Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 20
23 MORGTJTSBLÁÐÍÐ Fimmtudagur 26. maí 1960 p 3E Z3CK------3E ^EL :ag ^g arr -^g. -»g -jg ^^kinbroíó — Auðvitað verður maður að vera vopnaður, sagði Pope og roðnaði. — Fyrst og fremst þyrft um við nú, hvort sém er, að hafa haglabyssu hérna, og jafnvel riffil líka. Hver' maður ætti að kunna að fara með byssu. Og þær gætu komið í góðar þarfir um borð líka. Maður veit áldrei hv'að fyrir kann að koma. Carstairs andvarpaði. — Nú hefurðu verið að tala við Toll- hurst, sagði hann ásakandi. —, Gott og vel. Ætli það sé þá e"kki rétt að fá sér nokkrar koparfall- byssur um leið. En þá svart flagg? _ Pope lét sem hann heyrði ekki. Á fimmtugs aldri sínum hafði hann ákvarðað að gerast skytta, sumpart vegna frásagna Toll- hursts, en jafnframt vegna kanínanna, sem eins og spruttu þarna upp úr jörðinni í þúsunda tali, jafnskjótt sem tók að skyggja á kvöldin, og fylltu garð inn. Hingað til hafði honum nægt að miða á þær með göngustafn- um sínum, og hafði fengið tals- verða æfingu í því að miða, sem hann þóttist viss~ um, að gæti komið að gagni síðar meir. Einn- ig hafði hann í huga fuglana, enda þótt þeir væru aldrei eins nærgöngulir og kanínurnar. Næsta dag grensluðust þeir félagar eftir leigu á skipinu, en Tollhurst höfuðsmaður stytti þeim stundir á leiðinni með mergjaðri sögu af nílhesti, sem hann hafði einhvern tíma komizt í kast við. Sagan var sögð með fullkominni hæverzku og yfirlæt isleysi, en samt voru áheyrend- urnir í engum vafa um, að sögu- hetjan hefði sýnt af sér ofur- mannlegt hugrekki og ráðsnilld. Carstairs varð eiginlega hálf hissa á því, hversu lítið framboð ið var á leiguskipum, eins og því, sem hann óskaði eftir. Hins veg- ar vildi svo einkennilega vel til, að miðlarinn vissi einmitt af einu slíku skipi, sem hefði alla um- foeðna kosti til að bera og væri einmitt nú í viðgerð í Southamp- ton. Myndir og teikningar, sem hann hafði af þessu skipi, vírt- ust bera því vel söguna, og áður en þeir fóru, höfðu þeir samið um að líta á Stjörnuna", 1400 smálestir að stærð, þrem dögum síðar. — Það hefði nú verið meira sport, sagði Tollhurst, er þeír gengu út í bílinn, — að leigja al- mennilega seglskútu. — Þér eigið víst við meiri áhætta, svaraði Pope snefsinn. — Hvað mig snertir, legg ég meira upp úr stærð skipsins og öryggi. Höfuðsmaðurinn hló og hristi höfuðið. — Ofurlítil óvissa skað ar ekki, sagði hann. — Ég vil nú taka tillit til kvennanna, sem með okkur fara, sagði Pope hátíðlega. — Þeim gleymdi ég nú alveg, svaraði höfuðsmaðurinn. — Ég vona nú, að við getum fengið alla þá óvissu, sem við höfum gott af, sagði Carstairs brosandi, — en ef allt gengur vel, getum við skilið ykkur tvo eftir á einhverri eyjunni, þar sem þið getið lagt líf ykkar í hættu. Svo getum við tekið ykkur seinna — ef þá nokkuð verður eftir af ykkur að taka. Jæja, hvernig var það með þessar byssur? Tollhurst gaf Biggs merki og fimm mínútum síðar staðnæmd- ust þeir fyrir framan byssubúð og lögðu þar grundvöllinn að litlu en vel völdu vopnabúri. — Láslaus haglabyssa með útkast- ara, veiðiriffill, kanínuriffill og sjálfvirk skammbyssa af nýjustu gerð fóru heim með Pope í bíln- um. — Á morgun, sagði Pope, og gældi við kanínuriffilinn, — ætla ég að freista gæfunnar við kanínurnar með þessum. Tollhurst kinkaði kolli. — Ég skal koma með yður, en annars vildi ég ráða yður til að byrja með haglabyssu. Kanínan er lit- ið skotmark. — Það vitið þér náttúrlega bezt, svaraði Pope og kenndi nokkurs önugleika í röddinni. — Ég hélt bara að það væri meira gaman að skjóta með kúlu. — Haglabyssa er of viss. — Það er hreinasta morð að nota haglabyssu, sagði Carstairs og leit á Tollhurst. — Mér finnst þær verði að hafa einhverja möguleika að sleppa, sagði Pope spekingslega. — Nú, en ef Tollhurst finnst það gagnstæða, ætti ég kannske 'held ur að reyna með haglabyssu. '— Blessaðir, takið þér riffil- inn, ef þér viljið það heldur, sagði Tollhurst. — Það er vitan- lega ekki verra að hitta þær í hausinn en annarsstaðar, bætti hann við og renndi augunum til Carstairs. Þótt lítið bæri á þessu augnagoti, sá Pope það engu að síður og þagnaði, og síðan þagði hann það sem eftir var leiðarinn ar, að frátöldu smá-kumri er hann gaf frá sér öðru hvoru. — Eitt hafði hann einsett sér: hann skyldi ganga alveg fram af þeim á morgun! Næsta morgun var hann snemma á fótum og hóf einskon- ar undirbúningsæfingar með rifflinum. Tíu skot í stofn á tré einu í garðinum komu ekki að neinu haldi, þar eð börkurinn bókstaflega gleypti kúlurnar, svo að ekki markaði fyrir þeim, þegar að var gáð. Næst reyndi hann við blikkdós á tíu skrefa færi, en dósin sú virtist hafa ein- hver yfirnáttúrleg, fráhrindandi áhrif á kúlurnar, svo að Pope leizt hreint ekki á blikuna. Ef blikkdós hegðaði sér svona, hvers myndi þá að vænta af kanínun- um? Pope labbaði heim á leið, vonsvikinn, en hitti Biggs á leið- inni og fékk honum riffilinn til hreinsunar. Með tilliti til þessa árangurs síns með riffilinn ákvað hann að „grisja" kanínurnar — eins og hann komst að orði í huga sín- um — með haglabyssunni, og skömmu eftir klukkan sex um daginn, fór hann, ásamt Toll- hurst, að sandhól einum er var í útjaðri garðsins. Þarna voru tré og runnar, er veittu gott skjól, og nú læddist Pope eins og Indí- áni og hleypti úr báðum hlaup- um í senn á hóp, sem var um það bil á fjörutíu skrefa færi. — Það var eins og jörðin hefði gleypt kanínurnar, þar á meðal þær tvær, er hann þóttist hafa hitt. — Ég skal bölva mér upp á, að ég hitti þær, sagði hann, eftir árangurslausa leit. Tollhurst kinkaði kolli. — Þær hafa viljað deyja heima í holun- um sínum, sagði hann stuttara- lega. — Þetta er algengt. Við skulum fara dálítið lengra. Þeir gengu nú áfram, þöglir, Pope með hringaðar varir og byssuna til reiðu. Hann skágekk gjörsamlega órólegar kanínur, sem voru á rangli, einar síns liðs, og stönzuðu aldrei meira en eina sekúndu í einu. Hann vildi fá eitthyert rólegra skotmark og fann það loks í líki gamals karl- dýrs, sem sat undir tré einu og var að viðra sig. Skjálfandi af .æsingi, hélt Pope niðri í sér and- anum, og var rétt búinn að miða vandlega, þegar öldungurinn reis á fætur og lagði upp í skemmti- göngu bak við runna einn. — Hann er farinn, hvíslaði Pope. — Nógir eftir, svaraði vinur hans. — Fljótari næst! Pope kenndi þessari ráðlegg- ingu um öll mistök sín. Einn síns liðs þóttist hann þess viss, að hann hefði getað skotið fjöld- ann allan af kanínum, en nú fór það þannig í framkvæmdinni, að við hvert skot gaus upp mökkur af trjáflísum og ljámúsum í háa- loft. Þegar klukkustund var lið- in, fór Tollhurst að verða tíðlitið heim til hússins og loks tók hann eitthvað að impra á kvöldmat. — Ég kem þegar ég er búinn að ná í kaninu, sagði Pope og beit á jaxlinn. — Farið þér bara! Þegar Pope var orðinn einn, ranglaði hann hljóðlega um og hleypti öðru hvoru úr byssunni, en þar kom, að hann þreyttist á þéssum leik, settist niður og dró upp vindlingahylkið sitt. Hann sá einhverja mannveru nálgast í rökkrinu, og þessi vera reyndist vera Biggs bílstjóri.* — Veitt nokkuð, herra? spurði Biggs kurteislega. Pope sagði honum farir sínar ekki sléttar og lét illa yfir þess- um fimleikaáhuga kanínanna. Biggs leit löngunaraugum á byssuna. — Það er orðið býsna langt síðan maður hefur snert á svona verkfæri, sagði hann og hló við. — Kunnið þér að skjóta? spurði Pope. — Já, ég skaut þær svo þús- undum skipti, þegar ég var strák- ur heima hjá mér, sagði Biggs. Pope rétti honum byssuna. — Þá skuluð þér skjóta nokkur þúsund núna, sagði hann ögr- andi. Biggs þakkaði fyrir sig og gekk burt, hljóðlausum skrefum. Öðru hvoru heyrðist hvellur, sem gaf til kynna, að hann væri að fram kvæma skipunina. Pope hallaði sér aftur á bak, þægilega þreytt- ur og reykti í ró og næði. Hann var að ljúka við þriðja vindling- inn, þegar hann heyrði Biggs koma. — Hvernig gekk? Biggs hristi höfuðið. — Ég skal ekki lá þeim, sagði hann hreinskilnislega. — Annað hvort eru augun í mér biluð, eða hend- urnar — eða kannske hvort tveggja. — Já, en .... sagði Pope og benti á þrjár kanínur, sem Biggs hafði í hendinni. — Ég á ekki þessar .... því miður, sagði hann. — Tíndi þær upp á leiðinni. Pope glápti á hann. — Þá hlýt ég að eiga þær, sagði hann, hálf vandræðalegur. — Nema þá einhver annar hafi verið hérna að skjóta, sagði Biggs. — Þær eru alveg nýskotn ar. Þér hafið bara verið heppn- ari en þér hélduð. Pope komst brátt á sömu skoð un, rétti höndina eftir kanínun- um og byssunni og lagði síðan af stað áleiðis heim. Biggs fylgdist með honum hálfa leiðina, en sneri síðan í aðra átt og bauð góða nótt, kurteislega. Þreyttur en ánægður kom Pope heim. Hann afþakkaði hjálp þjónsins við kanínUrnar, stikaði beint inn í borðstofuna og stáð- næmdist þar í dyrunum. Ofur- Htil upphrópun frá Tollhurst vakti athygli á nærveru hans. — Bravó fyrir þér, sagði Carstairs. — Pope brosti. Jæja, ekki er það nú fyrirferðarmikið, sagði hann hæversklega. — Veslingarnir, sagði frú Gin- nell og hristi höfuðið að Pope. — Morðingi! — Ég er enginn morðingi, tautaði Pope. Bráðum erum við komin til Bjarna, Sirrí. Ágætt. Okkur hefur miðað vel áfram í dag. Á meðan, heima hjá Bjarna. Ég veit, að þetta hefur verið þér erfitt, Lísa, en það kemur að því að mér fer að ganga betur. Fóik verður að láta ve«ja veiði- hunda sína. Bara að ég gæti fengið starf mitt auglýst. Þetta-hefur þú sagt á hverju ári síðan við gifti'm okkur. Bjarni og enn erum við bláfátæk. Ef þú bara vildir fá þér vinnu í verksmiðjunni. Þá værum við að minnsta kosti viss um að hafa ofan í okkur. aitttvarpiö Fimmtudagur 26. maí ( Uppstigningardagur) 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar (10.10 Veðurfr.). a) Preludía og fúga í c-moll eftir Bach (Dr. Páll Isólfsson leikur á orgel). b) Konsert fyrir óbó og hljónl- sveit eftir Mercello (Roger ReV ersy og Suisse Romande hljóm- sveitin leika; Ernest Ansermet stjórnar). c) Strengjakvartett i G-dúr op. 76 nr. 1 eftir Haydn (Barchet- kvartettinn leikur). d) Konsert í Es-dúr fyrir píanó og hljómsveit eftir Liszt (Györ- gy Cziffra og hljómsveit Tón- listarháskólans 1 Paris leika; Pierre Dervaux stj.). e) „The daum" eftir Lully (Claud ine Collart, Marie-Thérese Cahn, Gerard Friedmann, Ge- orges Abdoun, kór og hljóm- sveit Kammertónlistarfélagsins í París flytja; Pierre Capde- vielle stjórnar). 11.00 Messa i Dómkirkjunni (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organleikari: Sigurður Isólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 12.50 „A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegistónleikar: Söngfólk kon unglegu óperunnar í Stokkhólmi syngur (Sveinn Einarsson kynn- ir). — 16.00 Kaffitíminn: Eyþór Þorláksson leikur á gítar. 16.30 Veðurfregnir. — Syrpa af hljóm- sveitarlögum og óperettulögum frá ýmsum löndum. — 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einar Benediktsson og minjasafn hans; — erindi (Þóroddur Guð- mundsson rithöfundur). 20.45 Einsöngur: María Markan syngur innlend og erlend lög. 21.10 Upplestur: Valdimar V. Snævarr les frumorta sálma. 21.20 Orgelleikur: A.rni Arinbjarnarson leikur sónötu í d-moll op. 65 eftir Mendelssohn. 21.35 Frá Gotlandi; — erindi (Séra Magnús Guðmundsson á Setbergi) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Móðirin" eft ir H. C. Andersen, i þýðingu Steingríms Thorsteinsonar (Guð- björg Þorbjarnardóttir leikkona). 22.25 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. Islands í Þjóðleikhúsinu 29. f.m. stjórnandi: Dr. Václav Smetácek. a) Gamanforleikur eftir Jindich Feld. b) Intrada og kanzóna eftir Hall- grim Helgason. c) Dansar frá Mæri eftir I.eos Janácek. 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 27. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 A förnum vegi í Skaftafellssýslu: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við þrjá Víkurbúa, Jón Halldórsson, Brand Stefánsson og Oskar Jónsson. 21.00 Dennis Brain leikur á horn: a) Sónata i F-dúr fyrir horn og píanó op. 17 eftir Beethoven. b) Konsert í Es-dúr fyrir horn og hljómsveit (K417) eftir Mozart Aðrir flytjendur: Píanóleikarinn Dennis Matthews og hljómsveitin Fílharmonía undir stjórn Her- berts von Karajan. 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas"* eftir Nikos Kazantzakis, í þýð- ingu Þorgeirs Þorgeirssonar; XXI (Erlingur Gislason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur: Kristmann Gu8 mundsson rithöfundur talar um garðaprýði. 22.25 I léttum tón: Tónleikar frá hol- lenzka útvarpinu. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.