Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. rpaí 1960 MORCUNnr AfílÐ 23 Tvö stjórnarfrumvörp uröu aö lögum í gœr Miklar annir á þingi B Á Ð A R deildir Alþingis komu saman til funda sið- degis í gær, enda þótt þing- fundir séu venjulega ekki haldnir á laugardögum. Er nú allt kapp lagt á að Ijúka þingstörfum fyrir hvítasunnuna um næstu helgi. A fundunum í gær voru 2 stjómarfrumvörp endanlega af- greidd sem lög frá Alþingi. Efri deild Voru þetta í Efri deild frum- vörpin um Verzlunarbanka ís- lands og heimild fyrir ríkisstjórn ina til aðildar að Alþjóðasiglinga rnéiastofnuninni, en bæði þessi frumvörp voru samþykkt sam- hljóða við lokaumræðu í deild- inni. Þar fór einnig fram í gær 3. umræða um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um Búnaðarbanka íslands. Var frumv. að umræðu lokinni vísað til Neðri deildar. Neðri deild í Neðri deild hlaut fullnaðar- afgreiðslu frumvarp ríkisstjórn- Leikflokkur Flosa gerir víðreist BORGARNESI, 28. maí. — Leik- flokkur Flosa Ólafssonar, „Nýtt leikhús" sýndi hér í Borgarnesi föstudaginn 27. maí sl. leikritið „Astir í sóttkví". —1 leikskránni segir: Ef áhorfendur geta gleymt amstri dagsins eina kvöldstund við sýningu þessa leikrits og fara heim léttari í skapi, þá er takmarki okkar náð. Og svo sann arlega tókst þeim Emilíu, Baldri, Jóni, Elínu og Jakob að uppfylla þessar óskir í Borgarnesi. Héðan fór leikflokkurinn til Akraness til að endurtaka þar sýningu sl. laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld sýnir leik- flokkurinn í Logalandi í Reyk- holtsdal, mánudagskvöld í Ölafs- vík, þriðjudagskvöld í Stykkis- hólmi og sennilega í Grafarnesi á miðvikudag. Allar sýningarnar læfjast kl. 9. Aður hefur leikflokkurinn sýnt á 5 stöðum sunnan lands, ávallt fyrir fullu húsi og við mjög góð- ar undirtektir áhorfenda. — Fréttaritari. — Tyrkir Framh. af bls. Í. Sagði hann að fjöldi lögreglu- manna væri í haldi, sérstaklega þeir yfirmenn, sem mest komu við sögu gagnvart stúdentunum, sem undanfarið hafa margsinnis sýnt andúð sína á stjórn Mender- Menderes blindaður af valdafýsn Gursel, sem' neyddur var til að láta af störfum sem yfirmaður hersins snemma í þessum mán- uði, sagði í útvarpsræðu að at- burðir síðasta mánaðar hafi ver- ið að leiða hörmungar yfir þjóð- ina og koma á stað borgarastyrj- öld. Hann hefði bent þeim, sem með völdin fóru, á þetta, en þeir hafi verið svo blindaðir af valda- fýsn að þeir hafi gripið til vald- beitingar og sýnt að þeir væru staðráðnir í að hlekkja tyrknesku þjóðina. Þegar þannig var komið kvaðst Gursel hafa ákveðið að taka stjórn landsins í sínar hend- ur, en hann hefði „enga löngun til að verða einræðisherra. Eini tilgangur minn er að koma eins fljótt og unnt er á lýðræði og reglu í landinu og afhenda síðan vilja þjóðarinnar völdin. Ég vil að þið trúið mér og treystið. Ég trúi því að þjóðin öH standi með arinnar um skattfrelsi vinninga í símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra svo og happ- drætti félags þess, er hjálpar van gefnum. Þá er einnig lokið í deild inni afgreiðslu á frumvarpi stjórn arinnar um bráðabirgðabreyt- ingu á útsvarslögunum, sem samþykkt var með 20 atkvæðum gegn 16, en 1 sat hjá og 3 voru fjarstaddir. Frá atkvæðagreiðslu um frumvarp sjávarútvegsmála- nefndar um dragnótaveiði í fisk- véiðilandhelgi er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. Nokkur önnur mál voru einnig tekin til með- ferðar á fundinum. Sjö ísl. firmu sýna á kaupstefnu í Svíþjóð Á þessu ári munu ýmis íslenzk fyrirtæki, ásamt Vörusýningar- nefnd Félags íslenzkra iðnrek- enda, taka þátt í tveimur til þrem ur kaupstefnum erlendis, en Vörusýninganefnd F.I.I. og ýms ísl. útflutningsfyrirtæki tóku þátt í tveimur slíkum kaupstefnum á Árangurslítil nefndarskipan EMIL JÓNSSON félagsmálaráð- herra, svaraði í Sameinuðu þingi í fyrradag, fyrirspurn frá Bene- dikt Gröndal um það, hvað liði störfum nefndar, sem skipuð var síðla árs 1958, til þess að endur- skoða lögin um verkamannabú- staði. Var það Hannibal Valdi- marsson, sem skipaði nefndina, og er Finnbogi R. Valdimarsson formaður hennar. Kom það fram hjá ráðherra, að félagsmálaráðu- neytið hefði iátið nefrtdinni í té gögn í málinu, en engin skýrsla hefði frá henni borizt um störf hennar. Mun nefndin aldrei hafa komið saman og var því á þing- fundinum ennfremur rætt um nauðsyn þess að gera aðrar ráð- stafanir, til þess að greiða fyrir endurskoðun umrseddra laga, ef ekki verður brátt árangur af störfum nefndarinnar. Eisenhower Framh. af bls. 1. ræningja sinn“. Flestir meðlimir Öryggisráðsins væru í Atlants- hafsbandalaginu og þannig háðir Bandaríkjunum. Hann sagði að Rússar mundu leggja málið fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Krúsjeff kvað það rétt að Rúss- ar hafi ekki fyrr getað skotið niður njósnaflugvélar, þar sem þær flugu of hátt. En vandamálið var afhent visindamönnum Sovét ríkjanna, sem nú hefðu framleitt „stórkostlega eldflaug“, og hefðu Bandaríkin nú fengið að reyna ágæti eldflauganna. Vildu losa Ike úr klípunni Eftir njósnaflugið yfir Rúss- land, sagði Krúsjeff að Rússar hafi verið ákveðnir í því að gera ekkert tií að koma í veg fyrir að Eisenhower losnaði úr klípunni. Þeir hafi jafnvel gefið í skyn að forsetinn bæri ekki ábyrgð á flug inu, heldur æsingamenn í Penta- gon og „njósnarar Dullesar". En Eisenhower hafi ekki notað sér þetta tækifæri. Sagðist Krúsjeff enn álíta að Eisenhower hafi ver- ið ókunnugt um flugið, en hafi ekki viljað viðurkenna það, „því hvað mundi heimurinn álíta um forseta, sem ekki vissi hvað væri að gerast í landi sínu.“ s.l. ári, í Gautaborg og Köln. — Auk þess aðstoðaði nefndin ýmsa aðila innlenda og erlenda, sem kynna vildu ísland á erlendum vettvangi. Sjö fyrirtæki Sjö íslenzk fyrirtæki sýna um þessar mundir framleiðslu sína í Gautaborg og kynna starfsemi sína. Er hér einkum um iðnaðar- vörur að ræða, og auk þess stend ur Vörusýningarnefnd sjálf að almennri landkynningardeild á kaupstefnunni í Gautaborg, þar sem veittar eru upplýsingar al- menns eðlis um íslenzka atvinnu vegi og menningu. Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt, hefur unn- ið að skipulagsuppdráttum beggja hinna íslenzku deilda. — Þá mun Vörusýningarnefnd Fé- lags íslenzkra iðnrekenda sjá um þátttöku íslands í kaupstefnunni í Potznan í Póllandi, sem hefst 12. júní. Er undirbúningi að þeirri sýningu að verða lokið. — Skátamót Frafh. af bls. 8 fjöll og um nágrennið. Um kvöld- ið stór víðavangsleikur. Föstudagur: Æfingar, leikir og keppni í skátaíþróttum, svo sem hraðtjöldun, flaggamáli o s. frv. Laugardagur: Heimsóknir skáta, sem ekki eru á mótinu, ylfinga og Ijósál/a. Foreldrar eru og vel- komnir þennan dag og er frekar óskað eftir að það verði ekki aðra daga: Ýmsar hópsýningar úr skátastörfum fara fram þennan dag. — Um kvöldið verður stærsti varðeldur mótsins. Sunnudagur: Fyrir hádegi er skátamessa. En mótsslit fara fram síðdegis. Allur undirbúningur fyrir mót ið er í fullum gangi, bæði hjá hinum ýmsu skátafélögum og hjá mótsstjórninni, en hún er skipuð Akurnesingum. Skátafélag Akra- ness sér um mótið, sem er Suður- cg Vesturlandsmót, haldið á veg- um Bandalags íslenzkra skáta. Þá er ætlunin að gefið verði út mótsblað, og kemur það út á hverjum degi, meðan mótið stend ur. Mótsstjórnin er þannig skipuð: Mótsstjóri verður Páll Gíslason. Aðstoðarmótsstjórar: Bragi Þórð arson og Auður Sæmundsdóttir. Tjaldbúðastjórar: Málfríður Þor- valdsdóttir og Sigurður B. Sig- urðsson. Varðeldastjórar: Ragn- hildur Theódórsdóttir og Bogi Sigurðsson. Skátaþing 1960 Skátaþing 1960 verður haldið á Akranesi 11.—12. júní n.k. Þar mæta fulltrúar hinna ýmsu skáta félaga á íslandi til að leggja fram tíðaráætlanir um skátastarfið, og lvjósa stjórn Bandalags islenzkra skáta. Rúizt er við, að um 50 full- trúar komi til bingsins víðs ve.g- ar að. . Hér getur að líta danspar sem byrjar að skemmta í Lido á mánudagskvöldið. — Það nefnir sig „The Holli- day Dancers“ og er þýzkt. Síðast skemmti par þetta í næturklúbb í Lúbeck og þeir íslendingar er séð hafa það Ijúka lofsorði á það fyrir skemmtun þess. Þá hefur Lido ráðið Ragn- ar Bjarnason til að syngja með hljómsveit hússins í júnimánuði. Sigurður ölason Hæstarctlarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Hcraðsdómslögniaður Málflutnlngsskrifstofa Austurstræti 14. Sími 1 55-35 — Geimnjósnir Framh. af bls. 10. verði orðið að veruleika eftir svo sem hálft annað ár. — Og Rússarnir munu áreiðan- lega ekki sitja auðum hönd- um eða láta sitt eftir liggja í þessu kapphlaupi — þessu gervihnattastríðL -jíf Atvinnuleysi — eða hvað? Þegar við virðum fyrir okk- ur þá „mynd“, sem hér hefir verið brugðið lauslega upp, virðist þar ekki mikið rúm fyrir þann góðkunna, „gamal- dags“ njósnara, sem við þekkjum úr ótal sögum — þennan dálítið grunsamlega herramann með myndarlega skeggið og hornspangagler- augun — með ósýnilegt blek í lindarpennanum og eitur- skammtinn í brjóstvasanum. í fljótu bragði virðist ekki annað blasa við honum, bless- uðum, en atvinnuleysið — eða hvað? Er hlutverki hans raunverulega lokið? — Varla. — 'k — Ef Dulles hinn bandaríski, yfirmaður leyniþjónustunnar, hefði nokkra von um að koma einum slíkum örugglega inn í „innsta hringinn“ í Kreml, þætti honum það áreiðanlega meira virði en tiu njósna- hnettir á lofti — yfir Kreml. (Að mestu endursagt úr „Ekstrabladet".) Schannong’s minnisvurðar 0ster Farimagsgade 42, Kpbenhavn 0. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem minntust mín með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára af- mæli mínu. Sigurjón (iiinnarsson, Hverfisgötu 45 Hafnarfirði Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjötum og heillaóskum á 60 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Anna Jóhannesdóttir, Vindheimum Ollum konunum. sem sendu mér höfðinglegar gjafir, og öðrum þeim, sem sýndu mér vinarhug á 50 ára ljósmóður- afmæli mínu, þakka ég hjartanlega. Innilegustu kveðjur og blessunaróskir til ykkar heima með þökkum fyrir liðin ár. Björg Magnúsdóttir Útför eiginmanns míns, föður og bróður, BALDURS PÉTUKSSONAB bifreiðarstjóra fer fram þriðjudaginn 31. maí kl. 1,30 e.h. frá Fossvogs- kirkju. — Athöfmnni verður útvarpað. Sigríður Guðmundsdóttir, Ágústína Þorvaldsdóttir Árni Jón Baldursson og sytkini hins látna. Móðir mín SIGRfÐUB JÓNSDÓTTIR er lézt 26. þ. m. að Elliheimilinu Grund, verður jarðsungin miðvikudaginn 1. júní kl. 13,30 frá Fossvogskirkju. F. h. vandamanna. Kristján Kristjánsson. Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður LAUFEYJAR BJARNADÓTTUK Lönguhlíð 7 fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. þ.m. kl 1,30 e.h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað Andrés Bjarnason, Bjarnveig Andrésdóttir Hanna A. Jacobsen, Gunnar Jacobsen Hörður Andrésson, Ragnheiður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.