevan. „Sourga nafn 1 E0KA“, segir Grivas NIKÓSÍU, 6. maí. (Reuter) — Antonis Pharmacides, hinn sjötugi ritstjóri blaðs- ins Ethniki, sem numinn var á brott fyrir 11 dögum, fannst í dag í helli nokkr- um, bundinn og keflaður — en í gærkvöldi skýrði ónafn greindur maður lögreglunni frá dvalarstað hans. — Rit- stjórinn var illa haldinn, en ómeiddur. Kvaðst hann hafa verið bundinn á höndum og með bundið fyrir augun all- an tímann og vissi því ekk- ert hverjir hefðu rænt sér annað en það, að þeir hefðu talað grisku. Grivas ofurst fordæmdi mjög þá menn, sem námu ritstjórann á brott, í grein, sem birtist í Ethniki í dag — en það kom nú út fyrsta skipti í 10 daga. Sagði hann, að þeir, sem þættust halda áfram starfi EOKA-hreyfing arinnar með slíku framferði, „saurguðu hið góða nafn hreyfingarinnar. ★ Hefðu getað selt 5 millj. — Það eru engar ýkjur, segir ritstjórinn, að fyrsta blaðið, sem út kom á mánudaginn 2. mai, hefði selzt í 5 milljónum eintaka — ef við aðeins hefðu geiað prent að svo stórt upplag. En alla þessa daga hefir reynzt ógerningur að fullnægja eftirspurninni, vegna takmarkaðrar afkastagetu prent- smiðju okkar. Oft höfum við ekki getað afgreitt til blaðasalanna nema 5% af pöntunum þeirra á btaðinu. ★ Gegn „verkfallsharðstjóm“ Eitt af höfuðmarkmiðum félags skapar þess, sem að nýja blaðinu stendur, og fyrr var getið, er að berjast gegn veldi hvers konar starfsgreinafélaga og „verkfalls- harðstjórninni“, eins og segir í stefnuskránni. — Og félagið hefir ekki látið sitja við orðin tóm, því að í síðasta strætisvagna verk falii í Lundúnum, keypti það 80 farþegavagna til þess að annast fólksflutninga um borgina. Og fleira hefir það gert til þess að leggja áherzlu á baráttumál sín. ★ 12 þús. stuðningsmenn „The New Daily“ upplýsti við útkomuna, að það hefði tryggt sér 12 þúsund fjársterka stuðn- ingsmenn, sem hefðu lofað að sjá til þess, að blaðið gæti icomið út í þrjú ár, á hverju sem ylti. Eins og fyrr segir á blaðið að bera sig með 50 þús. eintaka sölu á dag — og eru þá styrktarmennirnir lausir allra mála. Eftir fyrstu við tökunum að dæma, þarf hið nýja blað sannarlega ekki á nein um fjárstyrk að halda — miklu fremur virðist, sem útgefendur muni raka saman fé á „íyrirtæk- inu“. ★ Hið virta blað „The Econom- ist“, fagnaði útkomu nyja dag- blaðsins, og lét svo um mælt að ef þessi tilraun heppnaðist, svo sem allt benti til, þá væri það sigur fyrir marga þá, sem væru 5 minnihlutaaðstöðu í þjóðfélag- inu — og sigur í baráttunni gegn ofurveldi félagssamtaka launþega og atvinnuveitenda, sem sannar- lega þyrfti að draga úr. MOSKVU,. 6/5. — Gromyko sagði á fundi Æðsta ráðsins i dag, að ekki mætti túlka stefnu Sovétríkjanna I Þýzkalandsmálunum sem neina hótun eða úrslitakosti. Hins vegar kvað hann ástæðu til að minna- suma vestræna „spraðibassa" á það, að landamæri A- Þýzkalands væru vel varin. Þar væri allur herstyrkur Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins fyrir tU varnar, ef nauðsyn kreíði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.