Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47 árgangui' 122. tbl. — I»riðjudagur 31. maí 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Fyrra kvöld útvarpsumrðeðnarma: Rökþrota andsfaða gegn þróttmikilli stjórnarstefnu Augljóst er nú, oð hin frjálslynda efnahagsstefna mun sigra ELDHÚSDAGSUMRÆÐURNAR í gærkvöldi einkenndust annars vegar af bjártsýni og þrótti stjórnarflokkanna og hins vegar af örvæntingu stjórnarandstöðunnar, sem nú hefur gert sér grein fyrir, að tilraunir hennar til að torvelda viðreisnina munu reynast árangurslausar. Stóryrði stjórn- arandstæðinga og orðavaðall stakk mjög í stúf við rökfast- ar ræður, sem fluttar voru af stuðningsmönnum stjórnar- flokkanna. Það var að venju stjórnarand- staðan, sem hóf umræðurnar ,og var Framsóknarflokkurinn fyrr í röðinni. Af hans hálfu töluðu þeir Hermann Jónasson, Jón Skaftason og Halldór E. Sigurðs- son. Þeir forðuðust að mestu upprifjanir á ástandi því, sem hér ríkti á dögum vinstri stjórn- arinnar, nema hvað Hermann Jónasson reyndi nú nokkuð að bera í bætifláka fyrir hana. Þeir deildu hins vegar hart á núver- andi ríkisstjórn og fundu ráð- stöfunum hennar flest til foráttu. Töldu ræðumenn allir, að stjórn- in hefði svikið gefin loforð og gert það eitt ,að leggja skefja- lausar álögur á þjóðina, sem bitn uðu harðast á þeim sem sízt gætu borið þær uppi. Hermann Jónas- son kvað skyniborna menn sjá fyrir fall stjórnarinnar, og Jón Skaftason kvað aðeins eftir að nefna nafn þess mánaðar, er stjórnin ætti að falla. ★ Ræðumenn Alþýðubandalags- ins voru þeir Karl Guðjónsson og Hannibal Valdimarsson. Sagði sá fyrrnefndi m.a., að vinstri stjórn- in hefði verið búin að koma á jafnvægi í viðskiptunum við út- lönd, en allt hefði sigið á ógæfu- hlið, eftir að núverandi ríkis- stjórn kom til valda. Naumast væru til nógu Ijót orð, til að lýsa á sannan hátt afleiðingum að- gerða hennar. Hannibal Valdi- marsson gerði verðlag bg atvinnu mál einkum að umtalsefni, gat um verðhækkanir á mótatimbri, franskbrauði o. fl., auk þess sem hann vék nokkuð að stefnu ríkis- stjórnarinnar í viðskiptamálum, er hann taldi líklega til að leiða af sér minnkandi framleiðslu og atvinnu. Undir lokin las hann upp ályktun þá, er ráðstefna ASÍ um síðustu helgi samþykkti og getið er á öðrum stað hér í blað- inu, en skýrði hana hins vegar ekki né hótaði verkföllum, svo að gera verður ráð fyrir, að ekki sé ætlunin að efna til vinnudeilna. Stjórnin, sagði ræðumaður, að væri ekki stjórn fólksins. ★ Síðan kom röðin að Sjálfstæðis flokknum, en auk Ólafs Thors for sætisráðherra er flutti ræðu þá, sem birt er á bls. 13, töluðu þeir Gunnar Thoroddsen og Birgir Kjaran. Gunnar Thoroddsen vék fyrst að því ófremdarástandi, sem hér hefur ríkt í tolla- og skattamál- um á undanförnum árum og því margþætta misræmi og ranglæti í garð alls þorra þjóðarinnar — en einkum launamanna, sem af þessu hefur leitt. Nefndi G. Th. Fram. á bls. 2. Llovd á Kefla- J víkurflugvelli Cemal Gursel, hershöfðingi Monnskaðar ó Fillipseyjnm MANILA, Fillipseyjum, 30. maí, (Reuter). — Óttazt er að yfir 200 manns hafi farizt í flóðum í Manila og úthverf- um hennar á laugardag og sunnudag. Eru þetta mestu flóð sem komið hafa í mörg ár. Rauði krossinn segir að 144 lík hafi fundizt enn sem kom- ið er. Lögreglan tilkynnir að 56 manns sé saknað og kveðst álíta að tala týndra eigi enn eftir að aukast að mun. Áætlað er að tjón á verð- mætum nemi 15 milljón pes- os (kr. 275 milljónir). Menderes-sinnar fremja sjálfsmorð SELWYN Lloyd, utanríkisráð- herra Breta, kom við á Kefla- víkurflugvelli um kl. 1,40 í nótt. Var ráðherrann í Comet-þotu frá brezka flughernum. Farþeg- arnir sváfu um borð í flugvél- inni meðan hún stóð hér við, en áhÖfnin kom út. Áætlað var að flugvélin mundi hafa klukku- stundar viðdvöl á Keflavíkurflug velli, taka benzín og halda ferð- inni síðan áfram til Bandaríkj- anna. ANKARA, Tyrklandi, 30. maí (Reuter). Tveir háttsettir meðlimir demo krataflokksins í Tyrklandi, hafa framið sjálfsmorð í fangabúðum hersins. Þingmaðurinn Izzat Akchai, sem áður var formaður fjárhags- nefndar þingsins, framdi sjálfs- morð i fangabúðunum, og Namik Gedik, fyrrverandi innanríkis- ráðherra, kastaði sér út um glugga á fjórðu hæð fangeisisins. Liðsforingjaefni, sem var á verði í fangelsinu, skar sig á glerbrotum, er hann reyndi ár- angurslaust að grípa í fótleggi Gediks, þegar hann stökk út um gluggann. Gedik var einn mest hataði meðlimur ríkisstjórnar Mender- es og talinn bera hvað mesta ábyrgð á einræðis stefnu hennar. 100 látnir lausir. Alls voru 200 fylgismenn fyrr- verandi stjórnar handteknlr i byltingunni, og segja fréttir að rúmlega 100 þeirra hafi nú ver- ið látnir lausir. Hinn nýji forseti og forsætis- ráðherra, Cemal Gursel hers- höfðingi, hefur sagt að Mender- es verði sennilega haldið í fang- elsi í um sex vikur, þar til lokið hefur verið að semja nýja stjórn arskrá og nýjar kosningar hafa farið fram. Enn jorðskjólit- ar í Chile SANTIAGO, Chile, 30. maí. (Reuter). Jarðskjálftar urðu í Chile um helgina. Á sunnu- dagsmorgun urðu snarpir jarð skjálftakippir í Concepcion, borginni sem verst varð úti i jarðskjálftunum í síðustu viku, og þustu íbúarnir úr rúmum sínum út á götur borg- arinnar. Talið er að þriðjung- ur húsa borgarinnar hafi eyði- lagzt í síðustu viku. Nokkuð hefur borið á því að þjófar hafi farið ránshönd- um um rústirnar, og segir dag- blaðið Clarin í Santiago að her menn hafi skotið 24 þjófa í borginni Puerto Montt, þar af tvo, sem voru að reyna að sprengja upp peningakassa í banka. AIls er álitið að yfir 6000 manns hafi beðið bana í jarð- skjálftunum en um tvær millj. misst heimili sin. Ekki hótun, heldur aðvörun, segir Malinovski Moskvu, 30. maí (NTB-Reuter) VARNARMÁLARÁÐ- HERRA Sovétríkjanna, Rodi- Jtf:- «.L\ Rodion Malinovski, marskálkur on Malinovski marskálkur, sagði í dag að eldflaugastöðv- ar Rússa hafi fengið fyrir- skipanir um að hefja fyrir- varalaust árás á hverja þá flugstöð, sem notuð yrði af flugvélum, er flygju yfir rúss neskt landsvæði, eða land- svæði annara kommúnista- landa. Sagði Malinovski þetta í ræðu er hann hélt á fundi verkamanna í Kreml, en með- al áheyrenda var Nikita Krúsjeff forsætisráðherr'a. — Framh. á bls. 23. Sjálfsákvörðun- arrétturinn sigrar í Alsír ALGEIRSBORG, Alsír, 30. maí (Reuter). — Kosningar fóru fram í Alsír um helgina, og biðu hægri sinnaðir innflytjendur, sem vilja sameiningu við Frakkland, mik- inn ósigur. Hafa fylgjéndur sjálfs ákvörðunarréttar fyrir Alsír hlot ið hreinan meirihluta þingsæta. Alls er kosið um 452 þingsæti, og eru úrslit kunn um 405 þeirra. Þar hafa Gaullistar, sem styðja tillögu De Gaulle forseta um að veita Alsír sjálfsákvörðunarrétt strax og friður er kominn á í landinu, hlotið 240 þingsæti. Þeir sem vilja algjöra stjórnmálalega sameiningu við Frakkand hafa hlotið 90 þingsæti ,óháðir 64 og vinstri menn 11 þingsæti. Ævintýraleg handtaka EXTRABLAÐIÐ í Kaupmh. segir á laiugardaginn frá elt- ingaleik miklum þegar Mend- eres, fyrrverandi forsætisráð- herra Tyrklands var handtek- inn. ORRU STUÞOTUR Menderes var á leið í ferða- lag um Anatolíu hérað. Þegar hann kom til bæjarins Eski- sehir, mun hann hafa fengið fregnir af byltingunni. Flýtti hann sér þá, ásamt fjármála- ráðherranum Hasan Polatkan, um borð í tyrkneska farþega- flugvél, sem þegar hóf sig á loft. — Hernaðaryfirvöldin sendu þá tvær orrustuþotur til að elta flugvélina. Flugmenn- irnir á þotunum fyrirskipuðu flugstjóra farþegavélarinnar fimm sinnum að lenda, án þess hann sinnti því. Flugu þeir þá upp að hliðum far- þegavélarinnar og neyddu hana smám saman niður. KAPPAKSTUR Þegar farþegavélin nauð- lenti á akri, hlupu Menderes og fjármálaráðherrann út úr henni og yfir á þjóðveginn. Þar stöðvuðu þeir bifreið, ráku bílstjórann út, og héldu burt með ofsahraða í áttina til bæjarins Kiitahya. Flugmenn orrustuþotanna lentu einnig. Þeir stöðvuðu aðra bifreið, og eftir heilmik- inn kappakstur tókst þeim að ná og stöðva bifreið ráðherr- anna. Með skammbyssur í höndum, neyddu þeir ráðherr- ana til að gefast upp, og voru þeir síðan sendir flugleiðis til Ankara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.