Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORGTJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. maí 1960 Aðstaða Húnaðarbankans verðnr efld til muna — Sá er tilgangurinn með aðgerðum ríkisstjórnarinnar FEUMV ARPIÐ um breyt- ing á lögunum um Búnaðar- banka íslands kom til 1. umr. í Neðri deild síðdl í gær. Landbúnaðarráðherra, Ingólf- nr Jónsson, fylgdi frumvarpinu úr hlaði og skýrði frá efni þess í megindráttum, en kvaðst ekki sjá ástæðu til að flytja um það langa ræðu, þar eð ekkert sér- stakt hefði komið fram af hálfu stjórnarandstæðinga í Efri deild, er gæfi tilefni til slíks. Hefur ekki traust Eystefns Eysteinn Jónsson kvað afstöðu Pramsóknarmanna til frum- varpsins hafa verið lýst í Efri deild og því minna tilefni en ella til að rekja hana náið. Megin- kjarni málsins væri sá, að stjóm- arflokkarnir vildu nú strax ná tökum á bankanum. E. J. kvaðst ekki hafa traust á stefnu ríkis- stjórnarinnar í lánamálum og því vildi hann ekki eiga hlut að því, að hún fengi stjóm yfir Búnaðarbankanum og stofnlána- sjóðum hans. Aðstaða bankans styrkt Ingólfur Jónsson svaraði E. J. nokkrum orðum og kvað auð- heyrt á máli hans og þeirra Framsóknarmanna, sem talað hefðu um frv. í Efri deild, að hugur fylgdi ekki máli í gagn rýni þeirra. — f>vert á móti fyndist þeim í hjarta sínu eðli- legt og sann- gjarnt að um- rædd breyting yrði gerð, og að bankinn mundi standa á fastari fótum eftir en áður. Bankanum væri líka mest þörf á sterkari aðstöðu, og stefndi ríkisstjórnin nú að því að skapa hana. Óreiðuvíxlar vinstri stjórnarinnar í sambandi við ádeilur E. J. á núverandi ríkisstjórn, benti I. J. á, að af skýrslum frá bank- anum væri ljóst, að sjóðir hans hefðu í rauninni verið orðnir gjaldþrota um síðustu áramót. A þeim hefðu hvílt ýmsir óreiðu- víxlar, sem núverandi ríkis- stjórn hefði orðið að taka að vinmngar í GÆR varð að lögum á Alþingi frumvarp frá ríkisstjórninni um skattfrelsi -’inninga i símahapp- drætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 1960 og happdrætti Styrktarfélags vangefinna, sem einnig er efnt til í ár. Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins skulu vinningarnif undanþegnir öllum opinberum gjöldum nema eignar skatti. sér að greiða. Þessa ætti E. J. að minnast og gæta að sama skapi hófs í gagnrýni sinni. Bót — eða sýndartillaga? Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs að nýju og lagði í þeirri ræðu sinni einkum áherzlu á það, að áhrif bændastéttarinnar á stjórn bank- ans múndu minnka til mik- illa muna og taldi, að breyt- ingartill. Fram- sóknarmanna um að Stéttar- samband bænda tilnefndi fimmta mann banka- ráðsins hefði getað bætt þar úr og um leið komið í veg fyrir að einn flokk- ur hefði meirihluta í ráðinu; en þessi tillaga var felld í Efri deild. Ingólfur Jónsson sagði, að þessi tillaga Framsóknarmanna væri einskær sýndartillaga, sprottin af því, að svo hittist á nú, að þeir hefðu meirihlula í stjórn stéttarsambandsins og þar með aðstöðu til að ráða manninum. Hvort er betri .... Burtséð frá því sem að fram- an segir, deildu þeir I. J. og E. J. nokkuð vítt og breitt um það, hvor flokkurinn, Sjálfstæð- isflokkurinn eða Framsókn, hefði á undanförnum áratugum orðið bændastéttinni til meira gagns og sýndist þar sitt hvor- um, eins og getum má að leiða. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umræðu gegn einu mót- atkvæði. Veðurathugunar- menn Tómstundar- þáttarins JÓN Pálsson kennari, sem kunn- ur er fyrir umsjón þáttarins „Tómstundaþáttur barna og ung linga“ í Útvarpinu, hefur skýrt Mbl. svo frá, að nú séu á döfinni allsherjar hitamælingar á veg- um þáttarins, um land allt, inn til dala og út á yztu annes. Kvaðst Jón hafa gengið til liðs C +-2s +20 +/S +/0 +s o /2- /v /£. /6. /7. /a Meðfylgjandi tafla verður not- uð í sambandi við hitamælingar, vikuna 12.—18. júní í sumar, á vegum Tómstundaþáttar Út- varpsins. +/o + S o +-S Hér er svo sýnishorn af línu- riti einnar viku í marz sl. Hitinn var mældur daglega og sýnir m. a. að tvo daga vikunnar fer hann niður fyrir frostmark (0). við þessa hugmynd Pál Berg- þórsson veðurfræðing. Myndi hann koma fram í „Tómstunda- þættinumí' hinn 11. júní, og setja þá hina ungu „veðurathugunar- menn“ inn í embættið. Til þess að sem beztur árangur náist við þessar mælingar, verða allir að vinna eftir sömu reglum, ef þátt takendur á annað borð hafa að- gang að hitamæli á húsinu heima hjá sér, eða í næsta nágrenni. Mælingar þessar standa aðeins yfir eina viku, þ. e. 12.—19. júní. Kom Jón Pálsson með töflu til blaðsins, en til þess er ætlazt, að „veðurathugunarmenn" þáttar- ins klippi hana út úr blaðinu og geri línuritið síðan í samræmi við sýnishornið sem fylgir töfl- unni. En allt verður þetta út- skýrt betur í þættinum laugar- daginn 11. júní. Þeta starf er ekki bara leikur, heldur ber að taka bað alvarlega og Páll Bergþórsson hefur sagt Jóni Pálssyni að með svo víð- tækum hitastigsmælingum, sem ætla má að verði, muni fást at- hyglisverðar upplýsingar. Það mætti láta sér til hugar koma, að hinir ungu „veðurathugunar- menn“ þáttarins, gætu innt af hendi frekari mælingar og at- huganir á veðurfari sem að gagni má koma. Hlustendur þáttarins ættu að kynna sér vel meðfylgjandi töflu og sýnishorn af línuriti og hlusta vel eftir skýringum þeirra Jóns og Páls. * Musteri ísl. tungu Velvakandi fór í leikhús á laugardagskvöldið. Sýndur var leikurinn „ástir og "i' ' "VT -i'i 5 I sætí m I SALUR T5i vínstri 9. beísteHr dyr B t % stjórnmál", gamansamt, létt leikrit, reglulegur vorleikur. Dyravörðurinn beið eftir að göngumiðunum við dyrnar, eins og lög gera ráð fyrir, en Velvakandi var heldur seinn að draga þá fram, því fleiri að göngumiðar að sýningum Þjóð leikhússins lágu einnig í vesk- inu og því nauðsynlegt að lesa dagsetninguna, til að vita hvaða miðar ættu við í þetta sinn. Það reyndust vera miðamir sem á stóð á ensku: 28. may 1960. • Hver er vinnu- skiptingin? Þjóðleikhúsið ~ ber meira á góma en nokkru sinni í við- ræðum manna á milli, nú eftir 10 ára starfsferil. Það barst einnig í tal, er leikhúsgéstur átti tal við Vel- vakanda í vikunni. „Mér finnst menn gera alltof lítinn greinarmun á stofnuninni og þjóðleikhússtjóra, þegar þeir eru að finna að störfum Þjóð- leikhússins, sagði hann. Það er eins og gert sé ráð fyrir að þjóðleikhúsráð og leikritavalsnefnd séu þar að- eins upp á punt, ráði engu og beri enga ábyrgð. í Þjóðleik- húsráði eru þó Halldór Kiljan Laxness, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, Haraldur Björnsson, Jak- ob Benediktsson og Hörður Bjamason. Því er ekki að- finnslum líka beint til þeirra? Það væri annars gaman að vita hvaða hlutverki þjóðleik- húsráð gegnir og hvað leik- ritavalsnefnd gerir. Ég hefi alltaf haldið að þjóðleikhús- stjóri væri framkvæmdastjóri leikhússins, en ráðið þyrfti a. m. k. að samþykkja allt meiri háttar sem gert er í leikhúsinu og leikritavals- nefndin veldi leikritin. En Á Vesturgötunni: Neðst á Vesturgötunni er stór hitamælir, sem margír bæjar- búar lesa af á degi hverjum, þegar leið þeirra liggur hjá. — Mjög almennur áhugi er alltaf ríkjandi fyrir veðri og veður- fari. Þingforseti fer utan UNNAR STEFÁNSSON hefur á ný tekið sæti á Alþingi, nú í fjarveru Friðjóns Skarphéðins- sonar, forseta Sameinaðs þings, sem farinn er utan til starfa í mannréttindanefnd Evrópu. Störfum þingforseta gegnir á meðan Sigurður Ágústsson, en hann hefur nokkrum sinnum áð- ur á yfirstandandi þingi stýrt fundum Sameinaðs þings í for- föllum Friðjóns Skarphéðinsson- ar. kannski er þetta misskilning- ur hjá mér. A. m. k. virðast flestir aðrir telja að þjóðleik- hússtjóri gegni þarna meira hlutverki og ábyrgðin lendi öll á honum". Þetta sagði leikhúsgestur, og væri fróðlegt að vita hvort hans skilgreining á vinnu- skiptingu og ábyrgð í leikhús- inu er sú rétta. * Skemmtileg_____________ hljómplata „Kasper, Jesper og Jóna- tan“ heyrist sungið í útvarp- inu og allt smáfólkið á heim- ilinu trítlar á sínum litlu fót- um að útvarpinu. Fullorðna fólkið leggur líka við eyrun. AUir hafa gaman af nýju hljómplötunni með söngvun- um úr Kardimommubænum, og frásögninni, sem þeir eru tengdir saman með. Upptakan er reglulega skemmtileg. PP. segir í bréfi til Velvak- anda að plata þessa sé miklu skemmtilegri en sú norska um sama efni. Hann minnist einn- ig á aðrar ísl. hljómplötur, sem hann hrósar mjög, eins og t. d. lögunum úr Delerium Bubonis. Einnig kveðst hann hafa keypt plötur, sem söngv- arinn Óðinn Valdemarsson syngur á, í verzlun við Karl Johann í Oslo og leikið hana fyrir norska vini sína, sem hafi orðið mjög hrifnir. Hann er þeirrar trúar að ísl. plötur séu komnar á það stig að þær hafi góða sölumöguleika í samkeppninni erlendis. Ekki er Velvakandi kunnug ur því atriði, en hann kann þó vel að meta vísuna hennar Soffíu frænku, hans Sebastí- ans borgarstjóra og þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.