Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORCliynr 4 ÐIÐ Þriðjudagur 31. maí 1960 Frjals innflutningur á flestum vörum En hluti innflutningsins verður bundinn við vöruskiptalönd SAMKVÆMT reglugerð um flutnings- og gjaldeyrisleyfi, sem viðskiptamálaráðuneyt- ið setti 27. maí sl. og öðlast gildi nú hinn 1. júní, er meg- inhluti innflutningsins gefinn frjáls. Það þýðir, að mönnum er nú í sjálfsvald sett, hvað- an þeir flytja flestar vöruteg- undir inn, og hve mikið magn. Sá, sem kaupir vöru erlendis frá til þess að selja aftur hér innanlands, getur því hagað kaupum sínum í samræmi við eftirspurn almennings. Ef miðað er við innflutta vöru á árinu 1958, kemur í ljós, að ríflega 60% innflutningsins verð- ur algerlega frjáls. Rúm 25% verða á „frílista“ frá jafnkeypis- löndum, þ. e. frá löndum, sem eiga við oWkur jafnvirðiskaup eða „clearing-viðskipti". Þær vörutegundir, sem þannig er á- statt um, geta menn því keypt inn frá jafnkeypislöndum án þess að sækja um leyfi til þess, en ekki frá öðrum löndum. Loks verða svo um 10% bundin gjald- eyris- og innflutningsleyfum. Menn geta sótt um innflutnings- leyfi fyrir slíka vöru frá hvaða landi sem er, en innflutningur- inn verður bundinn svonefndum glóbalkvóta. Flestar slíkar vörur verður þó hægt að flytja inn ó- takmarkað frá jafnkeypislönd- um. Það verður að taka skýrt fram, að hlutfallatölur þessar geta ver- ið allviliandi, þar eð miðað er við innflutning á þeim tíma, þegar verzlunin var þrælbundin höft- um og fjötrum. Margar vöruteg- undir, sem fengust alls ekki fluttar inn á árinu 1958, eða þá í örlitlum mæli, koma nú sjálfsagt á markaðinn hérlendis, svo að búast má við, að þessi 60% eigi eftir að hækka allverulega. Ætla má, að almenningi leik forvitni á að kynna sér, hvaða vörutegundir verður nú hægt að kaupa til landsins, án þess að sækja þurfi um leyfi til yfirvald- anna. Hér á eftir verða taldar upp nokkrar þeirra. Hafa ber þó í huga, að hé^ er alls ekki um neina tæmandi upptalningu að ræða, heldur verður talið upp af hálfgerðu handahófi hið helzta, sem blaðamaðurinn rak augun í, er hann bar tollskrána saman við reglugerðina. Röð tollskrárinnar á flokkun vörutegunda er fylgt. Hvað bætist á frílistann? Af matvörum má úlgreina: Hunang, allir ávextir, hvort heldur þeir eru nýir, þurrkaðir, sýrðir, saltaðir, kryddaðir eða niðursoðnir, allar kakóvörur, þ. á m. kakódeig og kakómalt, fóðurkex, alls konar framleiðslu- vörur úr grænmeti og sveppum, kaffiextrakt, allt skepnufóður (nema fóðurmjöl úr keti og fiski). Þá verður innflutningur frjáls á öllum jarðcfnum (nema gipsi og sementi), málmgrýti o. þ. h. -nema steinull), bríkettum, við- arkolum, asfalti, asfaltlíki og as faltkítti, koltjöru og annarri tjöru. Eftirtalið verður frjálst að flytja inn: Öll kemísk framleiðsla, allar vörur til Ijósmyndunar, þ. á. m. filmur (framkallaðar eða ófram kallaðar), kvikmyndafilmur, ljós myndaplötur og Ijósmyndapapp- ír. Litaskrín og litir alls konar, hárolía, baðsölt og ilmefni, öll fægiefni, gljá-, slípunar- og hreinsunarefni. Kaseín, albúmín, valsa-, auto- graf- og hektógrafmassi, púður, sprengiefni, kveikiþráður, hvell hettur, flugeldar og kveikipapp- ír í mótora. Alls konar húðir og skinn, unnið og óunnið, lakkleður og leðurlíki, ýmsar leðurvörur og loðskinn. Kátsjúk og gúttaperka, alls kyns gúmmívörur og allur gúmmífatnaður, nema skófatn- aður. Allur trjáviður (eik, beyki, birki, hlynur, askur álmur lindi viður, rauðviður eða mahogni, satinviður, teak, hnotutré spónn o.s.frv.) nema fura og greni. Þó koma þessar vörur úr furu og greni á frílista: þilfarsplankar, girðingastaurar, síma- og raf- lagningastaurar, spírur og staur- ar, en leyfi þarf enn fyrir: plönkum, bitum, óunnum og unnum borðum ef þetta er úr furu eða greni. Frjálst verður að flytja inn þær vörur úr viði, sem hér eru taldar: Tunnuefni, viðarull, kassar og tunnur, sköft og handföng, smíða tól, handverkfæri, amboð, garð- yrkjutæki og öll önnur landbún- aðarverkfæri úr tré alls kyns list ar og stengur, svo sem húsalist- ar, þéttilistar, rammalistar, glugga- og dyratjaldastengur, rammar, reglustikur o. s. frv., yfirleitt flestar vörur úr tré. Allar korkvörur nema kork- tígulgólf (parkett). Mottur og körfur hvers kyns úr reyri, stráum eða tágum. Pappírsmassi, bókbandspappi og annar pappi, umbúðapappir, dagblaðapappír teiknipappír, filt erpappír, stensilpappír, kalker- pappir, veggfóður úr pappír, smjörpappír pappírspokar, véla- þéttingar úr pappír og flestur annar pappír. ÖIl prentuð, skrifuð og grafísk verk (nema áprentaðar verzlun- arbækur), en áður þurfti leyfi fyrir t. d. nótnabókum og nótna blöðum. UII, silki og gervisilki (nælon o. s. frv.) og vörur unnar úr þeim efnum (nema gólfábreiður, gólf- mottur og gólfdreglar). Baðmull og baðmullarvefnað- ur (nema prjónavörur), hör, hampur, júta o. fl. efni, og næst- um allar vörur, sem unnar eru úr þeim efnum, vatt, vörur unn ar úr flóka og gjarðvefur. Teikniléreft, listmálunarléreft, all skonar vefnaðarvara, sem er lökkuð, ferniseruð, máluð, olíu- borin etc. Ýmsar prjónavörur og flestur fatnaður úr margs konar efnum, sem of langt yrði hér upp að telja. Allur skófatnaður (nema kát- sjúk, en sjóstígvél úr kátsjúk eru þó á frílista) og regnhlífar. Alls konar vörur úr steini, biki, asbesti og glimmer, ýmsar leirvörur og glervörur (t. d. hita- flöskur). Vatnslásar úr járni, vélavír- dúkur, stórriðin girðinganet, vír- mottur, allar festar og keðjur, þrýstilokur vír- og vantþvingur, alls konar kæliskápar og kæli kassar. Öll landbúnaðaráhöld úr járni og stáli, og hlutar til þeirra. Öll smíðatól úr járni og stáli og önnur þ. h. handverkfæri og hlutar til þeirra. Blikkdósir og blikkkassar, Öll reiðtygi úr járni og stáli, og ótal fleiri vörur úr járn og stáli, sem ekki er nokkur vegur að telja upp hér. Allur kopar, koparblöndur og vörur úr þeim. AUur nikkel og nikkelblöndur, þ. á. m. nýsilfur, og allar vörur úr þeim efnum, hvort sem er að ræða búsáhöld, nagla, plötur, stengur, vír eða annað. Blý og allar blývörur, zink og zinkvörur allar, þ. á. m. bús- áhöld (nema baðker, vaskar o. þ- h.). Tin og tinblöndur og vörur úr úr þeim efnum, og allir aðrir ódýrir málmar og vörur úr þeim. Allar vélar, mótorar og vélknú- in áhöld og verkfæri (nema reiknivélar, ritvélar, sjálfvirk löndunartæki og vélar til tré- og járnsm.íða). Hér bætast meðal margs annars á frílista: Dælur og dæluvélar, saumavélar, vefstólar, kjötkvarnir, kaffikvarnir, vindur og rullur. Allar tegundir dráttar- véla, handsláttuvélar, sáðvélctr, ostapressur, áburðardréifarar og kartöfluupptökuvélar (allar land búnaðarvélar verða á frílista). Talningarvélar, fjölritarar og aðr ar skrifstofuvélar. Allar vélar til bygginga- og mannvirkjagerðar verða nú á frílista, slökkvitæki, bifvélar, kúlu- og keflalegur, gufuvélar, bindivélar, lyftur, túr- bínur, vélar til iðnaðar og fram- leiðslu (t.d. mjólkurvinnslu, tó- vinnu, ullarþvottar, niðursuðu, sútunar, lýsishreinsunar, fiskiðn- aðar, hvalvinnslu, frystingar, prentunar, skógerðar, kátsjúkiðn- aðár, glergerðar, brauðgerðar, smjörlíkisgerðar, sápugerðar o. s. frv. o. s. frv.). ÖIl rafmagnstæki og rafmagns- vörur (nema mótorar og geymar). Við bætast t.d.: rafalar (dýnamó- ar), mótorrafalar, riðlar, spenn- ar, þéttar, ræsar, hlöður, allur rafmagnsútbúnaður í bíla, skip og önnur farartæki, innlagningar efni (t.d. þræðir, einangrarar, pípuvír, vartappar (sikringar), dyrabjöllur, rofar, tenglar o. S. frv.), lækningatæki, svo sem há- fjallasólir og margt fleira. Þessar bifreiðar fara á frílista: Vörubifreiðar, sem eru 3 tonn eða þar yfir að burðarmagni, langferðabifreiðar, strætisvagnar, snjóbifreiðar, kranabílar, steypu- hræribílar, slökkvibifreiðar og sjúkrabifreiðar. Enn fremur fara þessi farar- tæki á frílista: Reiðhjól, vegheflar, dráttarbíl- ar til uppskipunar, ýmsir vél- knúnir vagnar, hestvagnar, hey- grindur fyrir dráttarvélar o. þ. h., hjólbörur og sleðar. Flugvélar og skip verða á frí- lista. Innflutningur verður nú alger- lega frjáls á öllum tækjum, (in- strúmentum), vogum og úrum, að undanskildum sjónaukum. Af þess háttar vörum, sem nú fara á frílista, má nefna: Optísk gler ,smásjár, gleraugu, gleraugnaumgerðir, ljósmynda- vélar, kvikmyndatöku- og kvik- myndasýningarvélar, teiknigerðir (bestikk), reiknistokkar, líkön, allir mælar, svo sem sjúkramæl- ar, heymælar og aðrir hitamælar, málbönd, mælistokkar og kvarð- ar, allar tegundir af vogum og vogarlóðum, hjúkrunar- og lækn- ingatæki, svo sem gervilimir, hlereyru etc., allar gerðir af úr- um og klukkum og varahlutar í öll þessi tæki. Innflutningur á hljóðfærum og hlutum til þeirra, á tónskífum (grammófónplötum) og grammó- fónnálum verður nú frjáls. Þá bætist mesti sægur af alls konar smávarningi á frílista, sem ekki er unnt að telja upp hér, en nefna má þó: vörur úr tilbún- um perlum, kóralli, skjaldböku- skel, skelplötu, rafi, merskúmi, beini, horni, vaxi o. s. frv., reykj arpípur og hlutar til þeirra, pípu hreinsarar hvers konar, vindlinga munnstykki og kveikjarar (nema um gull, silfur eða platínu sé að ræða), alls kyns snyrtitæki og fleira og fleira. Á frílista um áramótin Nokkrar vörur skulu háðar gjaldeyris og/eða innflutnings- leyfum til 31. des. 1960, en bæt- ast þá við á frílistann. Það eru m.a.: ýmiss konar málning, sem tilreidd er með oliu, distemper og aðrir slíkir vatnslitir, sprittfern- is, sprittlökk o. fl. þ. h., handsápa og raksápa, ýmis fatnaður úr plasti, gúmmíbelti, kátsjúkfatnað ur, prjónaður ytri fatnaður úr gerviefnum eða ull, regnkápur og íborinn fatnaður úr silki, gervi- efnum eða öðrum spunaefnum, jakkar og úlpur úr gerviefnum, ull eða baðmull, ytri fatnaður fyrir karlmenn úr gervisilki og öðrum gerviþráðum, ull eða baðmull, nærfatnaður úr ull, líf- stykki, korselett, brjóstahaldarar og þvílíkar vörur og skófatnaður úr leðri. Framh. á bs. 14. Nýr hafnarbátur í Vestmannaeyjum IigpjSTHII■ ■ . 1 !\ NÝLEGA hefur verið geng- ið frá samningum um smíði á nýjum hafnarbáti fyrir Vestmannaeyjar. — Undir- ritaði Jón I. Sigurðsson. Unfnsögumaður í Vesi mannaeyjum samninginn f. h. hafnarsjóðs Vestmanna- eyja við Ernst Menzer, Schiffewerft, Geesthacht/ Elbe. Kaupverðið er rúm- lega 5.5 millj. ísl. kr. — Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur, teikn- aði bátinn, sem verður um 70 lestir að stærð. — csii Gíslason, settur bæjarstjóri í Eyjum, útvegaði lán í V-Þýzkalandi til greiðslu a andvirði bátsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.