Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. maí 1960 JfflprrvBr á n 1 fl 3 Sr. Jón Auðuns dömprófastur: Heimspeki *— HVAÐ er að frétta af vestrænni heimspeki? spurði ég Gunnar Ragnarsson, heim- speking, þegar hann leit upp á blað fyrir nokkru.' — Þetta er einn hrærigraut ur, maður. — I>ú hefur samt lyst á honum? — Maður hefur svona rétt nasað af honum. — Ertu orðinn saddur? — Á þetta að veroa viðtal? — Já. — Nei, ég er ekki saddur, meðan ég hef ekki gieypt hann allan í mig. Annars veit ég varla, hvað þú átt við. þegar þú talar um vestræna heim- speki. Áttu kannski við allar þær heimspekiskoðanir, sem komið hafa fram á Vesturlönd um, frá því Grikkir byrjuðu að hugsa, eða áttu við þær skoðanir, sem nú eru helzt á döfinni — og hvar þá í veröld inni? —Er eitthvað á döfinni ein- hversstaðar? — Já, ég er hræddur um, að ýmsir myndu vilja ætla það. Ég veit ekki, hvort þér er kunnugt um, að brezkir heim- spekingar upp á síðkastið hafa talað um byltingu í heim- speki. — 1 hverju er sú bylting fólgin? — Þessir heimspekingar halda því fram, að bylting hafi orðið í heimspekilegum hugs- unarhætti, þegar sjálft málið var ldgt til grundavallar svo kölluðum heimspekilegum bollaleggingum, í stað þess að nota það til þess að tútka veru leikann, eins og hinir eldn heimspekingar gerðu. — Hvaða munur er eigin- lega á þessu? — Jú — í stað þess að ganga r'o'3 sinn Karl Marx hreint til verks og semja heim spekikerfi, sem nái til allrar mannlegrar reynslu, fást þess ir menn nú fyrst og fremst við að kanna, hvaða merkingar orðiif sjálf feli í sér. Þetta sjón armið hefur leitt til mikillar gagnrýni á eldri heimspeki- kerfi, alla svokallaða frum- speki, sem tíðkazt hefur allt frá því, er vestræn heimspeki varð til. Samkvæmt þessari gagnrýni eru frumspekikerfin að miklu leyti innantómur orðavaðall. Menn eru auðvitað ekki á einu máli um þetta. Fyrir nokkrum áratugum var það mjög í tízku að gera sér far um að sýna fram á, að orð hinna eldri heimspekinga væru merkingarlaus, vegna þess að ekki var hægt að benda á neiitt í mannlegri reynzlu, sem þau ættu við. Pósitívistar hafa alla tíð verið gallharðir á þessari skoðun, en þeirra kenning er í því fólg in, að orð hafi ekki merkingu nema það eigi við eitthvað skynjanlegt fyrirbæri. Hér er að sjálfsögðu um ákveðna skil greiningu á merkingu að ræða, og virðisf mörgum nú þessi skilgreining vera heldur Stjórnarspeki kœrleikans Heimsifekingur veltír fyrir sér vandamálum heimspekinnar. þeir sem fundið hafa sáluhjálp i eksistensialismanum, sem er tilraun til að komast til botns í einstaklingnum sjálfum og stöðu hans í veröldinni. Aka- demískir heimspekingar gefa Gunnar Ragnarsson honum yfirleitt litinn gaum og telja hann frekar til bók- mennta, þar sem þeim finnst skorta mjög á nákvæmni í skil greiningu og meðferð hugtaka hjá eksistensialistum. Þýzkir eru mjög á hefðbundum svið- um innan heimspekinnar, eftir því sem ég bezt vei't, og re- SÚ tilhneiging er rík, að líta á þann mann sem merkilegan sig- urvegara, sem beygir andstæð- inginn vægðarlaust, nær sér niðri á honum sem bezt niður- lægir hann sem mest. Vér sjáum þetta á leikjum barnanna, vér sjáum þetta þegar stóru börmn, „þeir stóru“ koma saman til þess að ráða málefnum mannkynsins. Drengskaparhugsjón vorra heiðnu forfeðra var þessu hugar- fari æði skyld. Ef gengið var á hiuta manns og honum sýnd var mennska var litið svo á, að 'sæmd þess manns, sem var- mennska var sýnd, byði honum að hefna sín sem rækilegast og láta varmennið vægðarlaust gjalda varmennsku sinnar. Tæk- ist honum það, var hann talinn hafa unnið mikinn sigur. „Svínbeygt hefi ég nú þann, sem ríkastur er með Svíum“, sagði Hrólfur kraki þegar Aðils konungur laut gullinu. Vér kenn um á bak við orðin þá dillandi gleði, að hafa beygt fjandmann sinn. Og enn þykja slík viðbrögð sjálfsögð, þessi gleði heilbrigð. Hvert barnið veit, að þetta er ekki kristindómur, og samt á þessi rammheiðna hugsjón mikil ítök í oss, og vald hennar í sam- skiptum mannanna er mikið. ■— Áttu við, að við hættum okkur austur fyrir járntjald- "ið? — Já, ef við komust til baka. — Þar er nú víst ekki hræri grauturinn — ein heimspeki og ein pólitík. Heldurðu að og hrærigrautur þröng, par sem nún útilokar t.d. að miklu leyti skáldskap og yfirleitt allt tal um gildi eða verðmæti og það, sem venjulegu fólki finnst skipta mestu máli. Þetta varð til þess, að heimspekingar fóru að taka daglegt mál til ræki- legrar athugunar, og það leiddi svo til hinna öfganna, að þeir fóru að bera svo mikla virðingu fyrir daglegu máli manna og notkun þess, að það varð þeim eiginlega heilagt. Máls- og merkingargreining spektera sinn jxant og Hegel. Annars hefur eksistensialism- inn náð talsverðri fótfestu þar og má í því sambandi t.d. nefna Heidegger og Jaspers, en kenningar þeirra eru mjög umdeildar. — Þá förum við víst að hitna? — Hvað áttu við? — Rauði liturinn hefur löngum verið talinn heitur. það sé ekki betra að lifa, þar sem maður þarf ekki að vera að glíma yið öll þessi and- stæðu sjónarmið? Þú bara sezt niður og opnar 1>inn Marx, Engels, Lenin eða Stal- in, og þá hefurðu allan sann- leikann framreiddan. — Segðu mér að lokum í trúnaði, Gunnar, er ekki öll heimspeki vita-gagnslaus? ■— Hvað áttu við með gagn- þessi hefur nú gen nð sér mjög til húðar, og en ýmsir aftur farnir að hallast að víð- tækari hugtakakönnun. Þetta er nú það helzta úr hrærigraut hins enskumælndi heims, auk pragmatismans, sem aðallega er bundinn við Ameríku, en megin-forsenda þeirrar kenn- ingar er, að sannleiikurinn sé þær hugmyndir, sem reynast hagnýtar í lífi manna. Ef þér t.d. tekst að lifa farsælla lífi með því að álíta að guð sé til, þá er það sannleikur, að guð sé til. Þetta myndu nú sumir kalla kléna heimspeki. En hvað um heimspeki á meginlandi Evrópu? — Frakkar stúdera sinn Descartes og Bergson, nema ÞJikir stúdera Hegel Þessi hugsjón er gersamlega ósamræmanleg Fjallræðunni, sem kennir oss, að sá sem með heiftrækni hefir ráðið niðurlög- um óvinar sins, hefir ekki sigrað, heldur beðið ósigur sjálfur, skammarlegan ósigur. Og fögur túlkun á Fjallræðunni er fólgin í þessari lífsreglu, sem Páll postuli gaf: „Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, hedur sigra þú illt með góðu“. Þessi krafa kristindómsins er einn öruggasti mælikvarðinn á það, hvort hjarta mannsins er kristið eða ekki. í leyndum hafa margir lifað þessa lífsreglu og lifa hana enn. En í opinberu lífi hafa fáir átt kærleka, trú og þor til að fara þessa leið. Þann kærleika, þá trú, og hug- rekki átti kvekarinn frægi, William Penn, sem stofnaði í Vesurheimi brezku nýlenduna Pennsylvaníu, á 17. öld. Þá voru hvítir menn að flytjast stórhóp- um vestur um haf En vegna skefjalausrar vopnabeitingar og börku hinna kristnu innflytjenda, voru Indíánarnir fullir tor- tryggni, grimmdar í garð hvítu mannanna og þeim stórhættuleg- ir, þótt hinir hefðu margfalt betri vopn. William Penn átti trú kvekar- anna á það, að Fjallræðan væri ekki marklaust pappírsplagg eða fagur draumur aðeins um fjar- lægan veruleika, heldur raunhæf lífsregla og örugg l^ið til frið- samlegra samskipta Hann skildi lið sitt eftir við ströndina og gekk einn og vopnlaus gegn vopnuðum flokki Indíána og átti friðsamleg samskipti við þá. Rauðskinnar undruðusf þennan vopnlausa mann, lögðu vopn sín niður og lærðu brátt að elska þennan hvíta mann og treysta honum. Og svo lengi sem William Penn stýrði «hinni stóru nýlendu, ríkti friður og góðvild milli Rauð skinna og hvítra manna, meðan blóðið flaut í stríðum straumum, bæði hvítra manna og rauðra, í öðrum nýlendum í Vesturheimi. En eftir að Willam Penn hvarf aftur til Englands var hætt að stýra nýlendunni eftir aðferðum hans, og þá létu ógnirnar ekki á sér standa í Pennsylvaníu, og blóðbaðið. Þá var farið að mæta hatrinu með hatri og ekki leng- ur um það hirt, að sigra illt með góðu. Þennan mikla, kristna mann- vin, stjórnspeki hans og sigra, mættum vér muna nú, þegar af- leiðingarnar af nýlendustjórn hvítara manna eru víða að birt- ast í dökkum, skuggalegum mynd um. Það er ekki hægt að stjórna eftir þessum reglum, — segja oss stjórnvitrir menn. En er hægt að láta svo fara fröm, sem farið hef- ir? Getur nokkrum dulizt, að nú væri afstaðan önnur gegn hvíta kynstofninum í nýlendunum í Asíu og Afríku, ef þær reglur hefðu ráðið í nýlendustjórn krist inna manna, sem William Penn fór eftir? Efar nokkur, að þá væri friðsamlegra í veröldinni en er í dag, og að þá væru mörg risa- vöxnustu vandamál vorrar kyn- slóðar ekki til? Það er gott að horfa fram. Það getur stundum verið engu óskyn- samlegra að líta um öxl og læra af því, sem áður var. Dæmi kvek- arans, Williams Penn, er eitt af því, sem nútíðinni getur orðið sálubót að skoða. Líf hans, hin rrerkilega saga hans fyrir vestan haf, sýnir oss, að engu síður í opinberu lífi en í einkasamskipt- um mannanna er í gildi iífsregl- an kristna: „Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.