Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGVNBl AÐIÐ Þriðjudagur 17. maí 1960 Lög verði sett um greiðslu kostnaðar við: Jarðgöng á þjóðvegum Frumvarp Kjartans J. Jóhannssonar og Magnúsar Jónssonar ÞEIR Kjartan J. Jóhannsson og Magnús Jónsson lögðu í gær fram á Alþingi frumvarp um jarðgöng á þjóðvegum, sem felur í sér ákvæði um það, hvernig greiddur skuii kostnaður af slíkum fram- kvæmdum. Tillaga þingmannanna Leggja þeir þingmennirnir til, að a) ef jarðgöng eru ekki yfir 35 metrar að lengd, skuli kostn- aður greiðast af fé því, sem á fjárlögum er veitt til veg- arins, b) séu jarðgöng lengri en þetta, skuli brúarsjóður standa straum af kostnaði. í greinargerð með frumvarp- ínu færa þeir Kjartan J. Jó- hannsson og Magnús Jónsson svohljóðandi rök fyrir tillögu sinni: Engin ákvæði i lögum enn Jarðgangagerð á þjóðvegum er svo til ný hér á landi, aðeins áratugur síðan fyrstu og til þessa einu jarðgöngin voru gerð. Það vantar því alveg í löggjöfina ákvæði um, hvernig kóstnaður af þeim skuli greiðast. Hér er stungið upp á, að með þau skuli fara eins og um algengustu íoi- færuna á þjóðvegum, óbrúaðar ár. Virðist í alla staði eðlilegt að fara eins að um þessar torfærur, hamra og fjallseggjar, sem eru óbrúanlegar nema með því að gera jarðgöng í gegnum þær. Sums staðar þörf jarðgangna — en ekki brúa Þetta hefur verið athugað nokkuð og komið í ljós, að í sum- um landshlutum eru engin stór- fljót, sem þurft hefur eða þarf að brúa, en einmitt þar er að- kallandi að gera jarðgöng. Sums staðar er það meira að segja tal- in eina leiðin til þess að fá við- unaadi vegi á milli byggðarlaga, sem þurfa að hafa sem beztar og öruggastar samgöngur sín á milli. Þannig hagar t. d. til á milli ísafjarðar og Önundar- fjarðar og á milli Siglufjarðar og Skagafjarðar. Á þessum stöðum báðum hefur nákvæm mæling cg staðsetning væntanlegra jarð- ganga þegar verið gerð af vega- málastjórninni. Einnig heíur komið til álita að gera jarðgöng á vegi milli. Hnífsdals og Boi- ungarvíkur. Það er því orðið tímabært að ákveða, hvernig kostnaður skuli greiddur. Eðlilegt að brúarsjóður kosti lengri jarðgöng Vega- og brúargerðir eru sum- part greiddar með beinum fram- lögum úr ríkissjóði og að nokkiu leyti með sérstökum skatti af benzíni. Þessi framlög haldast frá ári til árs og eru fjárhags- grundvöllur þeirra vega- og brúaframkvæmda, sem gerðar Alþingi: Opinberir starfsmenn fái samningsrétt — Frá umræðum um kjaramál þeirra 1 GÆR var til fyrstu umræðu í Neðri deild Alþingis frum- varp um afnám laga um verk- fall opinberra starfsmanna, en þau eru frá árinu 1915 og hafa að geyma ákvæði um refsingar á hendur opinber- um starfsmönnum fyrir hlut- deild í verkföllum. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Eðvarð Sigurðsson, Hannibal Valdimarsson og Geir Gunnarsson. Helgasti rétturinn Eðvarð Sigurðsson mælti fyrst nokkur orð með frumvarpinu af hálfu þeirra flutningsmanna. — ':ím Sagði hann m.a., að verkfallsrétt- inn teldi verka- lýðshreyfingin sér helgastan. — Opinberir starfs- menn hefðu ekki haft þennan rétt, enda þótt þeir hefðu margsinn- is látið í ljósi ósfcir um að fá hann. Það væri almennt séð sjálfsagt að þeir fengju hann, og ekki væri sízt ástæða til þess nú, eftir sam- þykkt efnahagslaga ríkisstjórnar- innar. Að framsöguræðunni lokinni urðu nokkur orðaskipti milli Jóns Fálmasonar og Eðvarðs og Einars Olgeirssonar, auk þess sem Sigurður Ingimundarson lýsti afstöðu sinni til málsins. TJppreisn eða ekki Jón Pálmason kvað persónu- lega skoðun sína vera þá, að [það væri hin esta fjarstæða, [að gefa opinber- m embættis- Imönnum — sem efðu það hlut- |verk að vernda ríkið og vinna í þess þágu — rétt til þess að gera uppreisn g e g n því, en annað væri verkfall af þeirra hálfu ekki. Þessu mót- mæltu þeir Eðvarð Sigurðsson og Einar Olgeirsson. Taldi E.S. m.a. að opinberir starfsmenn væru svo víðtækur starfshópur, að skil- greining J.P. á störfum þeirra næði aðeins til tiltölulega fárra. Báðir voru þeir E.S. og E. Olg. á öndverðu máli við J.P. um það, hvað verkfall raunverulega væri, og töldu m.a. að þar væri aðeins um að ræða eðlilegan rétt laun- þegans til þess að ákveða verð vinnu sinnar og ákveða að inna hana ekki af höndum, nema kröf- um hans væri sinnt. Margþætt mál Það kom fram í ræðu Sigurð- ar Ingimundarsonar, að til hefði staðið að hann yrði meðflutnings- maður að frumvarpinu, en það síðan verið lagt fram án samráðs við h a n n , og kvaðst SI harma þá málsmeðferð. Engu að síður k v a ð s t hann mundu f y1g j a frumvarpinu. SI sagði að opinber- ir starfsmenn hefðu orðið að g j a 1 d a ureltra laga á liðnum árum. Þeir hefðu eru í landinu. Þau einu jarð- göng, sem enn hafa verið gerð, gegnum Arnarneshamar, voru gerð fyrir framlag til vegarins, sem þau eru á. Virðist eðlilegt, að svo verði áfram um tiltölu- lega stutt jarðgöng, en um lengri jarðgöng er jafneðlilegt að greiða kostnað við þau úr bri'ia- sjóði. FLUGFÉLAG Islands auglýsir eftir flugmönnum í dagblöðun um í dag. Mun ætlunin að ráða 4 nýja flugmenn því horfur fé lagsins eru mjög batnandi. Samtals mun félagið hafa 60 flugliða í sumar, þar af 30 flug Einar Helgason Yfir 160 flugliðar menn. Loftleiðir hafa nýlega ráðið þrjá nýja flugmenn og eru starfandi íslenzkir flug- menn þar 27 en auk þess 7 norskir. Hafa Loftleiðir sam- tals 13 norska flugliða á sínum snærum, en ráðgert er að fækka þeim eitthvað og ráða íslenzka í staðinn. — í sumar verða yfir 160 flugliðar starf- andi hjá íslenzku flugfélögun- um, þar af 64 flugfreyjur, og hafa þær aldrei verið fleiri. Ástæðan er sú ,að Loftleiðir hafa í DC-6b vélum sínum þrjár flugfreyjur, en i öðrum millilandavélum okkar eru þær tvær. Verðlagsmáliii til 1. umræðu FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um verðlagsmál, sem gerð var grein fyrir hér í Mbl. fyrir helg- ina, kom til 1. umræðu á fundi Neðri deildar Alþingis í gær. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra fylgdi því úr hlaði með nokkrum orðum. Hann skýrði m.a. frá því, að ríkisstjórn inni hefði þótt eðlilegt að hafa ákvæði um verðlagsmál í sér- stöku frumvarpi ,eftir að ákveðið hefði verið að hafa yfirstjórn þeirra í höndum annarra aðila en innflutnings- og gjaldeyrismálin, sem þau áður höfðu haft sam- liot með. Þessir 3 máiaflokkar hefðu sem kunnugt væri að und anförnu allir verið undir yfir- stjórn Innflutningsskrifstofunn- ar, sem nú yrði brátt lögð niður. Yfirstjórn verðlagsmálanna yrði eftir það í höndum 5 manna nefnd ar, undir forsæti ráðuneytisstjóra viðskiptamálaáðuneytisins. Mætti ætla að nefndin þyfti ekki að koma saman oftar en t.d. 2svar í mánuði, til þess að fjalla um þau mál, sem verðgæzlustjóri leggði fyrir hana til afgreiðslu. Störfum nefndarinnar mundi því ekki fylgja mikill kostnaður. Þá gerði G.Þ.G. grein fyrir þeim breytingum, sem í frum- varpinu felast, en að ræðu hans Jokinni var málinu vísað til 2. um ræðu og fjárhagsnefndar. Útflutningsskatturinn lœkkaður en greiðslutíminn lengdur — Frumvarp ríkisstjórnarinnar lagt fram á Alþingi í gœr RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp það um lækkun á útflutnings- skattinum úr 5% í 2 >/2%, sem boðað hafði verið, og var um leið skýrt frá því, að skatt- urinn muni verða í gildi leng- ur sem þessu nemur, svo að heildarupphæð hans, sem út- flytjendur greiða, verði hin sama. Sama upphæð a3 lokum Ólafur Thors forsætisráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði með stuttri ræðu. Minntist hann þess m.a., að þegar ríkisstjórnin hefði haft efnahagsaðgerðir sínar í und irbúningi, hefði þótt nauðsynlegt að leggja skatt þennan á, til þess að jafna fyrirsjáanlegan halla á útflutningssjóði. Eftir nokkrar umræður hefði verið norfið að því ráði, að hafa skattinn 5%. Þeir, sem hlut áttu að máli, hefðu strax borið nokkurn kvíðboga fyrir því, að erfitt mundi reynast að greiða skattinn. Þeir hefðu þó sætt sig við hann, allt þar til samningaviðræður um fiskverðið hefðu verið komnar á lokastig, en þá hefðu þeir komið að máli við ríkisstjórnina og óskað eftir því, að skatturinn yrði lækkaður en stæði þá að sama skapi lengur. Á þetta hefði ríkisstjórnin að sjálfsögðu fallizt, — þar eð ekki hefði verið talin felast í breyt- ingunni nein hætta fyrir það efnahagskerfi, sem hún ynni að að koma hér á. Ölafur Thors ítrekaði að lok- um, að það hefði í upphafi verið ákveðið að viss hluti af halla út- ílutningssjóðs yrði greiddur með útfiutningsskattinum — og héld- ist sú ákvörðun óbreytt, þrátt fyrir þetta. Það, sem um væri að ræða, væri einungis það, að gef- mn væri lengri frestur til þess að greiða upphæðina. Einar talar meira Einar Olgeirsson mælti því næst nokkur orð, og sagði m.a., að það væri mjög ákjósanlegt að strax á þessu þingi gæfist ástæða til að endurskoða alla efnahags- málalöggjöf ríkisstjórnarinnar. Þó að frumvarpið um breyting- una á útflutningsskattinum væri bara þessi eina litla grein, ætti þetta að gea verið orðið allmikið meira, þegar það kæmi frá fjár- hagsnefndinni aftur, en þar kvaðst E. Olg. eiga sæti og mundu Lalda áfram umræðum. Þórarinn Þórarinsson talaði að lokum alllengi um efnahagsmálin og stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim almennt. Það væri lítil úr- bót ,að gera smúbreytingar. Þörf væri á að breyta um alla stefn- una. Enn væri það ekki of seint. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var 1. umræðu um frumvarp- ið þar með lokið. Atkvæða- greiðslu var frestað. því barizt fyrir því að fá samn- ingsrétt um kaup sitt og kjör, en ekki orðið ágengt í þeirri bar- áttu fyrr en á sl. hausti, að fjár- málaráðherra hefði fallizt á, að nefnd yrði sett til að fjalla um málið með það fyrir augum, að opinberir starfsmenn fengju samn ingsrétt. Málið væri ekki eins einfalt og af frumvarpinu mætti ætla. Vék S.I. að ýmsum atriðum, sem breyta þyrfti og kvað nauð- synlegt að nefndin héldi áfram að vinna að þessum málum, þótt frumvarpið yrði samþykkt. Að umræðunum loknum var frumvarpinu vísað til 2. umr. með 27 atkvæðum gegn 1 (J.P.) svo og til athugunar í þingnefnd. Fyrirhugað er, að samin verði reglulega: Áætlun um þörf atvinnu- veganna fyrir sérmenntað fólk — Frá umræðu um málið á Alþingi MENNTAMALARÁÐHERRA, Gylfi Þ. Gíslason, svaraði í Sam- einuðu þingi á dögunum fyrir- spurn frá Ragnhildi Helgadóttur um það, hvað liði framkvæmd þingsályktunar um athugun á þörf atvinnuveganna fyrir sér- menntað fólk, sem alþingi Sam- þykkti fyrir rúmu ári. Ragnhildur Helgadóttir fylgdi fyrirspurninni úr hlaði með nokkrum orðum og benti m. a. á nauðsyn þess fyrir einstakling- ana og þjóðfélagið í heild, að þessi þörf væri ijós svo leitast mætti við að fullnægja henni. Upplýsingar ráðherra Gylfi Þ. Gíslason upplýsti síð- an, að eftir samþykkt þingsálykt unartillögu um þetta, hefði verið skipuð nefnd til að athuga málið. Hún hefði skilað áliti í nóvember mánuði 1959 og gert tillógur um eftirfarandi: 1) Menntamálaráði Islands skuli falið að hafa með höndum söfnun upplýsinga um um þörf atvinnuveganna fyrir sérmenntað fólk. 2) Ríkið veiti til þeirrar fram- kíC'æmdar nauðsynlegt fé, sem áaitlað er allt að 20 þús. kr. í fyista sinn. 3) Upplýsingasöfnun þessi sé í fyrstu einkum miðuð við þarfir atvinnuveganna, en þyrfti smám saman að verða víðtækari, svo að hún geti orðið grundvöllur að áætlun um þörf þjóðarinnar fyrir sérmenntað fólk í sem flestum Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.