Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður Krusjeff teknr nftnr heimboð til Eisenhowers og setur úrslitnkosti PARÍS, 16. maí. — (Reuter) — Toppfundurinn mikli í París og þær vonir sem þjóöir heims gerðu sér um árangur af bonum dóu í fæðingunni í dag. Hinir fjórir æðstu menn stórveldanna komu saman í dag á formlegan þriggja klst. fund. Mikill skaphiti og æsingur ríkti á þeirri samkomu. Krúsjeff krafðist þess, að Eisenhower Bandaríkjaforseti bæði Rússa afsökunar á njósnafluginu, — ella yrði engínn toppfundur haldinn. Þá tók Krúsjeff til baka heimboð sitt til Eisenhowers. & Eisenhower svaraði að Bandaríkin tækju engum úrslita- kostum frá Rússum. Hins vegar sagði hann að engin njósna- flug hefðu verið farin síðan atvikið 1. maí gerðist og væri ekki ætlun Bandaríkjamanna að hefja njósnaflug. Þeir Krúsjeff og Eisenhower komu sitt í hvoru lagi út af fundinum. Krúsjeff var brosandi út að eyrum, en Eisen- hower grafalvarlegur. Áætlað hafði verið að annar fundur. leiðtoganna skyldi haldinn á morgun, þriðjudag, árdegis. De Gaulle Fraltk- landsforseti getur boðað fund þá, en það er álit kunnugra að enginn fundur verði boðaður. ik Toppfundurinn er þannig splundraður á fyrsta degi og er ólíklegt talið að leiðtogarnir mætist framar. Krúsjeff gerði það að tillögu sinni í hinni æstu ræðu er hann flutti á fund- inum, að ráðstefnunni yrði frestað í 6—8 mánuði. Engin ákvörðun var tekin um nýjan fund eða nýja ráðstefnu. Sjón- armiðin virðast með öllu ósættanleg. Seint um kvöldið skýrði James Hagerty blaðafulltrúi Eisenhowers frá því, að enn væri óákveðið hvenær forset- inn hyrfi aftur á hrott frá París. Krúsjeff var einnig kyrr í París um kvöldið, svo að ef til vill er enn einhver veik voa um að þeir ræðist við. Mynd þessi var tekin síðastliðið haust í Hvíta húsinu í Was- hington, þegar Krúsjeff heimsótti Eisenhower, gaf honum líkan af Lúnik og fékk hann með biíðuhótum til að fallast á að halda toppfund. Þá var öldin önnur en nú og virtist stundum sem hnífurinn kæmist ekki á milli þeirra Eisenhowers og Krúsjeffs i persónulegri vináttu. — Nú hafa þeir atburðir gerzt að Krúsjeff hefur afturkallað heimboð til Eisenhowers og fullkominn fjandskapur virðist ríkjandi milli þeirra. Krúsjeff oð sýna og sleppa áróbn væru ekki árásaraðgerðir, held- sprengjum. En eins og öllum er ur væru þær eingöngu til þess kunnugt stunda Sovétríkin víð- Tundurskeyti skotið Hinir mörgu vönu fréttamenn fréttastofnana á Parísarráðstefn- unni Ijúka allir upp einum munni um það, að þeir haíi aldrei fyrr upplifað þvílíka at- burði sem gerðust á ráðstefnunni í dag. Það hefur oft komið fyrir að slíkar alþjóðaráðstefnur byrja í svartsýni og vonleysi — en það sem nú gerðist verkaði eins og „ótrúlegt sjokk“. A fyista degi toppfundarins var tundur- skeyti skotið að honum og nann sprakk í loft upp. Æðstu menn stórveldanna voru allir komnir til Parísar á sunnu- daginn og fór menn að gruna þá strax, að eittnvað sögulegt myndi gerast á ráðstefnunni, því að Krúsjeff forsætisráðherra Rússa átti einkafundi með be'un de Gaulle og Macmillan, en Eis- enhower kom ekki nálægt fund- inum. Hafnaði viðræðu við Eisenhower Það upplýstist í dag, að Krús- jeff hefði frá byrjun algerlega hafnað því að eiga nokkurn per- sónulegan eða óformlegan fund með Eisenhower. Einnig upp- lýstist að Krúsjeff hefði allan Framh. á bis. 23. Ekkert verkfall VERKFALL yfirmanna á togurum í Grimsby. sem hefjast skyldi á sunnudaginn kom aldrei til framkvæmda. Skin- * stjórarnir og Dennis Welch guggnuðu fyrir mótspyrnu togaraeig- enda og hrezku stjórnar- innar. Skoraðá skynsemi Hér fer á eftir ræða sú, sem Eisenhower flutti í gær á Parisarráðstefnunni, er hann svaraði úrslitakostum Krú- sjeffs. Engar hótanir Bandaríkjanna. í yfirlýsingu minni 11. maí og í yfirlýsingu Herters utanríkis- ráðherra 9. mai var það sjónar- mið Bandaríkjastjórnar skýrt, að leið nauðsyn væri á njósnastarf- semi í heimi þar sem þjóðirnar tortrygðu hver aðra. Við bentum líka á það, að þessar aðgerðir ætlaðar og tryggja öryggi Banda ríkjanna og hins frjálsa heims gegn árás að óvörum af völdum stórveldis sem hreykir sér af því að það geti gereytt Bandarikjun- um og öðrum ríkjum með eld- flaugum búnum kjarnorku- tækar og stöðugar njósnir ekki að eins í Bandaríkjunum, heldur og í flestum öðrum löndum heims. í yfirlýsingu Sovétrikjanna um þessi mál er augljós misskiln- ingur eða villa um eitt höfuð- Framh. á bls. 23. Er von málamiðlunar? Krúsjeff breytti hdtun í múðgun I Ritstjóri HQbl. j | ræðir við j \ Bohlen ! MATTHÍAS Johannessen rit- stjóri Mbl. var í gær staddur í Parísarborg, þegar toppfund urinn áitti að hef jast. Hann sat síðdegis blaða- mannafund með Hagerty blaðafulltrúa Eisenhowers og Bohlen aðstoðarutanrikisráð- herra, eftir að toppfundurinn hafði farið út um þúiur. Hér fer á eftir stutt lýsing Matt- hiasar á þessum blaðamanna- fundi: Hvað gerist í Berlín Það var greinlegt af viðtölum við blaðamenn áður en blaða mannafundurinn hófst, að þeim leizt ekki á blikuna eftir fram- komu Krúsjeffs. Blaðamenn frá New York Times sögðu t.d. við mig: — Við verðum að fara til Berlínar, — það getur verið að það dragi til tíðinda þar. Sumir sögðu, að Krúsjeff vildi ekki ræða við Eisenhower, heldur við nýjan Bandaríkjaforseta, ungan og óreyndan — þess vegna vilji hann fresta róðstefnunni um 6—8 mánuði. Enginn veit þó, hvað fyr ir honum vakir. Bohlen aðstoðarutanríkisróð- herra sagði í stuttu samtali við mig og nokkra aðra blaðamenn að allt væri í óvissu. — Haldið þér, að Krúsjeff hafi komið til Parísar fyrirfram ákveðinn í því að gera fundinn árangurslausan? Bohlen svaraði aðeins: — Það er ekki gott að segja, — hvað hadið þér? Það mátti sjá, að hann hafði ekki mika von um arangur Hcilsaði ekki Bohlen sagði, að Krúsjeff hefði hagað sér mjög einkennilega á fundinum í morgun. Hann hefði ekki heilsað Eisenhower með handabandi, bara setið hreyfing- aralus í sæti sínu, þegar Eisen- hower kom inn nokkru á eftir honum. Bohlen sagði að Krúsjeff hefði verið mjög órólegur á fund inum, hefði hann litið ýmist á Malinovsky eða Gromyko, sem sátu við hlið hans. Framh. á bls. 2. PARÍS seint í gærkv. (Reuter). — Það er nú almennt viðurkennt í hópi stjórnmálamanna, að Paris- ar-ráðstefnan liggi í rústum eft- ir sprengingu þá hina miklu, sem varð við ræðu Krúsjeffs í dag. Bæði Krúsjeff og Eisenhower hafa nú yfirgefið rústirnar, en de Gaulle og Macmillan standa í brunnum og hrandum leifunum og reyna að hlaða þeim saman að nýju. Eftir að þeir Krúsjeff og Eis- enhower höfðu gengið af fundi, tóku de Gaulle og Macmillan þeg ar að ræða möguleika á málamiðl un. Ekki er vitað hvaða leiðir þeir hafa valið, en seint í kvöld fór Macmillan til Eisenhowers og enn síðar í rússneska sendiráðið og sat lengi á tali við Krúsjeff. Ekkert er opinbert hvað fór þeim á milli, en menn vona, að Krús- jeff láti sér segjast og hætti þeim skefjalausa áróðri sem hann hef- ur haft í frammi í þeim alvarlegu málum, sem ráðstefnan átti að fjalla um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.