Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 14
14 MORCTJPUiLAÐIÐ Fimmtudagur 2. júní 1960 Dekkhátur Lítill dekkbátur 4ra tonna með 15 ha. vél til sölu. — Upplýsingar í síma 36205. Ú tgerSarmenn til sölu Marlon hringnót af einum bezta aflabát landsins. Stærð 190x50 faðmar. Upplýsingar í síma 23634. Skuldabréf Nokkur 10 ára skuldabréf til sölu, vextir 10%. MIKIL AFFÖLL. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Kjarakaup — 3970“. T i 1 s ö 1 u Rör — statíf fyrir vinnupalla, til sýnis í Skipholti 15 næstu daga. Harðtex Linoleum gólfdúkur, korkparkett, hljóðeinangrunarplötur. fyrirliggjandi Þ. Þorgrimsson & Co. Borgartúni 7 — Sími 22235 A-*-l-£-------s-----:-1-££-:-£-£-í- Stúlka óskast Upplýsingar á prjónastofunni frá kl. 1—3. * Prjónastofa Önnu Þórðardóttur Grundarstíg 12 Gallaður prjónavörur seljum við næstu daga. — Einnig crepe sokkabuxur, lítið gallaðar. Hagkvæmt verð. Verzl. Anna Þórðardóftir Skólavörðustíg 3 — Sími 13472 Diesel loftþjappa 4,5 rúm. mín. (160 rúmfet) á dekkjum fyrirliggjandi. — Mjög hentug stærð fyrir bæjarfélög.— Útvegum allar stærðir af LOFTÞJÖPPUR með stuttum fyrirvara == HÉÐINN = Vélaumboð, Seljavegi 2, Símar 24260 (10 línur) Sjötugur t dag: Ólafur Firmsson f DAG er Ólafur Finnssora bóndi í Bergvík á Kjalarnesi sjötugur. Þessa mæta samferðamanns vil ég minnast með nokkrum orðum. Hann er fæddur — 2/6 — 1890 — í Múlakoti í Stafholtstungum, Borgarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Asta Guðmundsdóttir ættuð úr Borgarfirði og Finnur Ólafsson f. Útkóti í Kjalarneshreppi. Þau foreldrar Ólafs bjuggu við lítil efrii og þröng kjör og ákváðu haustið 1900 að breyta til og flytja suður á Kjalarnes, sem þau og gerðu. Höfðu þau hjónin eignazt 12 böm, en af þeim lifðu áðeins 6, en hin 6 að tölu dóu öll mjög ung. Með foreldrum sínum suður |fóru Ólafur, Helga, Margrét og Þorsteinn, en eftir efra urðu eftir þeir Einar og Magnús. Þegar á Kjalarnesið kom, fóru þau Finnur og Ásta að Lambhús- í um í Brautarholtshverfinu og j 1902 að Mýrarhúsum,hjáleigu frá Brautarholti. Þar voru þau til 1919 og má fullyrða, að þeim leið { þar Vel og komu börnum sínum vel áfram. Ævisaga þeirra Finns og Ástu er saga fátækra hjóna, sem hafa lítið og harðbýlt jarðnæði, eng- in efni, lítil úrræði, en verða að berjast áfram ein, eins lengi og unnt er. Lífið var þannig þá, — að með mörg ung börn á hallæris árum var í engin hús að leita um I styrk eða aðstoð nema til sveita- ; stjórnanna. En þá var þáð og talið eitt af meginskylduvi og ágæti forráða- manna sveitarfélaganna, að vera harðir í horn að taka og sífelt á verði að gæta að hag sveitar sinnar. Framkvæma landslög og tilskipanir án miskunnar á hvaða tíma árs, er því var að skipta. „Er þér vel minnisstæð ferðin norður?“ .. „Já, ég var 9 ára“, segir Ólafur. „Við fórum gangándi yfir sveitir Borgarfjarðar að Galtavík og þaðan á bát yfir Hvalfjörð að Saurbæ og vorum öll þreytt og svöng þegar við komum þangað". Ólafur fór sem léttadrengur að Bakka til þeirra hjóna Guð- brandar og Gróu og var þar í 8 ár. „Þér hefur liðið vel á Bakka?" „Já, ég fékk nægan svefn, nóg að borða og hlý vinnuföt. Að vísu varð ég að snúast mikið og vinna talsvert því unnið var mikið af öllu fólkinu þar. Gróa húsmóðir mín var afbragðskona og var mér góð, alveg eins góð og börn'-' j unum sínum. — Já alveg einy góð! „Á Bakka hefur verið kjarna) matur?“ (S ( „Já, víst var það og svá) snemma á vorin kom rauðmaginri og grásleppan, sem var borðucji ný, vindþurrkuð, söltuð, reykt oe) súrsuð. V Ég hefi góðar endurminninga^ frá unglingsárunúm og var fljót- ur að samlagast fólkinu hér i hyggðarlaginu.“ \ Frá Bakka fór Ólafur að Braut/ arholti til Daníels Daníelssonató og Nielsínu Ólafsdóttur og vap hjá þeim þar í 5 ár og 2 ár að Lágafelli. „Hvernig var að vera í Brautari holti?" .... „Ljómandi vel leið mér þar. Þau voru ágæt hjónin bæði tvö. Þar var mjög frjálslegt og glað- værð ríkjandi." „Það hefur þér líkað vel i þá daga?“ Afgreiðum með stultum fyrirvara ýmsar gerðir af íbúðarhúsum, peningshúsum, bíl- skúrum og öðrum einnar hæðar húsum. Hagkvæm verð og greiðsluskilmálar. SÍGURLINNI PÉTURSSON Hraunhólum, Garðahreppi Símar 10427 og 50924 Allt á sama stað Micheline hjólbarðar og slöngur 750x14 700/760x15 750x20 825x20 1000x20 1100x20 Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240 „Já, blessaður vertu, það var stundum dansað og þá var „Fé- lagsbúið" á Hofsbökkum og þar haldnar skemmtanir og fundir. En vinna varð ég þar mikið og stundum 18 kl. í sólarhring.“ „Hvaða störf hafðir þú aðallega með höndum?" „Ég átti að sjá um fjósið og í því voru um 30 gripir, kýr og kálfar og svo allmikið við bátinn, þegar farið var til Reykjavíkur. Erfiðast þótti mér að dæla vatni í fjós og bæ með handaíli, er venjulegast tók 2—3 kl. á dag vetrarmánuðina." „Segðu mér eitthvað frá svaðil- förum þínum t. d. við Andríðs- ey?“ „Já, ég var með í selveiðitúr við Andríðsey. Við lögðum sel- veiðinót á flóðinu vestan megin í vík við eyjuna í blíðskapar- veðri og fórum svo litlu síðar og höfðum nokkuð marga seli, en misstum enn fleiri. Það fór eitt- hvað í handaskolum, en við vor- um ánægðir en fórum ekki aft- ur.“ „Eitthvað áttu til méira í poka horninu" „Jú, einu sinni kom Guðmund- ur á Helgustöðum um haust og var á skarfaveiðum.“ „Varstu nú viss um það?“ „Svo sagði hann. Daníel lánaði mig eftir hans beiðni Ég vildi og fara. Þegar við komum út að Skarfaklettinum — þú kannast við hann.“ „Já, ég held nú það, — rétt sunnan við aðálleiðina er út í Andríðsey er farið“ — „Þá skýt- ur Guðmundur, og við upp- að klettunum, og hann ryðst upp í klettinn, — en þá hvolfir bátn- um og ég á bólakaf. Ég komst á kjöl, og þarna var nokkur velta, því nokkur ylgja var að verða þarna úti. Og aftur fór ég á bólakaf, en náði svo góðu taki á bátnum, og svo kom Guðmundur með dauðan skarf og náði í bátinn, sem hafði færzt nær og í afdrep. Við réttum svo bátinn og rerum í land hálfir í kafi í sjó.“ Árið 1915 giftist Ólafur Jako- bínu Björnsdóttur hinni beztu konu, sem hefur staðið traustlega með manni sínum og reynzt hon- um bezti lifsförunautur í blíðu og stríðu. „Þú ert vel giffur nafni minn?" „Já, það er mitt mesta lán. Konan mín er góð kona og við höfum eignazt 7 börn og alið upp dótturson. Þrjú börn höfum við misst, Halldór, Finn og Ástu — litla stúlku. Uppkomin eru: Guð- rún, Sigríður, Kristín og Guð- mundur og dóttursonurinn Jón Vikar.“ Þau hjónin Ólafur og Jakobína hafa verið í Bergvík síðan 1919, sem áður er sagt og búa nú í íbúðarhúsinu sínu þar og hafa kindur og hænsni, sem búgrein, en jörðina hafa þau keypt Krist- ján Þorgeirsson tengdasonur þeirra og Sigríður dóttir þeirra og byggðu sér íbúðarhús þar. „Ólafur, þú hefur verið heilsu- góður um dagana" „Já, — helzt fengið kvef.“ „Sækir þú þá lækni?“ „Læknir, nei, hvað á að gera með læknir við kvefi?“ „Þú færð vitanlega mixtúru." „Nei, hún dugar ekkert — er bara þunnt .... “ „Hvað drekkur þú þá?“ „Fæ mér brennivín og kaffi.“ „Það segirðu satt, það geri ég líka.“ Ólafur er vinnusamur og vinn- ur enn. Það er svo ef safna þarf saman mönnum til starfa og á- taka við framkvæmdir einhverj- ar t. d. við kirkju, skóla og fund- arhúsið eða hjá bændum í sveit- inni, þá er hann sjálfsagður að vera með í þeim hópi, og mætir venjulegast með þeim fyrstu, ef ekki alveg fyrstur. Að síðustu óska ég afmælis- barninu fyrir hönd okkar sveit- unganna, konu hans og ættingj. um til hamingju með daginn, góðs gengis og guðs blessunar. Ó. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.