Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 31. maí 1960 MORGVTSBLAÐ1Ð 11 asúlur o barnaleikvellir ALLIR, sem ferðast um þennan bæ, hljóta að veita því athygli, hvílíkir umferðaerfiðleikar eru víða í bænum. Gætir þessa þó hvergi meir en í hinum eldri bæjarhverfum, þar sem götur eru þröngar og krókóttar, en bíia- mergðin á hinn bóginn sívaxmdi og svo ört, að margir hafa af því þungar áhyggjur. Á það ætti að vera óþarft að minna, hvílík slysa- og jafnvel dauðahætta fylgir þessu umferðaöngþveiti. Sú hætta vofir yfir öllum þeim, sem leið eiga um bæinn, en þó alveg sérstaklega yfir börnunum, sem alls staðar eru og svo að segja í daglegri lífshættu af völd um umferðarinnar. Enginn þarf að láta sér detta í hug, að það sé auðvelt verk að ráða bót, sem að gagni mætti koma, á umferðaerfiðleikunum og hættunni, sem af þeim stafar, og sjálfsagt eru skoðanir manna skiptar um úrbætur. Þó skyldi maður ætla, að allir gætu orðið ásáttir um, að eitt hið fyrsta, sem gera bæri til úrbóta væri að koma í veg fyrir allt, sem leitt getur til þess, að bílar safnist sam an, þar sem þrengsli eru ærin fyrir, og bægja sem unnt er öllu því burt úr bænum, sem stuðlað getur að auknu bílaþvargi. Hef ég þar sérstaklega í huga bíla- og benzínsölur og bílaviðgerðar- stöðvar. Má ég nú spyrja: Er þetta gert? Ónei, ekki aldeilis. Á síðustu misserum hafa for- ráðamenn bæjarins tekið upp þann varhugaverða sið að leyfa bílasölur innanbæjar og staðsetja þær einkum og sérstaklega í gömlum bæjarhverfum, þar sem alls var fremur þörf en að auka bílaþvarg og umferðaerfiðleika sem fyrir voru með þeirri hættu, er því fylgir. Sá bæjarhluti, er einna verst hefur orðið úti vegna þessa, eru Þingholtin, þar sem bílasölum hefur undanfarið ver- ið troðið í hverja smugu, og er nú svo komið, að 7—8 bílasölur eru þar starfandi, auk 3—4 bíla- viðgerðastöðva. Gamansömum náunga, sem var nýlega að virða fyrir bílaþvarg- ið á einni bílasölunni varð að orði: Nú er auðséð hvert verður næsta skref bæjaryfirvaldanna til að bæta umferðina í bænum. Þeir fara náttúrlega að rýja bæjarféð á Austurvelli að vorinu og rétta það þar að haustinu. Árið 1948 var fenginn hingað á vegum barnaverndar Reykja- víkur danskur sérfræðingur, sem leiðbeina átti nefndinni um stað- setningu barnaleikvalla í bænum. Sá staðurinn, sem honum þótti einna brýnust þörf fyrir að koma upp leikvelli á voru Þingholtin, og staðsetti hann völlinn við Berg staðastræti norðanvert, eða nán- ar til tekið á svæðinu, er tak- markast af Bergstaðastræti, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spít- alastíg. Þessi leikvöllur er enn ókominn, en nú tróna þarna bíla- sölur allt í kringum hinn fyrir- hugaða barnaleikvöll með mörg hundruð bíla á fleygiferð aft- ur og fram og síaukinni slysa- og dauðahættu fyrir börnin, sem leikvallarins áttu að njóta. Örskammt frá þeim stað, er hinn danski sérfræðingur stað- setti leikvöllinn, hefur síðustu ár verið og er enn stór, óbyggð lóð, sem ýmsum hefur dottið í hug, að ekki hefði verið betur notuð til annars en hafa þar leik- völl, á meðan ekki er byggt á henni. Á þessari lóð hafa síðustu misserin starfað tvær bílasölur og auk þess tvær bílaviðgerðarstöðv ar. Þarf ekki að lýsa, hve mikl- um þrengslum og umferðaerfið- leikum það veldur, þegar ara- grúi bíla safnast saman á litlum bletti, eins og þarna er, auk slysahættunnar, sem auðvitað margfaldast af' sömu orsök. Ég trúi ekki öðru en að allir, sem um þessi mál hugsa, hljóti að sjá, að bílasölur eiga engan rétt á sér innanbæjar. Þær eru til þess eins — að auka þrengslin, umferðaöngþveitið -og slysahætt- una eins og sagt hefur verið. Á hinn bóginn virðast engar fram- bærilegar ástæður mæla gegn því, að bílasölurnar séu fluttar út fyrir bæinn. Og það á ekki að gerast einhverntíma í framtíðinni heldur nú strax. Ef bæjaryfirvöldin tækju nú rögg á sig og kipptu þessu ófremd arástandi í lag með því að fyrir- skipa brottflutning allra bílasal- anna úr bænum mundi víða rýmk ast um pláss, t.d. í Þingholtunum, og væri þá til of mikils mælzt, að við gamlk- og góðir gjaldendur í því hverfi fengjum þó að seint sé, barnaleikvöllinn, sem okkur var ætlaður fyrir tólf árum og þá þegar talin hin brýnasta nauð- syn. 17. maí 1960. K. Ó. Dýr silfur- peningur T H É R sjáið þiS mynd af silfurpeningnum, sem gef- inn var út í tilefni af silf- urbrúðkaupi dönsku kon- ungshjónanna hinn 34. þ.m. — Á þessum vandaða pen- ingi stendur 5 króna verð- gildi — en á almennum markaði er hann seldur á kr. 10 danskar. — Þar sem upplag peningsins er tak- markað, eru þó margir fús- ir að borga allmiklu meira fyrir hann — t .d. hefir frétzt af Bandaríkjamanni nokkrum, sem bauð nokkur hundruð dali fyrir einn slíkan. Sumarbústaður óskast til kaups eða leigu. Sínii 1-16-76 kl. 10—12 dagl. Bifvélavirkjar Menn vanir bifreiðaviðgerðum óskast nú þegar á við- gerðaverkstæði okkar.. Uppl. gefur verkstjórinn Árni Stefánsson. Egill Vilhjálmsson hf. Sími 22240. Sumarbústaður með húsgögnum óskast til leigu mánuðina júní til 1. október. Aðeins bústaður í góðu standi kemur til greina. Góð umgengni. Útborgun fyrir allt tímabilið. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Bústaður — 3523“ fyrir 7. júní. IMauðungaruppboð verður haldið að Háteigsvegi 20, hér í bænum, mið- vikudaginn 1. júní n.k. kl. 1,30 e.h. eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl. o. fl. Selt verður bökunarofn, deigdeilari, ísbox og 2 gler skápar. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Fiskbúð á góðum stað til sölu. Mjög hagkvæmir greíðslu- skilmálar. Uppl. gefa LÖGMENN, TJARNARGÖTU 16, sími 1-1164 og 2-2801. Vantar mann sem gæti unnið og staðið fyrir IIj ólreiðaviðgerðar- verkstæði, gæti orðið meðeigandi. Tilboð sendist blað inu merkt: „Hjólbarði — 3953 fyrir laugard. Vörubifreið ósknst Viljum kaupa nýja eða nýlega vörubifreið 1—2% tonna. Bifreiðin sé með traustum palli, en vélsturtur eru óþarfar. Nánari upplýsingar í skrifstofu vorri, Traðarkotssundi 6, sími 1 75 30 og 1 55 95. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. Verzlunorhúsnæði til leigu. Hentugt fyrir litla sérverzlun eða söluturn. Kvöldsöluleyfi fylgir. Tilboð sendist í pósthóf 976 fyrir 4. júní. Mercedes Benz 180 Diesel árg. 1955, einkabíll, til sölu og afhendingar í Ham- borg. Ef samið er strax yrði bíllinn í Rvk um 10. júní. Aðal BlLASALAN, Ingólfsstræti 11 — Sími 15-0-14 og 2-31-36. Husgagnasmiður Húsgagnasmiður óskast eða maður vanur verk- stæðisvinnu. NÝJA KOMPANflÐ H.F. Sími 13850 — Grettisgötu 51. Akranes Tvílyft steinhús á góðum stað á Akranesi til sölu. Húsið er mjög vandað og fylgir því stör bílskúr. Nánari upplýsingar gefur Óskar Jónsson Suðurgötu 50. Sími 287. Vélskornur túnþöknr Afgreiðsum túnþökur í Breiðholtslandi rétt innan við Frystihúsin í Kópavogi alla virka daga frá kl. 8—8. — Sendum einnig heim. Gróðrastöðin við Miklatorg Símar 22-8-22 og 19-7-75.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.