Morgunblaðið - 26.05.1960, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.1960, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. maí 1960 Engin smábylgja þegar hún kom Sig. Þórarinsson kom frá Hawai í gosr SIGURÐUR Þórarinsson, jarðfræðingur, kom í gær heim frá Hawai, sem var sið- asti staðurinn í fyrirlestrar- ferð hans vestur um haf, þar sem hann hélt 16 fyrirlestra í 12 háskólum. Sigurður fór frá Hawai 22. maí, en flóð- bylgjan mikla á Kyrrahafi skall þar á ströndina aðfara- nótt þess 24. Sigurður sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gaer, að strönd- in á Hawaiieyju sem bylgjan skall yfir, væri flöt og hættuleg að þessu leyti. Fólkið freistaðist til Neðri deild: Tvö stjórnar frumvörp afgreidd NEÐRI deild afgreiddi fyrradag tvö af frumvörp- um ríkisstjórnarinnar. Var það frumvarpið um Verzl unarbanka tslands hf., sen samþykkt var með aðeins mótatkvæði, og frumvarp ið um verðlagsmál, sen samþykkt var samhljóða Bæði þessi frumvörr komu til fyrstu umræðu Efri deild í gær. — Gerð Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptí málaráðherra, þar greir. fyrir þeim, en síðan fóru þau til athugunar í nefnd. Þess má einnig geta, að rikisreikningurinn 1957 hef ur nú verið endanlega af- greiddur í Efri deild og fær Neðri deild hann nú til meðferðar. að byggja nálægt sjónum, og hefði það einmitt borizt í tal í rabbi hans við jarðfræðinganna í Eldfjallarannsóknarstöðinni sem þarna er, hve erfiðlega gengi að fá fólkið til að byggja ekki svo nálægt sjónum. Líklega þyrfti smáflóðbylgju, til að koma því í skilning um þetta. En það var engin smáflóðbylgja þegar hún kom daginn eftir. Samt mun hafa orðið tiltölulega lítið tjón þár, því ströndin þarna megin er strjál- byggð. Þó fórust 50—60 manns. Borgin Honolulu er hinum meg- in á eyjunni og í hættu, þegar flóðbylgjurnar koma úr hinni átt- inni, eins og eftir jarðskjálfta. Missti af tveim eldgosum Um jarðskjálftana og flóðbylgj una miklu kvaðst Sigurður lítið vita nema af blaðafregnum. Þess- ar flóðbylgjur eru einkennilegar, sagði hann. Úti á rúmsjó verður maður lítið var við þær, þvl þær eru svo lágar. En þær geta verið mörg hundruð km. breiðar og fara með ofsahraða. Er þær mæta landi brotna þær og æða á land. A Hawaii hélt Sigurður fyrir- lestur um íslenzk eldfjöll. En hann rétt missti af tveimur eld- gosum þar. — Eldgosin á Hawaii eru vist alveg stórkostlega falleg sagði hann. Hraunið er svo þunnt og spýtist upp eins og Geysisgos, getur farið allt upp í 450 m. hæð. Eg missti af þeirri sýn, en hraunið var enn volgt er ég kom þangað, og frá jarðfræðilegu sjón armiði jafn gott. Dyngýufjöll á Hawaii og Islandi Hawaii hefur líka annað sér- stakt, dyngjufjöll, eins og á ís- landi, en þar gjósa þau enn. __ Sigurður kom beina leið frá Hawaii um Los Angeles og New York, og tapaði einum degi á tíma mismuninum. Þetta er engin smá- ræðis vegalengd, því frá Los Ang eles til Hawaii er jafn langt og frá New York til Reykjavíkur. Fjárskadar v/ð Djúp EINS og skýrt var frá í blaðinu á þriðjudag, kom hríðarveðrið, sem skall á við ísafjarðardjúp 20. þ.m., víða illa við, þar vestra. Síðan veðrinu slotaði hafa menn verið að smala fénu saman, en gengur misjafnlega. Áður hefur verið sagt frá kind- um, sem saknað er í Snæfjalla- hreppi, en í gær símaði fréttarit- ari blaðsins á Þúfum, að flest fé vantaði í Nauteyrarhreppi, um 30 kindur á Laugalandi, en ein fannst dauð. Er óttazt að nokkuð af fé þessu hafi farizt. Sauðburður var ekki byrjaður þar. Á öðrum bæjum en Lauga- landi er flest féð fundið, sumt dregið lifandi úr sköflum. Ber mikið á doða. Þá varð einng mik- ið tjón á æðarvarpi í Æðey, því að hreiðrin fennti í kaf. Góð byrjun hval- vertíðarinnar 13 búrhveli úr fyrstu veiðiför ÞAÐ var handagangur í öskj- unni í hvalstöðinni í Hvalfirði í gærmorgun, er fréttamaður Mbl. kom þangað upp eftir. Allir fjórir hvalbátarnir höfðu komið inn til stöðvarinnar þá um nótt- ina, með samtals 13 hvali í togi. Bátarnir höfðu verið úti í u.þ.b. tvo sólarhringa um 190 mílur út af firðinum og var þetta fyrsta veiðiferðin á nýbyrjaðri vertíð. Loftur Bjarnason forstjóri hf. Hvals tjáði Mbl. að þetta sé bezti byrjunarafli í sögu fyrirtækis- ins,. Var hér eingöngu um búr- hveli að ræða, en þau fara í bræðslu. Það tekur fjóra tíma að gera að hverri skepnu, og voru allir starfsmenn stöðvar- innar að verki í gærmorgun en í flæðarmálinu og við bryggju- sporðinn lágu 9 hvalir og biðu meðferðar. Þegar bátarnir hafa dregið hvalinn að síðunni er þegar sprautað í hann efni sgm nefnt er „acronise“. Er það gert til að verja hann skemmdum, og þá er óhætt að láta hann liggja óverkaðan um nokkurn tíma án þess að eiga á hættu að hann skemmist. Myndirnar hér að ofan vóru teknar í Hvalfirði í gærmorgun og sýna þegar lengd hvalsins er mæld, og skurðarmaðurinn tíýr sig til atlögu með flugbeitta sveðju í hendi Ljósm. Mbl. Marl a baini a von RÓM, 25. maí. — Leikkonan Jayne Mansfield tilkynnti hér í dag, að hún ætti innan tíðar von á barni með manni sínum, „kjöt- fjallinu" Mickey Hargitay, sem er ungverskur að ætterni. Útsvarsmálid mikið rætt í Neðri deild Þar stendur nú yfir 2. umrœða um bráða- birgðabreytingar stjórnarinnar } ÚTSVARSMÁLIN voru rædd NA 15 hnúiar / S/50 hnúfar X Snjókoma t úii \7 Skúrír K Þrumur ifíx Kufdaski! Hifaski/ H Ha» L Laq» Minjasafn um Ein- ar Benediktsson STJÓRN Útgáfufélagsins Braga hefur ákveðið að efna til minja- safns um Einar Benediktsson skáld, og safna ýmsum munum, sem voru í eigu hans. — Hefur stjórn félagsir.s falið Þóroddi Guðmundssyni frá Sandi að vinna að undirbúningi þessa máls, en hann hefur kynnt sér slík minjasöfn í Skotlandi. Flyt- ur Þóroddur Guðmundsson er- índi í útvarpið x kvöld um hið fyrirhugaða minjasafn uro Einar Benediktsson. HLÝINDI halda áfram og eru ekki líkur fyrir frosti hér á landi næstu daga. Hlýindin, sem ollu norðanáttinni á dög- unum voru yfir Mið-Svíþjóð á hádegi í gær og ollu norð- lægri átt í Noregi. Á kortinu er regnsvæði fyr- ir vestan ísland. Það náði inn yfir Vestfirði og Snæfellsnes og olli þar talsverðri úrkomu í gær. Annað regnsvæði var að nálgast landið úr suðri, og enn sunnar hið þriðja. Má því búast við vætutíð sunnan lands næstu daga. Norðan- og Austanlands verður hins veg- ar þúrrara og skemmtilegra veður. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land, Faxafl., VS-mið og Faxafl.mið: S og SV kaldi, smáskúrir en bjart á milli. Breiðafjörður, Vestfirðir, Breiðafj.mið og Vestfj.mið: SA-kaldi og rigning í nótt, en S-kaldi og skúrir á morg- un. Norðurland til Austfj. og Norðurmið til Austfj.miða: SA kaldi og víða rigning í nótt, en sunnan gola og léttskýjað á morgun. SA-land og SA-mið: SV gola og úrkomulítið með morgninum, en SA kaldi og dálítil rigning síðdegis. í 4Vi klukkustund í Neðri deild Alþingis í gær og lauk þó ekki 2. umræðu um frum- varp ríkisstjórnarinnar um þau efni. Eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, voru mál þessi tekin fyrir að nýju á fundi deildarinnar í fyrradag, þegar félagsmálanefnd hafði lokið athugun sinni á frum varpi ríkisstjórnarinnar um bráð abirgðabreytingu á útsvarslög- unum. Umræður um frumvarpið héldu svo áfram á fundi Neðri deildar í fyrrakvöld og töluðu þá þeir Gunnar Jóhannesson, Hall- ðór E. Sigurðsson og Skúli Guð- mundsson, sem allir höfðu sitt- hvað við frumvarpið að athuga. Þegar fundur í Neðri deild hófst kl. 13 Vfe í gær svaraði Guðlaugur Gíslason framkom- inni gagnrýni, en því næst töl- uðu þeir hver á eftir öðrum Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirs- son og Jón Skaftason og stóðu ræður þeirra fram til klukkan tæplega 19, að undanskildu klukkutima kaffihléi milli kl. 16 og 17. Gagnrýndu þeir stjórnar andstæðingar ýmis ákvæði frumvarpsins, m.a. þá útsvars- stiga, sem fyrirhugað er að lög festa, svo og þau ákvæði frum- varpsins, sem setja samvinnufé- lögin á bekk með öðrum fyrir- tækjum að því er greiðslu veltu- útsvars snertir, á þeim stöðuin, sem þau útsvör verða á annað- borð tíðkuð. Þess má geta, ,að stjórnarandstæðingar voru síður en svo sammála í gagnrýni sinni á frumvarpinu og viku því einn- ig orðum hver að öðrum í ræð- um sínum, þó að vonum kvæði mun minna að þeim innbyrðis ýfingum þeirra en ádeilum á stjórnarflokkana. Mælendaskrá var ekki tænid, þegar fundi lauk, og var umræð unni því frestað. 2000. sýningin í þjóðleikhúsinn 1 KVÖLD verður tvöþúsund- asta sýningin á leiksviði Þjóð- leikhússins og svarar það til að um 200 sýningar hafi að jafnaði verið á ári s.l. 10 ár. Á þessum tíma hefur þjóðleik- húsið tekið til meðferðar 120 verkefni,. „í Skálholti" verður sýnt í kvöld í 10. sinn. Aðsókn að þess- um leik hefur verið ágæt, en sýningum verður nú hætt á því í bili vegna annarra verkefna sem sýnd eru á „Listahátíðinni.“ Slldarverðið 110 kr. málið S J ÁV ARÚTV EGSMÁLARÁÐ - HERRA hefur ákveðið að fengn um tillögum stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, að verð á sumar- veiddri síld fyrir Norður- og Austurlandi til bræðslu verði í sumar kr. 110.00 fyrir hvert mál síldar. Reynist síld, sem afhent er síldarverksmiðjunum til bræðslu, óvananlega fitulítil, er þeim heim ilt að ákveða lægra verð en að framan greinir fyrir þá síld. Þá er verksmiðjunum heimilað að taka til vinnslu af þeim, er þess kynnu að óska og greiða þá við móttöku 85% af áætlunarverð inu, kr. 110.00, þ.e. kr. 93.50, og eftirstöðvarnar, ef einhverjar verða, þegar reikningar verk- smiðjanna hafa verið gerðir upp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.