Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 29. maí 1960 MORCUISBT AÐIÐ 17 Prófessor Áskefl Löve: Landbúnaðarfrœ&in ein eða raunvísindin öll ÍSLENZK menning hefur löng- um dvalið á sviði hugvísinda, og skáldskapur og listir eru hvergi annars staðar almenningseign. Aftur á móti hafa raunvísindi aldrei átt upp á háborðið hjá þeim, sem ráðið hafa á íslandi, og óvíða á byggðu bóli hefir skortur á skilningi og þekkingu á þeim sviðum verið almennari né djúptækari. Árangurinn hef- ur orðið, að öll framleiðsla er dýrari og erfiðari á Islandi en nauðsyn krefur, og ekki bæta að- stæður veðurfarsins úr skák, því miður. Þótt allar íslenzkar atvinnu- greinar skorti mikið á sviðum þekkingarinnar, er lítill efi á, að ein er sú greinin, sem mest hefur dregizt aftur úr samanbor- ið við nágrannalöndin, þótt þræl dómur þeirra, er við hana vinna, hafi minnkað síðustu áratugina. Á ég þar við landbúnaðinn, nauð synlegasta atvinnuveg þjóðar innar. Vélvæðing hefur létt bænd um störfin, en á öðrum sviðum búskaparins er flest lítið breytt frá því á dögum afa okkar og forfeðra: grasræktin er í ólestri, jurtakynbætur hundsaðar í því landi, sem þarfanst þeirra mest, garðræktin með öllu ónóg, ávaxta rækt svo til óþekkt, og korn- ræktin sögð vera á svokölluðu tilraunastigi mannsaldri eftir að sýnt var fram á, að hún getur borið sig vel, jafnvel þótt ein- göngu lítt hentugir erlendir korn stofnar séu ræktaðir. Mönnum þætti skrítið að sjá gamla skak skútu með nýtízku togaravél, en fáir virðiast veiða því athygli, að slíkar hafa umbætur á sviði landbúnaðarins í rauninni verið. Mörgum hefur lengi verið ljóst að þjóðinni ríður á að bæta úr þekkingarskortinum á öllum sviðum atvinnulífsins og þá ekki sízt á sviði landbúnaðarins. — Hinir alltof fáu og takmörkuðu búinaðarskólar hafa gert mikið gagn, en þörfin er mun meiri, og í áratug eða tvo hafa vitrir menn barizt fyrir því að koma á stofn æðri menntun á sviði land búnaðarins. Hin svokallaða fram haldsmenntun á Hvanneyri var eitt slíkt spor í rétta átt, og nú kvað liggja fyrir Alþingi frum- varp til laga um Búnaðarhá- skóla, sem staðsetja skal á Hvann eyri. Háskóli er stórt orð og dregur með sér meiri kröfur til nem- enda og kennara en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Er ég í nokkrum vafa um, að næg þekk ing á slíku sé á bak við þetta frumvarp, og mér virðist sem mikil bjartsýni og kapp standi annara starfa hefir verkið sótzt inn er ekki eina atvinnugreinin, sem þarf að komast á háskóla- stig, enda munu nú háværar ræddir um nauðsyn slíkrar kennslu fyrir leiðbeinendur og forstjóra í iðnaði og fiskveiðum, að ógleymdri menntun kennara í náttúrufræðum fyrir framhalds- skólana og hinna nauðsynlegustu vísindamanna. íslendingar eru svo fámennir, að þeim ríður á að fara sem bezt með það fé, sem eytt er til skóla og vísinda, og jafnvel mun stærri þjóðir myndu veigra sér við að reisa tvo eða fleiri háskóla fyrir svo fátt fólk. Þess vegna held ég tími sé kom- inn til að spyrna við og athuga, hvemig bezt og ódýrast verði verði komizt út úr ógöngum þekk ingarleyisins á öllum sviðum at- vinnulífsins, áður en sú leiðin verður valin að reisa sérstakan háskóla fyrir hverja atvinnu- grein. Undanfarin ár, eða öllu held ur áratug, hefi ég gert mér far um að kynna mér sem bezt skipu lag háskóla í þeim löndum, sem ég hefi búið í eða farið um. Þótt tilgangurinn hafi líka verið annar, hefi ég hugsað mikið um þetta mál í sambandi við íslenzk- ar aðstæður, því að ég er sa'nn- færður um, að flestir þeir erfið- Ieikar, sem steðjað hafa að ís- lenzku þjóðinni undanfama ára tugi og virðast stöðugt magnast, eru bein afleiðing hins mikla skilningsskorts á nauðsyn vís- indalegrar þekkingar á öllum sviðum atvinnulífsins. Sá skiln- ingsskortur er eflaust afleiðing af ónógri kennslu á sviðum hag- nýtra raunvísinda í öllum skól- um landsins, en það eru þau vís- indi, sem eru grundvöllur að vel megun auðugra þjóða. Það er ef- laust þetta, sem veldur mestu um fátækt íslendinga, en hvorki mannfæð né skortur á náttúru- auðæfum; fámennar þjóðir hafa byggt upp mikinn auð í löndum snauðari að auðæfum jarðar; og skilningsskortur á vísindalegri þekkingu hefur valdið því, að fátækt ríkir víða þar, sem nátt- úruauðæfi eru hvað mest og fólks fjöldinn hæfilegur. Hugkvæmir menn, sem hafa aflað sér hald- góðrar þekkingar á sviðum raun visinda, láta sér detta í hug margt, sem annars væri hulið, og möguleikar íslands eru ekki bundnir við landgrunn þess og mold. Allt ber þetta að sama brunni, og fyrir nokkrum árum hafði ég komizt að ákveðnum niður- stöðum og hefi unnið að tillög- um á grundvelli þeirra. Vegna fræði, efnafræði, eðlisfræði, starðfærði,' hagfræði, gerlafræði, eru landafræði, jarðfræði og ýmsum öðrum fögum, um leið og hægt er að veita betri kennslu vegna meiri nemendafjölda. En búnað- ardeildirnar sjálfar sjá um kennslu í beinum búfræðigrein- um, eins og jarðrækt, búfjárrækt, kynbótum og mjólkurfræði. Ég er þeirrar skoðunar, að á fslandi eigi að leysa vandamál þekkingarskorts á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins í einu lagi, um leið og bætt er til muna kennsla í hagnýtum náttúrufræð um á öllum stigum skólagöng- unnar. Kennslubækur barna- og unglingaskólanna á þessum svið- um eru meira en hálfa öld á eftir tímanum, en einmitt þessa hálfu öld hefir orðið byltmg á öllum sviðum þessara fræða. f gagn- fræðaskólunum kenna ófróðir á hugamenn og jafnvel prestar svokallaða náttúrufræði, og kunn ugur hefir sagt mér, að sérfróðir náttúrufræðikennarar við gagn- fræðaskóla höfuðborgarinnar séu færri en fingur annarrar handar. í menntaskólunum er ástandið ekki miklu skárra. Bæta þarf kennsluna í náttúrufræðum til mikilla muna í öllum þessum skólum en þótt hægt sé að auka menntun núverandi kennara með sumarskólum við Háskólann verður ekki varanlega bætt úr þessu ástandi nema með því að koma á kennaramenntun í nátt úrufræði við Háskólann. Að auki þarf að efla kennslu í hagnýtri náttúrufræði í miðskólum, og bæta við kennslukerfið sérskól- um á stigi menntaskólanna svip- að og gert hefir verið i sambandi við Verzlunarskólann. Með öðr um orðum, það þarf að koma á fót eins konar menntaskólum fyrir iðnað, fiskiveiðar og land búnað, þar sem gáfaðir áhuga menn geta hlotið hagnýtan lær- dóm undir leiðsögn háskóla lærðra kennara. Það er slíkur menntaskóli fyrir byrjendur, sem raunverulega vakir fyrir þeim, sem standa að baki hugmynd inni um búnaðarháskóla, þótt þeir virðist hafa villzt á nöfnum skólastigsins. Einn slíkur mennta skóli gæti verið á Hvanneyri fyr ir bændaefni, og flestir bænda í hagnýtum vísindum í þrem undirdeildum. Þegar Verkfræði- deild Háskólans var stofnsett í stríðsbyrjun, lá líka á bakvið þekking á deildarskiptingu gam- I alla háskóla erlendis. Umræður | um Náttúrufræðideild fyrir kenn araefni og vísindamannaefni byggðu líka á sömu hugmyndum. En slík deildaskipting er hvorki nauðsynlega né óumflýjanleg, því að margar greinar raunvísinda sameiginlegar þeim, sem stúdentar myndu halda þaðan lnnar‘ að því í staðinn, eins og svo oft vill verða á fslandi. Nemendur við háskóla þurfa töluverða und irbúningsmenntun, sem ekki er ennþá auðfengin í sveitum lands ins, jafnvel þótt aðstandendur séu vel stæðir. Slíkur skóli þarf ekki einungis venjuleg húsa- kynni, heldur og stórt og vel haldið bókasafn, tilraunastofur með alls kyns kennslutækjum og að auki vísindalegan útbúnað. Síðast en ekki sizt hlýtur slíkur skóli að gera þær kröfur til kenn aranna, að þeir hafi ekki aðeins yenjulegt háskólapróf í sínu fagi, heldur séu vísindalega þjálfaðir og hafi sýnt getu til sjálfstæðra vísindastarfa. Háskóli án slíkra kennslukrafta og snauður að bókum og tækjum er nafnið inn- antómt og yrði fljótt gagnslaus, og væri verr farið en heima set- ið, ef æðri menntun íslenzkra bænda fæddist andvana. Ég hefi lengi verið því hlynnt- ur, að háskólakennsla í búfræð- um hefjist á fslandi. Mér hefur líka verið ljóst, að landbúnaður- seinna en skyldi, og með sama gangi þyrfti eflaust að bíða drykk lengi enn, áður en mér tækist að ljúka við tillögurnar í heild.Sök- um þess að frumvarpið um Bún- aðarháskóla rekur á eftir, sé ég mig neyddan til að senda aðal- drætti tillagnanna heim nú þeg- ar, vegna þess að um frekari bið getur ekki orðið úr þessu. Hefði ég heldur viljað gera málinu skil með betri hætti, en vona, að þessi orð geti komið skriði á málið í aðra og réttari átt. Vegna skipulags háskóla á Norðurlöndum og líka fólksfjölda hefir kennsla á hskólastigi í bú- fræðum verið að mestu í sérstök- um búnaðarháskólum, sem kenna öll þau fög, er nauðsynleg eru talin til slíks náms. Víða annars staðar er aftur á móti búfræði- deild í sambandi við venjulega háskóla með náttúrufræðideild, svo að búfræðistúdentar geta sótt kennslu með náttúrufræðistúd- entum í mörgum greinum. Þann- ig sparast mikið við kennslu í dýrafræði, grasafræði, erfða- beint í sveitirnar og reka búskap sinn vel og af góðri kunnáttu. Forstjórar atvinnufyrirtækj eru nú oft lögfræðingar, hagfræð ingar, eða bara menn sem eiga aura eða koma vel fyrir sig orði á mannfundum. Aðrar þjóðir leggja áherzlu á, að slíkt fólk hafi vissa sérmenntun á sviði þeirra raunvísinda, sem fyrir tæki þeirra byggjast á. Leið beinendur á sviði iðnaðgr og fiskveiða á íslandi hafa flestir verið sjálflærðir dugnaðarmenn en nokkrir búfræðingar með er lendum prófum hafa gert ís Ienzkum landbúnaði ómetanlegt gagn. Slíkir leiðbeinendur og for stöðumenn á sviðum atvinnu lífsins til sjávar og sveita eiga að vera tiltölulega fámennur úr- valshópur, sem heldur frá menntaskólunum til háskólastigs ins til að sérmennta sig, en aðrir úrvalsstúdentar sækja Háskólann til að gerast kennarar eða vís- indamenn í sömu greinum. Stúd- entar á háskólastigi í hverri grein yrðu eflaust aldrei margir, svo að það yrði íslandi um megn að halda uppi sérháskólum fyrir hverja stétt, en samanlagt myndu stúdentar í raunvísindum fljótt verða fleiri en allir stúdentar nú verandi háskóladeilda. Þegar Atvinnudeild Háskólans var stöfnsett fyrir aldarfjórð- ungi, vakti fyrir mörgum kennsla * nema sérgreinar í iðnaði, fiski- veiðum og landbúnaði eða búa sig undir kennslu eða vísinda- störf. Þess vegna hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að á Is- landi sé viturlegasta lausnin á skorti á háskólamenntuðu fólki á sviðum atvinnulífsins og al- mennrar náttúrufræðiþekkingar sú, að setja á stofn eina myndar- lega deild fyrir raunvísindi við Háskólann, þar sem fullt tillit yrði tekið til þarfa allra atvinnu- veganna. Innan veggja slíkrar deildár myndi núverandi Verk- fræðideild líka eiga heima og hlyti að aukast svo að bolmagni um leið, að hún geti hætt að vera lítið útibú dansks verkfræðinga- skóla. Að því er ég bezt fæ séð, yrði auðvelt að skipuleggja námið svo Raunvísindadeild, að hægt sé að útskrifa vel lærða sérfræðinga á ýmsum sviðum, svo og kennara og náttúrufræðinga, með því að velja saman vissar greinar fyrir hverja sérfræðigrein. Stúdentar í búfræðum, fiskifræði, alls kon- ar iðfræðum og mörgum öðrum sérgreinum myndu stunda sam- eiginlegar greinar hjá sömu pró- fessorum og dósentum, sem um leið slyppu við að tala fyrir hálf- tómum sölum. Prófessorar væru f öllum aðalgreinum, og ef nógu færir íslenzkir sérfræðingar eru ekki fyrir hendi, myndi vera hægt að fá þá frá hinum Norður- löndunum. En dósentar væru sérfræðingar, sem vinna líka við önnur störf, svipað og nú er við Læknadeild. Raunvísindadeild þyrfti að byggja upp eign góðra tækja og bókasafn; það er ekki ósennilegt, að erlendir sjóðir myndu vera reiðubúnir til að að stoða við þá uppbyggingu að einhverju leyti, þótt þjóðinni sé ekki um megn að byggja upp slika eign á einum stað. Raun vísindadeild myndi fljótt verða háborg vísindarannsókna, og fær ustu kennarar hennar myndu brátt draga að sér erlenda stúd- enta til doktorsprófs og auka með því hróður landsins, þótt aðaltil- gangur deildarinnar hljóti að vera að koma öruggum grund- velli undir atvinnuvegi þjóðar- Frumvarpið um búnaðarhá- skóla mun hafa legið fyrir Al- þingi í nokkrar vikur, en von- andi hefir rannsókn þess í nefnd tafið framgang þess svo, að enn sé ekki of seint að benda á betri úrlausn. Vildi ég mælast til þess, að málinu verði annaðhvort frest að eða vísað frá með rökstuddri dagskrá, um leið og menntamála- ráðherra og háskólaráði yrði fal- ið að skipa nú þegar nefnd vís- indamanna og sérfræðinga til að gera athuganir um skipulagningu á háskólakennslu í hagnýtum raunvísindum. Sú nefnd ætti að gera áætlun um allan kostnað og bera saman við áætlanir um kostnað við Búnaðarháskóla á Hvanneyri. Ef nefndinni finnst stofna beri raunvísindadeild við Háskólann til kennslu í sérgrein- um atvinnuveganna allra, væri æskilegt, að hún skilaði rök- studdu áliti svo fljótt, að unnt yrði að leggja fyrir næsta Al- þingi nýtt og víðtækt frumvarp um slíka deild. I því frumvarpi mætti ef til vill líka gera ráð fyrir auknum sérmenntaskólum, þótt það sé kannski mál, sem þarfnast sérstakrar athugunar. Þegar Háskóli íslands var stofnaður 17. júní 1911, voru sam einaðir í honum þrír embættis- mannaskólar, en læknar, lög- fræðingar og prestar töldust þá nauðsynlegri en aðrir lærðir menn. Að auki var bætt við heimspekideild, aðallega fyrir ís- lenzk fræði, en önnur hugvísindi hafa síðar eignazt þar samastað. Það var ef til vill eðlilegt, að raunvísindin yrðu útundan í upp hafi, og í meira en aldarfjórðung átti Háskólinn sjálfur ekki einu sinni þak yfir höfuðið. ’Stúdentar, sem nema vildu ranvísindi, fóru utan, og gera það enn. Mér er ekki kunnugt um, hve margir ís- lenzkir stúdentar stunda nám er- lendis sem stendur, en þeir skipta eflaust hundruðum, og telja fáar þjóðir sér fært að senda hlutfallslega svo margt fólk til náms í öðrum löndum. Kostnaður við nám gerir að auki fáum kleift að stunda hagnýt fræði erlendis, svo að margir, sem vildu nema slíkar greinar, annaðhvort hætta námi eða fara í annað óhagnýtt. Það hefir oft verið vakið máls á því, að hefja þurfi kennslu í náttúrufræðum við Háskólann, en það hefir ætíð strandað á skilningsleysi og á- hugaleysi þeirra, sem hefðu átt að vita betur, eins og svo oft vill verða hér. Ef til vill má segja, að áður hafi verið þörf slíkrar kennslu, en þróunin hefir valdið því, að nú er hún orðin nauðsyn, kannski brýnni nauð- syn en flest annað, ef takast á að losna við öngþveiti atvinnulífs- ins, sem orsakast af þekkingar- skorti öðru fremur. Færi vel á því, ef lög um stofnun Raunvís- indadeildar við Háskóla íslands og nauðsynlegar fjárveitingar til undirbúnings verði sett svo bráð- lega, að þessi nauðsynlegasta allra háskóladeilda geti komizt opinberlega á laggirnar á fimm- tugsafmæli Háskólans á komandi ári. Þá fyrst verður Háskó.linn orðinn alger þjóðareign, og úr því byggist framtíð og afkoma fólksins fyrst og fremst á þeirri alhliða þekkingu, sem mun dreif- ast frá honum. Nýir — gullfallegir Svefnsöfar frá kr. 1900,00. til sölu í dag, sunnudag. — Svampur, spring. — Tízku- áklæði, svart og grátt. Blátt og gult. Einstakt tækifæri. — Grettisgötu 69. — Opið kl. 2-9. Maður sem getur annast viðhald á sætum í bifreiðum og fleira óskast strax á, bifreiðaverkstæði. — Tilboð sendist í Pósthólf nr. 185, fyrir 4. júní 1960. Sundnámskeið Sundnámskeið mín fyrir ALMENNING í sundlaug Austurbæjarskólans hefjast í júní. — Allir syndir er takmarkið. — Verð til viðtals í dag (sunnudag) kl. 10—12 og 1—6. — Sími 15158. JÓN INGI GUÐMUNDSSON sundkennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.