Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVHBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. maí 1960 r Skiplrotóm enn EFXIR W. W. JACOBS 21 -— Já, eða eitthvað annað, sem er sætt og hollt, svaraði læknir- inn og leit á hann frá hvirfli til iija. — Hafðu mín ráð, ég hef séð sitt af hverju um dagana og meira að segja tekið þátt í því, þegar ég var yngri. Já, ég skil vel hvað fram fer, og hef gam- an af að horfa á það, þegar skyldustörfin leyfa. Það þýðir ekkert að vera önugur; ég get ekki að því gert þótt ég sé eftir- tektarsamur og heldur ekki get ég stillt mig um að hjálpa þeim, sem bágt eiga. Þannig eru allir miklir menn. Peplow slapp við að svara þessu, er Pope kom í sama bili út úr reyksalnum. Rödd hans heyrðist nú glymja um þilfarið. — Vitanlega fór spilagaldur- inn út um þúfur, sagði hann í rellutón. — Þegar maður segir öðrum manni að draga spil og stinga því í bunkann aftur og svo stingur hann því í vasann í stað- inn, er ekki von, að vel fari. — Hvar er þessi læknisfjandi? — Mér er víst bezt að hverfa, sagði Maloney. — Treysti mér ekki að verja það, sem óverjandi er. Við skulum koma niður til mín og rabba saman. Efni: Ekkjufrúr og aðferðin til að leika á þær. Síðan kom læknirinn sér burt, og eftir stutta umhugsun fóru þeir vinirnir í humátt á eftir hon um. Umræðuefni læknisins hefði sennilega getað orðið skemmti- legt fyrir ungfrú Mudge, sem undanfarið hafði liðið undir verndarráðstöfunum ungfrú Flacks. Ungfrúin hefði orðið fljót til að viðurkenna, að karl- mennirnir veittu henni athygli, en hins vegar hefði hún seint viðurkennt, að hún þarfnaðist hjálpar gegn þessari athygli. — Enda þótt hún yrði fyrir umsátri af hendi hásetaklefans, búrsins og vélarrúmsins, gerði hún betur en standast það, og aðeins æsti upp eftirsókn umsátursmanna. Um máltíðir átti hún frí. Þá var enginn á þilfari og farþeg- arnir undir þiljum. Þá var hún vön að ganga fram á, með bók í hendinni, eða jafnvel einhverja sauma, til sýnis, en á eftir henni einhver buktandi skipsmaður með stól handa henni að sitja á. Daginn eftir að Pope hafði fram- ið spilagaldrana, var stólberinn enginn annar en Tarn bátsmað- ur. Og það var engin tilviljun, heldur vegna þess, að hann hafði haft hugsun á að reka tvo háseta sem vildu gjarna höndla hnossið, að verki aftur, og sagt þeim að vera eitthvað að gera. — Hvernig er þetta? spurði hann, er hann hafði komið stóln- um fyrir. Ungfrú Mudge kom sér fyrir í stólnum og lét falla bandhnykil, sem hún hafði í hendinni, og báts maðurinn elti hann. Þegar hann kom aftur var hann að vinda upp rakið. — Ég held það væri betra hinu megin, sagði hún, og stóð upp. Tarn flutti stólinn, strauk ljós- leitt yfirskeggið og stóð síðan og horfði á hana, þolinmóðu augna- ráði. — Er ekki gaman? dirfðist hann loksins að spyrja. Ungfrúin geispaði. — Æ, það er hálfþreytandi, sagði hún. — Það er eins og aldrei gerist neitt til sjós. — Já, en þér hafið nú komið í land, öðru hvoru. — Já, víst hef ég komið í land, svaraði hún með söknuði, — en þér skiljið, að þetta er ekki eins og í Englandi. Ég get ekki kallað þetta siðuð lönd. Ég er ekki slíku vön. Það sér maður strax, sagði bátsmaðurinn. — Fyrsta sinn, sem ég sá yður, man ég eftir, að ég sagði við timburmanninn: — Þarna kemur fín stúlka. — Og hvað sagði hann? spurði ungfrúin kæruleysislega. Bátsmaðurinn var ekki við spurningunni búinn. — Það gerir nú minna til, hvað hann sagði, svaraði hann varlega, — en ég sagði honum, að ef hann segði það aftur skyldi ég gefa honum það sem hann myndi eftir ævilangt. — Ég get ekki liðið sjómenn, sagði ungfrú Mudge, teprulega. — Líklega þurfa þeir að fara til sjós, af því enginn vill sjá þá í landi. — Sjómenn og sjómenn eiga nú ekki saman nema nafn, svaraði bátsmaðurinn með viðkvæmni. — Til dæmis eins og ég og timbur- maðurinn. — Eruð þér með nokkrum sérstökum. Ég er laus og liðugur. Stúlkan hristi höfuðið og lygndi aftur augunum. — Nei, svei mér, sagði hún, dræmt. — Ég get ekki þolað karlmenn. Fjöldinn allur af þeim hefur beð- ið mín ,en ég hef alltaf sagt nei. Ég vil heldur frelsið. Bátsmaðurinn leit á hana ástar augum. — Það er nú kannske bara af því, að þér hafið ekki hitt þann rétta, sagði hann, von- arlega. Stúlkan svaraði engu svo að hann drifðist að ganga ofurlítið nær. Annar stýrimaður var í brúnni, og var meinlaus. Auk þess var hann ekki í kallfæri. — Hversvegna komið þér ekki oftar fram á? spurði bátsmaður- inn. — Fram á? Til hvers? spurði stúlkan og laut yfir sokkinn, sem hún var að gera við. — Til að sjá mig, sagði hann blíðlega. __Huhh! Ég sé yður svei mér nógu oft, svaraði hún. — Auk þess lítið þér bezt út á löngu færi. Bátsmaðurinn hörfaði undan og greip andann á lofti. Spegil- brotið, sem var fest á rúmstokk- inn hans, var á allt öðru máli. Hann leit nú á úfna kollinn, sem laut yfir sokkinn og reyndi aftur. — Og auk þess, sagði hann hægt, — er miklu betra loft fram á og ef eitthvað er að sjá, þá sést það fyrst þar og . . . . En hvað er þetta? Litli skórinn yðar er laus. Hann var rétt kropinn niður til þess að laga skóinn, þegar hann heyrði hósta bak við sig. Hann leit við og sá Markham bryta koma út úr reyksalnum. — Aumingja brytinn að vera svona kvefaður, sagði hann, með- an brytinn var á leiðinni. — Eða kannske hefur hann fengið fisk- bein í hálsinn. Hann ætti að bíða inni, þangað til fólkið er búið að borða. __Þér hafið ekkert leyfi til að tala við farþega, bátsmaður, sagði brytinn, drembilega. — Rétt segir þú félagi, svar- -aði bátsmaðurinn. — En ég er bara að kenna frökeninni að hnýta hnúta; hún myndi ekki leysa þennan, þó að hún væri að klukkutímum saman. — Hvað æpti stúlkan. — Þegar þér viljið taka af yður skóinn, svaraði bátsmaðurinn, — er ekkert annað en að koma til mín. Ég skal hnýta reimina á hverjum morgni og leysa hana að kvöldi. Hjálpi oss vel, eins og ég nenni ekki að vinna. Ég skal stoppa þetta, ef þér viljið. — Þér gleymið stöðu yðar, bátsmaður, sagði brytinn, er ungfrú Mudge hrökk til baka. — Nú hvað, ertu ekki farinn enn? spurði Tar og gerði sér upp undrun. —Atl’þér veiti af að fara að þvo upp diskana og sleikja feit- ina af hnífunum. Þú mátt ekki líta svona út — gætir hæglega brotið eitthvað. — Það væri æskilegt ef þið vilduð afgera ykkar einkamál ein hversstaðar annarsstaðar, sagði ungfrú Mundge með miklumvirðu leik, en átti bágt með að dylja ánægju sína. — Hvernig á ég að geta haldið áfram með mitt verk, þegar þið látið svona. — Hvað gengur hér á? spurði Biggs, sem kom að í þessu. — Eru þessi menn þér til ama? Nei, þeir gera mig bara hálf- hrædda. Ég er svo hrædd um, að þetta endi með blóðsúthelling- um. — Bryti! sagði Biggs alvarlega, __ þér ættuð að vera niðri og hugsa um vélarnar, Ég leit inn og sá, að öll eldholin stóðu opin og biðu eftir því að þér stingjuð brennifórnunum yðar í þau. ___ Ég er ekkert skyldugur til að hlusta á dónaskapinn í yður, sagði brytinn reiður. ___Reynið þér nú að komast að verki, sagði Biggs. — Ekki kærði ég mig um að þér misstuð atvinn- una — aldrei fáið þér aðra, hvort sem er. Og svo ætlaði ég að segja bátsmanninum, að fyrsti stýrimað ur vill tala við hann, en ég veit annars ekkert, hvort ég á nokk- uð að vera að skila því. Bátsmaðurinn sendi stúlkunni löngunarfullt augnatillit og flýtti sér burt, en Biggs sneri baki við brytanum og laut yfir ungfrúna. Brytinn háði skammvinnt stríð við sjálfan sig, en gekk síðan til verks síns. ___Þú getur komið af stað mikl- um ófriði, ef þú varar þig ekki, sagði Biggs. ___ Ég? spurði stúlkan í rellu- tón. — Hvað ætli ég geti að þessu gert? Þú heldur vonandi ekki, að ég hafi eitthvað gaman af að hafa þessa dela alltaf á eftir mér. Þá vil ég heldur vera ein. Ég vil fá- að vera í friði. Biggs hóstaði. — Og láta svona bjálfa eins og bátsmanninn kvelja úr þér lífið með kjaftæðinu í sér, sagði hann, eftir nokkra þögn. — Það er ósvífni! ___O, það er ekkert verra en ég á að venjast ,sagði stúlkan með rödd þess, sem órétti er beittur. __Hann er svei mér ekki verri en hinir. Og meira að segja, kann ég bara ekkert illa við hann, af því að hann minnir mig á einn vin minn, sem er sjómaður. Eða að minnsta kosti vélstjóri — al- mennilegur vélstjóri. — Hvað áttu við með almenni- legum vélstjóra? spurði Biggs hranalega. — Nú, það sem ég segi. Vél- stjóri, sem hefur lært og fengið — Svona líta þá jarðbúarnir út! BUT l’D PIE WORKING INSIDE ALL THE TIME, MARK... I __COULDN'T STANP IT/ AND LIZ IS THREATENING TO GO BACK TO HER FOLKS IF I DON'T GET A JOB IN THE COTTON MILL/ HOW'S YOUR DOG TRAINING BUSINESS DOING, BITSY? 1 IT'S ROUGH, MARK ,.NOT ENOUGH PEOPLE KNOW ABOUT ME...I GUESS I NEED TO ■ ADVERTISE...IF I COULD AFFORP IT/ __ f-f/ YEH, l'M THAT WAY, TOO...' IF THEY PUT ME BEHIND A PESK, l'P GO NUTS IN A WEEK / Hvernig gengur þér með hunda tamninguna, Bjarni? Það gengur erfiðlega, Markús. Það þekkja mig of fáir. Ég býst við að ég þyrfti að auglýsa, ef ég hefði ráð á því! Og Lísa hótar að fara heim til foreldra sinna ef ég fæ mér ekki vinnu í spuna- verksmiðjunni. En ég mundi ekki iifa það af að vinna alltaf innan- dyra .... Ég þoli það ekki! Jú, svona er ég líka. Ef ég yrði settur við skrifborð, yrði ég brjál aður á einni viku! skirteini, og allt tilheyrandi. Biggs tók á allri karlmennsbu sinni að stilla sig, því að hann viissi sem var, að óheppilegast af öllu var að reiðast. Hann brosti hátíðlega. — Það er nú ekki mikið að læra á skipsvélar, sagði hann. — Ég á skipsvélar, sagði hann. — Ég veit að minnsta kosti allt, sem um þær er að vita. En ég ætla nú samt að halda mig að bílunum. Sjórinn á ekki við mig, og ég vil eiga heimili. — Nú, en ef þú giftist nú ein- hverntíma, sagði stúlkan. — Nú?? Hvað áttu við? — Þá væri miklu betra fyrir alla, ef þú værir sem oftast á sjónum. Ég er viss um, að konan vildi það heldur. SUlItvarpiö Þriðjudagur 31. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 9.25 Morguntónleikar: — (10.00 Veð- Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. i9.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. t 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.10 Utvarp frá Alþingi: Almennar stjórnmálaumræður 1 sameinuðu þingi (eldhúsdagsum- ræður); — síðara kvöld. Þrjár um ferðir, samtals 55 mín. til handa hverjum þingflokki. Fyrsta um- ferð 20—25 mín., önnur umferð 15—20 mín. og þriðja umferð 15 mín. Röð flokkanna: Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, S j álf stæðisf lokkur, Alþýðubandalag, Dagskrárlok nálægt miðnætti. Miðvikudagur 1. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar — (13. 30 „Um fiskinn"). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Lausavísur, — þáttur úr endur- minningum Jóns Sveinssonar, Nonna (Haraldur Hánnesson hag fræðingur). 21.00 Tónleikar: Kvintett fyrir blásturs hljóðfæri eftir Antonin Rejcha (Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit Islands leika: Peter Ram á flautu, Karel Lang á óbó, Gunnar Egilsson á klarínettu, Herbert Hriberschek á horn og Hans Ploder á fagott). 21.25 Aflátssala, — erindi (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 21.40 Barnakór Laugarnesskólans syng ur lög eftir innlend og erlend tón skáld. Stjórnandi: Kristján Sig- tryggsson. Undirleik annast Stef- án Edelstein. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22.25 ,,Um sumarkvöld": Tívólíhljóm- sveitin í Kaupmannahöfn, Ævar R. Kvaran, Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Ulla Billquist, Chris Howland, Vera Lynn, Jul- ius Patzak, Mitzi Gaynor, Amal- ia Rodriguez og kór og hljóm- sveit Rauða hersins skemmta. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.