Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. maí 1960 M ORCUTSBL AÐIÐ 3 ÞESSAR myndir eru af hinum nýja togara Bæjarútgerðar Hafnarf jarðar, Maí GK 346, og voru þær teknar í Bremer- haven í Þýzkalandi fyrir nokkrum dögum. Maí, sem er 1000 Iesta og stærsti togati, sem smíðaður hefir verið fyrir íslendinga, er væntanlegur til Hafnarfjarðar klukkan 2 á morgun. Hann er smíðaður í Seebeck Werft í Bremerhav- en, og var kjölurinn lagður 17. des. í fyrra, en af stokkunum hljóp hann 3. marz sl. Maí er 210 fet á lengd, 34 á breidd og dýptin er 17 fet. — Hann er að sjálfsögðu búinn öllum nýj ustu og fullkomnustu öryggis- og veiðitækjum og er hinn glæsilegasti að útliti. Skipstjóri á Maí verður Benedikt Ögmundsson og sigl- ir hann honum heim. — Bene- dikt, sem er kunnur aflamað- ur, hefir starfað sem skip- stjóri hjá Bæjarútgerðinni allt hét cinnig Maí. 1. stýrimaður frá stofnun hennar, eða í 29 er sonur Benedikts, Svavar, ár, og var með fyrsta togar- og 1. vélstjóri Hans Linnet. ann, sem hún eignaðist, en sá — G.E. Sauöburöur gengur vel á Ströndum Lambalát i Skagafirði Skólabáturinn fer fyrstu veiðiferðina HÉR fyrir sunnan hafa ær sézt með nýfædd lömb sín á hverju túni um nokkurt skeið, en annars staðar á landinu er sauðburður um það bil að hefjast. Blaðið hef- ur fengið fregnir af sauðburði hjá þremur fréttariturum sínum, ein um á Austurlandi, öðrum á Norð urlandi og þeim þriðía á Vest- fjörðum. Kuldakast að undanfömu Regína á Gjögri símar að sauðburður hafi byrjað á Strönd- um fyrir nokkrum' dögum og gangi ágætlega. A nokkrum bæj- um hafi ær þó farið að bera fyrir tveimur vikum. 1 hennar byggð- arlagi var kalt þangað til s.i. mánudag, en þá kom 10 stiga hiti. Hefði kólnað aftur eftir sumar- daginn fyrsta og eru tún nú aftur að verða álíka græn og þá. Eng- inn er farinn að sleppa kúm. % af ánum létu lömbum . Björn í Bæ á Höfðaströnd segir að í Austur-Skagafirði séu ær farnar að bera víðast hvar, en sauðburður gengur þar ekki vel, því nokkuð mikið er ujn lamba- lát, jafnvel ær látið dauðum lömbum. Hafði hann haft spurn- ír af einum bónda, sem á 15 ær og voru 10 búnar að bera, en ekkert lamb lifað. Vita menn ekki af hverju þetta stafar. Sum- Framlh. á bls. 17. Á SUNNUDAGINN fór fram firmakeppni Hestmannafélagsins Fáks á skeiðvellinum í Reykja- vík. Voru yfir 130 hestar í keppn inni. Fylktu knaparnir liði við Árbæ um kl. 14 e.h. og réðu í fylkingu niður á skeiðvöllinn, þar sem keppnin hófst kl. 16. Veður var ágætt, en nokkuð mikið mold ryk, þó reynt væri að væta jörð- ina. Alls hlutu 11 hestar viðurkenn- ingu, en dæmt var eftir sjón og ásetu knapa. Flest stig hlaut Léttir Jóns Teitssonar, sem keppti fyrir Byggingarfélagið I KVÖLD kl. 6.30 e. h. fer skólabáturinn Auður RS 100 í sína fyrstu ferð með ungl- inga og fullorðna út á flóann til handfæraveiða á vegum sjóvinnunefndar Æskulýðs- ráðs. Eru fyrst ákveðnar 5 einstakar veiðiferðir, hien 19., 21., 23. og 25. maí. Þetta hefur verið gert tvö undan- farin vor og verið mjög vin- sælt meðal unglinga og kenn- ara. Báturinn leggur til færi. Þann 28. fer báturinn svo i þriggja vikna veiðiferð með lö drengi og verður fiskað á hanu- færi og línu og aflinn saltaður um borð. Má búast við mikiiii aðsókn, því mikið hefur verið um ferðina spurt og á að senda um- sóknir til Ráðningarstofu Reykja víkurbæjar fyrir 25. maí n. k. Drengirnir fá kr. 1000,00 í laun fyrir veiðiferðina, auk kr. 1,50 fyrir kg. af saltfiski sem afl- að er. Sjóvinnunefnd tek;;r við Skólabáturinn Auður er um margt heppilegur til veiðiferða fyrir drengi. Skipstjóri verður Tómas Sæmundsson, en aðalleið- beinandi drengjanna Hör'öur Þorsteinsson, sem veitt hefur sjóvinnunámskeiðunum forsxöðu. Skólabáturinn hefur undanfa’in ár verið gerður út, fyrst á veg- um Vinnuskóla Reykjavíkur, sið- ar á vegum Vinnuskólans og Æskulýðsráðs, en nú hefur verið skipuð sérstök sjóvinnunefnd, Goða og sat eigandinn á honum. Annar varð Lýsingur Ásgerðar Einarsdóttur, sem keppti fyjir Björgvin Schram. Knapi var Matthías Matthíasson. Þriðji var Sveipur Friðjóns Stephensens, sem keppti fyrir vélsmiðjuna Héðin, setinn af eigandanum og fjórði Grána Hjartar Sigurðsson- ar, sem keppti fyrir trésmiðju Daða Guðmundssonar. Eigandinn var knapi. Og fimmti varð Blakk ur Björgvins Schram, setinn af Pétri Ingjaldssyni, og keppti hann fyrir SveinsbakarL skipuð fulltrúum vinnuskóians og æskulýðsráðs og hinna ýmsu sjómanna- og útgerðarsamtaka og Slysavarnafélag íslands hefur tekið að sér stjórn og umsión allrar sjóvinnukennslu á vegum Æskulýðsráðs. í vetur fór fram fjölmennt og vel heppnað sjóvinnunámsKeið og er útgerð skólaskipsins fratn- hald á þessu starfi, auk þess sem nefndin hefur haft milligöt’gu um ráðningu pilta á fiskisktp í sumar. Þátttaka í sjóferðunum til- kynnist að Lindargötu 50 (sími 15937), en þar er opið kl. 11—12 og 2—5. Skrifstofustjóri hjá Landssímanum BRAGI Kristjánsson, skrifstofu- stjóri hjá Innflutningsskrifstof- unni hefur verið skipaður for- stöðumaður símarekstaardeildar Landssimaks frá 1. júní n.k. Þá hefur Jón Kárason, síma- fulltrúi, verið skipaður aðalbók- ari landssimans frá 1. júní. AKRAftESI, 16. maí: — A sunnudagsmorgun varð fólk á Suðurgötunni hálf kvumsa við, er það leit út á götuna. Það var eins og stráð hefði verið hveiti yfir hana og allt var þarið hvít- um smádeplum eða flyksum. Þetta er sennilega annaðhvort kísill eða malað gips, sem rokið hefur út úr vinnsluhúsum Se- mentsverksmiðjunnar. — Oddur. Hestamenn riðu í fylkingu frá Árbæ S I\ K S1H W !í Skynsamleg ödd Sl. fimmtudag ræddu nokkrir ungir Framsóknarmenn um ár- angur Genfarráðstefnunnar á æskulýðssíðu Tímans. Tók þar meðal annarra til máls ungur maður að nafni Haukur Harð- arson. Komst hann þar að orði á þessa leið: „Ég tel úrslit sjóréttarráðstefn- unnar í Genf mjög sæmileg fyr- ir okkur íslendinga. Tæplega var hægt að búast við að 12 mílna fiskveiðilögsagan næði sam- þykki, og var þá tvímælalaust bezt fyrir okkur að engin lausn fengist“. V ar úðarr áðstöf u n Um breytingartillögu íslenfk. inga við bandarísk- kanadísku tillöguna kemst Haukur Harðar- son að orði á þessa leið: „Breytingartiilaga islendinga við bandarísk-kanadísku tillög- una mun hafa verið sett fram sem nokkurs konar varúðarráð- stöfun ef aðaltillagan næði sam- þykki. Sýndi atkvæðagreiðslan um aðaltillöguna að sú varúðar- ráðstöfun var síður en svo ó- nauðsynleg, þar sem aðeins mun- aði einu atkvæði að hún fengi löglegan meirihluta“. Sakaruppgjöfin eðlileg Hinn ungi Framsóknarmaður segir síðan undir lok greinar sinnar: „Sakaruppgjöf íslcnzku stjórn- arinnar á eldri afbrotum brezkra togara var skynsamleg. Eins og flestum mun kunnugt er Bretum margt betur gefið en að gefa eft- ir á kostnað hagsmuna sinna, ef smáþjóð á í hlut. Ætti því sak- aruppgjöfin að gera þeim undan- haldið léttara. En væri ekki lika hægt að minnka fisksölu til Bret- lands næsta tímann, svo íslenzkir togarar rífi síður upp illa gróin sár brezka stoltsins?“ Þessi ungi Framsóknarmaður, sem ræðir landhelgismáíið af hófsemi og skynsemi, telur að breytingartillaga íslands við bandarísk-kanadísku tillöguna hafi verið skynsamleg og nauð- synleg. Hann telur einnig, að sak aruppgjöf íslenzku stjórnarinnar á eldri afbrotum brezkra togara hafi verið eðlileg og gagnleg. Tíminn gæti ýmislegt lært af þessum unga manni, sem ræðir þetta mikilvæga utanríkis- og sjálfstæðismál þjóðarinnar af ábyrgðartilfinningu og hófsemL 12 mílur við Noreg Ríkisstjórn Noregs hefur nú lýst þvi yfir, að hún hyggist færa fiskveiðitakmörkin við strendur landsins út í 12 milur. Er hér um að ræða þýðingarmikla sönn- un þess, að fleiri og fleiri þjóðir taka upp 12 mílna fiskveiðitak- mörk. Það eru ekki íslendingar einir, sem telja nauðsynlegt að vernda grunnmið sín fyrir rán- yrkju erlendra togara. Um allan heim ríkir vaxandi skilningur á nauðsyn þess að vernda grunn- miðin fyrir stórvirkum veiði- tækjum. Fara varlegar en við Af ummælum Halvard Lange má hins vegar ráða að Norðmenn hyggist fara nokkru varlegar i útfærsluna en við íslendingar gerðum á sínum tíma. Rætt hef- ur verið um, að hin nýja Iand- helgi þeirra tæki gildi um næstu áramót, þó þannig að þær þjóðir, sem fiskað hafa á þessum slóðum fái að stunda fiskveiðar þar nokk uð næstu árin. Með þessum hætti þykjast Norðmenn hafa tryggt sér að lenda ekki í svipuðum á- rekstrum við Breta og við ís- lendingar haustið 1958.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.