Morgunblaðið - 11.05.1960, Side 11

Morgunblaðið - 11.05.1960, Side 11
Miðvikudagur 11. maí 1960 MORGVTS BLAÐÍÐ 11 skrifar um: KVIKMYNDIR GAMLA BÍÓ: Glerskórnir ÞETTA er bandarísk ævintýra- mynd í litum, gerð eftir hinu vin_ sæla og gamalkunna ævintýri um „Öskubusku", sem allir kann ast við. Hefur þetta ævintýri orð ið viðfangsefni margra lista- manna, verið gerð eftir því leik- rit og kvikmyndir og jafnvel óperur. — Mun umrædd mynd vera nýjasta gerðin af þessu ævintýrí. Atburðirnir gerast í litlu hextogadæmi í Mið-Evrópu. Prinsinn er nýkominn heim í ríki sitt og sá boðskapur er látinn út ganga að hann hafi hug á því að kvænast. Er nú boðið til mikillar veizlu í höll hertogans og meðal boðsgesta eru stjúpa og stjúp- systur „Öskubusku“ Áður hafði „Öskubuska‘“ eða Ella, eins og hún heitir réttu nafni, hitt ungan og fríðan mann í skógarlundi ein um og urðu þau hrifin hvort af öðru. Sagði hann henni að hann væri sonur yfirkokksins í her- togahöllinni. — Nú rennur upp veizludagurinn og allt fína fólkið streymir til hallarinnar. Er ekki að orðlengja það, að Ella kemst líka í veizluna, í undursamlega fögrum búningi og með fallega glerskó, fyrir atbeina gamallrar og dularfullrar konu. Hún kemur til hallarinnar í skrautlegum vagni, þegar dansinn stendúr sem hæst og vekur aðdáun allra fyrir yndisþokka Sinn. — Á miðnætti flýr hún höllina en missir þá annan skóinn. Daginn eftir leitar prinsinn að eigenda skóarins og finnur hann að lokum í lundinum gamla, og sjá! — Það er Ella litla í sínum ömurlegu tötrum. Hann breiðir yfir hana dýrindis skikkju og heldur með hana heim til hallarinnar. Aðalhlutverkið Ellu, leikur hin unga kvikmyndastjarna Leslie Þeim láðist að tryggja bílinn og verða sjálfir að greiða bœtur í HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í máli, sem reis út af bíla- árekstri er varð á veginum að radarstöðinni á Heiðarfjalli á Langanesi. Þar rákust á bíll, sem Kristján Ásgeirsson bílstjóri á Þórshöfn átti og bíll tilheyrandi varnarliðinu en á vegum Sam- einaðra verktaka. Bíll Kristjáns varð fyrir skemmdum og gerði hann skaðabótakröfur á hendur Sameinuðum verktökum og rík- issjóði að upphæð tæplega 52,000 krónur. í héraði urðu þau úrslit, að Kristjáni voru dæmdar kr. 26,380 auk 6 procent vaxta frá 4. sept. 1956 til greiðsludags, en þann dag varð áreksturinn, sem bíll Kristjáns skemmdist í. i forsendum dóms Hæstaréttar er staðfesti upphæð skaðabótar- innar segir m. a.: Aðiljar máls þessa eru sam- mála um að bifreiðin VL 72 hafi hinn 10. júlí 1956 er atvik máls þessa g'erðust, verið í eigu aðilja, sem taldist til „liðs Bandaríkja- anná“ samkvæmt 1. gr. viðbætis við lög nr. 110/1951. Eftir gögn- um málsins verður og við það að miða, að nefnd bifreið hafi þá ekki verið tryggð hjá neinu trygg ingarfélagi samkvæmt 1. mgr. 36 gr. laga nr. 23/1941, sbr. 1. gr. laga nr. 7/1952, en á þeim tíma voru lagaákvæði þessi í gildi. Er því lýst af hálfu áfrýjanda, að varnarliðið hafi ekki tryggt bif- reiðar, sem merktar eru ein- kennisstöfunum VL, hjá trygging arfélögum samkvæmt greindum lagaboðum, heldur haft þær í sjálfstryggingu. Hinn erlendi aðili fékk Samein- uðum verktökum bifreiðina til sjáifstæðra umráða og afnota. Bar þeim að vátryggja hana, þar sem þeir tóku við henni úr hönd- um erlends aðilja, sem eigi vá- tryggir bifreiðar sínar. Og þar sem varnarliðið lét bifreið sína úr umsjá sinni í hendur íslenzks aðilja, án þess að ganga tryggi- lega frá því, að hún væri vá- tryggð lögum samkvæmt, er áfrýjandi ábyrgur samkvæmt 2. tl. 12. gr. áðurnefndra laga nr. 110/1951, fyrir þeim greiðslum, sem á vátryggingarfélag hefðu fallið, ef bifreiðin herfði verið tryggð eftir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 23/1941. Samkvæmt framsögðu, og þar sem ekki verður talið, að bætur til handa stefnda hafi verið of hátt ákveðnar í héraði, ber að staðfesta héraðsdóminn, að því leyti sem honum hefur verið áfrýjað Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt, að áfrýjandi greiði slefnda málskostnað fyrir Hæsta- rétti, kr. 4500.00. Caron. Hún er ekki fríð en hefur skemmtilegt andlit og hún dans- ar eins og engill og leikur vel. í myndinni dansar og „Ballet de Paris“ af mikilli list, Eykur það mjög á gildi myndarinnar. Kópavogsbíó: STELPUR I STÓRRÆÐUM ÞETTA er frönsk sakamála- mynd. Hópur glæpamanna ræðst inn í skóverzlun ungrar stúlku, Nathalie að nafni og krefjast þess að hún segi þeim hvar hún hafi falið böggul, sem hún hafi tekið á móti fyrr um daginn. Hún neitar og þeir reyna að pína hana til sagna, en árangurs- laust. Þá fara þeir með Nathalie til aðalstöðva sinna og halda þar áfram að þjarma að henni. — Móðir Nathalie er gamalkunnug í félagsskap glæpamanna borg- arinnar, enda hefur hún og eigin maður hennar, sem nú er látinn, verið liðtæk í glæpastarfsem- inni. Hún getur ekki tekið beinan þátt í aðgerðunum gegn bófunum, sem hafa dóttur henn- ar í haldi, en gamla konan á þrjár dætur aðrar, bráðsnotrar stúlkur, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þær taka málið í sínar öruggu hendur og gamla konan leggur á ráðin og fylgist með aðgerðum dætra sinna af áhuga. Er ekki að orð- lengja það að stúlkurnar snúa hastarlega á bófana, með kænsku brögðum sínum og lýkur þeirri viðureign á ærið dramatískan hátt. Mynd þessi er nokkuð skemmti leg á köflum. Fer nokkuð hægt af stað en færist í aukana þegar á líður. Koma til sögunnar áður en lýkur margar dætur götunn- ar — hreinustu valkyrjur, undir stjórn gömlu konunnar, móður Nathalie, og hitta þar bófarnir fyrir ofjaria sína. Hörður Olafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi og domtúlkur í ensku. Austurstræti 14. Sími 10332, heima 35673. 9 34-3-33 Þungavinnuvélar Prentvél Lítil prentvél j 1. flokks ásigkomulagi og með nýjum plastvölsum er til sölu. Þeir er óska frekari upp- lýsinga sendi nafn sitt í lokuðu umslagi á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Graptica — 3412“ fyrir hádegi n.kj. laugardag. Benzíngeymar Eigum venjulega fyrirliggjandi Benzíngeyma í jeppa. Smíðum allar aðrar tegundir. Blikksmiðjan GRETTIR Brautarholti 24. Stúlka óskast til eldhússtarfa nú þegar. Síld og fiskur Bræöraborgarstíg 5. Plötusmiður og vélvirkji óskast Vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar h.f. Sími 19105. Caddavír fyrirliggjandi. Borgartúni 7 — Sími 22235. Einkavagn Tilboð óskast í góðan Pontiac ’55 til sýnis og sölu hjá okkur. BlLASALAN Klapparstíg 37 — Sími 19032. W úsgagnabólstrarar Húsgagnabólstrari með meistararéttindi óskast sem verkstjóri á Bólstraraverkstæði Skeifunnar. Upp- lýsingar á skrifstofunni Brautarholti 20 frá kl. 3—5 næstu daga. Bifreiðar til sölu Olíufélagið h.f. hefur til sölu eftirtaldar bifreiðar: 3 Henchel vörubifreiðir, 1 Autcar vörubifreið, 1 G.M.C. vörubifreið, Cadillac fólksbifreið smíðaár 1955. Bifreiðarnar verða til sýnis við verkstæði Olíufé- iagsins h.f. á Reykjavíkurflugvelli fimmtud. 12. maí frá kl. 1-—5 síðd. Verðtilboð sé skilað fyrir kl. 5 sama dag. Olíufélagið hf. Skrifstofustúlka Dugleg skrifstofustúlka óskast strax. Góð íslenzkukunnátta nauðsynleg. Verzlunar- skóla eða önnur hliðstæð menntun æski- leg. Tilboð er greini menntun, aldur og fyrri störf, ásamt mynd og meðmælum ef fyrir hendi eru sendist Mbl. strax merkt: „Rösk — 4298“. T I L S Ö L U glœsileg 5 herb. íbúð við Kleppsveg. — Mjög góð lán áhvílandi. ÁRNI GUÐJÓNSSON, hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 — Sími 12831. Söluturn óskast til kaups. Full greiðsla getur farið fram strax. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Sölu- turn — 3425“ fyrir laugardag. óskast að Hverfisgötu 50. Upplýsingar kl. 13:00— 14,30 í dag, sími 19824. JÓN HJ. GUNNARSSON, Iæknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.