Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 17. maí 1960 MORGXJTSBL ÁÐÍÐ 23 — Eisenhower Framh. af Dis. 1. atriðið. I>eir haida því fram,. að Bandarikin hafi hótað í opinber- um yfirlýsingum, að halda áfram njósnafluginu. Það hefur enn komið fram í ræðu Krúsjeffs hér, að hann gerir mikið úr slíkri hótun Bandaríkjanna. En Banda ríkin hafa énga slíka hótun bor- ið fram, hvorki ég né ríkisstjórn mín höfðu neinar slíkar hótanir í huga. Við höfum ekkert sagt í yfirlýsingum okkar, nema að Banadríkin munu ekki flýja frá þeirri ábyrgð að gæta öryggis vegna árásarhættu að óvörum. Og ég skal aðeins geta. þess, að þessum njósnafiugferðum var hætt eftir atvikið sem nýlega gerðist og verður þeim ekki hald- ið áfram og geta því ekki verið nein ágreiningsatriði . Loftkönnun S. Þ. Ég kom hingað til Parísar til þess að reyna að ná samkomu- lagi við Sovétríkin sem gæti út- rýmt allri nauðsyn á njósnastarf semi, þar á meðal njósnaflugi. Ég sé enga ástæðu til þess, að þetta atvik þurfi nokkuð að trufla ráðstefnuna. Ef það reynist ómögulegt vegna afstöðu Rússa að glíma við lausn þessa vandamáls og annarra sem ógna heimsfriðnum, þá hef ég í hyggju að leggja fyrir Samein- uðu þjóðirnar í nálægri framtíð tillögu um að sett verði á fót loftkönnunarsveit Sameinuðu þjóðanna til þess að ljóstra upp um undirbúning að óvörum. Ég hafði ætlað mér að leggja slíka tillögu fyrir þessa ráðstefnu og var það hugmynd mín að þessi loftkönnunarsveit fengi að starfa yfir löndum allra þjóða, sem reiðubúnar væiru að fallast á slíkt eftirlit. Við fulltrúar Bandaríkjanna erum hingað komnir til að rann- saka í góðri trú þau alvarlegu vandamál, sem liggja fyrir ráð- stefnunni. Við erum reiðubúnir hvort sem er að leggja þetta deilumál niður eða hefja sérstak- ar viðræður við fulltrúa Rússa um það, svo að leiðtogafundur- inn geti haldið áfram. Burt með áróðurinn. Sjónarmið mín á þessu máli eru studd og ítrekuð af fulltrú- um hinna Vesturlandanna, sem einnig hafa skorað á Krúsjeff að fylgja leið sanngirni og skyn- semi og leggja nú niður áróð- urinn. Ef hann hefði gert svo, þá hefði ráðtsefnan getað haldið áfram. Krúsjeff var skýrt greini lega frá því að Bandaríkin myndu aldréi fallast á úrslita- kosti hans. En Mr. Krúsjeff virti einskis allar röksemdir skynseminnar. Það er ekki nóg með að hann héldi fast við úrslitakostina, held ur hélt hann fast við, að hann myndi birta yfirlýsingu sína i heild, hvenær sem honum sýnd- ist. Þannig varð greinilegt, að hann var ákveðinn í að splundra Parísar-ráðstefnunni. Eini tilgangurinn. Eina ályktunin, sem er hægt að draga af framkomu hans í dag er sú, að hann hafi komið alla leiðina frá Moskvu til Parísar í þeim eina tilgangi að vinna skemmdarverk á þessum fundi, sem vonir heimsins eru svo mjög bundnar við. Þrátt fyrir þessa alvarlegu og óhagstæðu þróun mála, þá mun ég ekki á nokkum hátt draga úr stöðugri viðleitni minni tii að koma á um heim allan friði með réttlæti. Það mun og gilda það sem eftir er af dvöl minni hér í París. Kjörinn rektor FYRIR síðustu helgi fór fram meðal prófessora Háskóla ís- lands kjör rektors. Er hann kos- inn til þriggja ára í senn. Kosningu hlaut dr. phil. Þor- kell Jóhannesson, sem verið hef- ur rektor háskólans undanfarin tvö rektorskjörtímabil. Hafði próf. Þorkell hlotið 14. atkvæði, en prófessor Ármann Snævarr 11. — Toppfundurinn Framh. af bls. 1. tímann, sem hann dvaldist með leiðtogum Frakka og Breta krafizt þess eins, að þeir þving- uðu Eisenhower forseta til að biðja Rússa formlega afsökunar á njósnafluginu. Ella væri hann jafnskjótt snúinn heim til Moskvu. Þeir Macmillan og de Gaulle báðu Krúsjeff um að stilla skap sitt til þess að vita hvort ekki væri hægt með hægð- inni að sætta sjónarmið Rússa og Bandarík j amahna. Yfirlýsing Krúsjeffs En í morgun tilkynnti Krús- jeff þeim Macmillan og de Gaulle að hann myndi birta yfir- lýsingu þess efnis, að heimboð Eisenhowers til Rússlands væri afturtekið og Rússar tækju ekki þátt í toppfundi nema Eisen- hower bæði Krúsjeff formlega fyrirgefningar. Þeir Macmillan og de Gaulle báðu Krúsjeff ítrekað að b!ða með birtingu þessarar yfirlýsing- ar í þeirri von að koma mætti á sættum milli hinna tveggja stór- velda. Bentu þeir m. a. á, hve heimurinn ætti mikið í húfi, að takast mætti að semja um hin alþjóðlegu ágreiningsmál. En Krúsjeff sat fastur við sinn keip og sagði m. a.: — Ég verð að birta yfir- lýsinguna af innanríkis- | pólitískum ástæðum og af ' sömu ástæðum verð ég að fá formlega afsökunar- beiðni Bandaríkjaforseta.“ Árásarræða Gert hafði verið ráð fyrir því, að árdegisfundur þjóðaleiðtog- anna hæfist með klukkustundar- löngu óformlegu rabbi. En þar sem Krúsjeff neitaði að sitjá óformlegan fund með Eisenhow- er forseta varð það úr að eng- inn hinna æðstu manna kom til byrjunar-fundarins. Þar mættu aðeins utanríkisráðherrarnir. — Loks þegar hinn formlegi fund- ur skyldi hefjast kom Krúsjeff í Elysee-höllina með föruneyti. Af fylgdarmönnum hans bar einna mest á hershöfðingjanum Rodion Malinovsky, landvarn- arráðherra Rússa, sem talið er að sé hinn harðskeytti maður, sem veldur miklu um æsingarn- ar í Rússlandi út af njósnafi-ig- inu. Þeir þjóðaleiðtogarnir setlust nú við hringlagað borð, deGaulle var í forsetasæti, Eisenhower andspænis honum, Krúsjeff á vinstri hönd og Macmillan á hægri hönd. Það varð ekkert um kveðjur, Krúsjeff leit ekki við Eisenhower, en strax þegar fundur var settur, hóf hann ofsa- fengna árásarræðu á Eisenhow- er persónulega og Bandaríkin í heild. Þegar Krúsjeff hafði borið fram úrslitakosti sína þess efms, að Bandaríkjastjórn yrði að beið ast afsökunar á njósnafluginu og refsa þeim sem ættu sök á því, stóð Eisenhower Bandaríkjafor- seti upp. Úrslitakostum hafnað Eisenhower kvaðst ekki ganga að neinum úrslitaskilmalum Rússa. Hins vegar kvaðst hann geta upplýst, að engin könnun- arflug hefðu fram farið síðan atvikið gerðist 1. maí og það væri ekki ætlun Bandaríkja- manna að hefja þau að nýju. Eisenhower sagði, að Krúsieff hefði verið fullljóst þegar hann bar fram úrslitakostina, að Bandaríkjamenn myndu ekki ganga að þeim. Þess vegna væri enginn vafi á því, Krúsjeff sýndi það með framkomu sinni, að hann hefði ferðazt alla þessa leið til þess eins að skjóta ráðstefn- una í kaf á fyrsta degi. 1 kvöld var almennt spurt í París: „Hvenær halda þeir heim.“ Menn þykjast engan von- argeisla geta eygt lengur og þó spyrja menn sjálfa sig, hvort þessi eitilharða framkoma Krús- jeffs sé ekki aðeins fyrirsláttur Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmælis- dag minn. — Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Lýðsdóttir frá Kolbeinsá Kærar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á sextugs af- mæli mínu. Jón Erlendsson Mógilsá Innilega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför INGUNNAR JÓNASDÓTTUB Skuld, Vestmannaeyjum Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdaböm og barnabörn Hjartanlega þakka ég öllum þeim vinum og vanda- mönnum, sem auðsýndu okkur börnunum samúð og hlut- tekningu við andlát og útför föður okkar PALS PÁLSSONAR frá Stærri-Bæ Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Páisson. STEINDÓR HJALTALÍN Útgerðamaður andaðist 15. þ.m. Svava Hjaltalín, börn og tengdasonur Faðir minn BJÖRN LlNDAL múrari andaðist að heimili sínu Njálsgötu 25, 16. þ.m. Laufey Líndal Faðir okkar GUÐJÖN ULFARSSON andaðist 13. þ.m. að heimili sínu, Njörfasundi 14. r— Útför auglýst síðar. Böm hins látna Maðurinn minn, faðir, sonur okkar og bróðlr IIENRY WESTERLUND andaðist laugardaginn 14. maí 1960. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði fimmtudaginn 19. maí kl. 2 eftir hádegi. Guðbjörg Jónsdóttir, Nanna Westerlund, Linnéa og Bror Westerlund, Valborg Westerlund. Útför systur okkar, KRISTlNAR PÉTURSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 2,15 — Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Landgræðslusjóð. Hólmfríður Pétursdóttir, Valborg Pétursdóttir Guðjón Pétursson Systir okkar ARNDlS JÓNSDÓTTIR Týsgötu 4 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. maí kl. 3 e.h. Jóna Jónsdóttir, Páll Jónsson Útför eiginkonu mirinar og móður okkar , MARGRÉTAR AUÐUNSDÓTTUR Hellisgötu 1, Hafnarfirði fer fram frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði, miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 2 e.h. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlega beðnir að láta Fegrunarfélag Hafnarfjarðar njóta þess. Tekið verður á móti minningargjöfum í Raf- veitubúð Hafnarfjarðar. Oddur Hannesson og synir Þakka innilega saniúð og vináttu við andlát og jarðar- för móður minnar M.ARlU ASMUNDSDÓTTUR frá Borgarnesi Jórunn Þorsteinsdóttir Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför SVÖVU ÞORLÁKSDÓTTUR Pálína Þorláksdóttir, Guðrún Sigfúsdóttir. Hjartans þakkir viljum við hér með flytja öllum þeim mörgu vinum, sem sýndu okkur ríkulega hluttekningu við sviplegan missi sonar okkar, unnusta, bróður og mágs, GUÐMUNDAR MARZ SIGURGEIRSSONAR Einnig viljum við þakka útgerðarfélaginu Fylkir h.f. fyrir fjárhagslega aðstoð, svo og skipstjóra og skips- höfn, sem heiðruðu minningu hans. Drottin blessi ykkur öll. Aðstandendur Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐRÚNAR SIGI RDARDÓTTI R Meðalholti 8 Magnús Guðmundsson María og Hallgrímur Dalberg María og Hallgrímur Dalverg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.