Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. maí 1960 Garðyrkjufélag íslands 75 ára HINN 26. maí 1960 eru liðin 75 ár frá stofnun félagsins. Þann dag fyrir þremur aldarfjórðung- um komu 11 áhugamenn saman í barnaskólahúsinu í Reykjavík — stofnuðu félagið „Hið íslenzka garðyrkjufélag" og settu því lög. Mennirnir voru þessir: Schier- beck landlæknir, Árni Thorsteins son landfógeti, Pétur Pétursson biskup, Magnús Stephensen assessor, Theódór Jónasson bæj- arfógeti, Sigurður Melsted presta skólaforstöðumaður, Steingrímur Thorsteinsson skólakennari og skáld, Björn Jónsson ritstjóri og Hallgrímur Sveinsson dómkirkju prestur. Má segja, að hófðingjar Reykjavíkur, bæði hið andlega og veraldlega vald, hafi sameinazt um stofnun félagsíns. Aðalhvata- maður var Sohierbeck landlækn- ir og með honum Árni landfó- geti. Voru þeir landlæknirnn og landfógetinn mjög samhentir í því að efla garðræktina og skipa henni það rúm, er henni ber meðal á'hugamála þjóðarinnar. Báðir skrifuðu i Garðyrkjuritið (sem Schierbeck stofnaði árið 1895) hugvekjur og leiðbeiningar. Vakti m. a. fyrir Schierbeck að ,Selda brúðurin' s/nd fimm sinnum Mikið selt á sýningar Lisfahátiðarinnar „SELDA BRÚÐURIN" verður flutt 5 sinnum í Þjóðleikhúsinu dagana 4. til 8. júní n.k. Óperu- söngvarar frá Prag-óperunni syngja hér öll aðalhlutverkin sem gestir. Tvö minni hlutverk eru sungin af íslenzkum söngvur um, þeim Ævari Kvaran og Eygló Victorsdóttur. Þjóðleikhús kórinn fer með hlutverk kórs- ins og Sinfóníuhljómsveitin leik^ ur undir stjórn dr. Smetáceks. Tékkneska tónskáldið Bedrich Smetana, höfundur „Seldu brúð- arinnar" var fæddur 1824 og dá- inn 1884. Stundaði nám í Prag og hóf strax á unga aldri tónsmíðar sínar og hlaut litla viðurkenn- ingu fyrir þær. 1856 fór hann til Gautaborgar í Svíþjóð og dvald- ist þar til ársins 1861. Á þeim ár- um var hann mjög rómantískt tónskáld og samdi músik í anda Liizts. Um 1862 nær frelsishreyiingin hámarki hjá Tékkum, þá tekur þjóðleikhús þeirra til starfa og stjórnaði Smetana hljómsveitinni þar um nokkurn tíma. 1866 var svo „Selda brúðurin' 'flutt þar í fyrsta sinn undir stjórn höfund- ar og hlaut strax ágætar viðtök- ur. Það má segja að tékknesk þjóðarsál endurspeglist í þessari óperu. Uppistaðan eru þjóðlög og gömul dansstef, meistaralega of- in saman í eina heild. Leikandi létt og skemmtilegt, en á bak við leynist þungur tregi. Síðan hefur þessi ópera Smet- ana farið sigurför um allan heim og er talin eitt mesta snilldarverk allra tíma. Sala aðgöngumiða hefur staðið yfir í nokkurn tíma á Listahátíð ina og er þegar mikið selt á þær 14 sýningar, sem þar verða. bæta mataræði manna með því að stuðla að ræktun og neyziu grænmetis. Mark og mið félags- íns hefur frá upphafi verið að efla garðyrkjuna í Iandinu. Það hefur jafnan veitt margvíslegar leiðbeiningar í garðrækt. A fyrri árum útvegaði það einnig mat- jurtafræ o. fl. sem að garðyrkju lýtur, og gerði tilraunir í mat- jurtarækt og blómarækt Síðan haía ýmsir nýir aðilar komið til sögunnar. Garðyrkjuskólinn, Sólufélag garðyrkjumanna, Græn metisverzlun landbúnaðarins, til raunastöðvarnar, Búnaðarfélag Is lands, blómaverzlanir o. fl. hafa tekið við ýmsum verkefnum gamla garðyrkjufélagsins. En fé- lagið hefur að v.erulegu leyti rutt brautina. Árið 1935, á 50 ára af- mæli félagsins, rekur Metúsalem Stefánsson sögu þess í Frey og segir m. a., að ekki hafi að jafn- aði borið ýkja mikið á Garðyrkju félaginu, enda hafi það aldrei haft neitt starfsfé. En þrátt fyrir þetta muni þó svo fara, við nán- ari athugun, að flestar þær breyt ingar, sem orðið hafi í garðyrkju- málunum s.l. hálfa öld, megi rekja til félagsins og starfsmanna þess. Garðyrkjufélagið hefur starfað í tveimur áföngum — fyrst til 1901. Þá hætti það starfsemi um skeið og mun hafa verið litið svo á, að Búnaðarfélag íslands, sem stofnað var um þær mundir, tæki við verkefnum þess. En hinn 1. desember 1918 hefst starfsemi fé- lagsins að nýju. Var Einar Helga- son garðyrkjustjóri síðan lífið og sálin í félaginu og vann mikil nytsemdarst,rf. Mun hans lengi minnzt í íslenzkri garðyrkjusögu. Eftir lát Einars 1935 var dálítið hlé á störfum félagsins, en sðan í ársbyrjun 1937 hefur það starf- að óslitið og margir nýir áhuga- menn bætzt í hópinn. Hin síðari ár hefir félagið hald- ið uppi hagnýtri fræðslustarf- semi í garðyrkju með fræðslu- fundum, útvarpserindum og Garð yrkjuritinu. Það vill stuðla að því, að settur verði á stofn sem fyrst grasgarður í Reykjavík, þar sem ræktaðar verði sem flestar íslenzkar jurtir og einnig helztu skrautjurtir, tré og runnar. Gras- garðurinn verður borginni mikill menningarauki og mjög til styrkt ar grasafræðinámi í skólunum. Garðeigendur geta séð þar hvað Revían „Eitt lauf" hefur nú verið sýnd 20 sinnum ávallt fyrir fiiIIii húsi. Leikararnir Haraldur Á. Sigurðsson, Karl Guð- mundsson, Steinunn Bjarnadóttir og Þóra Friðriksdóttir skemmta gestum revíunnar í ýmsum mjög skemmtilegum hlut- verkum auk þess sem leikstjórinn, Gunnar Eyjólfsson, rekur raunir piparsveina og kynnir atriðin í bundnu máli. Sex imgir söngvarar skemmta með söng og dansi, sem einnig gerir mikla „lukku". Hljómsveit Svavars Gests annast undirleik og leikur fyrir dansi eftir sýningar. Næstu þrjár sýningar eru í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld kl. 8,30. þrífst og valið eftir því tegundir í garða sína. Garðyrkjusýningar hafa verið veigamikill þáttur í starfsemi fé- lagsins. Alls munu hafa verið haldnar 16 garðyrkjusýningar á landi, sú fyrsta 1919. (Sjá Garð- yrkjuritið 1955—1959). Hefur Garðyrkjufélagið gengizt fyrir eða tekið þátt í 8 þessara sýninga, þ. á. m. þeim stærstu. Ennfremur var félagið þátttakandi í stóru norrænu garðyrkjusýningunum í Kaupmannahöfn 1937 og í Hels- ingsfors 1949. Garðyrkjusýningin í Reykjavík haustið 1941 var fjöl- sóttasta sýning, sem haldin hafði verið á íslandi til þess tíma. Sóttu hana um 22 þúsundir manna. Arsrit félagsins, Garðyrkjurit- ið, hefur komið út frá 1895—1901 og síðan flest ár frá og með 1920. Sum árin hafa verið gefin út sér- stök leiðbeiningarit í þess stað, þ. e. Hvannir, Rósir, Matjurta- bókin, Gróðurhúsabókin og síð- ast Matjurtabókin 2. útgáfa auk- in og endurbætt árið 1958. Er þar lýst ræktun allra helztu mat- jurta hérlendis og leiðbeint um áburð og jarðveg, vermireiti og ræktun ýmissa jurta í þeim, rækt un berjarunna, varnir gegn jurta sjúkdómum o.s.frv. Er Matjurta- bókin hin gagnlegasta handbók Framh. á bls. 8 inliiliiiliiiiiiliill g.....................••....................•" • Revkvíska rollu- menninjj kallar ESJ skrif til Velvak- anda um „rollubúskap innan endimarka bæjarins". Og er hann ekki aldeilis hrifinn af slíku, því eins og hann segir, garðeigendur, sem leggja fyr- irhöfn og fjármuni í að prýða umhverfi húsa sinna, eiga sí- fellt yfir höfði sér að blettir þeirra verði teknir í misgrip-- um fyrir beitiland af hinu „borgaralega sauðfé", sem þrátt fyrir borgararéttindi sín hefur ekki lært að gera grein armun á skemmtigarði og af- réttarlandi hvað reyndar er ekki undarlegt, þegar eigend- um þeirra er fyrirmunað að gera greinarmun á atvinnu- háttum ,sem henta í sveit og í stórborg. • Nóg jarðnæði Ýmislegt fleira telur ESJ mæla á móti því, að fé sé leyft innan takmarka bæjarlands- ins. Siðan segir hann: Nú fer því fjarri, að sá sem þetta ritar, sé að hatast við sauðfé, sauðfjárbúskap eða ást manna á því húsdýri, sem íslendingar hafa misþyrmt meir en nokkurri annarri skepnu í hartnær þúsund ár, nema ef vera skyldi hestinum. Aðeins þetta: Þeir menn sem ekki geta hugsað til skiln aðar við samfélag sauðkind- arinnar, eiga að leita sér at- hafnasvæðis fjarri strætum stórra borga. Það bíða margir jarðir út um byggðir landsins þeirra, sem vilja hafa gott og gagnsamt fé. Aðrir gætu til dæmis ráðið sig sem beitar- húsamenn og smala í sveit. Væri eflaust víða þegið að fá &.' FERDINAND ft fjárglögga menn til þeirra starfa. Hitt, að finna fjár- mennsku sinni útrás í rollu- haldi innan um íbúðarhverfi, garðlönd og gildishallir nú- tímaborgar, er jafn fáránlegt og ef gamlir skútukarlar og útgerðarmenn hæfust handa um saltfiskverkun á Arnar- hóli og reistu trönur á Aust- urvelli af einskærri ást á þorskinum. • Flugna- og bakteríu gróðrastíur Frá heilsufræðilegu sjónar- miði séð, væri það líka at- hugandi fyrir bæjaryfirvöld og borgarlækni, sem gera þær sjálfsögðu kröfur til húseig- enda að þeir fjarlægi allt sorp og annað sem veldur óholl- ustu af lóðum sínum, hvort æskilegt sé að hafa taðhauga, hlandforir og aðrar slíkar flugna- og bakteríuaróðrar- stíur óvarðar í næsta nágrenni við íbúðarhverfi og barnaleik velli. Krafa Reykvíkinga hlýtur að vera sú, að rolluhald og reyndar allt ónauðsynlegt skepnuhald verði bannað innan takmarka bæjarlands- ins, en túnlendur þær sem enn eru óskertar að opnum almenningssvæðum, eftir þvi, sem skýaulag stendur til, þar sem þær þúsundir smábarna og unglinga, sem í dag hafa sandrykaða umferðargötuna að leikvelli, geti fundið sér athvarf í grænu grasi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.