Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1960, Blaðsíða 20
20 MORGTJISBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. maí 1960 Y — Auk þess var þetta varúð- arráðstöfun, sagði Knight. Pope staðnæmdist með hálfan Shiplro íóm e> nn EFTIR W. W. JACOBS 5 skot — því ef svo er, ættum við snöggvast að tala við gestgjaf- ann um hundinn .. þú veizt. Peplow virtist eitthvað vand- ræðalegri en vænta mætti eftir atvikum, en stóð þó upp, leit til Carstairs, og elti síðan vin sinn út úr stofunni. Pope afþakkaði fleiri bolla af tei, en kveikti sér í vindling og reykti hann þögull. — Góðir strákar, sagði Carsta- irs, eftir langa þögn. — Gætu verið verri, kumraði Pope dræmt. — Leiðinlegt, að Knight skuli ekki hafa n'otið upp fræðslu í banka. Hefði hann kom- ið þangað, segjum átján ára, und ir minni stjórn, hefði hann getað orðið allt annar maður. Carstairs jánkaði þessu, dró stólinn sinn nær og starði í eld- inn, en Pope lauk við vindlinginn sinn, fleygði stúfnum í eldinn, hallaði sér aftur á bak og féll 1 xnók. Vaknaði þó eftir nokkra stund aftur, nuddaði augun og leit á vin sinn, deplandi augum. Síðan leit hann á klukkuna. — Nú, hvert í veinandi, sagði hann og hrökk við. Við eigum að vera komnir af stað. Hvað er orð- ið af strákunum? Carstairs hristi höfuðið. — Ætli þeir séu ekki enn að þinga um hundinn. — Ég ætla að fara og reka á eftir þeim, sagði Pope. Hann gekk niður, þungum skrefum, en eftir fimm mínútur kom hann aftur og þá í fylgd með gestgjafanum. — Þeir hafa ekki nefnt neinn hund á nafn við mig, sagði hann. — Þeir fóru út, fyrir svo sem hálf tíma, og báðu að skila, ef einhver spyrði eftir þeim, að þeir hefðu farið út að athuga tunglið. — Tunglið? endurtók Pope hvasst. — Nú er ekkert tungl. — Það benti ég þeim líka á, sagði gestgjafinn, — en hr. Knight svaraði, að þeir ætluðu þá að aðgæta, hvað af því hefði orðið. Carstairs hóstaði og leit á Pope. — Réttast væri .... tautaði hann. — Ha? sagði Pope. Augu þeirra mættust og hörðu drættir'nir í andliti Popes þiðn- uðu upp og urðu að breiðu brosi. — Náið þér í bílinn sem fljót- ast, sagði Carstairs og sneri sér að gestgjafanum, og svo þegar ungu mennirnir koma, segið þeim, að við höfum ekki getað beðið eftir þeim. — Segið þeim, að við höfum farið með tunglið, sagði Pope — og skellihló. — Flýtið yður nú! Hann klappaði Carstairs á öxl ina, er gestgjafinn gekk út, og þeir félagar tóku að búast til ferð ar, glaðari og háværari en búast hefði mátt við eftir aldri þeirra. Pope hjálpaði vini sínum í frakk ann og lagði hann næstum blíð- lega að herðum haris, en Casta- irs bretti upp frakkakraganum á Pope, eftir að Pope hafði sett upp heljarstóran trefil. — Ég vona, að gestgjafinn gleymi ekki þessu með tunglið, sagði Pope, og síðan gengu þeir niður stigann, næstum dansandi. — Ég vildi bara geta séð fram- an í smettið á Knight, en því verð ur ekki bæði sleppt og haldið. Þeir dokuðu ofurlítið við í skenkistofunni, og fengu sér glas af sherrý til þess að verja sig kuldanum, eins og Pope sagði. — Er bíllinn til? spurði hann, þegar gestgjafinn kom fram. — Finn hvergi bílstjórann, sagði gestgjafinn. — Hann er hvergi hér í kring, en ég er bú- inn að senda mann til að gá að honum. Pope, sem var komin með glas- ið sitt hálfa leið upp að munn- inum, setti það frá sér, og föln- aði, en gestgjafinn tók til að leita aftur og nú, að því er virtist, í kolakompunni. Carstairs tæmdi glasið sitt og nú gengu þeir vin- irnir hægum skrefum upp á loft aftur. — Æskan verður að skemmta sér, sagði Carstairs og fór að taka af sér yfirhöfnina aftur. — Ég skyldi skemmta mér við að tala utan í hánn núna, sagði Pope. — Ekki nema það þó! Hann leit undan, er hann sá kipring á vörum Carstairs, og eft ir vonlitla tilraun til að gæta virðuleika síns, skellihló hann líka. Nú, þegar hann var aftur kominn í gott skap, settist hann fyrir framan arininn og lét fara vel um sig, meðan á biðinni stæði. Hálfri klukkustund síðar heyrð ist hávaði, sem gaf til kynna, að strokugemlingarnir væru aftur fundnir. Raust gestgjafans skar upp úr hinum, og svo mátti heyra hlátur, sem virtist koma frá Knight og loks „suss“, sem virt- ist koma frá Peplow. Gestgjafinn hefur skilað boð- unum þínum til þeirra, sagði Carstairs. — Við vonum, að ykkur hafi ekki fundizt löng biðin, sagði Knight, kurteislega, er hann kom inn, með Peplow feiminn á hæl- um sér. — Við höfum beðið hálfan annan klukkutíma, sagði Carsta- ids. — Æ, fyrirgefið þið, sagði Knight. — Sjálfum fannst okkur það ekki nema fimm mínútur, fannst þér, Fred? — Ég hélt við hefðum verið svo sem kortér — kannske tutt- ugu mínútur, sagði Peplow. Knight leit á þá félaga á víxl. — Fyrirgefið þið, sagði hann með virðulegri kurteisi, — en þið vitið vel erindi okkar hingað, og þar sem allur eftirmiðdagurinn hefur nú farið í ykkar erind- rekstur, datt okkur í hug, að við mættum eyða tuttugu mínútum sjálfra okkar vegna. Carstairs leit vandræðalega á Pope. — Okkar erindrekstur? sagði hann loks. — Já, ég var að hjálpa þér að velja hús, sagði Knight. — Og til hvers tókstu Biggs með þér? — Aðeins af tillitssemi við ykk ar eigin fordóma. — Fred hélt, að .... — Nei, það gerði ég ekki, flýtti Peplow sér að segja. — Fred hélt, endurtók Knight með mikilli festu, — að þar sem þið væruð dálítið gamaldags, gæt uð þið haft eitthvað á móti því, að við færum einir, svo að við tókum Biggs með, sem fy'igdar- mann, og það má hann eiga, að hann gaf sig ekki fram að fyrra bragði, heldur báðum við hann að koma til þess að færa ykkur nokkuð aftur. Og hann var rétt áðan að spyrja, hvað það væri. — Ha, og hvað var það? spurði Carstairs. — Skýrslu um óaðfinnanlega hegðun okkar, sagði Knight. — Vinnukonan hjá frú Penrose var nefnilega með stúlkunum, og hann hjálpaði henni við skyldu- störf hennar. — Vertu ekki að hlusta á hann, sagði Pope, og fór í frakkann. handlegginn kominn í ermina og starði á hann. — Já, með tilliti til þess, að hvorugur ykkar kann að aka, svaraði Knight með meinlegu brosi. IV. Hawker húsasali játaði það loks i örvæntingu sinni, að þar sem Pope var, hefði skrattinn hitt Ömmu sína, og eftir þessa játningu, gengu samningarnir létt og liðlega. Lögfræðingar beggja aðila hreyfðu ýmsum mót mælum, sem þó ekki voru verri en svo, að samningar gætu tek- izt um þau, svo að allir gætu orð- ið ánægðir. í samningagerðum þessum var Pope auðvitað dag- legur gestur hjá lögfræðingum Carstairs og átti þar meðal ann- ars tal við yngra meðeigandann, sem var dálítið uppstökkur og lét eitt sinn svo um mælt, að það væri skaði, að Pope skyldi ekki hafa fengið lagamenntun. Þessu varð Pope hreykinn af, þangað til einn dag, að hann glopraði því út úr sér við Knight, sem lét ekki á sér standa að leggja aðra og verri merkingu í orðin. Loksins var samningurinn und- irritaður og húsið fengið í hend- ur veíþekktu byggingafyrirtæki, tíl viðgerðar. Þessar viðgerðir gengu fyrir sig með öllu því sein læti, sem jafnan er einkenni vandaðrar vinnu í Bretlandi. — Það þýðir ekkert að reka á eftir þeim, sagði Pope, er hann kom út úr húsinu, kafrjóður í framan, einn góðan veðurdag í febrúar — og snuprur bíta ekki á þá heldur en vatn á gæs. Ein lítil málara-rotta gerðist svo djörf að spyrja mig, hvort ég hefði nokkurn tíma leikið í grín- leikhúsi. Ég!! — Ég veit, hvern þú átt við, sagði Carstairs. — Ég horfði n hann í hálftíma samfleytt um dag inn, og fjandakornið hann hreyfði legg eða lið, allan þann tíma. En einhvern tíma klára þeir þetta, þrátt fyrir allar sínar tilraunir til hins gagnstæða. Við skulum ganga til baka, móti bíln um. Það var raki í jörðu, en loftið var hlýtt, og bjartsýnir fuglar voru þegar teknir að æfa vor- söng sinn. Vinirnir þrömmuðu áfram í góðu skapi, alla leið til þorpsins, og er þeir komu í hinn enda aðalgötunnar, sáu þeir þar hóp manna, sem safnazt hafði saman. — Þetta er rétt eins og bíllinn okkar, sagði Pope og greikkaði sporið. — Jú, það var þeirra bíll og bílstjórinn, sem hafði fengið sér lánaðan snærisspotta, var að mæla fjarlægðina frá gangstétt- inni að hjólinu á bílnum. Að því búnu tók hann ótilkvaddur að gera sömu skil kerru, sem stóð þar rétt hjá á einu hjóli. Nauð- rakaður hestasveinn, sem hélt í hestinn, horfði á með kuldalegri fyrirlitningu. — Hvað er að? spurði Carsta- irs og gekk að vagninum. — Ungur maður og ungur hestur, sagði Biggs kurteislega en nægilega hátt. — Kom þvert yfir veginn og i hægra brettið hjá mér. Lítið þér á! Carstairs leit á beyglaðan málminn og síðan á mölbrotið hjólið á kerrunni. — Nokkur meiðsli? spurði hann. Biggs hugsaði sig um. — Ekki býst ég við því, svaraði hann ró- — Ég skal segja þér, það er húsvörðurinn, sem er morð- inginn'! Þá þarftu ekki að lesa lengra, vinur. Þú getur farið að þvo upp! »■ 1 Afsakið mig, ég verð að flýta Markús! Stöðvaðu hann! Stöðv mér heim! aðu Finn.'I lega. — En það var ekki honum að þakka — hann gerði það sem hann gat til þess. Kom þarna þvert yfir veginn, ég býst við að hann hafi tekið í skakkan taum. Carstairs leit kringum sig með spurnarsvip. Lagleg, vel búin kona, á að gizka um hálf fertugt, stóð á gangstéttinni ásamt fal- legri, ungri stúlku. Af eftirtekt þeirra réð hann, að þær ættu kerruna. — Ég vona að þið hafið ekki meitt ykkur, sagði hann og lyfti hattinum. — Nei, sem betur fer, er það ekki, var svarið. — Og ekki fengið áfall? Ofurlítill roði gerði vart við sig í kinnum konunnar. — Það fer varla hjá því, þegar maður kastast út úr vagni, svaraði hún snefsin. Fáir menn geta til lengd- ar horft á fagra konu nauð- stadda án þess að komast við. — Þér hljótið að hafa ekið mjög óvarlega, Biggs, sagði Carstairs. — Já, herra, svaraði Biggs, auðmjúkur. — Þér hefðuð getað orðið döm unum að bana. — Já, herra, svaraði Biggs og gretti sig, til þess að láta í Ijós áhyggjusemi sína. — Ég var ekki nema eitt fet frá gangstéttinni og gat varla gefið þeim meira rúm. — Hann rétti upp hendina, sagði gamall maður, sem þarna var nærstaddur. — Þér hefðuð átt að stanza. — Þú ættir að fara heim í rúm ið þitt, svaraði Biggs lágt og mjakaði sér að gamla manninum. — Þú ættir ekki að vera úti við með svona sjón. Það getur verið hættulegt. — Ég er hræddur um, að þetta sé okkur að kenna, sagði Carsta- irs, — en hins vegar gleður það mig, að engin skyldi hafa slasazt. Má ég gefa yður heimilisfangið mitt? aitttvarpiö Þriðjudagur 10. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Lokadagur að morgni: Dagskrá úm slysavarnarmál. a) Formaður slysavarnardeildar- innar Ingólfs, séra Oskar J. Þorláksson, talar um slysa- vanarstarfið í Reykjavík. b) Kór kvennadeildar Slysa- varnafélagsins 1 Reykjavík syngur. Stjórnandi: Herbert Hriberschek. c) Henry Hálfdánarson skrif- stofustjóri Slysavarnaféiags Islands talar um björgunar- stöðina I Orfirisey. 21.10 Einleikur á píanó: Eugene Maiin en og Samson Francois leika lög eftir Prokofieff. 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas", eftir Nikos Kazantzakis; XV. (Er- lingur Gíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. * 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf- arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi —- 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleíkar ___ 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50—14.15 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. (13.30 „Um fiskinn"). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Lönd fortíðar og framtíðar; I. erindi: Sandurinn og vatnið (Rannveig Tómasdóttir). 21.00 Samleikur á selló og píanó: Pab- lo Casals og Rudolf Serkin leika tvö verk eftir Mozart, sjö til- brigði í Eesdúr og tólf tilbrigði í F-dúr yfir aríur úr „Tufraflaut- unni“. 21.30 „Ekið fyrir stapann' . leiksaga eftir Agnar Þórðarson, flutt und- ir stjórn höfundar; XII. kafli. — Sögumaður: Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 22.30 „Um sumarkvöld" Modern Jazz Quartet. Marlene Dietrich, Frank ginatra, Raquel Rastenni, Dom- enico Modugnó; Ruby Murray, Svend Asmuasen, Ragnar Bjarna- son og Vinardreneimir skemmta. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.