Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 15
áunnudagur 29. maí 1960 MORCVNBLAÐIÐ 15 Sammy Davis er ekki mikið þekktur hér á landi en í Holly- wood vinnur hann sér inn mill- jónir fyrir' að skemmta og ber nafnbótina „Mr. Wonderful“. Fyrir nokkrum dögum fékk hann líka 1.480.000 krónur fyrir að skemmta í London, að viðstaddri Elísabetu drottningu. Sammy er ekki ásjálegur. Sjálfur segir hann: „Ég er eineygður Gyðing- ur og negri með alla hugsanlega vankanta“. Og brezkur blaða- maður lýsti honum svona: „Hann er með gerviauga, sem ekki deplar, nefið er flatt og á því er skeifulagaÖ ör og auk þess ( er munnurinn svo breiður að hann minnir á hlöðudyr“. En allt þetta gerir Sammy ekk ert til. Hann hefur hylli áheyr- enda sinna og er auk þess sagð- ur vera í þann veginn að kvæn- ast ljóshærðu, sænsku fegurð- ardísinni og kvikmyndadísinni Maj Britt, sem meðal annars lék Bláa engilinn nýlega (sjá mynd). Hún fær að vísu ekki skilnað fyrr en í september, en þau eru mikið saman og hann er búinn að ræða málið við móður hennar. k þær, sem tolla vilja í tízkunni þar, hafa oft málað yfir sitt brúna hörund, þegar þær fóru á mannfagnaði, enda í tízku að líta dapurlega út. En færri og færri tóku mark á „make-up“ sérfræðingunum og kenningum þeirra, að kon- an ætti að vera „föl og inter- 'essant“, eins og sagt var í gamla daga. Og nú þykir aug- ljóst að dagar hvíta og græn- leita púðursins séu taldir en sólbrúnt hörund í hávegum haft. Sagt hefuc verið að þarna hafi framleiðendur fegr unarlyfja gripið í taumana, þar sem þeir töldu það væn- legra til gróða að selja dökk- leit fegrunarlyf. En langódýr- ast er auðvitað að lofa sólinni að skína á hörundið, þegar sól gefur, og jafnframt fallegast. — ★ — Það er langt síðan birzt hefur mynd af leikkonunnni Audrey Mikið hefur verið talað um að Sir Lawrence Olivier og Vivi- an Leig'h séu um það bil að skilja. Hún leikur nú í New York, en hann í Bretlandi. Vivian hefur þó skýrt frá því, að þau muni hittast 4. júní þegar bæði fá frí, og að hún voni að ekki komi til skilnaðar. Eitthvað hefur heyrzt um að Olivier sé að skilja við konu sína til að kvænast 28 ára gamalli leikkonu, Joan Plow right, sem lék á móti honum í „The Entertainer“ og er myndin hér fyrir ofan af þeim í því leik- riti. ★ í fréttunum Hér á landi þykir ákaflega I Hepburn og lítið af henni frétzt. fínt að vera sólbrúnn og sömu Enda hefur hún tekið sér frí frá sögu er að segja á Norðurlönd kvikmyndaleik um skeið, til að um. Suðurlandabúar hafa ala erfingja í næsta mánuði. hingað til ekki verið eins Hún hefur verið gift leikaran- hrifnir af brúna litnum, og I um Mel Ferrer síðan 1954 og er þetta þeirra fyrsta barn. Þau hjónin búa í húsi sínu í Sviss, en mynd þessi er tekin af hertni, þegar hún brá sér niður á Mið- jarðarhafsströndinni fyrir stuttu. Bjarni Helgason; Gréburvernd eða uppblástur Ullarlagðar á vírum, traðk og fjárslóð segja sína sögu og ófagra ,þegar hungraðar kindur finna smugu inn í „frið- heigi“ hins afgirta lands. Myndin er tekin austur i Grafn- ingi í febrúar síðastl. á nákvæmlega sama stað og mynd sú, sem birt var hér í dálkunum fyrir mánuði. Þá lögðu smalamenn girginguna niður, en nú er spurningin, hver klippti girðinguna niður í þetta sinn, sauðir eða menn? Það hefur ekki enn þá fengizt rannsakað, svo að við verði unnað. — UPPBLÁSTUR eða landeyð- ing er það fyrirbæri nefnt, þegar hin samfellda gróður- hula lýtur einhvers staðar í lægra haldi fyrir eyðingaröfl- um náttúrunnar. Þá skolast jarðvegurinn ýmist burtu með regn- og leysingarvatni eða vindurinn blátt áfram feykir honum út í loftið. Sjást þess ótal merki bæði hér á landi og annars staðar, sérstaklega í vorleysingum eða eftir iang- varandi þurrka. Þetta fyrirbæri, landeyðing- una, telja margir hafa magnazt svo á sl. 50 árum, að líkja megi við farsóttir þær, er vei st hafa leikið mannkynið fyrr á öldum.. Þó eru skoðanir víða nokkuð skiptar um þetta at- riði, því að menn greinir á um, hve mikil landeyðingin er og jafnvel hvort um nokkra land- eyðingu sé yfirleitt að ræða. Hið fyrra, að menn greinir á um, hve mikil landeyðingin er, er eðlilegt, því að enn er engin ein aðferð viðurkennd til að meta slíkt. Hitt atriðið, hvort nokkur landeyðing eigi sér yf- irleitt stað, virðist meira styðj- ast við fyrirhyggjuleysi og fcr dóma en skynsemi og heil- brigða dómgreind. Réttu svörin við þessum spurningum hljóta að verða háð staðháttum og' þvi að vera breytileg frá einum stað til annars. Til skýringar mætti hugsa sér moldarbarð: í Ár- nessýslu gæti það verið að blása upp og eyðast, en svo getur kannski verið annað moldarbarð, t.d. í Húnavatns- sýslu, sem byrjað heíu; að gróa upp. Þess vegna verður að taka tillit til staðháttanna, áður en nokkur dómur er upp kveðinn, og þau svör, sem mark væri takandi á, verða að byggjast á fordómalausri athugun, en ekki á fyrirfram ákveðnum fullyrðingum txl- finninga og ónógrar þekking- ar. — Sem dæmi um, hve mikil landeyðingin getur viða verið, má nefna, að árið 1934 var t.d. áætlað, að um % hlutar alls landssvæðis Bandaríkjanna hafi að einhverju leyti orðið landeyðingunni að bráð. Og árið 1944 var talið í Nýja ftjá- landi, að um % hlutar alls þess lands hefðu m.eira og minna spillzt af þessum sömu orsökum. Um önnur lönd hafa svipaðar áætlanir ekki verið gerðar, svo að kunnugt sé, en fullvíst er talið, að ekki minni landeyðing eigi sér stað í flest- um öðrum hlutum heims. Þó virðist Vestur-Evrópa hafa einna minnst orðið fyrir barði landeyðingarinnar. Segja má, að menn hafi reynt að deila um hinar raun- verulegu orsakir þessarar stór kostlegu landeyðingar, en það er óhætt að fullyrða, að flest- ar þær deilur hafa annað hvort stafað af ónógri þekkingu á sjálfu aðalviðfangsefninu, jarð veginum, eða þá af viljaleysi til að viðurkenna staðreyndir. — Orsök eyðingarinnar er að sjálfsögðu minnkandi frjósemi jarðvegsins á hverjum einstök um stað og stafar frá óheppi- legum búháttum og ræktunar- venjum, sem frumbyggjar hafa flutt með sér. Orsökin verður þannig raunverulega sú, að landnámsmenn hafa flutt með sér gamlar venjur og jafnframt gleymt þeirri sjálfsögðu staðreynd, að nýjar aðstæður krefjast nýrra ráða. En reyndar er afsakanlegt og kannski var óhjákvæmilegt, að svo mundi fara, því að allt sem landnámsmaðurinn hlaut að hugsa um, var að lifa áfram til næsta dags, og það hlaut hann að gera með öllum til- tækilegum ráðum, sem hann bezt kunni og sem vel höfðu reynzt í gamla landinu. Það hefur verið algeng skoð un, a, m. k. í tali, að uppblást- ur verði vegna ofnotkunar landsins og gæða þess. En þetta er rangt. Það er alls ekki ofnotkun, heldur misnotkun, sem veldur. Þetta sést vel, þegar athugað er, að í mörg- um þéttbýlustu löndum jarð- arinnar er uppblástur ekki einu sinni sambærilegt vanda- mál við uppblástur þann, sem á sér stað á mörgum hinna strjálbýlli landssvæða. Misnotkunin, sem mestu tjóni hefur valdið, er fyrst og fremst fólgin í þrennu: Óhóf- legu skógarhöggi og hvers kyns viðarnotkun, ofbeit hag- lendanna og einhæfri ræktun. Afleiðing ofbeitarinnar og hjarðmennsku hafa nokkuð verið raktar í tveimur undan- farandi greinum, en aldrei verður um of brýnt fyrir mönnum, hver hætta er á ferð I um þegar landið fer að blása upp. — Enn eitt dæmi hjarðmennskunnar er sýnt á meðfylgjandi mynd. f Sést þar ljóslega hvernig solt- ( ið sauðfé hefur óáreitt fengið að leggja leið sína af mögru 1 landi örtraðarinnar inn í „frið- I helgi“ hins afgirta lands. Ull- arlagðarnir á vírum, traðkið og fjárslóðin tala sínu i.iáli, og hvorki ber það vott um I fallega meðferð sauðfjárins né mikla virðingu sauðfjáreigand ans fyrir afgirtu landi nágrann ans. Þótt ótrúlegt virðist eru fá og léttvæg ákvæði, sem ná til svona meðferðar á skepnum og mannvirkjum. Það er því löngu tímabært, að sett séu skýr lagaákvæði að þessu lút- andi, ákvæði, sem auka rétt hins réttlitla og jafnvel rétt- lausa girðingareiganda gagn- vart ágengni soltinna sauð- kinda, því að hjarðbúskapur verður einskis virði, ef ekki má í móti koma gróðurvernd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.