Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBl AÐIÐ Fimmtudagur 26. mai 1960 í • jk AKranesi veröi gerö Steinsteypt ker til hafn- argeröa víða um landið — Úr framsögurœðu Jóns Árnasonar í Sameinuðu þingi Langþráðum farmi hefur nú verið skipað á iand hér í Reykja- vík. — Var það timbur frá Finnlandi, sem Katla kom með um daginn. Um þó nokkurn tíma hefur landið verið timburlaust. Mun þetta timbur hverfa eins og dögg fyrir sól. Var skipið með nær 1700 lestir af timbri og rúmlega 400 lestir af þilplöt- um. Á þriðjudaginn fer Ktla út aftur og lestar fullfermi timb- urs i Rússlandi og Finnlandi. Kemur skipið í byrjun Júli. Loks er þess að geta að í dag er Askja væntanleg frá Rússlandi með um 900 lestir af timbri. Áætlun um skóg- rækt næstu 5 árin Samræma þarf fjáröflun og fram- kvæmdir á f>essum vettvangi Á FIJNDI Sameinaðs Al- þingis í fyrrakvöld mælti Jón Árnason fyrir þingsályktun- artillögu nokkurra þing- manna Sjálfstæðisflokksins um framleiðslu á steinsteypt- um kerjum til hafnarbygg- inga. — Flutningsmenn tillögunnar eru, auk Jóns Árnasonar, þeir Sig- urður Ágústsson, Alfreð Gísla- son, Matthias Á Mathiesen, Einar Ingímundarson og Jónas G. Rafnar. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninn iað láta fram fara athugun á því, hvort eigi sé hagkvæm aðstaða til þess á Akranesi að koma þar á fót framleiðslu á stein- steyptra kerja til hafnabygg- inga víðs vegar um Iand. Ef i Ijós kæmi við slíka at- hugun, sem vænta má, að Akranes sé kjörinn staður til slíkra framkvæmda, mundi eðlilegt og hagkvæmt, að yfir- stjórn hafnamálanna hefði þessar framkvæmdir með höndum og sölu kerjanna.“ Hvergi meiri hafnarbyggingar Komst Jón Árnason svo að orði i framsöguræðu sinni: Svo sem segir í greinargerð fyrir tillögunni, þá er sennilegt, að engin þjóð miðað við fólks- fjölda, verji jafn miklum fjármun um til hafnar- bygginga, og við íslendingar, — Á hverju ári er varið tug-mill- jónum króna í þessu skyni, og með tilliti til þeirrar aukning- ar sem nú á sér Stað, á skipaflota landsmanna, er það fullvíst að ekki verður slak- að á í þessum efnum. — Það má jafnvel frekar gera ráð fyrir, að um verulega aukningu verði að ræða, og stærri áfangar teknir fyrir, heldur en verið hefur að undanförnu, — þegar frá er tek- ið, ein eða tvær framkvæmdir, sem ráðizt hefur verið í á undan- förnum árum. Mikinn kostnað má spara Nú er það svo, að öll aðstaða til hafnarframkvæmdanna er mjög mismunandi á hinum ýmsu stöðum, — og kemur þar margt til greina, til dæmis, hvort fyrir hendi er nærtækt, gott bygging- arefni, svo sem möl, grjót og sandur, — en víðast hvar þar sem ráðist er í að byggja varanlegar hafnir, eru þær byggðar úr stein- steypu, — er þá framkvæmdinni oftast hagað þannig, að strax og komið er út á nokkurt dýpi, eru steypt ker notuð, og verður þá að ráðast í dýrar framkvæmdir á hverjum stað, til þess að unnt sé að steypa kerin, og flotsetja þau síðan, — þessi kostnaður get- ur verið mjög mismunandi o,g fer það að sjálfsögðu mest eftir því hve aðstaðan er góð frá nátt- úrunnar hendi. — þennan kostn- að mætti spara fyrir marga aðila, með því að framleiða kerin á einum stað, þar sem góð aðstaða væri fyrir hendi, og fleyta kerunum síðan til hinna ýmsu hafna. — Á stríðsárunum undirbjuggu Englendingar bygg- ingu á stórum höfnum á þennan hátt, — Aðaluppistaðan í þeirri stækkun sem átt hefur sér stað á höfninni á Akranesi, á undan- förnum árum, eru einmitt nokk- ur af þessum kerjum, sem Eng- lendingar byggðu á stríðsárun- um. Hagstæð og ákjósanleg tilhögun Ég geri ráð fyrir að sú rann- sókn sem hér er lagt til, að verði látin fram fara, til athugunar á máli þessu, leiði það í ljós, að þessi tilhögun sé bæði hagstæð og ákjósanleg, og kemur þá til álita hvaða aðili eigi að standa fyrir framkvæmdinni, — í fljótu bragði virðist vera eðlilegast að það komi í hlut hafnarmálastofn- unar ríkisins, — eða Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar, undir forustu Vitamálastjóra, — það er hægt að benda á ýms rök því til stuðnings. — t. d. ræður enginn einn aðili yfir meiri upplýsing- um um það, hvaða hafnarfram- kvæmdum er líklegast að unnið verði að hverju sinni, og þá um leið hvaða stærð af kerum sé heppilegast að byggja með tilliti til þess, — og fleirra mætti til nefna, en það er nú annað mál, og mun ég ekki fara frekar út í það að þessu sinni. Akranes heppilegur staður Sem ákjósanlegan stað fyrir þá framleiðslu sem hér um ræðir, höfum við bent á Akranes, — sem rök fyrir því staðarvali, höf- um 'við bent á nokkur, mjög þýð- ingarmikil undirstöðuatriði, — Til dæmis er Sementsverksmiðja ríkisins staðsett þar, og því ekki um neinn flutningskostnað á sementinu að ræða, til- fram- kvæmdanna, — auk þess sem þar er nærtækt, úrvalssteypuefni, sem telja verður að skipti mjög miklu máli i þessu sambandi. Ég get svo látið lokið þessum orðum mínum um mál þetta að sinni, en það er skoðun mín, að hér sé ' um mikið fjárhagslegt hagsmunamál að ræða, og því fullkomið tilefni til þess, að slík rannsókn sem hér er lagt til, verði látin fram fara. Ég vil svo leyfa mér að leggja til að tillögunni verði að lokinni þessari umræðu vísað til síðari umræðu og fjárveitinganefndar. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs um tillöguna og var henni vísað til nefndar með samhljóða at- kvæðum. , Verzlunarstaður við Aruarnesvog FRUMVARP Matfchíasar A. Mathiesen um löggildingu verzl- unarstaðar við Arnarnesvog í Garðahreppi, Gullbringusýslu, var í fyrradag afgreitt sem lög frá Alþingi. íbúatala innan tak- marka hins nýjr verzlunarsvæð- is, eins og það er ráðgert, er um 700 manns. Hefur byggð þarna farið mjög vaxandi á síðustu ár- LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga frá fjárveit- inganefnd um að fela ríkis- stjórninni að láta fyrir næsta reglulegt þing undirbúa áætl- un um framkvæmdir í skóg- rækt næstu 5 ár. Skal áætlun þessi miðuð við það fjármagn, sem ríkisstjórnin telur auðið að verja til skóg- ræktar á þessu tímabili. í greinargerð með þessari til- lögu fjárveitinganefndar er bent á eftirfarandi atriði henni til stuðnings: Skógræktina skortir fé til að gróðursetja plöntur sínar Vegna mikillar aukningar á plöntuframleiðslu í gróðrarstöðv- um skógræktar ríkisins hefur fjárþörf skógræktarinnar vaxið mjög síðustu árin. Hafa fjár- veitingar, tekjur 'landgræðslu- sjóðs og framlög skógræktarfé- laga ekki hrokkið til að kosta gróðursetningu þeirra trjá- plantna, sem til ráðstöfunar hafa verið til gróðursetningar. Urðu forráðamenn skógræktarinnar í fyrra að gera sérstakar ráðstaf- anir til fjáröflunar, og við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1960 var samþykkt þriðjungshækkun á álagi því á tóbaksvörur, sem rennur til landgræðslusjóðs. Hafa því fjárveitingar til skóg- ræktarinnar hækkað verulega á þessu ári. Engu að síður má gera ráð fyrir áframhaldandi fjárhagsörð- ugleikum skógræktarinnar, nema gerð verði framkvæmdaáætlun til nokkurra ára, er tryggi sam- ræmi milli framkvæmda og fjár- öf lunar. Gróðursetning hefur tífaldazt á 10 árum Tillaga þessi er flutt í samráði við skógræktarstjóra. Kemst hann svo að orði í bréfi til fjar- veitinganefndar um nauðsyn framkvæmdaáætlunar: „Skógrækt hefur aukizt hröð- um skrefum hér á landi hin síð- ari ár. Á 10 árum hefur tala gróðursettra trjáplantna tífald- azt og er nú milli 1 og 1.5 millj. plöntur ár hvert. Eru það aðal- lega barrtrjáplöntur, og hin ár- lega gróðursetning tekur nú yfir um 200 hektara lands. Árið 1957 var gerð skógræktar- áætlun til 5 ára, en henni var lítið sinnt, og sakir breytinga á verðlagi og kaupgjaldi og af fleiri ástæðum þarf að breyta henni mjög. um. Þrír útvarpsráðsmenn leggja til: Lög um útvarpsrekstur ríkisins endurskoðuð — Garðyrkjufélagið Framh. af bls. 6. öllum garðræktunarheimilum og jafnframt kennslubók á bænda- skólunum. I Garðyrkjuritinu er jafn- an margs konar fræðsla um ýmsa þætti garðyrkjunnar (Skrá um rit útgefin af félaginu er birt í Garðyrkjuritinu 1959 og saga þess rakin í ritinu árið 1955). Garðyrkjufélag íslands er fé- lag áhugamanna í garðyrkju jafnt og garðyrkjufræðinga. Stjórn félagsins skipa nú: For- maður Björn Kristófersson garð- yrkjumaður, varaformaður Jó- hann Jónasson forstjóri Grænmet isverzlunar landbúnaðarms, rit- ari Ingólfur Davíðsson"grasafræð ingur, gjaldkeri EyjólfKrist- jánsson verkstjóri Brúaiosi, Foss vogi og meðstjórnandi Ou Valur Hansson garðyrkjuráðunautur. Félagið hefur jafnan skort starfs- té og starfar stjórn og aðrir starfs menn félagsins endurgjaidslaust. Þeim verði breytt kröfur tímans við hljóðvarp ÞEIR þrír alþingismenn, sem sæti eiga í útvarpsráði, flytja sameiginlega á Alþingi til- lögu um, aS endurskoðuð verði lögin um útvarpsrekst- ur ríkisins. Þingmennirnir eru þeir Bene- dikt Gröndal, Sigurður Bjarna- son og Þórarinn Þórarinsson og hljóðar tillaga þeirra orðrétt svo: Aiþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að láta enaurskoða lög um útvarpsrekstur ríkis- ins þannig, að þau svari kröf- um tímans um skipulags- og fjárhagsgrundvöll, bæði fyrir hljóðvarp og sjónvarp, og leggja frumvarp að nýjum lög um fyrir næsta reglulegt þing. Með tillögunni fylgir svohljóð- andi greinargerð: til samrœmis við >9 miðuð bœði og sjónvarp Lög frá 1934 ófullkomin og úrelt orðin Lög þau, sem gilda um útvarps rekstur ríkisins, eru að nokkrum breytingum undanskildum frá árinu 1934. Þá var útvarpsstarf- semi hér á landi í bernsku og lítil reynsla af henni fengin. Nú hefur ríkisútvarpið starfað í tæp 30 ár, og er öllum ljóst, sem til þekkja, að lögin eru um margt ófullkomin og þarfnast gagn- gerðrar endurskoðunar. Hefur reynzt nauðsynlegt fyrir starf- semi útvarpsins að gefa út fjölda reglugerða, en í þeim er margt, sem betur stæði í lögum, og raun ar sitthvað í lögunum, sem óþarft er orðið. Útvarpsráð hefur samkvæmt lögum mjög takmarkað starfs- svið, er nánast dagskrárnefnd án , íhlutunarréttar í fjárhags- og framkvæmdamálum stofnunar- innar. Væri eðlilegt að breyta þeirri skipan til samræmis við aðrar opinberar stofnanir. Viðhorf gerbreytt í starfsemi útvarpsins Margt ber til þess, að tímabært er að hreyfa þessu máli nú. Út- varpstækni hefur tekið stökk- breytingum á nokkrum síðustu árum og gerbreytt mörgum við- horfum starfseminnar. Dagskrá- in hefur lengzt og breytzt og gegnir margþættara hlutverki en áður. Þetta og marg't fleira gerir viðhorf öll í skipulagsmál- um útvarpsins önnur en þau voru 1934. Þá er ónefnt sjónvarp, sem rr.iklu skiptir í þessum efnum. Þessi nýja tækni hlýtur að ber- ast til íslands eins og flestra ann arra landa. Er nauðsynlegt fyrir íslendinga að gera sér tímanlega grein fyrir, hvernig þeir ætla að hagnýta þennan undramiðil tækn innar, en allt veltur á því, hvern- ig á er haldið. Kappkostað að koma hér upp timburskógum Sakir þess, hve langur tími líður frá sáningu til uppskeru í skógrækt, er miklu meiri nauð- syn, að farið sé eftir frambúðar- áætlun við slíka ræktun en alla aðra, þar sem breyta má um ræktunaraðferðir á árs fresti. Við athugun á starfsemi gróðr- arstöðvanna hér og skógrækt- inni í heild hefur komið í ljós, að það verður að miða alla starfsemina við eitthvert ákveðið plöntumagn um nokkur ár í senn, til þess að sem beztur ár- angur fáist fyrir fé það, sem til skógræktar er varið. Reynsla undanfarinna 60 ára hefur sýnt, að hér er unnt að framleiða timbur og við. Viðar- notkun þjóðarinnar kostar ár hvert ískyggilegar fjárhæðir, eða um 10% af öllum innflutningi landsins, og því er full ástæða til að gera allt, sem unnt er, til að koma upp timburskógum í landinu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.