Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVIS’ BLAÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1960 Forseti ístands lauk 200 m. sundinu fyrstur íslendinga Mikil þátttaka i Norrænu keppninni i upphafi 'NOKKUR hópur áhorfenda hafði safnazt saman í Sund- laugunum á sunnudagsmorg- uninn er Norræna surid keppnin hófst. Allmargt var baðgesta, sem beið þess að synda 200 metrana. Kl. 9 um morguninn setti Auður Auðuns borgarstjóri keppnina. Voru þá við laug- arbakkann 5 forystumenn þjóðmála og íþróttamála, m. a. forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson. Samtímis því sem keppnin hófst í Sundlaugun- um hófst hún í um það bil 70 sundlaugum víðs vegar um landið. Frú Auður Auðuns kvað til- gang Norrænu sundkeppninnar þann að auka og efla sundmennt almennings og glæða áhuga á þessari heilnæmu og þörfu íþrótt. Hún rakti sundafrek er fræg eru orðin í sögu þjóðarinnar. Drap hún síðan á sundskylduna í skólunum og þátt hennar í að hefja sundíþróttina aftur til vegs hér á landi, íþróttina sem okkur væri meiri þörf á en flest- um þjóðum öðrum, svo mjög, sem við byggjum afkomu okkar á sjósókn. Frúin lauk máli sínu með þess um orðum: jánsson, formaður, Olympíu- nefndar. Forseti fslands synti baksund alla leiðina. Var sund hans létt og fór hann vegalengdinga mjög auðveldlega. Lauk hann 200 m sundinu fyrstur íslendinga og gaf landsmönnum með því fagurt fordæmi. Þegar er þessi fyrsti hópur hafði lokið við sundið fyiltist laugin af ungum sem fullorðnum sem leystu þrautina af hendi. Var Forseti íslands varð fyrstur til að bera merki keppninn- ar í ár. Einar Sæmundsson formaður framkv.nefndar- innar í Rvík sæmir forset- ann merkinu. TTm leið og læt þá ósk í Ijós, að íbúar höfuðstaðanns láti ekki sitt eftir liggja til að tryggja íslendingum sigurinn, lýsi ég 5. Norrænu sundkeppnina hafná hér í Reykjavík. Fyrstu þátttakendurnir stungu sér síðan til sunds og opnuðu keppnina. Þeir voru forseti ís- lands, Ásgeir Ásgeirsson, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, Bene dikt G. Waage, forseti f. S. 1, Erlingur Pálsson, formaður Sund sambands fslands og Bragi Krist- mn Þorsteinn Kjarval 82 ára lét ekki á sér standa. Hann synti í fyrsta hópnum í Sundhöllinni allmikill troðningur að komast að og gerði starfsmönnum erfið- ara fyrir. Alls syntu um 200 menn í Sundlaugunum. f Sundhöllinni hófst keppnin kl. 10, með því að landsnefnd keppninnar og framkvæmda- nefndin í Reykjavík syntu. Með þeim synti Þorsteinn Kjar val sem nú er 82 ára að aldri. Fór hann sér hægt og leysti þrautina auðveldlega og blés ekki úr nös að þrautinni lokinni. Stór hópur beið þess að synda 200 metrana og var það fólk á öllum aldri. Var þetta góð byrj- un á keppninni. Fyrsta daginn syntu 206 í Sundhöllinni. Á laugardagskvöldið flutti for- seti íslands ávarp í útvarpið um norrænu sundkeppnina. Fer hér á eftir útdráttur og kaflar úr ávarpi hans: Sundsigur íslendinga 1951 var svo stórfelldur, að leikreglur girtu fyrir framtíðarsigra. Þó var þátttaka fslendinga óbreytt 1954, en lækkaði veruiega 1957, og er talið að miðaldra fólk hafi þá aðallega brugðist, enda engin sigurvon. Að þessu sinni er keppt eftir nýjum reglum. Verður nú tekið meðaltal tveggja síðustu keppna. 1954 og 1957, og sigrar sú þjóð, sem mest eykur síoa þátttöku, hlutfallslega. Þessi nýja regla gefur öllum sigur- vonir. Er nú þess að vænta, að íslendingum hlaupi aftur kapp í kinn, svo sem var við fyrstu þátttöku 1951. Kapp er gott — og bezt með forsjá, segir máls- hátturinn, enda er það svo, að öfgar snúa hverri dyggð í löst. 1951 var hugur í þjóðinni, og er nú hinn fagri silfurbikar Há- konar Noregskonungs geymdur á Þjóðminjasafninu. Ég vissi til þess, að það var þá meiri sund- keppni og hugur í íslendingum en öðrum Norðurlandaþjóðum. Þess er gott að minnast, og oss nauðsynlegt, einni hinni fámenn- ustu fullvalda þjóð veraldar, að keppa til jafns við hinar stærri þjóðir á öllum sviðum, þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Vér fögnum því, þegar íslendingur skarar fram úr t. d. í bókmennt Forseti fslands hefur lokið við 200 metrana fyrstur Islendinga- Með honuni syntu Geir Hallgrímsson (neðst á myndinni), Benedikt G. Waage og Erlingur Pálsson (efst). vér öll eins hugar. Svo er og þeg- ar slys ber að höndum, og mætti þó oftar ríkja einhugurinn. Vér þráum að vera hlutgengir á þingi þjóðanna, og er það kapp gott — með forsjá. Kappið er þó ekki eingöngu metningur. Hin hliðin snýr inn á við, og er það hollur metnaður. Sundkeppnin eflir þjóðina sjálfa. Sjórinn umlykur vort eyland, vötn eru dreifð um landið, og lækir og ár falla af fjöllum til sjávar. Þó vér kunnum fótum vorum forráð á föstu landi, þá er enginn sjálfbjarga, nema hann kunni tök handa og fóta, þar sem hann botnar ekki í vatni. Þó far- artæki séu góð, bátar og bílar, þá er samt stjórn handa og fóta á láð og legi lífsskilyrði. Gang- urinn lærist á einu ári, en sundið á tveim vikum. Samt lá við um aldir að landsmenn týndu sund- inu. En nú er sundskylda lög um, tafli eða stökki. Þá erum boðin. Það er heiður vor íslend- inga, og vísast betur framfylgt sundskyldunni en meðal annarra þjóða. Það gerir hvern mann tryggari, að kunna sund, og bjargar tugum mannslífa á hverju ári..... Það er yndislegt að koma að laug í miðri sveit eða miðju þorpi, þar sem æskan striplast og leikur á sundi. Það er heilsu- brunnur og leikvangur, og heilsu bótin borgar allan kostnað, þó ekki liggi það fyrir öllum að bjarga lífi sínu á sundi. Gamalt máltæki segir, að þar sém sungið er og kveðið á bæ sé óhætt að gista, og á sama hátt má segja, að í sundlaug þrífist engir ó- kny ttir. •*' Góðir íslendingar! Sýnum nú öðrum þjóðum, hvað sundmenn- ing er á háu stigi á „ísa köldu landi“. Byrjið meðan skapið er heitt og sláið ekki á frest. Nú er sigurvon — og jafnvel sigur- vissa, ef enginn dregur sig í hlé. • Sigur í fyrstu lotu Mýsla litla sat hin rólegasta undir stól í húsi einu hér í bænum eftir hádegi si. sunnu- dag. Það ríkti regluleg sunnu- dagskyrrð í húsinu. Frúin var rétt búin að þvo upp og setzt inn í stofu með Morgunblaðið. Og eiginmaðurinn sat mak- indalega með Lesbókina í öðrum hægindastól. Skyndilega reis frúin á fæt- ur með einum rykk, lyfti hand ieggnum og lamdi samanrúll- uðum Mogganum út í loftið — einu sinni, tvisvar, þrisvar. Svo hætti hún, kipraði augun og það var kominn vígaglampi í þau. Hún skimaði í kringum sig, festi augun á einhverju, eins og hún sæi vofu, og lædd- ist af stað með blaðið í upp- reiddri hendinni. Höggið reið, og myndin af mikilúðlegu konunni í peysufötunum skoppaði ofan af skápnum. Mýsla litla horfði agndofa á þessa leikfimi. Ætlaði mað- urinn ekkert að gera? Konan var þó sýnilega .... Jú, þar kom hann í spilið. — Jóakim, þarna rétt fyrir aftan höfuðið á þér, hjá spegl- inum. — Ég fer ekkert að leiða yfir mig sjö ára óhamingju fyrir eina flugu, rumdi í mann inum, Samt sleppti hann Les- bókinni, gaut augunum upp á við og skellti saman lófunum aftan og ofan við höfuðið á sér. En við þennan rykk fór stóllinn aftur á bak með hann. — Ég náði henni, sagði hann sigri hrósandi þar sem hann sat á gólfinu. • Önnur lota Nú datt allt í dúnalogn aft- ur. Konan lét sig falla niður á stólinn sinn og dæsti eftir Mýslu litlu var að renna í brjóst undir stólnum, þegar konan rauk aftur upp. — Jóakim, það er kominn mölur í íbúðina. Þar sem er ein mölfluga, þar er mölur! Þetta er einmitt árstíminn þeirra. Maðurinn lét sem hann heyrði þetta ekki, faldi bara. betur andlitið bak við Lesbók ina. — Það er kominn mölur, byrjaði frúin aftur. En hvar er hann? í teppunum? í fata- skápnum eða í ullarfötunum? í kommóðunni? Hann getur verið kominn á alla þessa staði og búinn að búa um sig hvar sem er í íbúðinni Jóakim, ég ætla ekki að láta möl éta í sundur fötin okkar og húsgögnin. Ekki á mínu heimili. Þetta verður allt að fara út. Um að gera að viðra hverja flík. Jóakim, heyrðirðu ekki maður? Við byrjum hér í stof- unni. Hjálpaðu mér að bera út sófann. • I*riðja lota Og nú var sunnudagsfriður- inn úti, ekki aðeins fyrir Mýslu litlu, heldur miklu fremur vesalings Jóakim. Mýsla gat þó forðað sér. Það gerði hún þó ekki fyrr en allt var komið á fleygiferð í íbúð- inni. Frúin reif upp úr öllum skúffum og Jóakim bar út á snúru. Skrúbbur og fata, bank ari og bursti, sápa og klútur — allt var komið fram á gólf, þegar Mýsla læddist út, í leit að rólegri stað fyrir síðdegis- blundinn. Síðast heyrði hún tautið í Jóakim: — Svona er þetta allt af. Þegar fer að vora, íá aliar kerlingar hreingerningaræði. Ein einasta lítíl fluga ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.