Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. júní 1960 MOVCrnSRLAÐIÐ 15 VerBI agseftirl it rætt í Efri deild SameinaB Alþingi kjósi fimm af sex mönnum / verðlagsnefnd VERÐLAGSMÁLIN voru allmikið rædd á fundi Efri deildar í fyrradag, en þar var til framhalds 2. umræðu frum varp ríkisstjórnarinnar um það efni. Fimm þingkjörnir menn í verðlagsnefnd Spunnust umræðurnar einkum um breytingatillögur frá meiri hluta fjárhagsiiefhdár deildár- innar um það, að verðlagsnefnd, sem taka’ á við yfirstjórn verð- lagsmálanna af Innfiutnirigs- skrifstofunni, skuli skipuð 5 þingkjörnum fulltrúum í stað 4. Miðaðist tillaga meirihluta nefnd aririnar ýið það, að verðlags- nefndarmönnum yrði þannig fjölgað úpp, í 6, og að atkvæði formanns hennar, ráðuneytis- st j óra viðskiptamálar áðuney tis- ins, skyldi þá skera úr um af- greiðslu mála, ef atkvæði yrðu jöfn. Þingflokkarnir eiga allir fulltrúa Stjórnarandstæðingar, en af þeirra hálfu töluðu Karl Kristj- ánsson, Björn Jónsson og Sigur- vin Einarsson, héldu því m. a. fram, að Alþýðuflokkurinn hefði látið véla sig til að fallast á þessa breytingu, en eftir hana mundu Sjálfstæðismenn alltaf þegar þeir vildu, geta borið nefndarnjenn hinna flokkanna ofurliði með atkvæðum tveggja fulltrúa sinna og Jónasar Haralz ráðuneytisstjóra. Á það var hins vegar bent áf Jóni Þorsteinssyni, sem var framsögumaður nefnd- arinnar, áð ef Sameinað Alþingi kysi aðeins 4 menn í verðlags- nefnd, gæti hinir smærri ílokkar þingsins átt á hættu, að fá eng- an fulltrúa í nefndina, t. d. þyrfti Alþýðubandalagið nú að hafa stuðning Framsóknarflokks ins, til þess að tryggja kosningu síns manns,. Þó taldi J. Þ. og raunar fleiri ræðumenn, að það væri alveg út í hött, að ganga út frá því sem vísu, að ráðuneytis- stjóri viðskiptamálaráðuneytis- ins greiddi alltaf atkvæði með Sjálfstæðismönnum. Verðlagseftirlit óþarft, þegar frjáls samkeppni ríkir 1 þeim þætti umræðnanna er laut að gildi verðlagseftirlitsins almennt, sagði Magnús Jónsson m. a., að skoðun Sjálfstæðis- manna væri sú, að verðlagseftir- lit væri engin örugg leið til að skapa hóflegt verðlag, enda þótt þeir á hinn bóginn viðurkenndu, að þegar frjáls samkeppni fengi ekki notið sín og aðstaða væri fyrir hendi til að sprengja upp verðlag, t. d. vegna vöruskorts, þá ætti slíkt eftirlit fullan rétt á sér. Þegar viðreisnarráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar hefðu borið árangur, frjáls samkeppni aukizt í viðskiptum og eðlilegt ástand skapazt hér, mundi því gegna öðru máli. Ólafur Björns- son vakti m. a. athygli á því, er hann vék nokkuð að hinu tak- markaða gildi verðlagseftirlits- ins, að þrátt fyrir það, að hér hefði á undanförnum árum ver- ið haldið uppi strangara eftir- liti en í nágrannalöndunum, SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögrnaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. LOFTUR h.f. LJÓSMYNDASTOFAN Ingólfsstræti 6. Pantið tima i sima 1-47-72. hefði dýrtíð hér vaxið mun ör- ar en þar. Að umræðunni lokinni var breytingatillaga meiri hluta fjar- hagsnefndar samþykkt með 11 atkvæðum gegn 7, og frumvarp- inu vísað áfram til 3. umræðu með samhljóða atkvæðum. Þeg- ar þeirri umræðu líkur mun frumvarpið vegna breytingarinn- ar, fara aftur til einnar umræðu í Neðri deild. Ragn- i kvikmyndinni SAGT var frá því hér í blað- inu fyrir nokkru, að Ragn- heiður Jónasdóttir (Sveinsson ar, læknis) hefði gert samn- ing við brezkt kvikmyndafé- lag, „Border Film Producti- ons Ltd.“, um að leika í kvik- myndinni „Klukkan sló þrjú“ (The Clock Struck Three), sem félagið hefir nú í fram- leiðslu. • ★ • Kvikmyndatakan hófst síðla í apríl, og var gert rað fyrír, að hún stæði yfir 6—8 vikur. Eftir þeim fregnum, sem hing að hafa borizt frá ungfrú Ragn heiði, hefir starfið gengið mjög vel hingað til, og er upp- taka myndarinnar komin vel á veg. — Ragnheiður leikur „Klukkan sló þrjú" aðalkvenhlutverkið í mynd- inni, unga „skandinavíska" stúlku, stúdent við Cam- bridge-háskóla, sem lendir í ýmsum ævintýrum. — Þess má geta, að sem leikkona ber hún nafnið Christina Sveinsson. Verkfallinu í Fœreyjum lokið THORSHAVN, 27. maí: — Verka menn í Færeyjum hafa nú al- mennt tekið aftur upp vinnu. Þeir fengu framgengt þeim kröf- um sínum að fá 20 aurum hærra tímakaup en samið hafði verið um það í Tórshavn. Verkamenn í Thórshavn höfðu gert samninga þann 6. maí, en verkamenn annarsstaðar í Fær- eyjum gerðu sig ekki ánægða með þann samning og vildu fá 20 aurum hærra tímakaup. Hófu þeir því verkfall þann 9. maí og kröfðust hærra kaups. Síðan sneri Verkamannafélag Færeyja sér til lögþingsins með beiðni til þess um að fá launa- kröfur sínar lögfestar. Lögmað- ur varð við beiðni Verkamanna- félagsins um að kalla saman auka þing til að fjalla um þetta mál, en meirihluti þingsins snerist gegn því að verða við kaupkröf- — Utan úr heimi Framh af bls. 13 var á leið til Egyptalands, síðan látinn taka líkið, koma við hjá Portsmouth og skilja það þar eft- ir. — Þetta lík fannst síðan um ári eftir hvarf froskmannsins, og þótt á það vantaði bæði höfuð og hendur, var úrskurðað, að hér væri um lík Crabbs að ræða, þar sem á fótum þess fundust viss einkenni, sem Crabb hafði haft. — Loks má geta þess, að það er upplýst í hinum rússnesku skjöl- um að í Rússlandi gangi Crabb undir nafninu lautinant Levlvo- vich Korablov. • Mótmæli vinanna Eins og fyrr segir, hafa nokkrir vinir Crabbs mótmælt útgáfu þessarar bókar . 1 orðsendingu eins þeirra, James Gleason, til útgefandans vegna þessa máls segir m. a.: — Ég sá um jarð- arför Crabbs höfuðsmanns í Portsmouth, eftir tilmælum móð- ur hans. — Aður en hugrakkur Englendingur, sem ekki getur varið heiður sinn, er ataður auri, verð ég að biðja yður að leyfa mér og þrem öðrum vinum hans að segja skoðun okkar um sann- gildi ljósmynda þeirra, sem þér leggið fram sem sönnun þess, að hann starfi fyrir erlent ríki. — ★ — Crabb-málið olli á sínum tíma pólitískum gusti í Bretlandi og þáverandi forsætisráð'herra Bret lands, Sir Anthony Eden, neit- aði að gefa þinginu nokkrar upp- lýsingar um málið — sagði ein- ungis, að Crabb hefði ekki far- ið eftir fyrirskipun ríkisstjórn- arinnar, er hann kafaði undir russnesku herskipin. 30 þúsund sáu „Kardimoimnu- bæinn64 HIÐ vinsæla leikrit Karde- mommubærinn var sýndur í síð- asta sinn s.l. fimmtudag og var það 45. sýningin á leiknum. Eftirspurnin eftir miðum var svo mikil að margir urðu frá að hverfa. Akveðið hefur verið að sýna leikritið á næsta starfsári. Rösklega 30 þúsund leikhús- gestir hafa séð sýninguna og mun það vera algjört met hvað aðsókn snertir hér á landi. Affalmótleikari hennar ei kunnur brezkur leikari, Der- mont Walsh. Þar kemur einnig fram annar þekktur maffur, Terence Lawrence, sem m. a. leikur í hinni margverfflapn- uffu stórmynd „Ben Húr“. unum. Varð niðurstaðan sú, að meirihluti lögþingsins var fylgj- andi því, að kjarasamningur verkamanna í Thórshavn skyldi gilda um allar Færeyjar. Hefur vinna nú verið hafin að nýju eins og ekkert hafi í skorizt. — Fréttaritari • ★ • Ragnheiður Jónasdóttir et aðeins ráðin til að leíka í þess ari einu 'mynd fyrir kvik- myndafélagiff, og hefir hún ekki viljaff taka tilboðum um samning til lengri tíma. — Meðfylgjandi mynd er úr einu atriffi kvikmyndarinnar „Kluan sló þrjú“ og sýnir Ragnheiffi ásamt mótleikara sínum, Dermont Walsh. Fólagslíf ULFQR JQCOBSEN FERDQSKRIFSTOFQ lustuislr&ti I Simi: 13499 Kynnist landinu. — Ferðir um hvítasunnuna. Kjölur, Hveravell- ir, Kerlingafjöll. — Þórsmörk, Breiðafjarðaeyjar, Snæfellsnes. Gist áð Búðum. — Veitingar á staðnum. Sumkomur Filadelfía: Samkoma fellur niður í dag. — Á morgun — föstudag — safn- aðarsamkoma kl. 8,30. Fórn tek- in vegna Stykkishólms. 1. O. G. T. Stúkan Andvari nr. 265. Fundur fellur niður í kvöld vegna hreingerningar á húsinu. Æ. T. Félagslíl Landsiiff karla í handknattleik. Æfing í Hafnarfirði í kvöld kl. 9. — Mætið við íþróttahú* barnaskólans. Landliðsnefnd. Reykjavíkurmót í knattspyrnu fimmtudaginn 2. júní: 4. fl. B Fram B-Víkingur kl. 8. 2. fl. A-Fram-Víkingur kl. 9. Mótanefnd. JO Ms Rinto Síon, Óðinsgötu 6 A. Almenn samkoma í kvöld kl. 20,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. K. F. U. K. Vindáshltð. Telpur, munið fundinn í kvöld kl. 8 e. h. Stjórnin. Hjálpræðisherinn: Fimmtudag kl. 20.30: Almenn samkoma. — Flokksforingjarnir stjórna. Ekki samkoma föstudags kvöld. — Allir velkomnir fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmannahafnar 7. júní nk. Frá Kaupmannahöfn fer skipið þann 17. júni til Reykjavíkur. Tilkynningar um flutning ósk- ast sem fyrst. Skipaafgreiffsla Jes Zimsen. 34-3-33 Þungavinnuvélat Hörður Ólatsson og domtulkur í ensku. lögfræðiskrifstofa. skjalaþ/ðandl Austurstræti 14. Símj 10332, hetma 35673.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.