Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 2. júní 1960 Abyrg tílraun fil að skapa þjóðarbú- skapnum heilbrigðan grundvöll { Harðhentur haftabúskapur fram- s i undan ef mistekst Rœða Birgis Kjaran við eldhúsdags- umrœðurnar HERRA forseti! Ég mun á þeim mínútum sem ég hefí hér til umráða freista að draga í örfáum meginlínum upp þá mynd þjóðmálanna, sem nú er harðast um deilt. Arfur misvægis og vanskila- víxill. Þau efnahagslegu vandamál, sem núverandi ríkisstjórn tók við og hefur reynt að finna lausn á á þessu þingi eiga rætur sínar að rekja í tvær áttir. Sumpart eru þau arfur 15 ára misvægis í þjóð- arbúskapnum og að hluta eru þau vanskila-víxill frá tímum vinstri stjórnarinnar. Jafnvægisskortur- inn hefur að vísu verið á misháu stigi þennan hálfan annan áratug. En sömu sjúkdómseinkennin hafa alltaf verið fyrir hedi. Þau hafa lýst sér í, að við höfum í stað stöðugs verðlags búið við stöðuga verðbólgu. Þessu hefur verið samfara var- anlegur greiðsluhalli við útlönd, meiru hefur verið eytt en aflað var og þjóðarskútunni fleytt á- fram með sífelldum erlendum lán tökum, sem á síðustu árum voru í æ ríkari mæli bein eyðslulán. Vanskila-víxill vinstri-stjórnar innar reyndist við nánari athug- xm heill vanskilareikningur. Á þeim reikningi mátti sjá, að á fimm misserum jukust skatta- birgðar borgaranna um 1200 milljónir króna, greiðsluhallinn við útlönd var orðinn 200 millj. krónur á ári, og á einu ári hækk aði vísitalan um 34 stig. Með jóla gjöfinni 1956 og bjargráðunum 1958 var framkvæmd dulbúin gengisfelling, og gengi krónunn- ar fellt um 30% og á seinni hluta ársins 1958 var svo kömið að yfir- vofði hrein og bein óðaverðbólga, sem geystist áfram. Vinstri stjóm in velti byrðunum yfir á framtíð- ina. Við gjöldum í dag fálms hennar og ráðleysis. Hermann og Hannibal sáu hvað að fór. Svo óhugnarlegur var vanskila víxill vinstri-stjórnarinnar orð- inn, að forseti Alþýðusambands- ins vildi ekki lengur vera ábekk- ingur og komst við það tækifæri svo að orði í „Vinnu“-greininni Til sölu mjög ódýrt Karlmannsfrakkar, karlmanns föt, kjólar, pils, kvenskór, barnaskór, dragtir o. fl. Uppl. í síma 34775, í dag og á morg- un. — Gfs/i Einarsson héraðsdómslögmaður. Málfiutningsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19fi31. ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Málf'utningsskrifstofa. BankastræU 12. — Simi 18499. frægu: „Nú er flestum orðið ljóst, að þetta er leiðin til glötunar. Þessa braut má ekki renna á enda. Hún liggur fram af hengi- flugi“. Það var sem sé engin ann- ar en Hannibal Valdimarsson, er gaf stefnu vinstri stjórnarinnar, styrkja-, uppbóta- og haftakerf- inu með verðbólguvængina nafn ið, leiðin til glötunar. Það nafn mun seint gleymast. — Hermann Jónasson sá hvað fara gerði. Hann hefur í Tímanum 11. jan. 1959 lýst því, hvað fyrir honum vakti, þegar hann stikaði út af fundi Alþýðusambandsins og snaraði sér úr stjórnarsessinu. Þar segir: „Ég sakna samstarfs vintri-flokkanna, en tel þó langt um betur farið, að því væri slitið á þessu stigi, þegar með réttu er hægt að benda á góðan viðskiln- að, en að setið væri áfram og end að með strandi að ári liðnu“. — Hermann Jónasson sá nefnílega fram á strand. Þess vegna hljópst hann frá hinu „helsjúka" atvmnu lífi, sem hann svo nefridi og kváddi með sínum fleygu orðum: „Ný verðbólguskriða er skollin yfir“. Hannibal hélt að þjóðarbúskap urinn væri að steypast íyrir björg, Hermann að verið væri að sigla honum í strand. Það var sem sagt öllum Ijóst, að í hreint óefni var komið í efnahagsmálum þjóðarinnar og að hafta- og styrkjakerfið hafði sungið sitt síðasta. — Úrræðalaus stjórnarandstaða. Það varð verkefni minmhluta- stjórnar Alþýðuflokksins með stuðningi Sjálfstæðismanna, að stýra hjá boðanum og stöðva óða verðbólguna. Það tókst, en var gert með bráðabirgðaúrræðum, sem ekki var ætlað að leysa vand ann varanlega. Það flókna vanda mál beið stjórnar Ólafs Thors. — Uppbótakerfinu varð ekki leng- ur við haldið, því að það hlaut að kalla yfir þjóðina gífurlega kjaraskerðingu og að lokum at- vinnuleysi. En hver voru þá úr- ræði stjórnmálaflokkanna? Þar er skemmst frá að segja, að stjórnarandstaðan hafði í raun og veru engin úrræði fram að færa. Sósíalistarnir flögguðu að vísu með einhverjum áætlunarbúskap. En þar var jafnvel allur ferskur blær sannfæringar horfinn úr rödd Einars Olgeirssonar. Enda er allt þetta kvak um áætlunar- búskap, tómar tillærðar kenni- setningar, sem aldrei geta skotið rótum í gegnum malbikið og eru því dæmdar til að visna og deyja. Áætlunarbúskapurinn gerir ekki annað en skipuleggja fátæktina og leiðir áður en varir til stjórn- arfarslegs einræðis. Framsóknarmenn stóðu uppi algerlega stefnulausir í málinu. Tíminn sagði líka: „að það skipti ekki höfuðmáli hvaða leiðir væru farnar í efnahagsmálunum". Stjórnarflokkarnir gengu hins- vegar til kosninga með ákveðnar stefnuskrár í efnahagsmálum. Þeir hafa staðið við sín kosninga loforð og markað stefnuna í vet- ur á Alþingi með þeirri löggjöf, sem hér hefur verið samþykkt. Þessi stefna mótast ekki af neinni óskhyggju, en hún er raunsæ, bjartsýn og miðast við langan tíma. Kjarni hennar er að vinna að því, að velmegun manna verði almenn í þessu landi og reist á Birgir I. jaran varanlegri grundvelli en verið hefur. Nýju efnahagslögin. Þau lög, sem hafa að geyma efnahagsmálastefnu núverandi ríkisstjórnar, eru: Lög um efnahagsmál. Lög um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. Lög um almannatryggingar. Fern lög um skattamál. Þessi löggjöf í heild myndar efnahagsmálastefnu ríkisstjórnar innar, heilsteypta stefnu og þá einu, og aleinu leið, sem ríkis- stjórnin, að grandskoðuðu máii taldi færa. Höfuðþættir efnahagsmálalag- anna sjálfra voru þessir: 1. Gengi krónunnar var fellt. 2. Vísitölukerfið var afnumið. 3. Vextir hækkaðir og ný stefna tekin upp í útlánum bank- anna. 4. Stefnt skyldi að því að mynda gjaldeyrisvarasjóðs. 5. Fjárfestingarhöft voru afnum in. 6. Lagðar voru niður eftirtaldar nefndir og stofnanir: Innflutningsskrifstofan, út- flutningsnefnd og jeppanefnd. Einn á móti. Stjórnarandstaðan veittist að stjórninni fyrir hina nýju geng- isskráningu, þegar hún var tekin upp. í dag veit ég ekki um nema einn mann á fslandi, sem ekki myndi a.m.k. í hjarta sínu viður- kenna að ný skráning krónunn- ar hefði verið nauðsynleg, þótt menn hins vegar kunni að greina á um hversu mikil gengisfelling- in hefði átt að vera. Þessi eini maður er Einar Olgeirsson, en hann hefur hvað eftir annað sagt hér á Alþingi: „Það er engin á- stæða til þess að skrá rétt gengi“. Aðrir sósíalistar eru á annarri skoðun um þetta, t.d. hefur Har- aldur Jóhannsson, hagfræðingur ítrekað lýst yfir, að krónan hafi verið ofmetin, en sá ágæti sósíal- isti hefur líka sagt þessi raun- sæju orð um flokksbræður sína: „En á sama hátt og strúturinn getur ekki forðast hætturnar með því að stinga höfðinu í sandinn, geta vinstri menn ekki unnið bug á efnahagslegum erfiðleikum með því að virða þá að vettugi“. — Nei gengisskráningin nýja var ill nauðsyn, því að gengi krón- unnar var löngu fallið, féll m.a. hvað mest í tíð vinstri stjórnar- innar. Alþingi gerði ekkert ann- að en viðurkenna þessa gengis- fellingu með því að lögbjóða hina nýju skráningu. Svikamylla verðbólgunnar. Þá er það afnám vísitölukerfis- ins. Þetta kerfi átti að tryggja tvennt: Afkomu launþeganna og vinnufrið í landinu. Hvorttveggja mistókst. Vinnudeilur voru sízt færri en áður og varðandi af- komu launþeganna reyndist vísi- tölukerfið einmitt snar þáttur í svikamillu verðbólgunnar, sem þyngstum búsifjum hefur valdið verkamönnum á liðnum árum. Enda man ég ekki betur en að forseti Alþýðusambandsins hafi hér við einar eldhúsdagsumræður varið drjúgum tíma í að sýna fram á óhagræði þessa kerfis og haldið því fram, að það væru fyrst og fremst hálaunamennirn- ir, sem högnuðust á vísitölukerf- inu. Þá geri ég og ráð fyrir, að sumir útvarpshlustendur, séu þess enn minnugir, er Hermann Jónasson 2. marz 1958 í eldhús- dagsumræðum, upplýsti, að stjórn hans hefði látið „taka vísi- töluskrúfuna úr sambandi til hausts“, eins og hann orðaði það og taldi þessa vísitöluskrúfu beint orsök allra erfiðleika. Það situr því illa á þessum mönnum og flokksbræðrum þeirra, að fjargviðrast yfir þvi að vísitölu- kerfið hefur nú verið afnumið með lögum. Vaxtahækkunin. Varðandi hina nýju banka- og vaxtapólitík vil ég segja þetta: Hvorki mun tilætlunin að vaxta- hækkunin né útlánatakmörkun verði varanlegt fyrirkomulag, heldur fyrst og fremst stundar- aðgerðir til þess að tryggja að gengisbreytingin verið ekki eyði- lögð af nýrri verðbólgu. í öðrum löndum er það alsiða að grípa til slíkra ráðstafana, sem þessara undir svipuðum kringumstæðum og gagnrýni stjórnarandstöðunn- ar a.m.k. Framsóknarmarina á henni næsta kátbrosleg, einkum þegar maður hefur skjallegar yf- irlýsingar Eysteins Jónssonar um þetta efni í álitsgerð hans itm gjaldeyrismál frá 1941, en þar segir Eysteinn: „Bankarnir geta með útlánastarfsemi sinni og vaxtastefnu haft veruleg áhrif á verðlag og kostnaðarlag í land- inu og þar með utanríkisverzlun- ina og gjaldeyrisáStandið.“----- Og þar ráðleggur Eysteinn Jóns- son „að bankarnir séu varkárir í útlánastarfsemi sinni, og verði útlánin á venjulegum tímum ekki aukin nema því sem talið er svara raunverulegum sparnaði landsmanna". Afnám hafta. Afnám fjárfestingarhaftanna og andlát hinna þriggja nefnda, geri ég ráð fyrir að sé engum hryggðarefni nema sósíalistun- um, því að eins og mönnum er kunnugt hefur Einar Olgeirsson mjög haldið því til streitu hér á Alþingi, að það sé hreint óbæri- leg tilhugsun að Innflutnings- nefnd verði lögð niður, „þjóðfélag ið verði með harðri hendi að stjórna fjárfestingunni," svo að höfð séu hans eigin orð og „að gallinn hafi bara verið, að höftin voru ekki nógu alger“, t. d. var honum mikil eftirsjá í að hætt var að skammta brauð, sykur og fleiri nauðsynjar. Þetta er skoð- un sósíalistanna á þeim málum, en ég held að þeir séu líka alveg einir um hana og ekki trúi ég að sá haftaboðskapur finni hljóm- grunn hjá alþýðu manna. Innflutningsmál. Lögin um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála eru hluti efna hagsmálalöggjafar ríkisstjórnar- innar og jafnframt stórmerkur áfangi í verzlunarsögu lands- manna, því að með þeim getur verið lokið 30 ára haftatímabili í verzlun landsins. Sósíalistar hafa þau eins og aðrar efnahags aðgerðir stjórnarinnar mjög á hornum sér. Mænandi með bæði augun í há-austur hefur Einar Olgeirsson sagt: „Fríverzlunin er hættulegasta málið, sem ríkis- stjórnin hefur flutt.“ Og svo bætti hann við: „Frjáls verzlun er verri en herinn“. Þá vita menn það. Sannleikurinn í málinu er hins vegar sá, að ef vel tekst til getur verzlunarfrelsið orðið öll- um almenningi í landinu mikil kjarabót. Frjáls verzlun er nefni lega fyrst og fremst hagsm.una- mál launþeganna í landinu, sem byggja afkomu sína á að fá sem bezta vöru við sem lægstu verði. Fríverzlunin er því í raun og veru alþýðutryggingar út á við. Um skattamálin skal ég ekki hafa mörg orð, því að endurskoð- un þeirra er í miðjum klíðum. Þó hefur með þeim frumvörpum, er samþykkt hafa verið um þetta efni á yfirstandandi þingi margt gott áunnist, tekjuskattur verið afnuminn á þurftarlaunum og almennt lækkaður, útsvörum ver ið komið í fastara horf og gerð frádráttarhæf og fleira mætti nefna. Að lokum er það svo hin merka löggjöf um almannatryggingar, sem samþykkt var á þessu þingi og verulegar kjarabætur færir styrkhöfunum, er hún ljós vott- um vilja ríkisstjórnarinnar til þess að vefa nýja félagshyggju inn í uppistöður frjálslynds efna- hagskerfis. Batnandi gjaldeyrisstaða. Góðir íslendingar, við stöndum nú á tímamótum mikilla örðug- leika og mikilla möguleika. Nú- verandi ríkisstjórn hefur gert þá alvarlegustu og ábyrgustu til- raun, sem fram til þessa hefur verið gerð hér á landi til þess að koma búskap þjóðarinnar á heil- brigðan, traustan grundvöll. Stjórn og þing hafa verið at- hafnasöm, en nokkurn tíma þarf til þess að tilætlaðra áhrifa efna- hagsaðgerðanna gæti í atvinnu- lífinu. Og þó vottar þegar fyrir fyrsta árangri, því að gjaldeyris- aðstaðan gagnvart útlöndum hef- ur á tveimur mánuðum, frá febrúarlokum til aprílloka batn- að um 202 milljónir króna. Sama er að segja um sparifjármyndun- ina. Sparifé bankanna jókst í aprílmánuði einum um 43,6 millj. og veltiinnlán viðskiptabankanna jukust um 33,0 milljónir. Auk þessa munu innistæður hjá spari sjóðum hafa aukizt verulega á sama tíma. Mikið í húfi. Viss öfl í þjóðfélaginu vilja ekki að þessi tilraun takist og tala um að kollvarpa þessu efna- hagskerfi á næstu mánuðum. Áð- ur en menn ljá slíku tali eyru ættu þeir f-yrst að hugleiða eftir- farandi staðreyndir: f fyrsta lagi: Vissulega hefur kjaraskerðing fylgt efnahagsað- gerðunum, en það er gert ráð fyrir að sú kjaraskerðing verði aðeins tímabundin. Ef hins vegar ekkert hefði verið að gert hefði óhjákvæmilega komið til kjara- skerðingar og hennar miklu meiri, þar sem henni hefði fylgt atvinnuleysi og sú kjaraskerðing hefði ekki verið tímabundin held ur varanleg skerðing á lífskjör- um landsmanna. f öðru lagi: ef núverandi til- raun mistekst, verður aftur horf- ið að ennþá harðhentari haftabú- skap en áður hefur þekkst hér á landi og sem mun hafa í för með sér: Ný fjárfestingarhöft, Ný Innflutningshöft. Áframhaldandi verðbólgu Vaxandi gjaldeyrisskort Atvinnuleysi Skömmtun Biðraðir og Svartan markað. Ef menn vilja ekki kjósa þessi ósköp yfir sig og sína ættu þeir að sýna efnahagsaðgerðum stjórnsur- innar góðvilja og hafa nokkra þol inmæði til þess að bíða þess að sjá hverju þessar aðgerðir fá á- orkað til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Góðir íslendingar, gefið stjóm landsins heiðarlegt tækifæri og dæmið hana síðan af verkum hennar. Það eru drengileg vinnu- brögð og íslendingum samboðin. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.