Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 1
24 siður ttgmtfMfoib 47 árgangur 121. tbl. — Sunnudagur 29. maí 1960 Prentsmiðia Morguublaðsins Tyrkir fagna byltingunni Miklagarði, 28. maí. (Reuter). VINNA var tekin upp að nýju í Tyrklandi í dag eftir bylt- ingu hersins undir stjórn Cemal Gursels hershöfðingja. — Byltingunni, hefur verið vel tekið af íbúum landsins, og í gærkvöldi blöktu fánar við hún um gjörvallan Mikla- garð, en götur borgarinnar fullar af fagnandi fólki, og víða voru borin spjöld með áletruninni „Lengi lifi herinn okkar". Gursel leysti upp þingið, fangelsaði alla ráð- herrana, þeirra á meðal Menderes forsætisráðherra og Celal Bayar forseta, og setti á fót nefnd háskólapró- fessora til að semja nýja stjórnarskrá. Samgöngur hafnar að nýju Ollum þeim er handteknir voru fyrir andróður gegn stjórn Mend eres var lofað lausn úr haldi, rit- frelsi var fyrirskipað og háskól- unum tilkynnt að þeir gætu haf- ið kennslu að nýju 6. júní nk. En bankarnir eru enn lokaðir og starfsemi stjórnmálaflokk- anna er bönnuð þar til nýja stjórnarskráin tekur gildi. Flug og járnbrautarsamgóngur hófust að nýju við Grikkland, en bæði í Ankara og Miklagarði voru skriðdrekar á verði við helztu athafnasvæðin. Lögreglumenn í haldi Talsmaður „Þjóðeiningarnefnd arinnar", sem fer með vóldin í Tyrklandi fyrst um sinn, sagði á blaðamannafundi í Ankara að Gursel hefði sjálfur fyrirskipað byltinguna, sem hefði verið gjörð samtímis um allt land. Framh. á bls. 23. Vinargjöf Rú Einstök flærð mannanna, sem þykjast hneykslast á njósna- njósnatæki fluginu í ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna felldi á íimmtu- daginn með 7 atkvæðum gegn 2 tillögu Rússa um vít- ur á Bandaríkin vegna njósnaflugsins yfir Rúss- landi. Áður hafði Cabot Lodge, aðalfulltrúi Bandaríkjanna, skýrt Öryggisráðinu ýtar- lega frá njósum Rússa viða um heim. Meðal annars sýndi hann fulltrúum útskor ið innsigli Bandaríkjanna, skorið í tré, sem Rússar höfðu gefið bandariska sendi herranum í Moskvu, og hengt var á vegg bak við skrifborð sendiherrans. Við námari athugun kom í f.jós að innsiglið var samansett, og inn í því komið fyrir sendistöð, sem sendi hvert orð sendiherrans til sér stakra hlustunarstöðva Rússa. Sagði Cabot Lodge að meira en, eitt hundrað slik hlustunartæki hafi fund izt í löndunum austan járn- tjalds, þar af 25 í Póllandi. Myndirnar eru teknar þegar Cabot Lodge sýndi Öryggisráðinu hultnn leynd ardóm innsiglisins. Brezkir togaraskipstjórar reknir fyrir að tara inn fyrir 12 mílur TVEIM togaraskipstjórum í IIuiI hefur verið vikið úr starfi vegna þess að þeir fóru inn fyrir 12 mílna fiskveiði- takmörkin við Island eftir að togaramenn höf ðu bannað skip stjórum að fara inn fyrir þau. Öðrum er vikið úr starfi í þrjá mánuði* hinum um óákveðinn tíma. Brezka stórblaðið Daily Tele- graph skýrir allýtarlega frá mál- um skipstjóranna. Skipstjórarn- ir heita Billy Clark af togaranum James Barrie og Harry Patmore af togaranum Kingston Sardius. Billy Clark segir blaðinu frá því að hann hafi verið einn af þeim fyrstu sem fóru að veiða við ísland eftir að sjóréttarráð- stefnunni lauk. Hann hélt sig hafa verið 23 mílur frá strönd- inni ,samkvæmt Radartæki sínu, þegar varðskipið Þór kom að honum og tilkynnti honum, að hann væri innan tólf milna land- helginnar. Sagði hann að fiskur hefði verið góður þarna, en hann hefði eftir þetta ekki þorað ann- að en að sigla 250 mílur á önn- ur mið. Þegar hann kom heim hafði brezka flotamálaráðuneyt- inu borizt kæra á hendur hon- um og var honum þegar í stað vikið úr starfi. Hinn togaraskipstjórinn, Mr. Patmore, er mjög reiður yfir brottvikningunni. Hann neitar því að hafa verið að veiðum innan tólf mílna landhelginhar og segir að sér sárni það sér- staklega, að togaraeigendurnir skuli trúa betur íslendingum en sér. — Daily Telegraph spurði Laurie Oliver, formann félags togara- skipstjóra í Hull hvernig hann liti á þessar brottvikningar. — Hann sagði: — Skipstjórar þess- ir höfðu fengið fyrirmæli tog- araeigenda um að halda sér utan við tólf mílna landhelgi. Þeir óhlýðnuðust því og þá er at- að grípa til sinna ráða. Talsmaður félags togaraeig- enda sagði: — Við viljum ekki að íslendingar taki svörtu list- vinnurekendum þeirra heimilt ana fram aftur. Eisenhower á leiö til Vítis, segir torsœtisráðherra Sovjetríkjanna Moskvu, 28. maí. — (Reuter). forsætisrAðherra Sovétríkjanna, Nikita Krús- jeff, flutti í dag fyrstu ræðu sína í Rússlandi eftir heim- komuna af fundinum í Paris. Talaði hann á ráðstefnu verkalýðsfélaganna, sem haldin er í Kreml. Réðist Krúsjeff harkalega á Eisenhower forseta og ásak- aði Bandaríkin um tilraun til að draga úr áliti Sovétríkj- anna á fundi þjóðarleiðtog< anna í París. Samkvæmt Moskvuútvarpinu sagði Krúsjeff m.a.: „Ef til vill er forsetinn ekki sammála, en aJlur heimurinn veit að forsetinn hefur tvö hlutverk — annað að leika golf og hitt að sinna for- setastörfum sínum, og hið síðar- nefnda er minna áríðandi". Krúsjeff kvað Sovétríkin enn vera fús til að sitja þjóðleiðtoga- fund, en ekki vilja sitja við sama borð og forseti, sem réttlætti njósnir og nærri því kynnti sjálf- an sig sem „æðsta njósnara lands síns". Hann sagðist álíta að Eis- enhower vildi frið, „en vegurinn til Vítis er lagður góðum áform- uni og þar mun Eisenhowei lenda". Ræningjar dæma ræningja Krúsjeff sagði að Rússar mundu áfram vinna að bættri sambúð í heiminum, en sakaði stjórn Bandaríkjanna um árang- ursleysi Parísarfundarins. Hann minntist á að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna neitaði að sam- þykkja vítur á Bandaríkin vegna njósnaflugsins, og líkti því við það þegar „ræningjar dæma með Framh. á bls. 23. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.