Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 10. maí 1960 MORGVISBLAÐIÐ 13 Einn var ánægöur í Austur-Þýzkalandi — íslenzkur kommúnisti MARGIR telja að veðurfræð- ingar séu ekki eins og fólk er flest. Sjálfsagt hefur það sín áhrif á sálarlíf þeirra að glíma stöðugt við gátuna um hvað framtíðin ber í skauti sínu. Verður rigning á morg- un og snjókoma hinn daginn, verður lægðin að hæð eða hæðin að lægð? Þrátt fyrir aukna tækni í veðurfræðileg- um efnum, þá er veðri morg- undagsins ennþá „spáð“, en ekki sagt fyrir um það með öruggri vissu. Það er því engin furða, þótt frístundaiðkanir og áhugamál veðurfræðinga sé önnur, en okk ar, sem látum oss nægja að labba út á völl og horfa á knattspyrnu. Einn velþekktur veðurfræðingur tók sig til og lauk læknisprófi finuntugur að aldri, annar arkar á fjöll og bregður máibandi á jökla og sá þriðji fylgist með öllum hræringum í iðrum jarð- ar og er ekki frá því að fram- kalla sjálfur smá jarðskjálfta með neðanjarðarsprengingum til að íhalda mælunum í hreyfingu. Menn ypptu því aðeins öxlum og kenndu ofurlítið í brjósti um konuna, þegar það spurðist á Keflavíkurflugvelli að Ingólfur Aðalsteinsson veðurfræðingur væri farinn í túr, sem kokkur á Dísarfellinu. En þar sem ég vissi að Ingólfur er fæddur og upp- alinn vestur í Dölum og land- krabbi í marga ættliði, þá var mér forvitni á að vita hvernig hefði staðið á sjóferð þessari. Ég brá mér því heim til Ingólfs að kvöldlagi, þegar börnin voru háttuð og hóf að spyrja hann spjörunum úr. — Hvernig stóð á því Ing- ólfur, að þú fjögurra barna fað- ir, landkrabbi og veðurfræðing- ur, fórst að gerast kokkur til sjós? — Fyrst og fremst forvitni, svarar Ingólfur og brosir góðlát- lega yfir svona bjánalegri spurn- ingu. Eg er fæddur og uppalinn í sveit og hefi unnið öil algeng sveitastörf, en mig hefir lengi langað til að kynnast störfum og högum sjómanna. — Og hvernig fórstu að því að fá skipspláss sem kokkur? — Það var auðvelt. Ég fór bara upp á skipadeild SÍS og bað um skipspláss á einhverju skipi einn túi . Aðspurður um hvað ég gæti gert, svaraði ég því til að það væri nú eiginlega allt, nema hvað mér vær iilla við að vera skip- stjóri svona fyrsta túrmn. Þeir mfuðu að láta mig vita ef eitt- hvað losnaði og skömmu síðar var hringt í mig og mér boðin staða matsveins á Dísarfellinu og því tók ég með þökkúm. Hvaða undirbúning hafðir þú undir kokksstarfið? — Meðfædda hæfileika og mat reiðslubók Helgu Sigurðardóttur, sem ég geymdi upp í skáp allan túrinn. Annars var ég á skóla- árum mínum í fjögur sumur við landmæiinaiar uppi á öræfum og þá komu eldunarhæfiieikarn- ir í Ijós. — Hvað geturðu sagt mér af sjóferðinni sjálfri? — Við fórum frá Keflavík 26. febrúar áleiðis til Warnemúnde í Austur-Þýzkalandi. Við fengum hálf vont í sjóinn, en um sjóveiki skulum við sem minnst tala. Ann ars gat verið skolli erfitt að hemja potta og pönnur á elda- vélinni. Já og loftið í eldhúsinu. Ég var að velta því fyrir mér fyrstu dagana af hverju Banda- ríkjamenn sendu ekki Chessman sem kokk til sjós, þá mundi öllu málaþrasi Ijúka einfaldiega með því að hann óskaði sjáifur að verða sendur í gasklefann. — Hvernig líkaði svo áhöfn- inni eldamennskan? — Það var aldrei ákveðið að henda mér fyrir borð, en mér er ekki grunlaust um að sumir yf- irmennirnir hafi verið að gægj- ast í eldhúsið fyrstu dagana til að athuga hvort kokkurinn væri normal. — Hvernig leist þér á þig í Warnemúnde? — Þetta var í fyrsta skipti, sem ég kom austur fyrir járn- tjaldið, svo að mér var nokkur forvitni á að kynnast högum fólksins eftir því, sem tími vannst til. Ég ásetti mér því að taka sem í'lesta tali og helzt að hitta fólk af öllum stéttum. Fyrsta kvöldið byrjaði ég á því að ræða við hina vopnuðu lógregluverði, sem gættu skips- ins, en höfnin í Warnemúnde er I lokuð öllum, sem ekki hafa sér- stök vegabréf og ólíkt erfiðara að fá þar inngöngu heldur en á' Keflavíkurflugvöll. Lögreglu- mennirnir voru eins og fólk yfir- leitt þar eystra, skrafhreifnir ef rætt var við þá í einrúmi, en flóttalegir og ópersónulegir ef fleiri hlýddu á. Mér fannst það mest einkennandi hvað allir virt- ust vera á verðf gegn einhverju sem þeir óttuðust og það kom í ljós við nánari kynni að fólkið Veðurfræð- ingur ger- ist kokkur til sjós lifði í stöðugum ótta við njósnir í þágu ríkisvaldsins. Það vakti strax athygli mína að bærinn Warnemúnde virtist vera í niðurníðslu. Hús og götur, engu hefir verið haldið við og engar nýbyggingar sjáanlegar. Það var ems og bærinn hefði sofið Þyrni- rósarsvefni í sl. tuttugu ár. — Hvernig leit fólkið út? .— Verkamenn voru illa klædd ir við vinnu sína og peningaráð almennings virtust vera litil. Verkamannakaup er 400 mörk á mánuði, en verðlag er hátt, til dæmis kostar einir karlmanna- skór 40—70 mörk. Kaffi er ófáan- Jegt, nema gerfikaffi og íbúarn- ir voru alltaf að biðja okkur að selja sér sigarettur á 4 mörk eða 40 krónur pakkann. — Ég hefi einhverntíma heyrt að drykkjuskapur væri almenn- ur í Austur-Þýzkalandi og Pól- landi, sástu nokkur merki þess? — Já, ég sá mjög illa drukkna menn á almannafæri. — Hvað kom annars í ljós í sam tölum við fólkið? — Eins og ég gat um áðan, þá vildi það lítið segja nema eins- lega, en í einrúmi lá því oft mik- ið á hjarta. Fólkið fordæmdi óstjórn kommúnista og kvartaði undan stöðugum njósnum. Sem dæmi má geta þess að þrír verka- menn komu eitt sinn í eldhúsið hjá mér og einn þeirra réðist harkalega á ■ Breta fyrir land- helgisbrot þeirra á íslandsmiðum. Dísarfell í Warnemúnde Ég lagði lítið til málanna, en gat þess þó að Austur-Þjóðverjar ættu víst í svipuðum erfiðleik- um með Rússa. Verkamaðurinn tók þetta mjög óstinnt upp. Hann varð svo eftir þegar hinir höfðu lokið kaffinu og þá sagðist hann vera á sama máli. Rússar réðu lögum og lofum í Austur-Þýzka- iandi, en hann hefði ekki getað viðurkennt það áður, þar sem einn vinnufélagi sinn væri í „flokknum.“ — Verstu var við andúð fólks- ins í garð Bandaríkjanna eða hinna vestrænu þjóða? — Ég varð ekki var við andúð í garð Bandaríkjanna, en allir sögðu að NATO væri árásarbanda lag. Annars virtist Adenauer vera versti óvinurinn austur par. Fólk líkti honum við Hitler og sagði að hann ynni að því að leggja undir sig Evrópu. En menn bættu jafnan við. „Þetta er okkur sagt, við vitum aðeins það sem okkur er sagt“. Sumir bættu því jafnvel við að menn ættu á hættu að verða sendii í fangabúðir ef þeir hall- mæltu Ulbrioht og Grotewold á almannafæri svo að manni virt- ist jafnvel að það væri gremjan yfir ástandinu heima fyrir sem fékk útrás í skömmunum um Adenauer. — Hittir þú enga stéttarbræður þína úr hópi veðurfræðinga? — Jú, það er nú alveg sérstök saga að segja frá því. í Warne- múnde er stór veðurstofa. Ég hugði því gott til glóðarinnar að hitta starfsbræður mína þar og kynnast starfsaðferðum þeirra. Ég dubbaði mig því upp einn laugardag og arkaði upp á veður stofu. Ég kynnti mig og sýndi vegabréf mitt til sönnunar þvi hver ég væri. Mér var tekið held ur fálega, en þó boðið inn. Ég fékk að líta á veðurkort sem héngu á veggnum, en öllum spurn ingum mínum var svarað hálf- vegis út í hött. Ég hugsaði því að veðurfræðingurinn vjæri ein- hver fýlupoki og hugsaði mér að koma aftur daginn eftir og vita hvort mér yrði ekki tekið betur. Daginn eftir kom ég aftur og knúði á dyr. Þá kom kona til dyia og taldi hún öll tormerki á að ég fengi inngöngu. En ég er sauðþrár og lét mig ekki. Éftir nokkurt stapp var náð í veður- fræðinginn, sem nú var annar, en daginn áður. Bauð hann mér inn með semingi og var hann jafn þurr á manninn og starfs- bróðir hans daginn áður. Spurn- ingum mínum var svarað eins og ég væri að spyrja um ríkisleynd- armál. Mér virtist hann vera hræddur við aðstoðarstúlkurnar. Ég bað hann að gefa mér tvö óstrikuð veðurkort svo ég gæti te/knað veðurkort fyrir skipstjór- ann á heimleiðinni eftir veður- greiningu sem loftskeytamaður- inn tók frá London. Taldi veður- fræðingurinn ófært að gefa mér kortin nema að slíkt væri borið undir forstjóra stofnunarinnar, sem ekki yrði við fyrr en næsta dag. Þess má geta að slik veður- kort eru prentuð á mjög ómerki- legan pappir og kosta líklega un» krónu stykkið enda veit ég ekki til að nokkrum manni hafi verið neitað um slík kort á Veðurstofu íslands. —Hittir þú engann sem virtist vera reglulega ánægður með sitt hlutskipti? — Jú, ég hitti einn íslenzkan kommúnista, sem starfar í Ros- tock, honum fannst þjóðskipulag- ið ágætt, enda hafði hann verkamannakaup á mánuði. Hann ræddi einnig mikið um það að spítalavist væri ókeypis. Um íbúa Warnemúnde er hins- vegar það að segja að þau áhrif sem ég varð fyrir þessa fáu daga eru þessi: Fólkið virðist haldið algjörum lífsleiða og vonleysi eins og ekkert takmark sé fram- undan, sem sé þess virði, að xeppa að, enda virðist fólkið ekki uppskera annað en vinnu og meiri vinnu. Svo að við snúum okkur að öðru, hver urðu kynrn þin af sjómennskunni og kjörum vís- lenzkra sjómanna? Islenzkir sjómenn eru mjög lágt launaðir, að minnsta kosti há setar og kokkar, jafnvel svo lágt launaðir að mér finnst það nálg- ast að verið sé að egna sjómenn til að brjóta lög og ýta undir smygl. — Hyggur þú á frekari sjó- ferðir? — Ég hef ekkert á móti því að fara aðra ferð á Dísarfellinu, þar var ágætur mannskapur, en ekki langar mig samt aftur til Aust- ur-Þýzkalands. En svo er það annað, segir Ing- ólfur og brosir, áður en ég fer aftur til sjós, þarf ég að fá ráðna gátu, sem oft hélt fyrir mér vöku, en hún er þessi og Ingólfur dregur upp blað, sem á er skrifað: Stb. Matsveinn. Tekur ofan af hlauparúllu að framan, snýr út ugluna og greiðir fyrir hlauparanum. Þetta var innrammað undir gleri fyrir ofan kojuna mína og er víst um hvað ég átti að gera ef skipið lenti í sjávarháska. Þetta algjör latína fyrir mig og ég gat alls ekki fengið mig til að spyrja áhöfnina hvað það þýddi. Við þökkum Ingólfi fyrir sam- ta'ið og vonandi fær hann ráðið gátuna, svo að hann komist á sjóinn aftur. BÞ. Illvnar aftur j á Vestf jörðum ÞÚFUM, 6. maí. — Nú hefir hlýn að í veðri aftur og fara nú vor- störf að hefjast fyirr alvöru. Sauð burður er ekki byrjaður ennþá, en búið að sleppa ánum sums stað ar. —Vegir eru að þorna. Ekki þyrfti nema smávegis snjómokst- ur á Þorskafjarðarheiði, til að hún yrði fær. Vonast er eftir að vegagerðin láti vinna það bráð- lega. Eru þá nær allar heiðar orðnar þurrar. — PP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.