Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. júní 1960 MORGUTSBLAÐIÐ 13 „Horfi í augu bola” EKKERT hefur heyrzt um Friðrik Ólafsson, stórmeist- ara, á opinberum vettvangi, síðan skákmótinu í Argentínu lauk. Nýlega barst kunningja Friðriks hér heima bréf frá honum, dagsett 17/5 ’60 í Arg- entínu. Birtir Morgunblaðið hér glefsur úr bréfinu til fróð- leiks og gamans. „Stúderar“ sveitalífið. Bréfið hefst á þessym orð- um: — Þegar ég skrifa þessar lníur, er ég staddur á búgarði u. þ. b. 300 km norðvestur af Buenos Aires (ekki fjarri borginni Pergamim) og „stúd- era“ sveitalífið, eins og það gerist hérna megin hafs. Kunningi minn á búgarð- inn, og bauð hann mér hingað, gagngert í þeim tilgangi, að ég gæti að, eigin raun kynnzt þeim atvihnuvegi, sem Arg- entínumenn eru frægastir fyr- ir, nautgriparækt. Kunningi minn elur upp svonefnd verð launanaut (kynbótanaut) og spígspora ég því um, þessa dagana, meðal nauta af öllum stærðum og gerðum, og virði þau fyrir mér spekingslegur á svip. Örðugt finnst mér að sjá gæðamun á einu nauti og öðru, en mér er tjáð, að haus- inn sé það mikilvægasta í þessu sambandi, og geri ég mér því jafnan far um að horfa í augu bola til að sjá, hversu greindarlegur hann sé. Að sjálfsögðu gæti ég þess, að láta þessar rannsóknir fara fram í hæfilegri fjarlægð. Teflir fjöltefli Vera mín hérna í Argentínu hefur gengið alveg hljóðalaust fyrir sig enn sem komið er, og hef ég ekki í hyggju að taka þátt í neinni þeirra uppreisna, Bréf frá Friðrik Ólafssyni sem hér dynja yfir annað slag ið. Ég hef að mestu leyti hald- ið kyrru fyrir í Buenos Aires, síðan ég kom frá Mar del Plata, og stúdera skák og spönsku, eins og kostur er. Annað slagið tefli ég svo fjöl- tefli til að auka peningaráð mín, og tefli ég þá einkum á stöðum fyrir utan borgina sjálfa. „Cha-cha-ca“ í þessum mánuði hefjast í Argentínu allsherjarhátíða- höld vegna 150 ára byltingar- afmælisins, og má gera ráð fyrir að þau verði stórkostleg. Þá fær maður víst tækifæri til að kynnast Cha-cha-ca í allri Tvenn ný lög; Ferskfiskeffirlif og stuðn- ingur við skipasmíði Tvö önnur frumvörp afgreidd frá neðri deild i fyrradag TVENN ný lög voru afgreidd frá Alþingi 31. maí og ýmsum frumvörpum, sem þar hafa verið til meðferðar undan- farna daga, miðar nú óðfluga í sömu átt. Frumvörp þau, sem að lögum urðu, voru bæði til lokaaf- greiðslu í Neðri deild á stuttum fundi, sem þar var haldinn í gær. Var þetta annars vegar frum- varp ríkisstjórnarinnar um fer- fiskeftirlit, sem mælir fyrir um, að komið skuli á fót stofnun, er annist eftirlit með meðferð og gæðum nýs og ísaðs fisks, sem landað er til vinnslu, frá því að fiskurinn kemur í skip og þar til hann er tekinn til vinnslu. Einnig er gert ráð fyrri, að um- rætt eftirlit taki til búnaðar og þrifa fiskiskipa að því er varð- ar geymslu fisks í veiðiför, svo og útbúnaðar og þrifa fiskmót- tökuhúsa í landi. Sjávarútvegsmálanefnd Neðri deildar hafði fjallað um málið og skýrði Matthías Mathiesen, framsögumaður hennar frá því á þingdeildarfundi í fyrradag, að nefndin mælti einróma með sam- þykkt frumvarpsins. Ekki urðu írekari umræður um málið sem alþingismenn studdu allir og afgreitt var samhljóða frá þinginu. Hitt frumvarpið, sem að lögum varð í gær, var frumvarp Jons Árnasonar um breyting á lögun- um um Fskiveiðasjóð íslands, þess efnis, að heimilt verði að veita úr sjóðnum bráðabirgða- lán til eigenda skipasmíðastöðva hérlendis vegna smíði fiskiskipa meðan hún stendur yfir. Stuðlar þessi fyrirgreiðsla án efa að auknum og samfelldum skipa- smíðum innanlands og þar með bæði meiri og tryggari atvinnu í þeirri grein. Á þessum sama fundi Neðri deildar var einnig lokið af- greiðslu tveggja annarra mála, sem fóru síðan til Efri deildar. Annað var frumvarp um lög- festingu þriggja prófessorsemb- ætta við Háskóla íslands, þ. e. í geð- og taugasjúkdómum, svo og efnafræði við læknadeild og kjarnfræðimálum við verkfræði- deild, en mál þetta hefur siglt hraðbyri gegn um deildina í önn- um síðustu daga. Hitt frumvarp- ið var um byggingu vita á Hval- bak, sem Einar Sigurðsson hef- ur beitt sér fyrir og sjávarút- vegsnefnd deildarinnar mælti með, en framsögumaður hennar slnni dýrð, og er ég síður en svo mótfallinn þeim kynnum. Um „skvísurnar" hérna er ekki margt að segja, þær eru flestar dökkar yfirlitum, en ekki beinlínis af þeirri gerð- inni, að maður gleymi að anda, þegar maður sér þær. Þó má sjá margar snotrar hnátur innan um, en þær eru ekki mjög margar. Handapat Hérna í Argentínu ægir saman öllum þjóðarbrotum, sem nöfnum tjáir að nefna, svo sem ítölum, sem eru í miklum meirihluta, Spánverj- k um, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum, Englendingum o. fl., og er því fólkið, sem maður sér á götunum í dag, ein alls- herjar „mixtúra", líkt og bandaríska þjóðin. Af þessum ástæðum er erfitt að draga upp ákveðná heildarmynd af skapgerð Argentínumanna, því hún er jafn margslungin og uppruni þeirra, en þó er geinilegt, að þeir hafa tileink- að sér þann skaphita, sem rík- ir í hinum suðlægari Evrópu- löndum. Allt það handapat og hávaði, sem er samfara sam- ræðum þeirra, verkaði frem- ur illa á mig til að byrja með, en ég er orðinn ónæmur fyrir þessu nú orðið og hef sjálfur hévaða 1 frammi, ef svo ber undir. Biður að heilsa Ég veit, að ykkur líður vel þarna upp við Norðurpólinn, því sumarið er að koma til ykkar, um leið og Vetur kon- ungur kveður dyra hér niður- frá. Ég bið að heilsa og vona að öllum líði vel. Menderes sam- þykkur stefnu byltingarstjórnarinnar — segir Gursel hershöfðingji var Pétur Sigurðsson. Það frum- varp var samþykkt samhljóða. Bæði frumvörpin komu til 1. umr. í Efri deild síðar í fyrra- dag og var vísað til nefnda þar. Arikara, 31. maí. CEMAL GURSEL, hershöfð- ingi, hinn nýi leiðtogi Tyrk- lands, hélt fund með frétta- mönnum í kvöld og lagði áherzlu á það, að hann mundi láta af völdum sem forsætis- og landvarnaráðherra jafn- skjótt og kosningar væru af- staðnar. Gursel, sem tók æðstu völd í sínar hendur eftir byltinguna á föstudag- inn, sagði jafnframt, að Menderes hefði lýst yfir ánægju sinni með stefnu hinnar nýju stjórnar. Rannsóknarnefnd hefur störf Menderes situr í varðhaldi og heimsótti Gursel hann í dag, Bætti hershöfðinginn því við, að þeir stjórnmálamenn, sem sak- lausir reyndust en væru nú i varðhaldi, mundu geta tekið þátt í væntanlegum kosningum eins og ekkert hefði í skorizt. Gursel var spurður að því á hvaða grundvelli hinir fangels- uðu yrðu sóttir til saka. Svaraði hann því til, að rannsóknarnefnd væri nú í þann veginn að hefja störf. Þeir stjómmálamenn, sem gerzt hefðu brotlegir gegn stjórn arskránni yrðu að gjalda fyrir það. Öðrum yrði þegar sleppt. Átti aff handtaka prófessora Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að byltingin, sem for ingjar í hernum stóðu fyrir á föstudaginn, hafi verið ákveðin í skyndi eftir að það fréttist, að Rusta Erdelhun, herforingi og æðsti yfirforingi hersins, ráð- gerði að berja niður andstöðuna gegn Menderes með róttækum ráðstöfunum, m. a. með því að fangelsa fjölmarga undirforingja, sem ekki sýndu Menderes og stjórn hans næga hollustu. Þá mun einnig hafa verið áætlað að handtaka fjölmarga háskóla- prófessora, sem stóðu við hlið stúdenta í andspymunni gegn Menderes. Voru allmargir pró- fessorar aðvaraðir og flýðu þeir borgina daginn fyrir uppreisn- ina. Kyrrff komin á Ekki hefur borið á neinni and- spyrnu gegn tyrkneska hernum og er nú alls siaðar að komast á ró og spekt aftur. Útgöngu- banninu, sem gilt hefur að næt- urlagi að undanförnu, var aflétt í Ankara í dag. Herlögreglan var óðum að hverfa af götunum og hinir borgaralegu lögreglu- þjónar sáust aftur á vakki á göt- um og gatnamótum. Stúdentar héldu fagnaðarlát- um enn áfram í dag, gengu þeir um götur og útbýttu meðal veg- farenda spjöldum, sem á var letrað: Við stöndum með hern- um. Prófessorar og stúdentar sungu þjóðsönginn utan háskólaveggj- anna, svo að það fer vart fram hjá almenningi, að mikil hrifn- ing er í þeim hópi yfir bylt- ingu hersins. Kosningar innan þriggja mánaffa Mikill mannfjöldi safnaðist 1 dag saman utan við aðsetur Cemal Gursel, hershöfðingja og var þar mikið um fagnaðarlæti. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum væntir herstjórnin þess, að hægt verði að efna til nýrra kosninga innan þriggja mánaða og Siddik Sami Onar, prófessor, sem leggur nú drög að nýrri stjórnarskrá, vonast til að hafa lokið verkinu eftir mánuð. Sam- kvæmt opinberum heimildum verður stjórnarskráin byggð a þeirri frá 1923, að nokkru sniðin eftir svissnesku stjórnarskránni og samkvæmt þeirri nýju mun þingið sitja í tveimur deildum. Nýja tyrkneska stjórnin hefur nú hlotið viðurkenningu Banda- ríkjanna, Ráðstjórnarinnar, Bret lands, Frakklands, V-Þýzkalands, Irans, Grikklands, Israels, Ara- biska sambandslýðveldisins, Italíu, Pakistans, Noregs, Iraks, Belgíu, Luxemborgar, S.-Kóreu og stjórnar kínverskra komm- únista. !$5 • SSSSðí' Lokað hlið — táknrœn mynd SNJÓRUÐNINGI af fjallvegin- um yfir Siglufjarðarskarð lauk um hádegi á sunnudag og er hann þegar opinn til umferðar. Meðf. mynd sýnir Siglufjarðarskarð. Krossinn til hægri sýnir hvar vegurinn kemur yfir Skarðið — krossinn til vinstri Afglapaskarð, en þar hefur margur vegvilltur endað daga sína á liðnum öldum. Fremst á myndinni er lokaff hliff, táknrænt dæmi um samgöngur Siglfirðinga á landi. Árið 1958 var Siglufjarðar- skarð opið til umferðar Júní: opið 14 daga, júlí: opið 31 dag, ágúst: opið 31 dag, sept.: opið 30 daga, október: opið 27 daga, nóvember: opið 23 daga, desember: opið 7 daga. Snjóruðningur var hafinn 2. júní þetta ár, Skarðið opnað til umferðar 17. júní, opið alls í 163 daga, lokaðist 7. desember. Árið 1959 var vegurinn fær sexn hér segir: Maí: 4 dagar, júni 20 dagar, júlí 31 dag, ágúst 31 dag, sept. 30 daga, okt. 25 daga, nóvember 8 daga, desember 1 dag. Snjóruðningur var hafinn 12. maí, Skarðið opnað 28. maí, op- ið alls í 150 daga, lokaðist 14. des.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.