Morgunblaðið - 26.05.1960, Side 17

Morgunblaðið - 26.05.1960, Side 17
Fimmtudagur 26. maí 1960 MORGVNBLAÐIB 15 Kagnmiaur tusiaaotnr Minning „Er rís við austur röðuls geíslabál í roðagulli og perlum jörðin ljómar. Þá brosir sólin björt við hverri sál og blítt úr runni fuglasöngur ómar“. Þetta erindi úr kvæðinu „Morg- unn“, eftir frú Kagnhildi Gísla- dóttur, kom mér í hug, er ég frétti lát hennar sl. sunnudag. Hún hafði kvatt heiminn um óttuskeið þennan dag, einmitt um það leyti sólarhringsins, sem hún kveður um í nefndu ljóði.Mér fannst það táknrænt, að þessi ljóðelska sál, sem frú Ragnhildur var, skyldi - Strákarnir i 3.bekk Framh af bls. 13 Til bóta að nið'urgreiðslum var hætt Rafn telur hiklaust til bóta að styrkir hins opinbera, eða nið- urgreiðslur, til útgerðarinnar hafa verið lagðar niður. Það er nú viðhöfð meiri vandvirkni og sjómennirnir kappkosta að skila á land sem beztri vöru. Hms vegar vantar enn að skipta verð- inu eftir gæðum vörunnar. Nú í vetur hafa sjómennirnir lagt á sig flokkun fisksins og þannig aukna vinnu, án þess að bera nokkuð meira úr býtum. Rafn telur að þrjú mismunandi verð ættu að vera á fiskinum. 1 fyrsta lagi línufiskur. í öðru lagi fyrsta flokks netafiskur og í þriðja lagi lakari netafiskur. Hann segir að netafiskiríið verki illa á starfsmenn frystihússins. Það er eins og staðurinn breytist. Mönnum fellur illa að sjá skemmda vöru, verða fúlir í skapi. Vinnan verður þeim vart til ánægju lengur. Talið berst enn að strákunum og vinnu þeirra. Ég spyr Rafn hvernig honum liki að hafa þá og hvort hann hafi marga þeirra í vinnu nú. Hann segir að i dag séu þar 50 skólastrákar. Lætur hann vel yfir vinnu þeirra, þeir séu duglegir að vinna í skorp- um en ekki sé gerlegt að láta þá vinna lengi í einu eða mikla eftirvinnu. Auðvitað séu þeir misjafnir. Fyrir nokkru fékk hann leyfi skólastjóra gagn- fræðaskólans fyrir sex stráka. Aðeins einn þeirra mætti til vinnunnar. Hann kom í gær að sækja kaupið sitt. Það voru 426 krónur. Hann var aðeins 14 ára gamall. Þá hafa skólapiltar komið frá Hvanheyri nokkrum sinnum og er góður liðsauki í þeim. Unglingar læri til verka Ólafur Haukur, skólastjóri gagnfræðaskólans hefir ríkan skilning á því að unglingarnir læri til verka ekki síður en til bókarinnar, og róma atvinnu- rekendur á Akranesi áhuga hans í þessu efni. I vetur gerði skóla- stjórinn tilraun með að skipta verknámsdeild skólans niður á vinnustaði bæjarins í góðu sam- starfi við atvinnurekendur. Stóð þetta verknám í rúman mánuð. Tveir drengir unnu í stað nokk- urn tíma í senn, en skiptu svo um. Unnu þeir í frystihúsi, við fiskaðgerð, við beitingu línu, á netaverkstæði, 1 vélsmiðju og niðursuðuverksmiðju. Að síðustu rabba ég nokkra stund við þá feðga ,Harald og Sturlaug Böðvarsson. Talið berst að vorsíldarveiðunum og áhyggj- um þeim er útgerðarmenn við Faxaflóa hafi út af þeim. Þær hafa á hverju vori verið gott búsilag, en nú blæs ekki byrlega með sölu á sildinni, þar sem enn liggur óseld síld frá því í vetur. Þessi heimsókn til hinna lands- kunnu athafnamanna á Akra- nesi var bæði ánægjuleg og fróð- leg. Hún ber vott um að þar Stjórna menn sem meta kunna elju og vandvirkni og þeir bera sjómönnum sínum vel söguna. kveðja heiminn í sama mund og fyrstu geislar morgunsólarinnar brostu „við hverri sál“, eins og hún orðaði það sjálf. En nú er saga hennar öll og á morgun fer útför hennar fram. Ég vil því að leiðarlokum minn- ast hennar með nokkrum orðum. Hún var ekki eingöngu náinn vinur sem systurdóttir konu minnar, heldur tel ég hana einnig í hópi þeirra samferða- manna, sem ég met mjög mikils og er þakklátur fyrir að hafa kynnzt. Frú Ragnhildur var fædd að [ Felli í Mýrdal hinn 1. nóv. 1901. Foreldrar hennar voru Gísli prest ur Kjartansson, er þá þjónaði Mýrdalsþingum, og. kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka. Eru ættir þeirra vel kunnar og verða ekki raktar hér. Ragnhildur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en var enn í bernsku þeg- ar faðir hennar veiktist og frú Guðbjörg varð ein með börnin. Frá 8 ára aldri og fram undir tvítugt var Ragnhildur hvert sumar í Klausturhólum í Gríms- nesi hjá þeim góðu hjónum Magnúsi og Sigríði. Voru þau miklir vinir Háeyrarfólksins alla tíð. Minntist Ragnhildur þeirra jafnan með ást og virðingu. Síðan 1922 að frú Guðbjörg fluttist til Reykjavíkur með börn sín, hefur Ragnhildur átt heima hér i bæ, að fáum árum undanteknum. M. a. dvaldi hún eitt ár í Danmörku sér til fróðleiks og skemmtunar. Árið 1928 giftist hún ungum efnismanni, Sæbirni Magnússyni, I ---... ---------./ “ ( Hann var siðar heraðslæknir nokkur ár í Ólafsvík og á Hest- eyri. Læknisfrúin unga stóð vel í stöðu sinni. Þau hjónin eignuð- ust tvær dætur: Önnu, sem gift er Rúrik Haraldssyni leikara og Elínu, konu Guðmundar Árna- sonar, tannlæknis hér í bæ. Þau hjónin slitu samvistir 1938 og eftir það helgaði frú Ragnhildur sig uppeldi hinna efnilegu dætra sinna. Mér er kunnuét um, að á þeim árum þurfti hún að vinna mikið til þess að sjá heimilinu farborða. Kom það sér vel, að hún var fjölhæfur verkmaður og þótti öðrum gott að njóta verka henn- ar. Það má segja það sama um frú Ragnhildi og móður hennar, að mesta ánægja þeirra í lífinu var vinnan — áreynslan — og svo hitt, að sjá börn sín vaxa og ve/ða að nýtum mönnum. Frú Ragnhildur veitti börnum sínum hið bezta uppeldi og var mikið ástríki með þeim mæðg- um. Og síðustu árin komu svo dótturbörnin til sögunnar og nutu ástar og umhyggju hinnar ágætu ömmu sinnar, sem jafnan var á heimili dótturinnar síðustu árin. Frú Ragnhildur var fríð kona sýnum, gáfuð og skemmtileg í viðmóti. Hún var góðlynd og glað lynd að eðlisfari og vildi öllum vel, mikill unnandi lista og fag- urra bókmennta, enda vel skáld- mælt. Ekki var hún í öðrum skól- um en barnaskóla, en samt ágæt- . lega að sér til munns og handa. Naut hún þar fyrst og fremst | leiðsagnar ágætrar móður sinn- ar um margra ára skeið og varð j sjálf ágæt móðir og húsmóðir,: hagsýn og vinnusöm. Hún las mikið af góðum bókmenntum og auðgaði stöðugt anda sinn á þann hátt. Hún var vel skyggn á hinar ýmsu hliðar mannlífsins. Hennar eigin lífbarátta virtist skerpa skilning hennar á því efni og auka velvild hennar til með- bræðranna, enda var hún með afbrigðum vinsæl. Hún var ein þeirra fáu, sem gerði meira að því að afsaka en ásaka. Hún sagði eitt sinn, er rætt var um ávirðingar náungans, að menn ættu að skyggnast dýpra í þeim efnum og fimm orsakir mein- anna. Og þau vildi frú Ragnhild- ur bæta, eins og glöggt kemur fram í þessu erindi eftir hana: „Ef væru ljóð mín liljur hvítar ög lýsa mættu í hverjum glugga Framh. á bls. 23. iWksBf "““íiíí ■dmbrite Úib £nglish Þér fáið hinn fullkomna gljáa á gólfin með notkun hins gamla enska sjálfgijáandi DRI-BRITE. Ekkert nudd — engin fyrirhöfn. Svo auðvelt í notkun! Gljái, sem endist . . . og ekki sér á. Jafnasti fagurgljái, sem hægt er að hugsa sér. — Reynið sjálf- gljáandi DRI-BRITE fljótandi bón, — þegar í dag. Maður vanur garðyrkju — helzt með garð- yrkjumenntun — getur fengið fasta at- vinnu nú þegar. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf óskast sent blaðinu fyrir n.k. mánaðamót merkt: „Verkstjóri — 221 — 3502“. Sottlij Það verður áreiðanlega eftir- lætisþvottaefni yðar, því að: SOFTLY losar ullarfatnað við ullarlykt og gefur hon- um frískan ilm. SOFTLY gerir ullina mjúka. SOFTLY frískar litina. SOFTLY varnar að nælon gulni. SOFTLY eyðir svitablettum úr handvegum. SOFTLY er mýkjandi fyrir hendurnar. Húsmæður! Þér þekkið allar gólfþvotta- og hreingerningaefnið SPIC AND SPAN og amerísku KLÓRTÖFLURNAR Vér bjóðum einnig eftir- farandi NÝJUNGAR: Prjónapeysan verður sem ný — þvegin úr SOFTLY Til að hvítta gulnað nylon: Leggið flíkurnar í STEÍt- GENE-upplausn, dálitinn tíma, samkvæmt leiðarvísi. Þvoið alltaf úr STERGENE allar flíkur úr silki, Rayon, Nælon, Teíy- lene, finni bómull o. s. frv., og þér verðið ánægðar með árangurinn. Ennfremur má hreinsa gólfteppi, áklæðí o. m. fl. á auðveldan hátt úr sterkri STERGENE-upplausn. SQEZY í uppvaskið og leirtauið verður óhjá- kvæmilega hreint og gljáandi jafnvel þó eiginmennirnir þvoi upp. UfiDopimi Bankastræti 7 — augavegi 62

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.