Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan er á bls. 22. HkwipiiiMajfcifr 122. tbl. — Þriðjudagur 31. maí 1960 RœÖa Ólafs Thors Sjá bls. 13. Eftir ráðstefnu A.S.Í.: Vinnufriður fyrst um sinn Alþýðusambandið mun ekki beita sér fyrir verkföllum RAÐSTEFNU Alþýðusam- bands íslands um kjaramálin lauk í fyrrakvöld. Mikill meirihluti fulltrúanna á ráð- stefnunni var andvígur því að efna til vinnudeilna, held- ur væri rétt að bíða átekta. Má því telja öruggt, að ekki verði verkföll í sumar a. m. k. Á ráðstefnunni náðist sam- komulag um ályktun, sem felur það í sér, að Alþýðu- sambandið muni ekki beita sér fyrir verkföllum, en hin einstöku félög hafa að sjálf- sögðu óbundnar hendur. Af ályktuninni má þó ráða, að fullur vinnufriður muni ríkja á næstunni. Melstorapróf með „lóði“ PRÓFIN standa nú yfir í Há- skóla íslands. Prófum í lög- fræði og íslenzkum fræðum er lokið, í iag lýkur guð- fræðiprófum, en síðast Ijúka læknaefnin prófum sínum 2. júní. Á laugardag flutti Jón Mar- ino Samsonarson fyrirlestur sinn og Iauk þar með meist- araprófi í íslenzkum fræðum, mag. art. prófi. Hlaut hann ágætiseinkunn eða „með láði“, og er þriðji maður, sem þá einkunn hlýtur í magisters- prófi við Háskólann. Hinir voru Björn Sigfússon, prófess- or, og Björn Þorsteinsson. í kandidatsprófum í Háskól- anum eru nú 8 í læknisfræði, 2 í íslenzkum fræðum og einn í íslenzku fyrir erlenda stúd- enta, 7 í viðskiptafræði, 2 í guðfræði og 6 í lögfræði. Auk þess Ijúka margir fyrrihluta- prófi í verkfræði og fyrrihluta prófi í lyfj afræðilyfsölu, og er það í fyrsta skipti sem það próf er tekið við Háskólann. Verkfræðinemar og nemar í lyfjafræði geta svo tekið seinnihlutann erlendis. Fær styrk til rannsókna i lif- eðlisfræði BRITISH Council hefur veitt dr. Jóhanni Axelssyni námsstyrk sinn fyrir árið 1960—1961. Vinn- ur Jóhann að rannsóknum á sviði lífeðlisfræði við háskólann í Oxford undir leiðsögn Borns prófessors. 1 ræðum manna á ráðstefn- unni kom glöggt í ljós, að það hafði engan hljómgrunn að efna nú til stéttastríðs. Einstaka maður vildi þó leggja strax til atlögu og voru Framsóknarmenn þar ekki síðri kommúnistum. Sumir vildu bíða til haustins og reyna þá að koma af stað al- mennum verkföllum, en niður- staðan varð sú, að engin ákvörð- un var tekin um að efna til vinnudeilna. í hinni sameiginlegu ályktun, sem samkomulega varð um, var kommúnistum leyft að setja inn smáskæting um stjórnarstefnuna, en jafnframt var undirstrikað, að framleiðsluaukning og meiri hag sýni væru grundvöllur bættra kjara. Áréttaði dauðadóminn yfir vinstri stefnunni Þá segir svo í álykuninni: „Launakjör verkafólks hafa um langt skeið verið með þeim hætti, að ókleift hefur verið að lifa af 8 stunda vinnudegi og er kaup- gjald íslenzkra verkamanna orð- ið mun lægra en stétarbræðra þeirra á Norðurlöndum“. Með þessari málsgrein er bent á þá staðreynd, sem Einar Ol- geirsson ræddi um á sínum tíma, að lífskjörin hér á landi færu versnandi eða stæðu a. m. k. í stað, á meðan stórlegar fram- farir væru í öðrum lýðræðislönd- um. Þennan dauðadóm yfir vinstri stefnunni, sem hér hefur ríkt, hafa alþýðusamtökin nú áréttað. Ályktun A.S.Í. Samþykkt ráðstefnunnar fer í heild hér á eftir: Frá því að verkalýðsfélögin hækkuðu almennt kauptaxta sína Framh. á bls. 23. Axel Tuliníus sýslumaður S-IVfulasýslu AXEL V. Túliníus bæjarfógeti í Neskaupstað hefur verið skip- aður sýslumaður í Súður Múla- sýslu. Hann var lögreglustjóri í Bol- ungarvík í nokkur ár og nú síð- ustu árin hefur hann verið bæjar fógeti í Neskaupstað. Hinn nýi sýslumaður Sunn- mýlinga lauk lögfræðiprófi árið 1941. Hann er nú 42 ára gamall. Smygl tekið í íslenzku skipi í Kaupmannahöfn Hvítasunnuferð HAFNARFIRÐI. — Stefnir, fél. ungra Sjálfstæðismanna, efnir til hvítasunnuferðar á Snæfells- nes og verður komið aftur á mánudagskvöld. Þátttakendur eru beðnir að gefa sig fram í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði milli kl. 8 og 9 öll kvöid þessa víku. DANSKA blaðið Berlingske Tid ende skýrir frá því, að sl. laug- ardag hafi tollyfirvöldin í Kaup- mannahöfn fundið 96 flöskur af vodka og 60 flöskur af gini í hólfi undir stýrisvélinni á ís- lenzku skipi, sem var að koma til Kaupmannahafnar. Hafði einn af vélamönnum skipsins viðurkennt að vera eigandi að áfenginu og varð skipið að leggja fram 11.500 d. kr. í toll og sekt. Blaðið segir svo frá, að toll- varðir við höfnina hafi verið að tollskoða útlend skip, sem voru að koma inn, og því verið næstum lókið, án þess að nokk- uð fyndist, er þeir seint um síðir veittu athygli ferkantaðri undir stöðu úr járni uridir stýrisvélinni á íslenzku skipi. Hún var hol og því möguleiki á að það væri hægt að geyma smyglvarning. Tollverðirnir börðu í hliðar und- irstöðunnar og þegar einn þeiira sló bylmingshögg, féll úr hlið- inni aflöng plata. Fyrir innan hana voru 96 flöskur af vodka og 60 flöskur af gini. Segir blaðið að aflanga platan hafi fyrst verið skorin úr með logsuðutæki og eftir að áfengis- byrgðirnar voru komnar inn, hafði plötunni verið fest lauslega, spartlað yfir og málað. Hvaða skip? Blaðinu er ekki kupnugt um að annað íslenzkt skip en Arn- arfellið hafi komið til Kaup- mannahafnar þennan dag, en það var að koma frá Rostck. Hjörtur Hjartar, forstjóri skipadeildar S. í. S., kvaðst í gærkvöldi, er blaðið hafði samband við hann, ekki hafa fengið neina tilkynn- ingu um að smygl hefði fundizt í Amarfellinu i Kaupmannahöfn og því ekki getað gefið neinar upplýsingar þar að lútandi. Menntaskólanemar smíða geigerteljara f VETUR veitti Kjarnfræði- verkefni, sem þeir höfffu leyst nefnd íslands menntaskóla- meff teljurum sínum og eru nemum tækifæri til aff leysa þær ásamt geigerteljurunum af hendi þaff viðfangsefni aff nú í athugun hjá Kjarnfræði- smíffa geigerteljara, sem er all nefndinni. flókið tæki. Hefur árangurinn 22 piltar tóku þátt I smiði af tilraun þessari reynzt mjög geigerteljaranna, 3 úr Mennta góffur, ekki sízt þár sem pilt- skólanum á Laugarvatni, 12 arnir höfðu heldur nauman úr Menntaskólanum í Reykja- tíma til aff vinna aff verkefn- vík og 7 frá Menntaskólanum inu, og sýnir þaff aff þessir á Akureyri. 1—3 unnu viff piltar úr stærðfræðideildun- hvern teljara og voru alls um eru færir um aff setja sam- smíffaffir 12. Efni og teikning- an slík tæki. Bendir þaff til ar útvegaffi Kjarnfræðinefnd- aff í menntaskólum landsins in og veitti piltunum einnig séu þó nokkrir upprennandi leiffbeiningar. Árangurinn þyk vísindamenn. ir sem sagt mjög góður og Auk geigerteljaranna skil- sýnir hæfileika þessara pilta uðu piltarnir ritgerffum um til vísindalegs náms. Kristniboðslæknir vígður í Landakirkju Athöfnin verður kirkjugestum ógleymanleg VESTMANNAEYJUM, 30. maí: — Landakirkja var þéttsetin kirkjugestum á sunnudaginn, er þar fór fram vígsla fyrsta kristni boðslæknisins, Jóhannesar Ölafs- sonar og konu hans frú Aslaugar Johnson hjúkrunarkonu, en þau fara til starfa við íslenzku kristni boðsstöðina í Konso í Ethiopiu. Var þessi abhöfn óvenjuleg, og yfir henni hvíldi hátíðleiki, sem verða mun kirkjugestum ógleym- anlegur. Athöfnin hófst með því, að Jó- hannes læknir og kona hans gengu inn í Landakirkju í fylgd með vígsluvottum og séra Sigur- jóni Þ. Árnasyni, sem vígði þau. Vígsluvottarnir voru þeir Séra Jónas Gíslason í Vík í Mýrdal og séra Jóhann Hlíðar Vestmanna- eyjaprestur, svo og þeir Ölafur Ölafsson kristniboði og Stein- grímur Benediktsson kennari, for maður KFUM. Við vígsluathöfnina lýsti Ölaf- ur vígslu en Jóhannes flutti pré- dikun. Kirkjukór Landakirkju undir stjórn Guðjóns Pálssonar organista söng, en vígsluvottar lásu ritningarstaði 1 kórdyrum og sr. Sigurjón vígði og las þeim Köllunarbréfið. Að hinni virðulegu og'hátíð- legu athöfn lokinni, var efnt til kaffidrykkju í húsi KFUM og K. Voru þar margar ræður fluttar og læknishjónunum fluttar árnaðar- óskir og fyrirbænir á þeirri göngu, sem þau eru að hefja í framandi landi við hin erfiðustu skilyrði. Slökkviliðið oft á ferð SLÖKKVILIÐEÐ var nokkrum sinnum hvatt út í gær, en alltaf reyndist bruninn smávægilegúr sem betur fer. 1 Austurstræti 12 brann yfir mótor í gærmorgun, og einnig brann yfir mótor i Cafe Höll í gærkvöldi. Urn hádegi var brunaliðið hvatt að Hjarðar- haga 38, en þar reyndist eldur í tusku og einnig að verkstæði á Rauðarárstíg, þar sem lóðbolti nafði gleymzt á borði. Allt skalf og ruggaði MIKLAR fréttir hafa undan- farið borizt frá Cnile. Þar búa tvær íslenzkar konur, María Helgadóttir, sem þar hefur bú- ið í 30 ár, gift þýzkum manni, og Agla Sveinbjörnsdóttir, systurdóttir hennar, sem dval- izt hefur hjá henni í 4 ár. Þær búa í Santiago, en mestu nátt- úruhamfarirnar urðu sunnar í landinu. Agla skrifar í bréfi til for- eldra sinna, Sveinbjarnar Egilssonar, útvarpsmanns og Rannveigar Helgadóttur, dag- settu 22. maí, en fyrsti jarð- skjálftakippurinn kom morg- uninn áður kl. 6.07: „Allt í lagi hér. Það hefur verið alveg hörmulegt hér fyrir sunnan, en í Santiago Agla búin aff chilönskum siff. voru engir skaðar. Samt skalf Myndin er tekin rétt sunnan allt og ruggaði eins og skip, viff Conception, þar sem mestu mínútum saman. Þá var náttúruhamfarirnar urffu nú. dimmt, og mér var þá svo kalt að ég gat ekki hugsað mér að fara fram úr. (Þar er vetur núna). Svo í dag eftir hádegi lagði ég mig, og þá byrjaði það aft- ur. Varð ég þá hrædd. Allt sveiflaðist til og frá, Ijósa- krónan, spegillinn og glugg- inn. Kl. 6.07 í gær og í dag kl. 3.15 stanzaði klukkan. Hér í Santiago var þetta ekkert. Fyrir sunnan eru þús- undir heimilislausra og hafa 150 manns dáið, sem vitað er um. Er ekkert gas, rafmagn, vatn, sími eða nokkur skapað- lu hlutur. Ég er ennþá hrædd og með höfuðverk, en á morgun verð ég aftur góð“. ★ Enn eru jarðhræringar í Chile, eins og skýrt er frá ann- ars staðar í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.