Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVTSBL ÁÐIÐ Miðvik'udagur 8. júní 1960 Kjarval í Osló Tékkneski söng- og leikflokkurinn við komuna til Reykjavíkur ásamt þjóðleikhússtjóra. Lisfahátíðin hófst á laugardaginn Songvurunum og hljómsveit ágœta vel tekið LISTAHÁTÍÐ Þjóðleikhússins, sem haldin er í tilefni 10 ára af- mælis þess, hófst sl. laugardag kl. 4 síðdegis. Var þá frumsýnd óperan „Selda brúðurinn" eftir Smetana. Áður en sýningin hófst voru leiknir þjóðsöngvar Islendinga og Tékka. Þá fluttu þjóðleik- hússtjóri of formaður þjóðleikhúsráðs ávörp. Söngvurum og hljómsveit var fagnað með langvarandi lófa- taki. Forsetahjónin voru meðal gesta á frumsýningunni, sem vai hin hátíðlcgasta. í ávarpi sínu komst Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, meðal annars að orði á þessa leið: ----------------------• KUNSTNERNES Hus í Ósló sem er listamannahús málaranna þar, bauð í nóv. sl. Jóhannesi Kjarval að halda hjá þeim sýn- ingu á verkum sínum, og fá til af- nota annan aðalsal byggingarinn- ar, um 75 metra veggpláss. Fyrir áeggjan menntamálaráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasonar og norska sendiherrans hér, Bjarne Börde, tók Kjarval boðinu og þáði einnig að koma sjálfur. Sýningin var opnuð 2. júní að viðstöddum miklu fjölmenni, þar á meðal margir af kunnustu mál- urum Noregs. Kjarval hafði leyft að tvær landslagsmyndir yrðu til sölu, hvorttveggja hraunmyndir úr Bessastaðahrauni. Keypti listaverkanefnd Listasafns ríkis- ins aðra fyrir 4000 norskar krón- ur en hina keypti heimskunnur norskur listaverkasafnari og auð- kýfingur, Jaere fyrir 5000 n. kr. A sýningunni voru nær ein- vörðungu listaverk, er Kjarval átti sjálfur, allt tæplega 60 mynd- ir, langflestar gamlar, portrettar, fantasíur og nokkrar nýjar lands- lagsmyndir. Sýningin vakti geysiathygli og ÞORSTEINN Kristján Þórðarson hét hann fullu nafni og fæddist í Reykjavík h. 18. marz 1917. For- eldrar hans voru Þórður A. Þor- steinsson, skipstjóri, Snæfelling- ur að ætt, og kona hans Gest- heiður Árnadóítir eldra, Árna- sonar, dómkirkjuvarðar i Reykja vík. Þórður var síðast starfandi á varðskipum ríkisins, en missti heilsuna og lézt árið 1932. fertug- ur að aldri. Þorsteinn Þórðarson mun snemma hafa farið að stunda sjó, og fiskimannaprófi hinu minna lauk hann í Vestmannaeyjum ár- ið 1943. Haustið 1944 settist hann í stýrimannaskólann og lauk hinu meira fiskimannaprófi vorið 1945 og farmannaprófi árið eftir, öllum þessum prófum með ágætis einkunn, enda var hann með beztu námsmönnum, sem í skól- ann hafa komið. , Snemma árs 1947 andaðist Guð mundur B. Kristjánsson, elzti siglingafræðikennari stýrimanna skólans, og bæði af þeim sökum og vegna aukinna verkefna skyldu þá ráðnir tveir nýir sigl- ingafræðikennarar að skólanum. hrifningu og þegar hafði birzt dómur í einu dagblaðanna. Mun biöðunum verða sendur-útdráttur úr blaðadómum síðar. Haraldur Guðmundsson, sendi- herra er verndari sýningarinnar og önnur hönd listamannsis með- an hann dvaldist í Osló. Sat Kjar- val fjölmennt boð hjá sendiherra hjónunum þar sem honum gafst tækifæri til að kynnast mörgum þjóðkunnum norskum listamönn- um. Sjálfir héldu listamehnirnir Kjarval glæsilega veizlu í veit- ingahúsi sínu Blom, og fluttu honum margar og uppörvandi ræður, en sjálfur þakkaði hann þann heiður og þá vinsemd er honum var sýnd með boðinu og móttökum. Sendiherra íslands þakkaði fyrir hönd þjóðar sinnar og sendiherra Norðmanna hér, Bjarne Börde fyrir Noregs hönd. Sýningin stendur til 26.-júní. Meðal gesta á sýningunni var frægasti núlifandi málari á Norð- urlöndum, Henrik Sörensen, sem nú er um áttrætt og var hann studdur af tveim mönnum um salinn. — R.J. Annar þeirra varð Þorsteinn Þórðarson, en hann hafði þá á hendi stundakennslu við skólann. Haustið 1947 sigldi hann til fram haldsnáms í siglingafræði í Dan- mörku og var ráðinn fastur kenn ari eftir heimkomuna, árið 1948. Starfaði hann síðan við skólann til danðadags hinn 30. f. m., er hann lézt af hjartabilun, aðeins 43 ára að aldri. Um kennslu Þorsteins má segja, að hún lék í höndum hans eins og annað, er hann tók sér fyrir hendur á sjó eða landi. Fór þar saman ást á starfinu, ágætir hætileikar og alúðleg framkoma, enoa ávann hann sér velvild og samúð nemenda sinni og sam- starfsmanna. Þorsteinn var mjög fróðieiksfús, las mikið, bæði það, er kom við starfi hans og annað, • Hún keypti til heimilisins Það gerðist hérna fyrir nokkrum árum, að íslenzk kona fór með manni sínum utan þar sem hann starfaði við frábæran orðstír bæði sjálf um sér og landi sínu til sóma. Og konan hélt sitt heimili og keypti inn, kjöt, grænmeti, ávexti og alls konar matvöru, og meira að segja fatnað á sig og börnin. Og svo, nokkrum árum síðar, kemur hún upp um sjálfa sig í Morgunblaðinu. Hún játar það blátt áfram að hún hafi farið í búðir í þeim var víða heima og mátti teljast vel menntaður, þótt ekxi væri hann langskólagenginn. Hann var og hinn bezti drengur, ör og hjálpfús, er hann mátti því við koma. Hinn 30. maí 1941 giftist Þor- steinn eftirlifandi konu sinni Stellu Eyvindsdóttur Þórarins- sonar, skipstjóra í Vestmannaeyj um, og eignuðust þau fjórar efni legar dætur, sem allar eru á lífi. Ég votta ástvinum hans inni- lega samúð og bið honum bless- unar yfir á ókunna landinu. Friðrik V. Ólafsson. fjölskyldu smm. Það er ekki að furða þó Þjóðviljinn þurfi að eyða tveimur leiðurum í annað eins hneyksli. Að hugsa sér að Fyrsta listahátíðin „1 dag hefst fyrsta listahátíð á íslandi. Þessi hátíð er helguð fjórum listgreinum, leik-, tón-, söng- og danslist, eins og títt er um hátíðir af þessu tagi. í fyrst- unni var ráðgert að listahátíð þessi yrði á breiðari grundvelli, þannig að í henni tækju einnig þátt ^ rithöfundar, myndlistar- menn og ýrnsir söngkórar, en þessir aðilar voru ekki reiðubún- ir til þátttöku. Þess vegna er Þjóðleikhúsið eitt um þessa listahátíð og verkefni því ein- göngu bundin við þær listgrein- láta sér t. d. detta í hug að kaupa sápu og þvo af börn- unum sínum, þar sem „13% af ítölskum fjölskyldum hefur ekki efni á að nota sápu til þvotta“,(hvaðan sem sú talaer nú komin). Nei, i slíku landi ætti engin húsmóðir að leyfa sér að verzla, hvað þá hafa orð á því að gera góð innkaup. * Allt fyrir hugsjónina Þetta er ákaflega fallega hugsað. En ósköp hljóta þeir nú að vera svangir stundum, vesalings kommúnistarnir okk ar, þegar þeir eru í útlöndum. Eina bótin að þeir geta búið sig vel að heiman. Hugsa sér ir sem eru innan starjsramma þess. Listahátíðir, í svipuðu sniði og sú hátíð sem vér erum að hefja hér í dag, hafa á síðari árum verið fjölmargar í flestum helztu menningarlöndum Evrópu, og flestar borgir, sem telja sig nokkru varða listir og menningu, og einhverja aðstöðu hafa til, efna öðru hvoru til slíkra hátíða, og sumar gera það árlega. Margþættur tilgangur Hver er þá tilgangur með slík- um listahátíðum? Hann er marg- þættur. í fyrsta lagi sá, að gefa fólki tækifæri tþ þess að njóla hinnar fullkomnustu listar, sem kostur er, þar sem afburðalista- menn, erlendir og innlendir, koma fram. Með því að hingað koma til listflutnings nokkrir ágætir er- lendir listamenn, fæst saman- burður við liststúlkun okkar listamanna, en slíkan samanburð er gagnlegt að fá, bæði áhorf- .endum og ekki síður ljstamönn- unum sjálfum, sem betur gela þá gert sér grein fyrir hvar þeir eru á vegi staddir í listþróun sinni, og hversu hátt má setja markið sem keppt er að á lista- brautinni. Tækifæri til að læra Með listahátíð eins og þeirri, Framh. á bls. 19 ef þeir yrðu að leggja það á sig að ganga eins til fara og þeir fátækustu í Austur- Evrópulöndunum. Ég sé í anda þá Lúðvík Jósepsson, Þor- vald Þórarinsson, Kristin And résson, sem nú eru allir að spóka sig fyrir austan, þar sem þeir þramma kílómeter eftir kilómeter glorhungraðir, því hver getur verið þekktur fyrir að kaupa sér máltíð eða strætisvagnamiða, þar sem stór hópur af fólki hefur varla í sig og verður að ganga til að spara „%prinn“ Hvað þá að láta þetta fólk bjóða sér og borga fyrir sig. Úr því maður sem vinnur fyrir kaupi getur ekki verið þekktur fyrir að láta konu sína hafa peninga til að kaupa fyrir til heimilisins í landi þar sem til eru at- vinnuleysingjar, eins og Þjóð- viljinn virðist halda fram, hvað gera þá vesalings ís- lenzku kommúnistarnir okk- ar, sem ekki eru einu sinni í vinnu. Eða kannski þeir hafi verið búnir að vinna sér fyrir uppihaldinu og kræsingunum áður en þeir lögðu af stað frá íslandi? •^ájþei^^ágt_^rir? Vonandi athuga þessir menn vel áður en þeir setjast að borði á hótelunum sínum í Moskvu, hvort nokkurs staðar finnst Rússi í allri borginni, sem ekki getur leyft sér að ganga þar inn og fá sér mál- tíð. Ef þeir gera það ekki fá þeir aldeilis bágt fyrir hjá Austra í Þjóðviljanum, þegar þeir koma heim. En það er svo sem ekki hætta á að þeir láti sér detta annað eins í hug. Þorsteinn Kr. Þórðarson stýrimannaskólakennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.