Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 2
MORGVN BLAÐIQ Sunnudagtir 29. maí 1960 Þörf er nýs flóabáts fyrir Breiðafjörð Úr framsöguræðu Sigurðar Ágústs- sonar i Sameinuðu þingi SIGURÐUR ÁGÚSTSSON fylgdi á dögunum úr hlaði í Sameinuðu þingi ályktunar- tillögu frá þingmönnum Vest urlandskjördæmis um að ríkisstjórnin láti undirbúa smíði flóabáts fyrir Breiða- fjörð. 1 upptoafi framsöguræðu sinn- ar gat Sigurður Ágústssson, 1. varaforseti Sameinaðs þings, þess, að þeir flutningsmenn teldu heppilegast, að málið yrði undir búið og framkvæmt í samstarfi við eigendur mb. Baldurs, sem nú annaðist flutningaþjónustu fyrir Breiðfirðinga. Aðkallandi að fá bát í stað m/b Baldurs Síðan sagði þingmaðurinn m. a.: — Sérstakt skip eða bátur hefur annazt ferðir um Breiða- fjörð síðan um aldamót. Hafa öll þau skip og bátar, sem í nær 60 ár hafa annazt þá þjónustu, verið í einkaeign, eins og raunar tíðk- ast enn um flesta eða alla báta vxðs vegar á landinu, sem annast hliðstæða þjónustu. Hins vegar er varið af ríkisvaldinu töluverðu fé árlega á fjárlögum til reksturs flóabáta, eins og háttvirtum al- þingismönnum er kunnugt. Ein- asta frávik í þessum efnum er að líkindum í sambandi við mót- orbátinn Baldur, með því að y;_ Uii¥/' gerðist með eigandi að bátn- '■ um fyrir fáum , J jttx é árum. Það er og 'tl'ljSiím &!s»i * meðfram ástæð- s, um fyrir því, að f> v i ð þingmenn / Vesturlandskjör dæmis teljum eðlilegt, að hæstvirt ríkis- stjórn eigi frumkvæðið að því, að nýr flóabátur verði smíðaður fyrir Breiðafjörð. Sérstaklega er þetta aðkallandi, þar sem vitað er, að mótorbáturinn Baldur get- ur ekki annazt þessa þjóustu mikið lengur svo að vel sé. Ýms- ar tafir hafa verið á rekstri báts ins á undanförnum árum þó að vitað sé að aðaleigandi hans og formður hefur gert sitt ýtrasta til að sinna flutningaþörf hafnanna við Breiðafjörð. Bættar samgöngur við Vestfirði Þessu næst vék ræðumaður að meðmælum forstjóra Skipaút- gerðar ríkisins með byggingu nýs skips, þar eð þá væri hægt að leysa m/s Skjaidbreið frá Breiða fjarðarferðum og láta það skip í staðinn fara hálfsmánaðarlega milli Reykjavíkur og Vestfjarðar. Slíkt yrði mjög vel þegið af Vestfirðingum og hentaði skipinu betur. Styðja þarf fólkið í strjálbýlinu Að lokum sagði Sigurður Ágústsson m. a.: — Ég fullyrði að e. t. v. er ekkert jafn aðkallandi fyrir Breiðafjarðarbyggðir og góðar samgöngur með heppilegu skipi, sem ánnast flutning á vörum og fólki um Breiðafjörð, svo að byggðin þar vestra megi blómg- ast í skjóli slíkrar þjónustu. Bætt ar samgöngur eru vissulega bezt failnar til þess að fólkið í strjál- býlinu geti notið sín og unað vel hag sinum, óþ að ýmislegt annað vanti, sem fólkið í þéttDýlinu á auðveldara með að veita sér. Það hefur verið áberandi í okk ar þjóðlélagi á undanförnum ára tugum, að fólkið, sem í strjálbýl- býlinu hefur búið, hefur yfirgefið góðar jarðir og flutzt í þéttbýlið. Þessi þróun hefur ekki verið æskileg og ber háttvirtum al- þingismönnum að gera ráðstafn- ir, sem stefna að því marki, að bundinn verði endi á þessa þró- un, m. a. með bættum samtökum, eins og tillaga sú, sem hér ef til umræðu, gerir ráð fyrir. Athy| glisverðar tillögur AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna lauk á föstu- dag um miðnætti. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn félags- ins: Elías Þorsteinsson, form. Einar Sigurðsson, Sigurður Agústsson, Jón Gíslason og Jón Árnason. Eins og áður hefur ver- ið skýrt frá í blaðinu, voru marg- ar athyglisverðar tiliögur rædd- ar á fundinum í sambandi við vöruvöndun og markaðsleit, bygg ingu frystigeymsla og fiskvinnslu verksmiðju erlendis og fl. Verður nánar sagt frá samþykkt tillagna á fundinum í blaðinu á þriðju- dag. / NA í5 hnutar / SV50hnútar Y: Snjókoma > 06 i U Skúrir IC Þrumur Wízz KukJaskii Hitaski/ H H<*» L Lcmi 20 þús. kr. ágóði af mcrkjasölu ÁGÓÐI Krabbameinsfélags Reykjavíkur af merkjasölu si. föstudag nam 20 þúsund krónum, •g er það'mun meira en áður, er félagið hefur haft merkjasölu Sézt á þessu, að Krabbameins- félagið nýtur æ meira álits og stuðnings landsmanna. Ekki hef- ur enn frétzt um árangur merkja sölunriar hjá deildum út á landi. Svavar varð fimmtugur í nóvember síðastl. — Var þessi mynd tekin þá. — Þá var komizt svo að orði um hann hér í Mbl.: „ Frá Svavari og um hann hefur jafnan gustað, og hvers konar lognmolla mun manninum hvitnleið." Boðið að haldamál- verkasýningu í Höfn Laxveiði hafin í Hvítá BORGARNESI, 28. maí. — Lax- veiði í net er nú að hefjast hér í Borgarfirði. Kristján Fjeldsted í Ferjukoti er venjulega með þeim fyrstu, sem leggja laxanet, og hafði fréttaritari blaðsins í Borg- arnesi tal af honum í gær. Kvaðst Kristjáa fyrst hafa lagt net fyrir 10 dögum, en veiði hefði engin verið þá. Síðan lagði hann aftur net sl. þriðjudag, og hefur veiðin verið lítil síðan. Þó var veiði nokkpr sl. föstudag, er netin voru tekin upp. Fékk hann þá 6 laxa. Ekki er vitað til að noklcur hafi lagt net utar í firðinum. Segir Kristján, að netaveiði glæðist venjulega ekki í Hvítá fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. — Fréttaritari. EIN kunnasta menningarstofnun Dana, Kustforeningen, hefur sýnt Svavari Guðnasyni þann heiður að bjóða honum að halda sýningu á verkum sínum í sýn- ingarsal félagsins við Gammel Strand, í september í haust. f stuttu samtali yið Mbl. í gær, kvaðst Svavar hafa tekið þessu góða boði. Sýningarsalurinn er um það bil helmingi stærri en Listamannaskálinn við Vonar- stræti og kvaðst Svavar ætla að þar myndi rúm fyrir 70—100 málverk. Ég á mikið af verkum úti í Danmörku, en héðan mun ég einnig fara með allmikið með mér þannig að á sýningunni verði eldri og nýrri vark mín. Mun ég sjálfur fara utan til þess að ann- ast uppsetningu sýningarinnar. Svavar kvaðst telja að hann væri fyrsti íslenzki listamaður- Rettsælis og rongsælis KORTIÐ í blaðinu í dag sýnir veðrið eins og það var kl. 6 í gærmorgun. Lægðin, sem er þar um 1500 km. SV af íslandi, var þá á hreyfingu NA, og var gert ráð fyrir, að hún yrði að sólarhring liðnum yfir íslandi og myndi þá valda sunnan átt og rigningu austan lands, en breytilegri átt og skúrum um vestanvert landið. Eins og þeir geta sannfært sig um, sem fylgjast daglega með veðurkortinu, blæs vind- urinn að jafnaði nærri því sam hliða þrýstilínunum, rangsæl- is kringum lægðir og réttsælis kringum hæðir. Út af þessari reglu getur þó brugðið nálægt fjöllum í þröngum dölum, fjörðum og skörðum. Gott dæmi um þetta sést á kortinu f Kristjánssundi við Hvarf á Grænlandi. Þar er vindstefnan þveröfug við það, sem hún ætti að vera samkvæmt stefnu þrýstilinanna. Veðurhorfur á hádegi í gær: SV-land til V-fjarða og SV- mið til V-fjarðamiða: SV- stinningskaldi og smáskúrir í dag, en allhvass SA og rign- ing í nótt. N-land til A-fjarða og N-mið til A-fjarðamiða: SV-kaldi og léttskýjað í dag, þykknar upp með Sa-átt í nótt. SA-land tii SA-miða: SA-stinningskaldi og bjart veður í dag, allhvass S og rigning í nótt. inn sem héldi ,,einn og óstuddur“ slíka sýningu á verkum sínum. Á stríðsárunum hafði verið efnt til samsýningar á verkum þriggja listamanna, Jóns Stefánssonar, „Muggs“ og Jóh. Kjarval. Kustforeningin er nú 135 ára stofnun sem efnir til sýninga á listaverkum og einnig hefur hún keypt mikið af hvers konar myndlist. Hvítasunnufcrð Stcfnis STEFNIR, Félag ungra Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, efnir til hvítasunnuferðar á Snæfells- nes laugardaginn 4. næsta mán- aðar. Ekið verður um Snæfells- nes og komið aftur á mánudags- kvöld. Þátttakendur gefi sig fram í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði milli kl. 8 og 9 öll kvöld þessa viku. Dragnótin fylgis- sterk / Neðri deild Sambykt við 2. umræðu með 28 atkv. gegn 3 FRUMVARPIÐ um heimild til dragnótaveiða í landhelgi kom til atkvæða eftir 2. um- ræðu í Neðri deild í gær. — Féllu atkvæði þannig að 1. grein frv. var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 3. Fimm þingmenn greiddu ekki at- kvæði og fjórir voru fjar- staddir. Nafnakall var viðhaft og sögðu þessir þingmenn já: Alfreð Gíslason bæjarfógeti, Ágúst Þorvaldsson, Benedikt Gröndal, Birgir Finnsson, Birgir Kjaran, Björn Fr. Björnsson, Ein- ar Ingimundarson, Einar Olgeirs- son, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson, Ingvar Gíslason, Geir Gunnarsson, Gísli Guðmundsson, Guðlaugur Gíslason, Guðmundur í. Guðmundsson, Gylfi Þ. Gísla- son, Björgvin Jónsson, Ingólfur Jónsson, Einar Sigurðsson, Jónas G. Rafnar, Karl Guðjónsson, Ás- mundur Sigurðsson, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Sigurðsson, Ragnhildur Helgadóttir, Sigurð- ur Ágústsson, Sigurður Ingimund arson og Skúli Guðmundsson. Nei sögðu þessir þingmenn: Jón Pálmason, Sigurður Bjarnason og Þórarinn Þórarinsson. Þessir þingmenn greiddu ekki atkvæði: Jóhann Hafstein, Bjarni Benediktsson, Gunnar Jóhanns- son, Halldór E. Sigurðsson og Jón Skaptason. Fjarstaddir voru þessir þing- menn: Jón Kjartansson, Eðvarð Sigurðsson, Hannibal Valdimars- son og Ólafur Thors. Þetta var eins og áður er sagt önnur umræða um málið í Neðri deild. Er þá eftir ein umræða um það þar og þrjár í Efri deild. KristniboBslœknir vígður í dag I DAG fer fram í hinni gömlu Landakirkju í Vestmannaeyjum kristniboðsvígsla. Verða þar vígð hjónin frú Áslaug og Jóhannes Ólafsson læknir, sem halda áður en langt um líður til starfa við kristniboðsstöðina í Gidole í Suður-Etíopíu. Séra Sigurjón Árnason, prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík og varaformaður Kristniboðssam- bandsins, framkvæmir vígsluna, en hann hefur vígt þá aðra ís- lendinga, er farið hafa til kristni- boðsstarfa suður til Etíopíu. Þeir aðrir, sem leggja hendur yfir þáu hjónin við vígsluna og lesa ritn- ingagreinar, eru prestarnir séra Jóhann S. Hlíðar og séra Jónas Gíslason, sem á sæti í kristni- boðsstjórninni. Einnig verða við vígsluna Ólafur Ólafsson kristni- boði, faðir Jóhannesar læknis, og Steingrímur Benediktsson kenn- ari, en hanrf er formaður K.F.U.M. í Vestmannaeyjum. 1 Eyjum hefir verið mikill áhugi fyrir kristniboði og gjafir þaðan til kristniboðsins verið miklar. En sjálfur hafði Jóhannes læknir óskað þess að vígslan færi helzt fram utan Reykjavíkur, þar sem kristniboðsflokkur starfaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.