Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. mai 1960 fitrpitiM&iH!* tTtg.: H.f Arvakur Reykjavík rramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, 'sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NORÐMENN OG ÍSLENDINGAR | DAG er þjóðhátíðardagur * Norðmanna, þeirrar þjóð- ar, sem íslendingum er skyld- ust að uppruna og háttum. Við árnum heilla þessari þjóð, sem svo margt á sam- eiginlegt með okkur. Nú, þegar Genfarráðstefn- unni er lokið án árangurs, hafa Norðmenn ákveðið að færa fiskveiðilandhelgi sína út í 12 mílur með ein- hliða ráðstöfun. Þessi ákvörð- un norsku ríkisstjórnarinnar mun vafalaust verða til þess að greiða fyrir því að 12 mílna reglan verði viður- kennd að alþjóðalögum. Því er að vísu ekki að neita, að Norðmenn virðast ætla að fara nokkuð öðru vísi að við útfærsluna en við íslending- ar. Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregs, lýsti því yfir, er hann kunngerði þessa ákvörðun stjórnarinnar, að hún gerði sér ljósa erfiðleika Þá, sem friðunarráðstafanirn- ar mundu baka erl. fiski- mönnum. Hann gat þess jafn- framt að norska stjórnin værí fús til að hefja viðræður við erlend ríki um „sanngjörn frávik“ frá nýju reglunum. Hagsmunir okkar af frið- unaraðgerðunum eru miklu meiri en -Norðmanna, og þess vegna hvorki getum við né viljum hvika frá 12 míl- unm. En þegar Norð- menn treystast ekki til að taka sér 12 mílna fiskveiði- landhelgi án þess að lýsa því yfir, að þeir séu jafnframt fúsir til samninga um frávik frá reglunni, þá má einnig vera ljóst, að við íslendingar þurfum að halda skynsam- lega á málum okkar og forð- ast óþarfa áreitni. í hita baráttunnar við Breta var eðlilegt að við for- dæmdum ofbeldisverk her- skipa þeirra, en við skulum hafa það hugfast að þeir töldu okkur sýna ofbeldi með því að taka rétt, sem þeir töldu að óheimilt væri að álþjóðalögum. Lagagrundvöll urinn er íslendingum nægi- lega ljós til þess að ekki þarf hér að ræða hann sérstak- lega. En hitt er rétt að undir- strika rækilega að nú þegar Bretar hafa ákveðið að ógna ekki 12 mílna fiskveiðiland- helgi okkar, a. m. k. fyrst um sinn, þá er það skylda sér- hvers íslendings að gæta þess vel að aðhafast ekkert, sem. gefið gæti Bretum tilefni til að hefja veiðar að nýju innan 12 mílnanna. Af íslendinga hálfu verða ásakanir eða árásir ekki hafnar á ný held- ur skulum við sýna brezku þjóðinni fulla vinsemd og láta fortíðina vera gleymda. EINKAFJARMAGN ITRAKSPÁMENN ha'fa reynt að telja fólki trú um, að viðreisnarstefr an mundi ekki ná tilgangi sín- um og leiða til hruns. Þeii spádómar afsönnuðust ræki- lega á dögunum, þegar upp- lýst var að sparifjáraukning hefði orðið meiri en nokkru sinni áður í sögunni. Sérstaklega er ánægjulegt að þetta fjármagn hefur ekki skapazt fyrir neinar þvingun- arráðstafanir ríkisvaldsins, heldur með frjálsum sparn- aði landsmanna. Þegar ríkið þvingar fram sparnað með skattlagningu, skyldusparn- aði eða öðrum slíkum aðgerð- um, þá finnst því líka sjálf- samt að halda þvingununum áfram og hagnýta sjálft fjár- mágnið í eigin þágu. Þegar hinsvegar sparnaður inn er frjáls, hlýtur að mega vona að tilhneiging ríkis- valdsins til þess að ná féiiu undir sína stjórn verði minni. Peningarnir eru þá í bönkum landsins og það er sparifé borgaranna sjálfra. Sjálfsagt er, að þetta fé sé fyrst og fremst lánað einstaklingu.m til uppbyggingar atvinnu- vega, til húsbygginga o. s. frv. Þessi eðlilega afleiðmg hins frjálsa sparnaðar er eitt af því sem veldur stjórnar- andstæðingum mestu hugar- angri. Kommúnistar vilja að fjármagnið sé í sem ríkust- um mæli á höndum hins opm- bera, svo að sem allra flestir séu fjárhagslega ósjálfstæð- ir. Framsóknarmenn telja hinsvegar að fjármagn þjóð- arinnar sé bezt komið hjá SÍS og dótturfélögum þess og af þeim sökum telja þeir eðri- legt að ríkisíhlutun miði að því að almennur lánamark- aður sé sem þrengstur. 100.000.000 nautöfl A INDLANDI eru 91 millión nauta og 11 Vz milljón buffla. Fæst nautanna eru notuð í þágu framleiðslunn- ar. Flest þeirra gera litið annað en að eta af takmörk- uðum birgðum landbúnaðar- uppskerunnar. En þessar rúmlega 100 milljónir nauta gætu framleitt hérumbil jafn mikla orku og notuð er til almenningsþarfa í Banda- ríkjunum (124 milljón kíió- vött). Ef Indverjar fyndu möguleika á að virkja alla þessa orku á ódýran og ein- faldan hátt, gæti það gjör- breytt efnahagi landsins. Rafvæðing í Khanpur Bandarískir verkfræðingar. sem starfa á Indlandi, hafa und- anfarið verið að gera tilraunir á þessu sviði. Hafa þeir meðal annars reynt nýja tegund vatns- dælu og rafals, sem naut eru notuð til að reka. Er þetta bæði einfalt og afkastamikið, en ekki enn orðið ódýrt í framleiðslu. Fyrsta tækið af þessari gerð var nýlega sett upp við brunn í Khanpur, sem er litið þorp um 30 kilómetrum frá Nýju DelVn. Rafallinn framleiðir nægilegt rafmagn fyrir eina 25 kerta peru í hverju hinna 150 húsa þorps- ' ins, fimmtán 100 kerta götuijós 1 og fyrir trésmíðavinnustofu, þar sem 50 smiðir vinna. Tvöföld uppskera Sama tæki getur dælt um 1200 litrum vatns á mínútu. Væri það notað í sambandi við áveitur, væri unnt að tvöfalda matvæia- uppskeru landsins og gera índ- verska bændur óháða duttlung- um rigningartímans. Þessar til- raunir ganga því langt í þá átt að berjast gegn ævagömlum Áveita getur tvöfaldað uppskeruna vandamálum atvinnuleysis og fæðuskorts. Gerð dælunnar er mjög ein- föld. Þetta er venjuleg hring- dæla, svipuð þeim sem notaðar eru í olíuvinnslustöðvum. Það sem er frábrugðið er að fjöldi tannhljóla breytir hringgörgu uxanna í háan snúingshraða. Dælan getur ekki aðeins dælt 1200 lítrum vatns á mínútu, heldur einnig lyft vatninu í rúmlega 90 metra hæð, svo unnt er að veita því í húsin. Ódýrasta leiðin Rafallinn framleiðir kiló- vött með 125 volta spennu. Raf- geymar jafna spennuna, svo unnt er að hafa rafmagn á nóttinni þegar uxarnir eiga frí. Dæla og rafall af sömu gerð og notuð eru í Khanpur kosia nú um 190.000 krónur, en með fjöldaframleiðslu væri sennilega unnt að lækka verðið niður í 80.000 krónur. Þetta væri samt mikil upp- hæð ef búa ætti öll þorp Ina- lands slíkum tækjum, en þorpin eru um 558.000. Þó virðist þetta vera ódýrasta leiðin til að tryggja efnahagslega framtið Indlands eins og er. IVleð de Gaulle í Ameríku FYRIR nokkru kom hér á Reykj avíkurflugvöll frönsk Da- koda DC 3 flugvél. Þetta er ein af flugvélunum úr fylgdarliði de Gaules Frakklandsforseta í vest- urför hans fyrir skömmu. Er hún nú á leið heim, en tafðist hér í gær vegna slæmra veðurskilyrða. Áhöfnin ætlar að fljúga néðan beint til Parísar. Flugvélin kom hér við á vestur leið fyrir um það bil xnánuði. þá með lækni forsetans, lögregiu- menn og aðra úr fylgdarliði hans. og fylgdist með forsetanum á ferðalaginu um Kanada, Banda- ríkin og S-Ameríku. Fréttamaður blaðsins náði snöggvast tali af tveimur af 5 meðlimum áhafnarinnar í gær. Þetta hefur verið skemmtileg ferð, flogið norður undir hexm- skautsbaug og suður undir mið- jarðarlínu sögðu þeir. Farþogarn ir flugu beint til Ðakar með ann- arri vél að heimsókn forsetans lokinni, en við hófum ferðina með tóma vél norður eftir, úr 36 stiga hita í Cayenne í frönsku Guiana í S-Ameríku og norður til Grænlands í 15 stiga frost, með viðkomu á stöðum eins og Miami, og Quebeck, og nú í Reykjavík. Hitamismunurinn hef ur sem sagt verið um 50 stig. Hér er ekki sem verst, sögðu flug- mennimir að lokum. En sá mun- ur á íslandi nú og þegar við flug- um hér um fyrir mánuði! Franska flugvélin í Reykjavík mt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.