Morgunblaðið - 26.05.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 26.05.1960, Síða 10
10 MORGVHBLAÐID Fimmtudagur 26. m’aí 1960 ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON ÞRÍR fulltrúar æskulýðssam- taka lýðræðisflokkanna fóru vestur um haf nú um helgina til að sitja ráðstefnu, sem Atlantshafsbandalagið og sam tök þau, sem vinna að aukn- um samskiptum vestrænna þjóða, beita sér fyrir. Ráð- stefnuna sitja 140 forystu- menn pólitísks æskulýðsstarfs og er helmingur þeirra frá Evrópuríkjunum í Atlants- hafsbandalaginu, en hinn helmingurinn frá Bandaríkj- unum og Kanada. Á ráðstefn- unni verður fjallað um ýmis mál, sem snerta alþjóða- stjórnmál og samvinnu vest- rænna ríkja. Ýmsir þeirra, sem mesta reynslu og þekk- ingu hafa á þessum sviðum, munu flytja erindi á ráðstefn- unni — t. d. Truman, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Herter, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Ráðstefnan verður hald- in í Washington og stendur frá 26. maí til 1. júní. Að henni lokinni munu Evrópu- mennirnir, sem ráðstefnuna sitja, ferðast um Bandarikin og Kanada í rúmar 2 vikur \ boði ríkisstjórna þessara landa. Ólafur K. Magnússon Ijós- myndari tók myndina, sem hér birtist, af íslenzku þátt- takendunum skömmu áður en þeir fóru vestur um haf. — Lengst til vinstri er Sigurð- ur Guðmundsson (frá Sam- bandi ungra Jafnaðarmanna), þá Guðmundur Garðarsson (frá Sambandi ungra Sjálf- stæðismanna) og lengst til hægri Jón Rafn Guðmunds- son (frá Sambandi ungra Framsóknarmanna). Sumarferðir Hesmdallar E IN S og undanfarin ár mun Heimdallur F.U.S. efna til nokk- urra ferðalaga yfir sumarmánuð- ina. Ferðir Heimdallar hafa jafn- an verið mjög vinsælar af félags- mönnum og þátttaka í þeim ver- ið góð, enda vel til ferðanna vand að. Stjórn Heimdallar hefur nú nýlega gengið frá ferðaáætlun sumarsins, en sérstök nefnd starf ar innan félagsins að ferðamál- um. Hér fer á eftir yfirlit yfir þær ferðir, sem fyrirhugaðar eru: 1. Hvítasunnuferð á Snæfells- nes: — Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 2 e.h. á laugardag og ekið vestur að Arnarstapa, en þar verður tjaldað. Á hvítasunnu dag verður gengið á jökulinn en um kvöldið verða Lóndrangar og aðrir merkir staðir þar í grennd skoðaðir. Á mánudag verður ekið til Hellissands, út í Rif og gengið fyrir Ólafsvíkur- enni og síðan ekið frá Ólafsvík til Reykjavíkur. ) \ \ $ \ \ j \ \ \ \ \ s \ \ s s \ \ \ s \ \ \ \ \ \ \ \ \ Vormóf í Keflavík UNGIR Sjálfstæðismenn efna til vormóts í Keflavík n.k. laugardag, hinn 28. maí Verður það haldið í Ung- mennafélagshúsinu og hefst kl. 9 e.h. Alfreð Gíslason alþingis- maður og Árni Grétar Finnsson varaformaður S.U.S. flytja ávörp á mót- inu og leikararnir Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason og Knútur Magnússon fara með skemmtiþátt. Loks verður dansað. s s s \ s \ V \ s \ s \ s s s s s \ s s \ s \ \ \ \ s s \ \ 2. Þórsmerkurferð 25. júní: — Lagt af stað frá Reykjavik kl. 2 e.h. á laugardag. Ekið austur í Þórsmörk. Fyrri hluta sunnudags verður gengið um mörkina, m. a. á Valahnúk, Sleppugil, Stóra- Enda og víðar. Farið verður úr Þórsmörk kl. 3 og ekið um Mark- arfljótsaura og Fljótshlíð til Reykjavíkur. 3. Borgarfjarðarferð um Kalda dal 16. júlí: — Farið frá Reykja- vík kl. 2 e.h. um Þingvelli og Kaldadal að Húsafelli og tjaldað þar í skóginum. Um morguninn verður farið i Surtshelli, síðan um Hvítársíðu til Reykjavíkur. 4. ísafjarðarferð um verzlun- armannahelgi: — Um verzlunar- mannahelgina verður farið um Vestfirði til ísafjarðar, en nýr vegur hefur nýlega verið opnað- ur þangað vestur. í þessa ferð mun væntanlega lagt af stað á föstudagskvöld og komið til Reykjavíkur á mánudagskvöld. 5. Kerlingarfjöll 20. ágúst: — Lagt verður af stað kl. 2 e.h. og ekið að Kerlingarfjöllum. Sunnu- dagsmorgufl verður gengið á Snæ koll, en þaðan mun vera einna víðsýnast af öllu landinu. Síðan ekið til Reykjavíkur og komið þangað að kvöldi sunnudags. 6. Landmannalaugar: — Að lokum er fyrirhuguð í september mánuði ferð í Landmannalaugar. Verður ekið um Dómadal í Laug- arnar. Á sunnudag verður farið í gönguferðir um nágrenni þeirra, gengið á Bláhnjúk, skoðaðir brennisteinshverirnir, Náma- hraun o. fl. Komið til Reykjavík- ur á sunnudagskvöld. í allar ferðirnar er nauðsynlegt að þátttakendur hafi með sér nauðsynlegt nesti, svefnpoka og tjöld. Félagið mun veita kaffi á tjaldstað. Fargjaldi í ferðirnar verður stillt mjög í hóf. Leitazt verður við að hafa góða. farar- stjóra og krafizt er reglusemi af þátttakendum í hvívetna. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar gefur skrifstofa Heimdallar í Val- höll, sími 17102, en hver ferð verður að sjálfsögðu auglýst sér- staklega þegar að því kemur. í sumar mun Heimdallur m. a. efna til ferðar í Þórsmörk. A myndinni sést yfir Þórsmörk af Heljarkainbi. Jón E. Ragnarsson. stud. juris: Vinarmótið V. Fjárglæfrar ÞÓTT margt sé skrýtið í kýr- haus þeirra festivalmanna, þá eru fjármálin þó sýnu verst. Fjárglæfrar og gjaldeyrissvik íslenzkra kommúnista í sam- bandi við Moskvumótið voru rakin hér í blaðinu á sínum tíma, en þrátt fyrir það hafa þeir ekki séð ástæðu til að láta sér segjast, enda kannski ekki við því að búast úr þeirri átt. Þótt fjármál Vínarmóts- ins séu hulin nokkurri móðu, eins og vera ber um fjár- glæfra, má þó draga nokkrar ályktanir af þeim tölum, sem fyrir liggja, og sýna þær svo að ekki verður um villzt, að margt er gruggugt í fjármál- um þeirra og væri ærin ástæða til þess, að þeim yrði gert að leggja reikninga sína fram opinberlega. Kommúnistar hafa haldið því fram, að ferðalög þeirra væru mjög ódýr, en hvað sem um það má segja, þá getur ferðalag til Vínarborgar fyrir 7500 krónur ekki talizt ódýrt miðað við ferðina til Moskvu, sem kostaði 5500 kr. Ferðakostnaður og uppihald á Vínarmótinu kostaði 7500 kr. Ef frá er dreginn ferðakostn- aður 2400 kr. með Gullfossi Rvík-Khöfn-Rvík og Khöfn- Vín-Khöfn $ 51 á 33 kr. eða 1683 kr., þá er dvalarkostnað- urinn í Vínarborg í tíu daga rúmar 3200 kr. eða 320 kr. á dag fyrir manninn og verður það að teljast grunsamlega dýrt, þegar haft er í huga, að búið var í tjöldum, aðbúnaður allur hinn versti og maturinn hundafæða í fjöldamötuneyti. Kommúnistar fengu $ 150 yfirfærðar á mann á 33 kr. og sundurliðuðu þeir yfirfærsl una þannig: Vínar og til baka og ýmis kostnaður í sama hlutfalli og gert var hér, þá er dvalar- kostnaður danskra í Vínar- borg alls 950 ísl. kr. eða 95 kr. á dag á móti 320 kr., sem okk- ur var gert að greiða. Það skal tekið fram, að við íslending- arnir ferðuðumst á nákvæm- lega sama hátt og Danirnir frá og til Khafnar, bjuggum á sama stað og þeir og snæddum eða öllu heldur leifðum sama mat og þeir, á sama stað. Þar sem vart má gera ráð fyrir að við íslendingarnir höfum verið þyngri á fóðrum en Danirnir, þá er sanngjarnt að áætla, að raunverulegur dval- arkostnaður í Vínarborg hafi verið það, sem Danirnir greiddu eða 95 kr. á dag og er það nokkuð sennilegt miðað við aðbúnaðinn. fslénzka far- arstjórnin hefur því haft um 225 kr. á dag af hverjum þátt- takenda eða samtals 10 dag- ar x 70 þátttakendur = 157.500,00 kr. — Er nokkur furða þótt íslenzkir kommún- istar hyggi á húsbyggingu á næsta ári? Auk þessa er talið, að ekk- ert hafi verið greitt í fargjöld gegnum kommúnistaríkin og gildir það sjálfsagt um ís- lendinga, eins og aðrar þjóðir. Þá hafa íslenzkir kommúnist- ar hagnazt um 1683 kr. á þátt- takanda eða samtals 117.810,00 og ætti það sennilega að duga nokkuð upp i innréttingu á „happdrættis“-húsinu. Vínarmótið mun hafa kostað alls um 200 millj. kr. En hver borgar brúsann? Því hefur ekki verið mót- mælt, að Rússar greiða sjálfir mestan hluta kostnaðarins. — Khöfn—Vín—Khöfn Dvalarkostnaður í Khöfn Vasapeningar Framlag í nýlendusjóð Dvalarkostnaður í Vín Alls er þetta 7350 að við- bættum 2400 kr. með Gull- fossi. Kommúnistar reikna sér því 150 kr. á mann í skrif- stofukostnað, en það eru 150 x70 eða samtals 10.500 kr. Liðurinn „vasapeningar“ í þessari sundurliðun er hrein m fölsun, því að hér eru þeir taldir með í 7500 kr., en þátt- takendur urðu að greiða þá sérstaklega. Dvalarkostnaður í Khöfn var enginn og framlag í ný- lendusjóð var tekið af þátt- takendum að þeim forspurð- um, það stendur því óhagg- að, að dvalarkostnaður í Vín hefur verið reiknaður 320 kr. á dag á þátttakanda. Athyglis- Ivert er, að kommúnistar gera ekki ráð fyrir neinni yfir- færslu til greiðslu þátttöku- gjalds á mótinu, enda hafa þeir sjálfsagt ekki greitt neitt, frekar en aðrar þjóðir. Til samanburðar er rétt að geta þess, að danskir þátttak- fendur greiddu alls 565 d. kr. í þátttökugjald á móti 7500 kr. okkar íslendinganna. Ef dreg inn e'- frá ferðakostnaður til $51 eða 1683 kr. $ 8 eða 264 kr. $36 eða 1188 kr. $ 3 eða 99 kr. $ 52 eða 1716 kr. Stofnað er til samskota í kommúnstaríkjunum, æsku- lýður þessara ríkja er neyddur til þess að vinna „sjálfboðaliðs“-yfir- | vinnu til þess að leggja í J sjóðinn. Kostnaðinn í Vínar- J borg greiddu ýmis fyrirtæki Rússa í Vínarborg, sem þeir sölsuðu undir sig á hernáms- árunum og nota til þess að standa straum af ýmissi starf semi sinni hér vestantjalds. Islenzkir kommúnistar hafa reynt að halda því fram, að mót þessi séu ópólitísk æsku- lýðsmót fyrir friði og vináttu. Trúir því nokkur maður, að kommúnistar leggi í allan þennan kostnað, ef þeir gera sér ekki vonir um eitthvert endurgjald? Her á síðunni hefur marg- sinnis verið flett ofan af fjár- glæfrum kommúnista í sam- bandi við heimsmótin, þeir eru fullkomin sönnun þess, að starfsemi kommúnista hér í landi er eins og annars staðar rekin fyrir rússneskt fé.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.