Morgunblaðið - 08.06.1960, Page 1

Morgunblaðið - 08.06.1960, Page 1
24 síður 47. árgawgur 127. tbl. — Miðvikudagur 8. júní 1960 Prentsmiðja -Morgunblaðsins Kommúnístisk yfirlýsing c útvarpinu: árás, þó ar dræpu (slendinga — Tilefni til slíkra aðgerða af þeirra hálfu hefur verið gefið í ÚTVARPSÞÆTTI í fyrra- kvöld kom fram Hendrik Ottósson, fréttamaður á frétta stofu Ríkisútvarpsins, og lýsti því yfir, að ekkert væri sak- næmt við það, þó að Rússar réðust á ísland og myrtu þriðjung landsmanna. Raun- ar væri þar alls ekki um árás að ræða, því að tilefni hefði Zorin óvenju hógvær GENF og Washington, 7. júní: — Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu afhenti ráðstjórninni í dag orðsendingu Bandaríkja- stjómar vegna hinna nýju af- vopnunartillagna Rússa, Sagði þar, að þessar tillögur mundu athugaðar gaumgæfilega og jafnframt var skorað á Raðstjórn ina að skoða afvopnunartillögur niður í kjölinn. Engar gyllivonir Samtímis hófst í Genf fyrsti fundur 10-velda nefndarinnar, sem fjallar um afvopnunarmálin, og gerði Zorin, fulltrúi Rússa, frekari grein fyrir nýjum tillög- um. Þetta er fyrs.ti fundurinn eftir fimm vikna hlé. Bandariski fulltrúinn sagði rússnesku tillögurnar verða at,- hugaðar vel, en menn mættu ekki gera sér neinar gyllivonir. Hins vegar bæri nú enn meíri nauð- syn til að eitthvað jákvætt kæmi út úr viðræðunum vegna þess hvernig fór með ,toppfundinn“. Blíðir á manninn Zorin mun hafa verið mjög hógvær í ræðu sinni, aðeins minnzt lítillega á U—2 flugið og „toppfundinn" og að fundinum loknum lét hann svo um mælt við blaðamenn, að tillögur Rúsáa væru mjög róttækar, því annað dygði ekki. Sagði hann ennfrem- ur að Rússar legðu þar fram til- lögur um óbrigðult eftirlitskerfi, en hugmynd Vesturveldanna um ail]þjóðlegan lögregluher til $ð halda friði eftir að afvopnun væri lokið — sagði Zorin vera óraun- sæja. verið gefið til slíkra verka, hvenær sem væri, og væri til- efnið: „Árásarfyrirætlanir Bandaríkjanna“. Samhliða þessari yfirlýs- ingu kvað hann við öll gefin tækifæri mega búast við árás af hálfu Vesturveldanna, en gjörsamlega útilokað að Rúss- ar gerðu nokkru sinni árás. En skýrgreining hans á orð- inu árás virtist býsna ein- kennileg. Þá lýsti fréttamaðurinn þvi yfir sem skoðun sinni, að það væri sök Bandaríkjanna, að Parísar-fundurinn fór út um þúfur, og helzt var á honum að skilja, að Rússum stafaði innrásarhætta af Ungverjum. Þessi einstæða hreinskilni hins sanntrúaða Moskvu- kommúnista kom fram í sam- tali um alþjóðamál við séra Sigurð Einarsson í Holti. Við þessar furðulegu yfir- lýsingar Hendriks Ottóssonar rif jast upp hin frægu ummæli Brynjólfs Bjarnasonar, þegar hann sagði, að hér mætti skjóta án miskunnar, ef það þjónaði hagsmunum Rússa. Hér á eftir verður samtal þetta rakið nokkuð, svo að þeir, sem ekki hlustuðu á útvarpið í fyrra- kvöld, geti kynnt sér hinar kommúnísku skoðanir. Skil vel sovétstjórnina Um Parisar-fundinn sagði Hendrik Ottósson m. a.: „Ég skil vel þá afstöðu, sem sovétstjórnin tók, eftir að ýmsir hlutir höfðu gerzt, frá því að upplýst var um, að þessi flugvél hefði verið skotin niður og flug- maðurinn bjargazt". Framhald á bls. 23. Danir vilja losna við kortagerð af Islandi BERLINGATÍÐINDI segja ný lega frá því, að viðræður séu að hefjast milli Dana og ís- lendinga um það, hvernig haga skuli í framtíðinni út- gáfu íslenzkra landabréfa. f*eg ar Mbl. spurðist fyrir um þetta hjá Landmælingum íslands, var því svarað til að engar við ræður væru hafnar og enn væri alltof fljótt að skýra frá þessu máli. En í fréttaklausu Berlinga- tiðinda um þetta efni kemiur það í Ijós, að danska land- fræðistofnunin (Geodætisk In stitut) hefur haft halla af út- gáfu íslenzkra landabréfa. Stofnunin gefur nú út 235 mis munandi landábréf af íslandi. Hafa endurskoðunarmenn dönsku rikisreikninganna hvatt til þess að breytingar verði gerðar á þessari útgáfu, jafnvel að íslendingum verji seldar þær birgðir landabréfa sem nú eru til, prentplötur og heimildaefni. Blaðið segir, að Geodætisk Institut stefni að því að fækka mjög tölu þeirra mismunandi landabréfa, sem það hefur gef ið út. Þykir landabréfaútgáf- an svo dýr, að óhjákvæmilegt sé að hætta að gefa út önnur kort en þau sem teljast mega þjóðfélagslega þýðingarmikil. Er þess getið að ýmis einka- fyrirtæki séu og farin að auka landabréfagerð, í samkeppni við stofnunina. Landfræði- stofnunin hefur því þegar á- kveðið að fækka gerðum korta sinna á nokkrum árum úr 2550 í 1650. Ef það yrði svo ákveðið að hætta útgáfu íslenzkra korta myndi talan Iækka nið- ur í 1150, segir blaðið. Hendrik Ottóson Kjarnorkuhleðsla splundrast Engin geislunarhætta McGuire, New Jersey, 7. júní. KJARNORKUHLEÐSLA á fjarstýrðu flugskeyti splundraðist í kvöld í flug- skeytastöð hér og varð allt nágrennið fyrir miklum geislaáhrifum. — Ekki hefur verið upplýst hvort menn hafa týnt lífinu, en lögreglan hefur slegið hring um flug- skeytastöðina og hefur við- vörunum verið útvarpað um allt fylkið. Bomarc-flugskeyti Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar gerðist þetta á æfinga svæði 46. bandarísku flugskeyta deildarinnar, í Jackson rétt fyr- ir austan McGuire-stöðina, sem er um 32 km. fyrir suð-vestan Trenton. Er þetta ein þeirra stöðva, sem er liður í varnarkerf inu, m.a. fyrir New York, Boston og Philadelphiu. Það var Bo- marc-flugskeyti, sem hér var um að ræða. Varúðarráðstafanir Óstaðfestar fregnir herma, að Gursel fús til þútttöku PARÍS, 7. júní: — Gursel, hers- höfðingi, forsætisráðherra Tyrk- lands, upplýsti í blaðaviðtali sem birt var í dag, að hann mundi e. t. v. fús að taka að sér for- ystu stjórnmáilaflokks, et hags- munir þjóðarinnar krefðust þess. Kishi rýfur ekki þing og ferðaáœtlun Eisen• howers er enn óbreytf TOKYO og Washington, 7. júní: Eisenhower Bandaríkjaforseti hefur enn ekki breytt ferðaáætl- un sinni, en samkvæmt henni kemur hann til Tokyo hinn 19. þ.m. Hafa stúdentar í Tokyo hót- að að Ieggjast á flugbrautir flug- tallarins svo að þota hans geti ekki lent og hafa forystumenn stúdenta Iýst því yfir, að a. m. k. 50 þús. manns taki þátt í þessum aðgerðum. Segja af sér þingmennsku Hafa stúdentar að undanförnu mótmælt komu Eisenhowers og endurnýjun varnarsamnings Jap- ana og Bandaríkjanna og hefur margsinnis komið til átaka. Stjórnarandstaðan, jafnaðar- menn, hefur einnig gripið til sinna ráða. Hafa þingmenn jafn- aðarmanna ekki mætt til þing- funda síðan varnarsamningurinn hlaut samþykki á þingi og hefur stjórn jafnaðarmannaflokksins nú ákveðið, að allir þingmenn skuli nú segja af sér þing- mennsku. Aukakosningar Tilgangurinn er að knýja Kishi forsætisráðherra til að efna til nýrra kosninga. En Kishi brá skjótt við og lýsti yfir, að jafn- aðarmönnum mundi ekki takast að steypa stjórn sinni. Þing yrði ekki rofið, en aukakosningar yrðu látnar fara fram í kjördæm- um þeim, sem jafnaðarmanna- þingmennirnir komu frá. Vill skyndifund NATO' GREEN C ASTLE, Indiana, 7. júní: — Diefenbaker, forsætis- ráðherra Kanada, lýsti því yfir í dag, að þess væri nú brýn þörf að Atlantshafsbandalagsríkin kæmu saman til fundar nú þegar til að ræða aðferðir og framkomu Ráðstjórnarríkjanna. Nú bæri að treysta enn samstöðu Atlants- hafsbandalagsins svo að það stæði af sér alla vinda. mikill eldur sé laus á því svæði, er óhappið varð. Þegar hafa ver- ið gerðar ráðstafanir til að flytja allt fólk úr héraðinu, ef geisla- unin reynist svo mikil, að fólki stafi megn hætta af og sló óhug á almenning. Þetta er eitt af strjál býlustu héruðum í fylkinu. Ekki raunveruleg kjarnorku* sprenging Yfirstjórn bandaríska flughers- ins í Washington staðfesti síðar, að sprenging hefði átt sér stað í skotstæði Bomarc-flugskeytis. Hins vegar hefur enginn orðið var við reyksúlu eða mökk svip- uðum þeim, sem stígur upp, þeg- ar kjarnorkusprenging verður. Síðari fregnir: Bandaríska varnarmálaráffu- neytiff tilkynnti í kvöld, aff íbú- um New Jersey stafaffi engin hætta af geislun frá sprenging- unni. Seinustu fréttir: Sýnt þykir, aff hér hefur ekkl veriff um kjarnorkusprengingu aff ræffa. En óljóst er hvernig sprengingin hefur orffiff — og hvers efflis hún hefur veriff. Er þess nú getið til, að kjarn- orkuhleðslan hafi laskazt við sprenginguna, sem mun hafa orð- ið í Bomarc-flugskeytinu. Allir hermenn og aðrir starfsmenn æf- ingastöðvarinnar voru fluttir brott í skyndi og varnarmála- ráðuneytið tilkynnti síðar, að ekki væri vitað til þess að neinn maður hefði látið lífið. Eldur er nú laus í æfingastöðinni og er þar mikið bál. Lögreglan hefur stöðvað umferð á stóru svæði um hverfis stöðina. Nasser í Aþenu AÞENU, 7. júní: — Nasser forseti Arabíska sambandslýðveldi-sins kom í opinbera heimsókn til Aþenu í dag og var mjög vel fagnað af þúsundum manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.