Morgunblaðið - 26.05.1960, Síða 14

Morgunblaðið - 26.05.1960, Síða 14
14 moncinvni aðið Fimmtudagur 26. maí 1960 Sr. Steingrímur Ó. Þorláksson — Sjötugur Séra Steingrímur Ó. Þorláksson son, prestur og ræðismaður er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Minnisóta-fylkinu í Bandarkj- unum. Faðir hans var hinn kunni kennimaður Niels Stein- grmur Þorláksson (Thorlaksson), sem var fyrsti, íslenzki prestur- inn í Minnisóta-fylkinu, — og var þar í fimm ár; síðan fluttist hann til Dakota-fylkisins; þar var hann prestur til ársins 1900, en þá fluttist hann í íslendings- byggðina SELKIRK, og starfaði þar til dauðadags (f. 1857 d. 1943). Að honum látnum var gef- ið út minningarrit í Winnipeg (1943) um preststörf hans. Er þar ýmsan fróðleik að finna um kirkjulíf Islendinga þar vestra. — Fiimm ára gamall fluttist séra Steingrímur með foreldr- um sínum til Dakota, en um alda mótin til Kanada. Hann útskrif- aðist úr Minnisóta-háskólanum .1913, ,en fór þaðan um haustið á Lútherska-prestaskólann í Ohi- •cago og lauk þar prófi árið 1916. Um sumarið var hann vígður til prests, — og skömmu á eftir giftist hann_ heitmey sinni, Karólínu Kristínu Guðjónsdótt- ur. —- I september sama ár fóru þau til Japan. Það var víst ekki ætlunin að dvelja þar mjög lengi, en þó urðu dvalarárin 15. Séra Steingrímur var fyrsti Islenzki trúboðinn, sem fór til Japans. Hann var athafnasamur trúboði og kennimaður, sem auk prest- starfanna byggði kirkjur, skóla og prestshús. Af þessu var hann mjög vinsæll. Og mikið sáu Jap- anir eftir honum, er hann fór þaðan, skömmu fyrir síðustu styrjöldina. í Japan fæddust fjög ur börn hans, sem nú eru öll upp komin og búsett í Bandaríkjun- um við kennslustörf, nema yngsta Sölumaður Heildsölufyrirtæki óskar eftir röskum sölumanni nú þegar. Um hálfs dags vinnu getur verið að ræð. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „Röskur — 4285“. Hvífarí þvoffur/ Nýja Sparr er mildara, freyðir betur, þvær betur og er ódýrara. Sparr gerir þvottinn bragglegri, bjartari, ilmandi, og hvítan eins og hrím á haustmorgni. Sparr inniheldur C M C, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr inniheldur Hrímhvítu, st'm hefur þann eiginleika að breyta hinum ósýnilegu útfjólubláu geislum sólarinnar í sýnilega bláhvíta geisla, sem gera hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Sparr er ódýrt. Kynnið yður verð- muninn á Sparr og erlendum þvottaefnum og yður mun ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. Sparið og notið Sparr dóttirin, sem er gift lögmanni í Missurore-fylkinu. Hin börnin búa í Kaliforníu. Eldri dóttirin, sem er ógift, er við söngkennslu í San Francisco, en synir hans tveir eru við skólakennslu í Kali- forníu. Séra Steigrmur er tvígiftur. Fyrri kona hans var Karólína Guðjónsdóttir eins og áður er sagt; hún lézf fyrir þremur ár- um síðan í San Francisco. Seinni kona hans er frú Liv Östlund, dóttir Davíðs heitins Östlund, prentara og ritstjóra, sem marg- ir eldri Réykvíkingar kannast við. Síðar var Davíð heimsfrægur bindindisfrömuður, sem atti mik- inn þátt í því að bannlögin voru samþykkt í Bandarkjunum á sín um tíma. Séra Steingrímur er mjög fróð- ur um málefni Austurlanda, og hefir oft verið leitað til hans í þeim efnum. Þá er hann og mikill tungumála-maður. Eitt sinn fór ég með hann á fund fulltrúa alþjóða-Ólympíunefndarinnar í Japan, dr. Ryotaro Azuma, sem nú er borgarstjóri í Tokyó; til þess að vita hve snjall hann væri í Japönsku. Eftir á sagði dr. Azuma mér, að hann hefði ekki áður hitt neinn útlendxng, sem talaði betur Japönsku, en séra Steingrímur. — Þegar hinum heimsfræga íslenzka rithöfundi Nonna (Jóni Sveinssyni) var boð ið til Japans, var séra St xingrím- ur leiðsögumaður hans og túlkur og þýddi allar ræður hans. I Japan var Nonni kallaður „ka- þólski sögumaðurinn‘' (Kyn Kjo) Hans Chr. Andersen, og var það séra Steingrímur, sem gaf hon- um þessa nafngift, sem var mjög v ínsæl. Séra Steingrímur var skipaður ræðismaður í San Francisco lýð- ræðis-árið 1944, — og hefir hann reynzt röggsamur í því trúnað- arstarfi. Hann hefir greitt götu margra íslendinga, sem til Kali- forníu hafa komið, með vega- bréfa-ávísanir, framhalds-dvalar- leyfa og margt fleira. Var ég sjálfur vitni að því þar vestra. Loks má geta þess að séra Stein- grímur reyndist ágætur sendi- fulltrúi íslands á Vetrar- Olym- píuleikunum í Vesturheimi, og höfum við sem þangað fórum góðar endurminningar um það. Ég veit að séra Steingrím lanxa" mjög til að koma aftur til lands; hann kom hirgað árið 1931. — Það væri sannarisgt drengskaparbragð, ef vinir hans og samherjar í prestastétt, biðu honum og konu hans hingað í til- efni þessara tímamóta í ævi hans. A séra Steingrmi sannast vel, að aldurinn fer ekki alltaf eftir ald- ursárunum. Hann ber aldurinn ágætlega, er hress og glaður og fer allra sinna ferða. Og vona ég að svo verði framvegis, að Guð gefi honum góða heilsu og líí, til að greiða götu samferða- mannanna þar vestra. I dag munu honum berast margar góð- ar kveðjur og heillaskeyti fyrir farsæl og góð störf, — á heimili hans í San Carlos (Elm Street: 1633, Kaliforníu. B. G. W. Biskupinn til Kaníhia BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, hefur ver- ið boðinn til Ameríku, til þéss að sitja 75. afmælisþing Evangelisk- Lutherska kirkjufél. íslendinga í Ameríku. Það verður haldið í Glenboro Manitobafylki í Kan- ada. Mun biskupinn prédika við þingsetningu hinn 5. júní. Vikuna þar á undan mun hann ferðast milli íslendingabyggð- anna, prédika og flytja erindi. Frá Ameríku fer biskupinn til Danmerkur, þar sem hann mun prédika á 1000 ára afmæli Hró- arskeldukirkju, 12. júní. Biskup inn er farinn vestur um haf og er væntanlegur heim aftur 14. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Sigurbjöm Ein- arsson fer utan eftir að hann varð biskup landsins. Biskupinn hefur ekki áður farið vestur um haf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.