Morgunblaðið - 26.05.1960, Page 3

Morgunblaðið - 26.05.1960, Page 3
Fimmtudagur 26. maí 1960 MORfíVNMAÐlÐ 3 Ljósm. Mbl. Ól. K.M. tók þess- settar, en Ólafur stóð hreyf- taks. T.v. Caribou í flugtaks- saman., að þær sýna hina raun- ar myndir á Sandskeiði í gær. ingarlaus þær 6 sekúndur, stöðu og t. h. komin á Ioft. verulegu vegalengd, sem flug Þetta eru tvær myndir, sam- sem Caribou þurfti til flug- Myndirnar eru þannig settar vélin þurfti til flugtaks. Caribou settist eins og fugl MENN voru furðu lostnir að sjá hve skjótt Caribou- flugvélin hóf sig til flugs. Hún notaði aðeins 25—30 metra atrennu og hækkaði flugið nijög ört. Að vísu var flugvélin mjög létt og mótvindur var all-mikill. Engu að síður voru menn undrandi yfir þessum flug- eiginleikum. Cariboú-vélin kom hingað frá Englandi. Hún hefur verið á sjö mánaða sýningarferða- lagi, farið alla leið til Astral- íu, og ísland er 39. og síðosta landið, sem hún heimsækir. Caribou stærst De Havilland flugvélaverk- smiðjurnar í Kanada hafa alit frá stríðslokum gert tilraunir með smíði flugvéla, sem þúrfa mjög stuttar flugbrautir. Fyrsta vélin var Beaver, eins- hreyfils og vegur á þriðja tonn. Næst var Otter, líka eins hreyfils en töluvert ■ stærri. Tekur hún 11 farþega og það eru einmitt flugvélar af þeirri gerð, sem í vor hófu innan- landsflug í Grænlandi. Þriðja í röðinm er Caribou, sem er stærst, vegur fullhlað in um 13 tonn og getur flutt 30 farþega. Caribou er tveggja hreyfla og eru þeir hinir sömu og notaðiræru á Skymaster. Þægileg til vöruflutninga Svo virðist sem Kanada- mönnum hafi tekizt vel til við smíði þessarar vélar. Að- aláherzlan hefur verið lögð á að vélin gæti athafnað sig á ófullkomnum og stuttum flug brautum og þegar forystu- mönnum flugmála og frétta- mönnum var boðið í stutta flugferð upp á Sandskeiði í gær komu þessir eiginleikar berlega í ljós. En það væri synd að segja, að Caribou sé falleg flugvél. Hú,n er í meira lagi kubbsleg, 22 metra löng og vænghaf lið lega 29 metrar. Stélið er hátt skagar 9,70 metra upp i loftið. En það hefur líka stóran kost í för með sér, því hægt er að opna farþegarýmið að aftan jafnvel svo að inn má aka litlum bílum og er það að von um stór kostur þegar Caribou er notuð til vöruflutninga. 780 m. svo að fyllsta öryggis sé gætt í logni nægja Caribou 165 metrar til flugtaks sé hún ful- hláðin. En þessir eiginleikar eru aðeins notaðir til hins ýtr- asta þar sem aðstæður leyfa ekki annað. Undir venjulegum krintoimstap^um er reiknpð Caribou í lendingu. Hún kemur hátt í lofti að vellinum, en steyptir sér svo niður, „eins og steypiflugvél“, sagði einhver. með að flugvélin þurfi full- hlaðin 287 metra til flugtaks en 479 metra langa braut til þess að geta „klifrað" yfir hindranir allt að 15 m., sem víða eru í nánd við flugvelli. Flugumferðaeftirlit Banda- ríkjanna hefur þó sett þessari vél þær reglur, að hún þurfi 780 m. langa flugbraut til þess að komast yfir hindranir af fyrrgréindri hæð í nágrenni flugbrautar. Þá er gert ráð fyrir að annar hreyfill flug- vélarinnar geti bilað í flug- taki, þegar vélin er komin á það mikla ferð að ekki er hægt að hætta við flugtakið. Þá er að sjálfsögðu miðað við að vindur sé enginn og flug- vélin fullhlaðin. Caribou og DC-3 Reglur Flugumferðareftir- lits Bandaríkjanha eru lagðar til grundvallar víðast hvar á Vesturlöndum. — Samkvæmt þessu er ljóst, að Caribou er ekki alltaf jafnfljót til flugs og hún var á Sandskeiðinu í gær. Ef miðað er við DC-3, sem við höfum hér á innanlands- leiðum, þyrfti Caribou 780 m flugbraut í farþegaflugi til Egilsstaða, sem er lengsta flugleið hérlendis. — Yrði hleðsla Caribou um 2 550 kg. á þessari leið, en DC-3 tæki 2,400 kg. og þyrfti 1,020 m laga flugbraut til að ströng- ustu öryggiskröfum væri full- r>æpt. \ leiðinni Reykjavik- Vestmannaeyjar væri hleðsla DC-3 hin sama, en Caribou gæti tekið 2,740 kg. Caribou þyrfti sömu flugbrautarlengd í Eyjum, 780 m, en DC-3 950 metra. Öflugir lofthemlar Venjulegur flughraði DC-3 er um 145 mílur á klst., en mesti- hraði Caribou við sjáv- armál er 170 mílur, 182 mílur í 7,500 feta hæð. En eiginleik- ar kanadísku vélarinnar eru slíkir, að hún getur flogið með allt að 62 mílna hraða full- hlaðin og án þeás að „tapa“ hæð. Á þessurn hraða kémur hún til lendingar og vegna mótvindsins á Sandskeiðinu í gær hafði hún mun minni ferð, enda hafði hún vart runnið tvær lengdir sínar, þegar hún stöðvaðist. Það eru hinir geysimiklu lofthemlar, sem fyrst og fremst liggja hér til grund- vallar. Ná þeir alveg út á vængenda og eru notaðir bæði við flugtak og lendingu, svo sem á öðrum flugvélum. „Með litla fingri“ Um 35 flugvélar þessarar gerðar eru seldar eða pantað- ar hjá verksmiðjunum, en búizt er við mikilli söluaukn- ingu í kjölfar þessarar sýn- ingarferðar víða um lönd. — Kostar hver vél um 600,000 dollara, en það mun vera svipað gangverði á notuðum T^G-fib flugvéh’m. Ganvverð á notuðum DC-3 vélum er hins vegar allt niður í 30,000 dollara. Nokkrir íslenzkir flugmenn fengu tækifæri til að hand- leika stjórnvöl Caribou og létu vel af. Sögðu þeir, að hægt væri að stjórna henni „með litla fingri“. . Örn Ó. Johnson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands, var einn þeirra, sem fór í fyrstu ferðina upp á Sandskeið. Síðar sagði Örn í viðtali við Mbl. —Ég verð að segja eins og er. Við erum ekki að hugleiða neitt sérstaklega að kaupa þessa vél frekar en einhverja aðra. Við fylgjumst vandlega með öllu, sem kemur á mark- aðinn af þessu tagi. En við vildum gjarnan að meiri reynsla kæmi á Caribou áður en við færum að velta henni fyrir okkur frekar. Það hefur vérið svo, að ýmsir gallar hafa komið fram á nýjum flugvél- um tog endurbæturnar taka nokkur ár. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég telji, að ein- hverjir smiðagallar komi fram á Caribou. Hún sýndi ótvírætt að hún hefur góða flugeigin- leika. En við höfum bara ekki efni á að hætta á neitt. h.j.h. Tíminn og All Khan! Tíminn birtir í gær forystu- grein, þar sem blandað er saman andláti Ali Khans, skömmum um Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn, ásamt harðri ádeilu á fyrirhugað viðskipta- og fram- kvæmdafrelsi í landinu. Allar eru þessar hugleiðingar Tímans hin- ar spaugilegustu. Télmr Morgun- blaðið rétt að gefa Iesendum sín- um kost á að sjá hluta af þessari hugarsmíð. í ofrystugrein Tím- ans var m.a. komizt að orði á þessa leið: „Ihaldið hefur átt því láni að fagna undanfarna 3 áratugi að geta auglýst frelsisást sína í blóra við aðra. Það hefur aldrei orðið fyrir því slysi að komast í hrein- an meirihluta og verða þannig að standa við „stefnu“ sína. Því ér Ijóst að þetta er mikið happ fyrir það og því er fögnuður Jóhanns Hafsteins yfir liðveizlu Alþýðu- flokksins nú, ekkj út i bláinn. Sagt er að sumir menn gangi svo mjög í augum kvenna, að þær geti ekki ósnortnar á þá litið. ' Einn þessara kvennaljóma var Ali Khan. Lotning ihaldsins fyr- ir þvi sem það kallar „frelsi" minnir mjög á þessa tilbeiðslu“, Hótanir kommúnista Þjóðviljinn gerir því í gær skóna í forystugrein sinni, að nú- verandi ríkisstjórn vinnj mark- visst að því að eyðileggja mark- aði okkar í löndunum austan járn tjalds. Lýfour kommúnistablaðið forystugrein sinni með þessum orðum: „Hvað missir þessara markaða, fyrir handvömm og pólitískt of- stæki í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum þýddi fyrir ís- lenzku þjóðina, er flestum ljóst, sem um þessi mál hugsa. Og fólk- ið veit líka hvers sökin er, ef til þess kemur". Ekki verður betur séð en að kommúnistar séu þarna með bein ar hótanir um það, að íslending- ar munu sviptir mörkuðum sín- , > fyrrgreindum löndum, vegna þess að stjórnendum þess- ara landa kunni ekki að líka við stjórnarstefnu núverandi ríkis- stjórnar á íslandi. Sannfæring í kaupbæti Því fer auðvitað víðs fjarri að núverandi ríkisstjórn hafi nokkur áform haft uppi um það að hindra viðskipti okkar við Austur-Evr- ópulöndin. Þvert á móti hefur því verið lýst yfir af hálfu ríkis- stjórnarinnar, að brýna nauðsyn beri til þess að við höldum öll- um þeim mörkuðum, sem við höf um haft undanfarin ár, og öflum okkur nýrra. En hótanir komm- únistablaðsins um að við munum verða sviptir mörkuðUnum í Aust ur-Evrópulöndunum, sýnir hvað inni fyrir býr hjá þessum herrum. Þeir vilja láta pólitiska sannfær- ingu íslendinga fylgja fiskinum, sem við seljum til Austur-Evr- ópuríkjanna. Það er kjarni máls- Slæmur fyrirboði Eftirfarandi saga er sögð hafa gerzt í kauptúni norður í landi um síðustu helgi: Vígsla stóð yfir á nýju kaupfé- lagshúsi í kauptúninu. Margt stór menni var komið til hátíðarhald- anna, m.a. frá höfuðstöðvum Sam bands íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélaginu h.f. í Reykjavik. Tveir fánar voru dregnir við hún á húsum kaupfélagsins, íslenzki fáninn og alþjóða samvinnufán- inn. En þá gerðist það óhapp að samvinnufáninn slitnaði niður. Voru gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að koma honum á stöng að nýju en mistókust allar. Þótti þetta slæmur fyrirboði og sló /óhug á veizlugesti!!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.