Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan er á bls. 22. otíPttMaMISi 111. tbl. — Þriðjudagur 17. maí 1960 Mútur í Rússlandi Sjá bls. 13. Tvö innbrot í íbúd- ir um helgina AÐFARANÓTT sunnudags brut- ust piltar inn í gamla spítalann á Kleppi. Fór annar þeirra inn í starísstúlknaherbergi og þar stal hann tveimur veskjum sem í voru 400 kr. í peningum og allmikið af sparimerkjum. Fór hann síðan til félaga sinna, sem biðu hans í bíl utan við spítalalóðina og óku þeir aftur til bæjarins, þar sem þýfinu var eytt. Einn af næturvörðum spítalans hafði séð til piltanna og lýsing hans á þeim leiddi til handtöku Áfengi í Jökul- fellinu 1 SAUÐÁRKRÓKI, 16. maí. — Þegar m.s. Jökulfell kom til Hofsóss um 11 leytið í morgun voru mættir tveir tollverðir úr Reykjavik, ásamt tollverðin- um á Sauðárkróki. Fóru þeir óðar um borð í því skyni að gera áfengisleit í skipinu. — Fjórði tollvörðurinn var þá einnig um borð, en sá kom með skipinu frá Austfjörðum. Leitin var síðan framkvæmd og fundust hjá 3. vélstjóra 15 flöskur af hollenskum gene- ver og 6 flöskur af frönsku koníaki. Þegar skipið kom til Sauðárkróks upp úr hádeginu í dag, var málið kært fyrir bæjarfógetanum Jóhanni Sal- berg Guðmundssyni og viður- kenndi vélstjórinn að vera eig andi áfengisins. Máið var síðan afgreitt með dómsætt í sakadómi og mann- inum gert að greiða kr. 11800 til menningarsjóðs og vínföng- in gerð upptæk til ríkissjóðs. Jökulfell lestar hér fryst- an fisk frá báðum fiskvinnslu stöðvunum. — Jón. Þjóðhátíðardagur Norðmanna 1 DAG, 17. maí, er þjóðhátíðar- elagur Norðmanna. Að venju jgengst Nordmannslaget fyrir há- tiðafaöldum í Reykjavík. Kl. 9.30 fara Norðmenn og Noregsvinir að minnismerki fallinna Norð- manna í Fossvogskirkjugarði og tala þar Bjarne Börde, ambassa- dor Norðmanna og Ivar Orgland, lektor. KI. 11 verður norsk guðs- þjónusta í Dómkirkjunni. Próf. Jóhann Hannesson minnist 15 ára afmælis frelsunar Noregs. Kl. 19,30 verður hátíðismiðdag- lir í Þjóðleikfaúskjallaranum og dans á eftir. Veðráttau leikur \ið menn AKRANESI, 16. maí. — Það má nú segja að veðráttan leikur við tnenn til lands og sjávar. Gæftirn ar við sjávarsíðuna frábærar ver- tíðarlangt og þegar litið er til landsins virðist gróðurinn vera mánuði fyrr á ferðinni en oft áður. Þannig sagði bóndi ofan úr Rey kholtsdai mér i dag, að oft hefði ekki verið kominn meiri gróður um miðjan júnimánuð en AÚ er. — Oddur. þjófsins í gær og viðurkenndi hann þjófnaðinn. Þessa sömu nótt var íraminn þjófnaður á 7 hæð í öðru háhýs- inu á Kleppsholtsræðinni og úr ólæstri íbúð, sem er í smíðum, en flutt er inn í, var stolið á sjöunda hundrað kr. í peningum og allmiklu af kvenfatnaði. Ekki hefur enn tekizt að upplýsa hver valdur er að þessum þjófnaði. Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson ræðirlandhelgismál Varðar-fundur i Sjálfstæðishúsinu i kvöld LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR heldur fund i Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Á fundi þessum verður landhelgismálið til umræðu, og mun Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, verða frummælandi. Um þessar mundir hafa miklir og örlagaríkir atburð- ir gerzt í landhelgismálinu. Fátt er nú ofar í huga alls almennings en úrslit og gang- ur mála á þjóðréttarráðstefn- unni í Genf, sakaruppgjöfin í málum brezku landhelgis- brjótanna og þau viðbrögð brezku ríkisstjórnarinnar að halda herskipum sinum utan við 12 mílna mörkin. Meim spyrja hvaða viðhorf hafi skapazt við hina síðustu við- burði og hvað sé nú fram undan. Um þetta verður rætt á Varðar-fundinum í kvöld, og er því ekki að efa að margur mun hafa mikinn áhuga á að heyra hvað yfirmaður land- helgismálanna, Bjarni Bene- ditksson, hefir um málin að segja. Má því búast við að Varðar-félagar fjölmenni á fundinn og er allt Sjálfstæð- isfólk velkomið á meðan hús- rúm Ieyfir. Steindór Hjaltalín varð bráðkvaddur í fjallgöngu A SUNNUDAGINN, er ferða- hópur gekk á Botnssúlur, gerð- ist það, að maður varð bráð- kvaddur þegar komið var upp á tindinn. Var það Steindór Hjaltalín útgerðarmaður. Stein- dór var maður á 59. aldursári og virtist við beztu heilsu. í ferð þessari, sem var á veg- um Guðmundar Jónassonar, voru um 20 menn. — Var komið að Svartagili klukkan 11,30 og lagt upp á fjallið. Stanzaði hópurinn nokkuð hátt í fjallinu til að hvíl- ast og var rætt um hvort fara ætti lengra. Veður var ágætt, en dálítið hvasst uppi. Hélt Steindór þá áfram undan aðal- hópnum, ásamt tveimur öðrum. Gengu þau sitt hvorum meginvið stóran drang á brún fjallsins, og er Steindór kom ekki upp fyrir dranginn, fór samfylgdar- fólk hans að gæta að honum, og sá að hann hafði hnigið niður og var látinn. Var haft samband við Slysavamafélagið og kom Guðmundur Jónasson, sem ekki var sjálfur með í ferðinni, ásamt fjallamönnum og mönnum frá Slysavarnafélaginu og fluttu þeir líkið í bæinn. Steindór Hjaltalín var mikill athafnamaður, rak m. a. síldveiði og síldarsöltun á Siglufirði og var formaður björgunarskútusjóðs Norðurlands. Llng stúlka slasast er traktor hvolfir Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var komiö hingað til Reykja- víkur með unga stúlku vesí- an af Barðaströnd, en hún hafði slasazt mikið er traktor sem hún ók fór ofan í gildrag. Komst hún ekki af traktorn- um áður en hann valt og varð undir honum. ★ Missti stjóm á traktornum Þetta gerðist vestur í Gufudals sveit, rétt innan við bæinn Hofs- staði við Gufufjörð, um klukkan 3,30. Unga stúlkan heitir Svan- hildur Jónsdóttir og er frá Skála- nesi, næsta bæ við Hofsstaði. Var hún á leið inn með firðinum, á traktornum, er slysið varð. Hún hafði misst stjórn á traktornum og hann stungizt fram af veg- brúninni niður í gildrag. Skömmu síðar kom maður á slysstaðinn á traktor. Lá þá Svanfaildur undir traktornum og gat hún ekki kom- izt undan honum og maðurinn gat ekki hjálpað henni. Varð hann því að sækja hjálp. Varð að lyfta traktornum upp, svo hægt væri að ná ungu stúlkunni. ★ Flutt til Reykjavíkur Hún var sýnilega mikið slösuð, Ihafði víða hlotið skurði og áverka og annar handleggurinn var brotinn. Um leið og gerðar voru ráð- stafanir til þess að fá Geir Jóns- son lækni á Reykhólum, til að koma stúlkunni til hjálpar, var haft samband við Reykjavík um að senda sjúkraflugvél eftir stúlkunni. Björn Pálsson flugmaður sjúkra flugvélarinnar, var þá að koma til Reykjavíkur, úr sjúkraflugi austur til Vopnafjarðar. Hafði hann iitla sem enga viðdvöl haft í Reykjavík, heldur flogið rak- leiðis vestur í Gufudalssveit, og þar lenti hann á sjúkraflugvelli, sem er 2—3 km frá Skálanesi, þar sem heitir Melanes. Stoðst það nokkurnveginn á að Bjórn lenti flugvél sinni og Reykfaólalæknir- inn kom á vettvang. Milli klukk- an 6—7 var flugvélin komin hingað til Reykjavíkur með hina stórslösuðu súlku, en yfir henni í flugvélinni á leið til Reykja- víkur var Reykfaólalæknir. 1 gær var Svanfaildur.frá Skála nesi á góðum batavegi. Ný humarmið á Jökuldjúpi athuguð Bátar við Breiðafjörð hafa fengið humarleyfi HUMARVEIÐI fer nú senn að hefjast. Um 60 leyfi haia verið veitt, samkv. _ upplýs- ingum sem blaðið fékk í at- vinnumálaráðuneytinu í gær. Flest Ieyfin eru til Vest- mannaeyja, nokkur til sjáv- arþorpanna suður með sjó og í fyrsta skipti eru nú tvö leyfi veitt til báta á Barðastrónd og eitt bát á Snæfellsnesi. Síðan farið var að veiða hum- 33 syntu í Borgar- nesi BORGARNESI, 16. maí. — Norr- æna sundkeppnin hófst hér í kvöld. Fyrstur synti hinn gamli sundkappi Stefán Ölafsson skó- smiður. Sundlaugin var opin til keppninnar í 1% tíma og luku 33 við 200 metrana. Er það gott merki um áhuga Borgnesinga Engel Lund syngur bjóðlög í kvöld 1 KVÖLD kl. 7 syngur Engel Lund í Austurbæjarbíói íslenzkar og erlendar þjóðvísur með undir- leik dr. Ferdinands Reuters, síns gamla undirleikara, sem nú er í fyrsta skipti hér með henni. Þau Engel Lund og dr. Reuter eru hingað komin í þetta sinn vegna upptöku á íslenzkum þjóð- vísum á hljómplötu, sem Al- menna bókafélagið gefur út ásamt bók með textunum og lög unum á nótum. Söngurinn verður tekinn upp hér hjá útvarpinu. A söngskránni í kvöld mun Engel Lund syngja 10 af íslenzku þjóð vísunum, sem hún syngur á hljómplötuna, auk þess sem mörg erlend þjóðlög eru á söngskránni. Almenna bókafélagið og Tón- listarfélagið gangast fyrir þessari söngskemmtun og verður hún að- eins í þetta eina sinn. Aðgöngu- miðar fást í bókaverzlun Ey- mundsens í Aðalstræti og við inn ganginn. ar árið 1952 hefur hann ekki ver- ið veiddur norðar en á Eldeyj- arbanka. En vitað hefur ver:ð um humar á Jökuldjúpi. Bjarni Sæmundsson talar um huniar þar, segir að mikill humar sé við Vestmannaeyjar og Eidey, en einkum í Jökuldjúpi. Togarar munu oft hafa rekizt á humar á Jökuldjúpinu, en það ekki verið rannsakað, og ekki vitað ná- kvæmlega hvar miðin eru. Mun rannsaka miðin Nú mun vera að vakna áhugi manna fyrir að nýta mið þessi og uppp úr mánaðarmótum ætl- ar Aðalsteinn Sigurðsson, fiski- fræðingur, að fara á bát þangað og athuga þessi mið mest í þe,m tilgangi að bátarnir dreifist á þau, ef þeir fara að veiða þarna. Aðalsteinn hóf humarrannsókn- ir sl. vor og fór þá með Jóni Sigurðssyni á Eldeyjarbanka, til að fylgjast með hvað upp úr sjónum kæmi. Nú ætlar Aðalsteinn sem sagt að rannsaka humarmiðin á Jök- uldjúpinu. Ekki kvaðst hann vera búinn að ákveða hveit hann færi eða hvernig hann hagaði rannsóknum sínum. Þó leyfin séu fengin munu bát- arnir ekki enn hafa byrjað num- arveiði. Leyfin eru nú veitt fyrr en í fyrra, með tilliti til þess að sumir hafa talið þetta fyrsta tímabil betra. En bátarnir munu ekki vera tilbúnir, sumir rétt að koma af vertíð. Humar hefur yfirleitt verið frystur fyrir Ameríkumarkað. 70 nryndir seldust J' FERRO, (Guðmundur Guðmunds soný opnaði málverkasýningu í Lisíamannaskálanum s.l. laugar- dag. í gær höfðu 1200 manns séð sýnmguna og 70 myndir selzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.