Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. maí 1960 MORGVNLLAÐ1Ð Mynd þessi var tekin á kvöldvöku hjá gagnfræða- deild Laugarnesskólans fyr- ir skömmu. — Nemendur gerðu sér manntafl í forsal skólans og klæddust per- sónueinkennum taflmanna. Tveir kennarar tefldu síðan skák með nemendurna fyrir taflmenn. Lauk skákinni eft- ir haroa baráttu og mikið MALVERKASYNING Ferrós hefur verið harla mikið um- töluð undanfarna daga og menn ekkí á eitt. sáttir .... — Nei, sem betur fer, sagði Ferró, er blaðam. Mbl. átti tal við hann í Listamannaskálan- um í gær. Ef þeir væru á eitt sáttir gæti ég eins vel lagzt i gröf. — Hvernig verður svona Unnið stór mynd til hjá þér, Ferró? — Þegar ég vinn stærri myndir, held ég alltaf stutta dagbók — eigum við kannske að fletta henni? Xökum til dæmis þessa gráu mynd. Á henni byrjaði ég 8. sept. sl. Á fyrsta degi vann ég 45 teikningar af einstökum pers- ónum og frumdýrum. Næsta dag set ég þær saman í langa teikningu, svo þau mynda sam töl og viss augnatillit sín á milli. Þriðji dagur: Kaupi stóra örk og lími þessa teikn- ingu neðst á hana. Gegnum samtal við kunningja niinn fæ ég þá hugmynd að byggja myndina upp, setja á hana aðra hæð. Til þess nota ég teikningar, sem ég gerði áður en ég fór til Spánar. Þær eru úr hópi teikninga um mekan- iska ástarþróun. Meðal þeirra finn ég nothæfa kompósisjón fyrir aðra hæðina. Sú kompó sisjón byggist á tveim kringl- um og verkstjóra. r Fjórði dagur: Ég yfirfæri það sem eftir er á stóru teikn- inguna og ákveð eftir mikil heilabrot að setja stór pör upp á kringlurnar. Þá dettur mér í hug að taka mynd af litlu teikningunni og prójektera henni á léreftið, sem er 2x3 m að stærð. Fimmti dagur: Ég hverf frá prójektioninni og yfirfæri teikninguna með hringferli. Sjötti dagur: Vinn frá-kl. 7 um morguninn til 10 um kvöldið og lýk við að yfirfæra teikn- inguna á léref tið. Hún lítur vel út. Sjöundi dagur: Þek allt lér eftið með terra cotta lit, svo að teikningin sést i gegn. Skýri síðan útlínur persón- anna. Áttundi dagur: Fer með gagnsæjan hvitan lit yfir allar persónurnar í myndinni og skyggi þær siðan með gráu. Níundi dagur: Byrja að sam eina myndbygginguna. Tiundi dagur: Herði á formunum, þrí breyti öllum bakgrunni efst. Ellefti dagur: Byrja að færa Inn lit i myndina. Sterkan lit í forgrunninn, bláan í mið- kringluna en hliðarkringlan verður rauðleit. Tólfti dagur: Vinn alla myndina, set grænt neðst og ljósgrátt yfir og nið- tirum. Vinn í smáatriði neðst. Útfæri hendur og fætur og fæ meiri heildarsvip yfir mynd- ina. Fjórtándi dagur: Vinn efst í myndina og hvolfi henni. Sé að teikning er góð. — Legg niður vinnu. — Búið? — Nei, — sunnudagur löngu seinna: Vinn frá kl. 1—11 út frá samtali við Joav, set svört mannfall með jafntefli. Nem endur stóðu uppi á svölum og horfðu þaðan niður á skákborðið. (Ljósm.: Guðm. Hannesson). skilrúm milli persóna neðst til að skilgreina þær. Mánudagur: Vinn frá 8—7. Dekki röð númer tvö og lýsi upp fyrstu röð. Byggi upp báð u ni megin í bakgrunn og set inn persónur. Dempa ýmsa hluta í myndinni til að fá aðra fram. Hef góða stjórn á vinn- unni. Þriðjudagur: Vinn alla mynd ina, fæ fram efstu pörin, loka myndinni efst og fæ fremstu persónurnar meira fram. Síðasti dagur: Næ myndinni vel saman. — Og laukstu þar með mynd inni? — Nei. Eftir þetta gekk mik ið á. Ég vann þrisvar í mynd- ina síðar og hafði hana þá oft ast á hvolfi — breytti þá ýmsu. —Og árangurinn? — Ófullgerð mynd. — Ófullgerð? — Já, ég hef ekkert á móti því að breyta verkinu, ef ég hitti l'olk. sem bendir mér á áframhaldandi möguleika. Við vinnum núna saman 3 málarar í Paris á þann hátt að útbúnir eru 3 jafnstórir flet- ir, sem eiga að mynda eina heild. Tveir málaranna mála hvor sinn endaflöt sitt í hvoru lagi og sér hvorugur vinnu hins. Þegar þeir hafa lokið verkinu fær sá 3. þau í hend ur og verður að mála mið- flötinn og tengja saman pers- ónuleika hinna tveggja um leið og hann heldur sínum eigin. Gerðar eru þrjár serí- ur og fær hver einn miðflöt. mynd Það er mjög skemmtilegt og uppörfandi að vinna þetta og væri mikils virði ef þetta hef ði verið gert t.d. ef meistararnir Kjarval, Jón Stefánsson og Gunnlaugur Scheving hefðu gert slíkar serkir. Þetta mætti jafnvel lika gera í literatúr. — Finnst þér þá rétt að ung- ir listamenn vinni meira sam- an? — Já, það er hægt að fá meira út úr tíu heilum en ein- um. En það segir ekki, að þeir þurfi endilega alltaf að hanga saman. Menn þurfa Iíka að vera einir og hafa vinnufrið. 9,8 hestafla Johnson's utanborðsmótor til sölu. Álfhólsvegi 57, Kópavogi. — Get útvegað 2 börnum sveitadvöl í sumar, 7—8 ára gömlum. Tilb. sendist blaðinu merkt: „1200 á mán uði — 3435". Stál-karlmannsúr tapaðist í T-órs-café s. 1. laugardagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 18622. — 30 ferm. vinnupláss til leigu. -i- Upplýsingar í síma 18622. — Vil kaupa reiðhjól fyrir 10—14 ára telpu. Karl mannsreiðhjól til sölu á sama stað. — Sími 50416. Pedigree barnavagn minni gerð eða vagn með meðal-stórum hjólum ósk- ast. Sími 50395 í dag og næstu daga. — Smoking Nýr smoking til sölu með tækifærisverði. — Einnig kjóll. — Upplýsingar í síma 18397. — Telpuhjól („Diamant") ljósblátt, með silfurflúri, bögglabera og ónýtri handbremsu, tapað- ist. Vinsamlegast hringið í síma 16970. — Fundarlaun. Íbuð óskast 2ja—3ja herb. íbúð óskast sem fyrst. Reglusemi og góð umgengni. Upplýsing- ar í síma 2-33-95. íbúð, 2 rúmg. herbergi eldihús og bað, með ísskáp og húsgögnum, til ieigu 1. júní. Tilboð sendist blað- ihu merkt. „íbúð — 9337". Rafha eldavél sem ný, með 4 hellum og hitahólfi, til sýnis og sölu í dag kl. 6—7. — Sólheim- um 18, 2. hæð. Réttingar vantar réttingar- eða van- an suðumann. Get skaffað herbergi og fæði. Uppl. í síma 19683, kl. 5—7 á kvöldin. — Sólrík stofa ' með svölum til leigu. Einn- ig lítið herbergi í Þingholts stræti 33. — Sími 11955. Smíðum innréttingar alls konar, fljótt og vel af hendi leyst. — Verkstæðið Melabraut 56. Sími 19761. Tfésmíðavél Til sölu er Steinbeck tré- smíðavél (stærri gerð). — Uppl. í síma 6 og í síma 61, eftir vinnutíma, Akranesi. íbúð til leigu Glæsileg íbúð til leigu á Seltjarnarnesi í haust. Tilb. sendist Mbl., merkt: „1. sept. — 3939", fyrir 1. júní. íbúð óskast sem fyrst eða síðar. — Fyrir- framgreiðsla, ef óskað er. Góð umgengni heitið. — Sími 32410. fbúð 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 24986 í dag og næstu daga. Kúba radíofónn með segulbandi, til sölu. —» Einnig danskur borðstofu- skápur, mjög vandaður. — Uppl. í síma 34864. Ung hjón með 2 börn óska eftir 3ja herb. íbúð 1. júní. — Upplýsingar í síma 5C326. — Garða- og lóðaeigendur Útvegum gróðurmold, hús- dýraáburð og túnþökur. — Sími 35462. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — Endurnyjum gömlu sœngurnar Eigum hólfuð og óhólfuð ver. Enskt dúnhelt léreft. Fljót afgreiðsla. Dún- og Fiðurhreinsunin Kirkjuteig 29 — Sími 33301. Bifreiðastjórar Opið alla virka og helga daga frá 8 að morgni til 11 að kvöldi. Hiólbarðaverkstœðið Hraunholt við hliðina á Nýju Sendibílastöðinni viö Miklatorg. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.