Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNBTAÐIÐ Fimmtudagur 9. júni 1960 T Fjall hins heilaga Mikaels Mont St. Michel. ÞAÐ er sagt um Alkíbia- des að hann hafi klippt róf- una af hundinum sínum svo Aþenubúar hefðu eitt- hvað að tala um. Eins er um okkur blaðamennina, við erum alltaf að klippa af einhverja rófuna, svo fólk tali um blöðin okkar. Þegar við erum ekki með skærin á lofti heima a Fróni, tökum við þau upp í útlöndum og reynum annaðhvort að klippa róí- una af Krúsjeff, Malin- ovskí eða einhverjum öðr- um og venjulega gengur þetta stórslysaláust, ef við erum ekki teknir alltof hátíðlega! Jæja. Mont St. Michel, eða fjall hins heilaga Mikkaels, er afarmerkilegur staður hér á mörkum Normandís og Bret- aníu. Efst á fjallinu er kirkja og gamalt klaustur, og margt er hér fleira, sem minnir á forna kristni, enda eru sum- ar tóyggingarnar eldri en ís- lendingabók og litlu munar að þessir þöglu veggir segi jafnmikla sögu. Elzta kirkjan sem hér var reist átti tilveru sína að þakka furðum og jar- teknum, því Mikkael erki- engill birtist Aubert biskupi af Averanches nokkrum sinn- um árið 708 og bað hann byggja guðshús á þessari klettaeyju, svo dýrð himn- anna mætti opinberast þeim lýð, sem þá byggði þetta græna land. Biskupinn hafði ekki verið í tíma hjá prófessor Dungal, svo hann lét til leið- ast, og síðan hefur staðurinn átt sögu. Nú er þessi sama saga seld fyrir beinharða franka og þykir allgóð ut- flutningsvara. Þó má segja Frökkum til verðugs hróss að minning Auberts biskups er seld við lægra verði en þessir ómerkilegu nektardansar uppi á Pígall. ★ Mér datt í hug, þegar ég horfði á rússneska landvarna- ráðherrann í Chaillot um dag- inn að einkennilegt væri að mannkynið skuli ekki geta losnað við hermennskuna, sem hefur fylgt því frá örófi alda, ekki einu sinni nú á dögum þegar lúsin er að hverfa. Fjall hins heilaga Mikkaels fór auðvitað ekki varhluta af þessari nlágu. Á miðöldum var byggt hér eitt traustasta virki sem sögur fara af í Frakklandi, enda veitti víst ekki af, því hér voru settar á svið nokkrar stórorustur, sem urðu fáum til yndis, en mörgum að aldurtila. Auk þess hafa ólíkar kynslóðir fengið hér útrás fyrir margs konar erfðásyndir, ég held jafnvel við höfum séð djúpa ormagryfju frá eldgamalli tíð á þessum helga stað, og hér er óhugnanlegasta svarthol sem hugsazt getur, þar sem hafa legið pólitískir fangar og dáið innan um rotturnar eins og þeir einir deyja sem halda þeir hafi séð heilagan Mik- kael. Slíka píslarvotta höfum við íslendingar aldrei átt, bví við höfum ávallt verið á eftir tímanum, og því voru skáldin látin leika þetta makalausa hlutverk og ef þau dóu ekki úr hungri þá úr mislingum eða holdsveiki fyrir einstakan klaufaskap máttarvaldanna. En nú eru þeir tímar liðnir og í stað hörpusöngvaranna hefur úthlutunarnefnd lista- mannalauna tekið við písiar- vættinu. Ekki ómaklegt hlut- skipti eins og í pottinn er búið. En fyrir okkur sem höfum hvorki séð heilagan Mikkael né dáið með glæsibrag eru sagnir af þessum gömlu póli- tíkusum jafnógeðfeldar og ostrur með sítrónusafa; heim- ur undir lokaðri skel, for- vitnilegur að vísu og æ nýr, jafnvel ekki svo ýkja ólíkur okkar heimi með sínum rott- um og sínum svartholum. Pólitíkin verður vist aldrei gömul, hún tekur aðeins á sig nýjar myndir. Hún er marg- höfðaður dreki. Þeir sem eru í fangelsum í dag verða for- sætisráðherrar á morgun, þeim sem skildu ekki eftir sig annað hér í Mont Saint Michel en skinin bein hefur nú verið kippt inn í kennslubækurnar, sumir vafalaust forguðaðir. Það er ekki einhlýtt að vera sólkonungur þegar kennslu- bækurnar eru annars vegar. Ég minnist orða Montesquieus um Loðvík 14. í Persnesku bréfunum: „Konungurinn sem svo lengi hefur verið hér við völd er allur. Meðan hann lifði hafði fólk nóg að tala um nú þegja allir við dauða hans“. Þeir sem dóu í svartholinu hér í Mont Saint Michel tóku áhættuna. Nú er þess krafizt að þeirra áhætta sé okkar samvizka. Þannig breytir tíminn mati sínu, veltir um lífi manna eins og aldan sjáv- arkambinum. Meðan mad- dama Póppadóra var og het, lokaði hún ástríður Frakka- konungs inni í sínu bjarta, lífsglaða fangelsi. Þetta fang- elsi var bros hennar og um annað var ekki talað í Frakk- landi í meira en áratug. Nú er þetta bros horfið úr Versöl- um og enginn talar um það lengur, engin afbrýðisöm aðalsmær hleypur pískrandi eftir Speglasalnum, tekur okkur afsíðis og segír okkur hneykslissögur um maddöm- una. Nei, það sem nú vekur mesta athygli okkar í Versól- um er sú staðreynd, að engm salerni voru í þessum hátimbr uðu sölum einveldisins. Það segir meiri sögu en margt annað, ætli það segi ekki sög- una um einveldið allra tíma? Þannig á hver kynslóð sína fanga og sínar Póppadórur. ★ Um sjö-leytið á kvöldin kem- ur ílóðið æðandi hingað upp að virkinu. Það er undarleg sjón að horfa á það koma, ráðast á ströndina og rífa í sig hvern sandhólmann á fæt- ur öðrum unz allt er í kafi. Hvílíkt hungur, hvítir sand- arnir eins langt og augað eyg- ir, svo nokkrum mínútum sið- ar blágrænn sjór yfir öllu. Mér er sagt að flóðið geti orð- ið allt að 15 fetum á hæð og veðhlaupahestur hafi ekki við því. Ekkert er svo stórkost- legt að það gerist ekki í nátt- úrunni. Mont Saint Michel hefur verið nefnt áttunda furðuverk veraldar. Það kemur mér ekki á óvart. Ætli níunda furðu- verkið sé ekki heima a Is- landi, eða Ameríku, kannski leynireikningur olíufélagsins? Það er gott að komast hing- að út á ströndina og þuría ekki að hugsa um umferðina í París, þar sem mannfólkið minnir einna helzt á fjárrekst- ur, svo vel er því stjórnað af götulögregluniji. Það veitir ekki heldur af góðri stjórn, þar sem bílarnir aka með 100 km. hraða og vígorð guð- templaranna er: Drekkið ekki meira en 1 lítra af víni á dag! En fæstir bílstjórarnir lóta sér nægja svoleiðis smá- skammta, enda eru þeir goð- glaðir ekki síður en aðrir, því segja má að hér séu allir ölv- aðir eftir klukkan 5 á daginn, þó ekki sjái á nokkrum manni. Hann vissi áreiðanlega hvað hann söng, sá sem bjó til aðalauglýsinguna fynr vínframleiðendur hér í Frakk- landi: Vatn er ódrekkandi, sagði hann, það er ekki til neins nema þvo úr boss- ann á ungbörnum. Þetta er að hitta naglann á höfuðið. Þessir menn kunna sitt fag. Ég gæti ímyndað mér að Árni Pálsson hefði kunnað vel við sig innan um þessa voteygu intelígensíu. Hér helzt dónun- um ekki uppi að koma óorði á brennivínið. Þó hefði hann líklega orðið dálítið lengi yfir suma af þessum fínu búlí- vérdum, sem eru raunar ekki fyrir annað fólk en smala og spretthlaupara. Og svo skreppum við eitt kvöldið upp á Montparnasse og fáum okkur sæti fyrir utan Select. Þar er skattland Ray- monds þjóns. Hann er ágætur þjónn. Hann lærði íslenzku af Valtý Péturssyni á sínum tíma og heilsar okkur með svofelldum orðum: — Kondu sall hesvísis ass- inn dinn. Svo brosir hann út að eyr- um og biður að heilsa „kapt- ein Valtý“. Þeir hefðu verið góðir saman í St. Malo á sin- um tíma. Þar gerðu franskir sjóræningjar sér öfluga virk- isborg sem hægt væri að skrifa um nýja Virkisvetur, ef einhvej hefði efni á því. Já, bjórinn er góður á Select. ★ Ef dæma ætti franskar bók- menntir af því sem hefur ver- ið þýtt á íslenzku, mætti ætia að Francois Sagan hefði tekið við af Montesquieu, Voltaire og Rousseau sem skrifaði svo fallega um náttúruna og nauð syn þess að gefa sig henni á vald, að litlu munaði að les- endurnir skriðu á fjórum fót- um og ætu gras. En Francois Sagan hefur ekki tekið við, ekki hún ein, þó hún sé tals- verður bógur eftir aldri. Hér í landi er hún vart talin í fremstu röð yngri höfunda. En það þarf ekki mikið til að setja ísland á annan end- ann. Ég þekki lítt til franskra nútímabókmennta og ætia ekki að fjölyrða um þær her, vil þó geta þess að ég fékk tækifæri til að tala við eitt fremsta Ijóðskáld Frakka Pierre Emanuel, sem talar ensku ágætlega, en það er heldur sjaldgæfur kostur hér um slóðir. Hann sagði að Frakkar litu stórt á sitt móð- urmál og teldu það öllum öðrum tungum fremra, þeir legðu því lítið kapp á að læia önnur mál. Sannleikurinn er sá að þejr sem ekki tala frönsku eru dæmdir til eilífr- ar þagnar í þessu landi ó- stöðvandi orðaflaums, enda geri ég ekki ráð fyrir að Frökkum þyki þeir hafa ýkja- mikið að segja. Erlendar bók- menntir virðast ekki eiga sér- staklega upp á pallborðið, en þó talaði Pierre Emanuel um íslenzkar bókmenntir af sannri virðingu. Hann er kurteis maður og sagði sig hefði alltaf langað til íslands. — Ég held þar sé stórfallegt, sagði hann. Vonandi gefst honum kostur á Islandsfeið, þá getur verið að íslenzkur túnfífill spretti eins og óvart úr þessum undarlegu frönsku orðum. En þó Frakkar séu ekki sérlega ginkeyptir fyrir er- lendum áhrifum, verður að segjast eins og er að mest umtalaða skáldið í París er Englendingurinn Lawrence Durell sem er fæddur í Ind- landi 1912, ólst upp í Eng- landi, hefur írskt blóð í æð- um og býr nú í Suður-Frakk- landi. Mér er reyndar sagt hann sé frægastur allra rit- höfunda í Evrópu og Ameríku um þessar mundir. Bækur hans eru í öllum gluggum bókaverzlana í París og víðar og ýims staðar lítur helzt út fyrir að erginn maður sknfi annar í heiminum. Það verð- ur með hann eins og annað heima, hann kemst í tízku eftir 3—5 ár, nema hann fái nóbelsverðlaun áður. En það er víst lítil hætta á því. Dur- ell hefur skrifað átta skáld- sögur og sex ljóðabækur sem ég hef meiri áhuga á. Skáld- sögur þykja rriér orðið hver annarri líkar, að lesa þær er eins og að keyra framhjá kartöflugörðunum í Britaniu, þeir eru allir meira og minna líkir hver öðrum, misjafnlega stórir þó. En ljóðin eru eins og rósirnar sem vaxa allavega litar út úr steinveggjunum í St. Malo og maður getur ver- ið að skoða þær tímum sam- an og alltaf fundið eitthvað nýtt. Það er meiri matur í kartöflunum, en grasið er alltaf grænt. En skáldsagan kemur áreið- anlega aftur í öllu sínu veldi, ég þarf ekki að kvíða því. Og þá verður gullaugað ekki siðra en rósin rjóð. Durell segist hafa skrifað sumar skáldsögur sínar á ein- um 6 eða 8 vikum. Og samt eru þær álitnar meistaraverk. Hann segist jafnvel stundum skrifa 5000 orð á dag. Það er vel af sér vikið. Og svo segir Ragnar í Smára að menn eigi að vera 2—3 og helzt 5 ár með hverja bók. Ég er ekki viss um að Durell yrði hnf- inn af að bíða eftir því. En þeim mundi áreiðanlega semja, Ragnar mundi bara keyra hann í jeppanum í fjög- ur ár af hverjum fimm, og þá væri málið leyst. Eitt þykir mér merkilegt við Durell, hann segist vera „Evrópi" Það er nýr tími sem talar, já víst er það nyr tími, ef þjóðernishrokinn með sína hvössu eitruðu tungu verður lokkaður inn í sitt púkaglas. Þórbergur seg- ir kommúnisminn einn geti útrýmt honum. Ég er ekki viss um Durell mundi skrifa undir það. M. Leiguibúð óskast 3ja til 4ra horbergja íbúð eða samsvarandi einbýlis- hús jafnvel í Kópavogi óskast til leigu strax. Góð leiga og mikii fyrirframgreiðsla í boði. Vinsamlega hafið samband við FASTEIGNA & LÖGFRÆÐISTOFUNA Tjarnargötu 10 — Sími: 19729. Efst á fjallinu er kirkja og gamalt klaustur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.