Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. maí 1960 rogiisttMáfófr tTtg.: H.f Arvakur Reykjavflc IVamkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsing&r og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKIPULAGT ALMENNINGSÁLIT k FUNDI Heimdallar í *r fyrrakvöld var rætt um skipulagt almenningsálit og kom margt athyglisvert fram í ágætum ræðum frummæl- enda. Einna eftirtektarverð- ust var sú staðhæfing Ævars Kvarans leikara, að með því að lesa listagagnrýni í á- kveðnu blaði væri hægt að ganga úr skugga um stjórn- málaskoðun listamannanna. Ákveðnir menn gætu verið öruggir um, að aldrei yrði illu að þeim vikið í því blaði, svo framarlega sem þeir ekki skiptu um stjórnmálaskoðun. Þessi sannindi hafa auð- vitað verið á margra vitorði um langt skeið, en til þessa hafa opinberar umræður um þau ekki verið sem skyldi. Kommúnistar hafa í sellu- starfsemi sinni leitazt við að skipuleggja almenningsálit á sviði bókmennta og lista, sem andstætt væri öllum þeim, sem ekki gengju kommún- ismanum á hönd, eða a. m. k. væru hlutlausir gagnvart honum. En einna mest hefur verið lagt upp úr rógi og nógu mannskemmandi undirróðurs starfsemi. Það er staðreynd, sem margir listamenn halda fram, að til skamms tíma hefur getað borgað sig að vera nyt- samur kommúnistum. Á þann hátt hefur listamaðurinn get- að tryggt sér stuðning áhrifa- ríkra áróðursmanna, en þó ekki átt á hættu. aðkast þeirra, sem aðhyllast lýðræð- ishugsjónir. Frjálslyndir menn mynda sér auðvitað ekki skoðun á verkum listamanna eftir stjórnmálaskoðunum þeirra. En það er misskilið frjáls- lyndi, þegar lýðræðissinnaðir menn aðhyllast hugsunar- laust fullyrðingar skipuleggj- enda áróðursins. Kommúnist- ar hafa haft lag á að upp- hefja ýmis leirskáld og bull- ara en lítillækka góða lista- menn og þetta hefur þeim tekizt, vegna þess að ýmsu fá- kunnandi fólki hefur fundizt það vera frjálslyndi að taka mark á þeirri gagnrýni kommúnistarita, sem þó hef- ur aðeins eitt markmið, póli- tík. Það fer ekki á milli mála, að á síðustu árum hafa augu æ fleiri manna opnazt fyrir eðli þessarar svokölluðu menningarbaráttu kommún- ista og enginn efi er á því, að Heimdallarfundurinn mun UTAN UR HEIMI Kennedy líklegasta forsefaefni Demókrata stuðla að því, að endanlega verði svipt frá þeirri hulu sakleysis og réttlætis, sem kommúnistum hefur tekizt að varpa yfir undirróðursstarf- semi sína. Fleiri og fleiri mennta- menn um víða veröld snúast nú til harðvítugrar andstöðu gegn ofbeldisöflunum. Þeir finna hjá sér hvöt til að gæta þeirrar skyldu við þjóðfélag- ið, sem menntun þeirra og gáfur bjóða. Hérlendis stefn- ir þróunin líka í þessa átt og þegar hrunið er byrjað í röð- um þeirra menntamanna, sem aðhyllzt hafa kommúnisma eða hlutleysisstefnu gagnvart honum, þá verður það ekki stöðvað. Varla getur farið á milli mála að menn eins og Jónas Árnason, sem um langt skeið hafa þjónað kommúnisman- um, en nú yfirgefa hann, munu gera það vegna þess að þeim hefur verið orðið Ijóst, að þeim var óheimilt að hafa sjálfstæðar skoðanir. í öllum ræðum, ritum og einkasam- tölum bar þeim að túlka þá skoðun, sem flokknum var þóknanleg. Gegn slíku boði hljóta frjálshuga menn að rísa fyrr eða síðar. Þegar menn þannig hafa gert sér grein fyrir eðli hins skipulagða áróðurs kommún- ismans, þá mega þeir gera ráð fyrir, að þegar rógberarnir beina spjótum sínum að ákveðnum mönnum, þá sé það einmitt gert vegna þess að þeir óttist þá sérstaklega og telji miklu varða að níða þá. Gegn slíkum rógi verður að snúast af fullri einurð, en þar með er ekki sagt, að hver einstakur þurfi endilega að upphefja hvern þann, sem kommúnistar rægja, heldur þvert á móti að leitast við að mynda sér sjálfstæða skoðun á verkum viðkomandi lista- manna. Lýðræðissinnar eiga ekki | að innræta sér það eðli ein- ræðisafla, sem lætur stjórn- málaskoðanir hafa úrslita- áhrif á alla dóma og allt hátt- erni. En þeir þurfa að öðl- ast fullan skilning á baráttu- aðferðum kommúnista, svo að þeir séu ætíð á varðbergi gagnvart undirróðursöflun- um. Og þá mun þrek mennta- mannanna sjálfra nægja tilj að einangra hinn skipulagða áróður frá öllu því, sem við- kemur menninparmálum og listum. \i FORSETAKOSNINGAR fara fram í nóvember í haust. Tal- ið er öruggt að Nixon vara- forseti verði í kjöri fyrir repúblikana, en nokkur óvissa hefur ríkt um fram- boð demókrata. Frambjóðendur verða kosn- ir á landsfundum flokkanna, sem verða haldnir í sumar, °S þykir nú einna líklegast að John F. Kennedy, öldunga deildarþingmaður frá Massa- chusetts, verði kjörinn fram- bjóðandi demókrata á lands- fundi þeirra í Los Angeles 11. júlí. Landsfundina sitja kjör- John F. Kennedy, öld- ungardeildarþingmað ur frá Massachusetts sem er aðeins 42 ára- gamall, hefur unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum í kosn- ingum, sem undirbúa val forsetaefnis Demo- krata við kosningar í haust. _______ Kennedy í New York. menn allra ríkja Bandaríkj- anna, með mismunandi mörg atkvæði og fer það nokkuð eftir fjölda kjósenda. Þannig hefur t .d. Oregonríki aðeins 17 atkvæði á landsfundi demókrata, en New York- ríki 114. Kosið er í sumum ríkjunum um það hvern frambjóðenda flokks- ins kjörmennirnir skuli styðja, en á landsfundunum þarf hrein- an meirihluta til að samþykkja framboðið. Þegar fleiri eru í fram boði þarf því oft margar atkvæða greiðslur áður en meirihluti fæst. Þarf frambjóðandi Demokrata þannig að fá 761 atkvæði á lands- Sigurförin hafin Kosning kjörmanna hefur nú farið fram í nokkrum rikjum. Hófust þær í New Hampshire ríki um miðjan marz. Þar bauð John Kennedy sig fram, en eng- inn hinna hættulegri keppinauta hans, sem voru öldungardeildar- þingmennirnir Lyndon Johnson, Stuart Symington, Hubert Hump- hrey og Wayne Morse. Kennedy vann þarna sigur, því hann fékk tvöfalt það atkvæðamagn sem frambjóðandi flokksins fékk við síðustu kosningar. En fyrsti stór- sigurinn vannst í Wisconsin 5. april sl. Þar mætti Kennedy Humphrey í fyrsta sinn og fékk 468 þúsund atkvæði, en Humph- rey 366 þúsund. Næst kom baráttan um Vestur- Virginiu ríki, þar sem kosningar fóru fram 10. maí. Hér var reikn- að með að Humphrey sigraði og áleit Kennedy sjálfur líkurnar 60 gegn 40 sér í óhag. Úrslit urðu þau að Kennedy fékk 220 þúsund atkvæði en Humphrey 142 þús. Eftir þessi úrslit dró Humphrey sig til baka og kvaðst ekki leng- ur vera í kjöri sem forsetaefni. Felldur í heimahagra Wayne Morse var næstur. — Kennedy og hann mættust fyrst í Maryland ríki 17. maí, og fékk Kennedy þar um 70% atkvæða. í Oregon áttust þeir aftur við, en nú leit enn út fyrir að Kenne- dy yrði stöðvaður. Wayne Morse er öldungardeildarþingmaður fyr ir Oregon ríki og hefur aldrei tapað þar kosningu. Spáðu menn að Morse fengi 60% atkvæða. fundinum, en frambjóðandi Repu blikana 666 atkvæði. Nokkur ríki senda fulltrúa sína á landsfundina með þau fyrir- mæli að styðja heimamenn við fyrstu atkvæðagreiðslu, en hafi síðan frjálsar hendur. Þannig munu til dæmis kjörmenn Kali- forníu styðja Brown rikisstjóra við fyrstu atkvæðagreiðslu, þótt hann hafi hvergi leitað sti'ðr-irgs annars staðar. Kosið var hinn 20. maí og fékk Kennedy 8 atkvæði móti hverjum 5 sem Morse fékk. Eftir kosn- ingarnar sendi Morse Kennedy heillaóskaskeyti og kvaðst að sjálfsögðu ekki halda áfram bar- áttunni. Vantar samt talsvert enn Kennedy hefur nú tryggt sér 317V2 atkvæði á landsfundinum, en þarf, eins og áður er sagt, 761. Hann mun ekki mæta Johnson eða Symington í kosningum fyrir landsfundinn, en þangað koma þeir með stuðning ýmissa suður- ríkjanna. Symington er frá Miss- ouri ríki, en Johnson frá Texas. Barátta þeirra verður háð á lands fundinum 11. júli. Auk þeirra atkvæða sem Kenne dy hefur nú tryggt sér með kosn- ingum er vitað að hann mun fá fjölda atkvæða frá þeim rikjum sem eru óbundin. Þannig er til dæmis reiknað með að hann fái meira en helming New York at- kvæðanna, sem eru 114 og um 80% atkvæða New Jersey, sem eru 41. Eins og málin standa er áætlað að Kennedy fái nærri 600 atkvæði við fyrstu atkvæða- greiðslu á landsfundinum, en sú tala getur að sjálfsögðu breytzt á sex vikum. Hvað Nixon viðkemur, þá hef- ur hann nú tryggt sér 535 atkv., en þarf 666. Próf. Delargy heiðruður FYRIR nokkru var hinn kunni írski menntamaður, próf. James Hamilton Delargy, heiðraður af norsku vísindaakademíunni. Var hann kjörimi meðlimur akademi unnar í Historisk-filosofisk klasse í Oslo. Sjálfur er Delargy for- stöðumaður þjóðsagnarfræðistofn unnar íra. Héfur hann miklar mætur á Norðurlandaþjóðunum. Suður í Leipzig rakst hann á þjóð sögur Jóns Árnasonar. Eftir nokkra hríð leiddist honum að horfa á þær í bókaskápnum ólesn ai, svo hann tók sig til og lærði íslenzku", stendur í afmælisgrein um próf. Delargy, sem birtist á sextugs afmæli hans hér í blað- inu í fyrra. í dag verður hann 51 árs. — Próf. Delargy hefur kom- ið tvisvar hingað til lands í boði Háskóla íslands og á hér all- marga vini, sem samfagna hon- um, vegna þeirra viðurkenninga er honum hefur nú hlotnazt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.