Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 22
22 MOnCVNBl 4 fílb Fimmtudagur 9. júni 1960 Landsleikurinn ÍSLENDINGAR leika lands- leik við Norðmenn í dag. — Eins og ávallt þcgar landslið hefur verið sent utan til keppni í knattspyrnu, hefur val landsliðsnefndarinnar og liðið í heild verið gagnrýnt óspart. Þetta er mjög eðlilegt, því svo margar og skiptar skoðanir eru um knattspyrnu menn og leikaðferðir. Flestir munu sammála um að íslnzk knattspyrna hafi aldrei Sveinn og Ingvai'. verið rishærri en í fyrrasumar. Þá lék ísland fjóra landsleiki, tvo hér heima og tvo á erlendri grund. Þetta voru leikir i undan- keppni Olympíuleikjanna og keppinautarnir Norðmenn og Danir. Gjörbreyting hafði verið gerð á íslenzka landsliðinu, Ungir leik menn voru settir inn. Sumir léku enn í öðrum aldursflokki ,en allt voru þetta menn ,sem höfðu frá barnsaldri æft knattspyrnu eftir fastákveðinni reglu. Tveir af þessum piltum höfðu hlotið æðstu heið'ursmerki Knattspyrnu sambandsins fyrir knattþrautir, þeir voru „gulldrengir“. Þrátt fyrir þetta deildu menn um liðið og menn deildu allt til þess að íslenzka landsliðið náði jafntefli við Dani í Kaupmanna- höfn. Menn deildu' um rétt drengj- anna í landsliðinu, þótt þeir við hvern leik styrktu rétt sinn í landsliðmu. Landsliðið, sem keppir í dag í Osló, er þ*átt fyrir allar deilur eitt „bezt spilandi“ landslið, sem Island hefir sent til keppni á er- lendri grund. Mikill skaði er að vísu, að Rík- arður Jónsson er ekki með lið- inu, en þeir sem til þekkja spá því að Ingvar Elísson eigi eftir að fylla upp skarð Rikarðs, þó það verði ekki í ár, því að dreng urinn er ungur og á eflaust mörg ár fyrir sér sem landsliðsmaður. Það er þvi von allra að „dreng- irnir okkar“ nái sínu bezta í leiknum í kvöld, því ef þeir gera* það, verður hlutur fslands stærri en margir hefðu þorað að vona. Leikurinn hefst kl. 5 eftir ís- lenzkum tíma. — Á.Á. Fyrirliðinn og nýliðinn SVEINN Teitsson, hinn nýi fyrirliði íslenzka landsliðsins í knattspyrnu, leikur 17. lands leik sinn í dag. Hann er 29 ára og hefir allt frá því að hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Austurríki 1953 verið einn dáðasti knattspyrnumað- ur á íslandi. Sveinn Teitsson hefur eigi aðein^ unið hugi manna með frábærri knattspyrnugetu. Hann er ekki hvað sízt dáður fyrir drengilega framkomu í hvívetna á knattspyrnuvellin- om. Jafnframt er leikgleði einn höfuðkostur hans. Einnig á hin létta og fjörlega fram- koma hans að leik loknum og í kunningjahópi sinn drjúga þátt í vinsældum hans. Landsliðsnefndinni hefir hefir því þar tekizt vel val fyririiðans, því erfitt var að fylla það skarð, sem varð við fjarveru Ríkharðs Jónssonar. Við brottförina í gærmorg- un var Sveinn hinn léttasti að vanda, er fréttamaður Mbl hitti hann snöggvast að máli. Sveinn sagðist vera ánægður með val liðsins, og ef það léki eitthvað svipað og á móti Rússunum, þá lofaði það góðu. AÐEINS einn nýliði er í ís- lenzka landsliðinu í knatt- spyrnu, sem kteppir við Noreg í dag. Það er Ingvar Elísson frá Akranesi. Ingvar er aðeins 19 ára, en er orðinn kunnui knattspyrnumaður hér heima. Hann byrjaði að leika með Akranesliðinu sem fastur leik maður í fyrra og var þá þeg- ai valinn hægri útherji í B- landsliðinu, sem keppti í Færeyjum. Ingvar er fjölhæf- ur knattspyrnumaður og hefir því verið reyndur í fleiri en einni stöðu á vellinum. I Akranesliðinu hefir hann leik- ið mest sem framvörður og út- herji, en er Ríkharður Jóns- son kom heim frá Englandi, hóf hann að æfa Ingvar í stöðu miðherja í Akraneslið- inu. Traust Ríkharðs Jónssonar fylgir Ingvari til landsleiks- í dag og myndi margur sem til þekkir telja þá staðreynd gott veganesti. Er fréttamaður Mbl. hitti Ingvar við brottför landsliðs- ins í gærmorgun var hann hin lítillátasti og vildi aðeins segja það, að honum hafi kom- ið á óvart að vera valinn í landsliðið og að hann myndi af fremsta megni reyna að liggja ekki á liði sínu til að færa íslandi sigur í leiknum. Sondffleistaramót r Islands SUNDMEISTARAMÓTIÐ heldur áfram í kvöld í Sundhöllinni í Hafnarfirði og verður keppt í eft irtöldum greinum: 400 m skrið- sundi karla, 100 m skriðsundi kvenna, 50 m skriðsundi kvenna og 100 metra baksundi drengja. Allt bezta sundfólk landsins er meðal þátttakenda í flestum greinum mótsins og því jöfn og hörð keppni væntanleg í mörg um greinum. „Fall er fararheill", sögðu for- ráðamenn islenzkra knatt- spyrnumála, er þeir í gær- morgun sáu Viscountvélina Hrímfaxa TF-ISU snúa við úr flugtaksstöðu og aka aftur inn að flugstöð Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli. Ástæð an var smávegis olíuleki, sem kom fram við hina venjulegu öryggisathugun áhafnarinnar. Frekari öryggisráðstafanir urðu þess valdandi að íslenzka landsliðið í knattspyrnu tafð- ist í klukkustund við brottför- ina til Osló, þar sem það leik- ur landsleik við Noreg í kvöld. Samkvæmt veðurkortum voru talsverðir mótvindar á leiðinni og flugtíminn til Osló áætlaður 4,05 klst. Voru líkur til að vélin þyrfti að lenda í Bergen og taka elds- neyti, en flugtíminn til Berg- en var áætlaður 3,30 klst. Til þessa kom þó ekki þvi Hrímfaxi lenti í Osló kl. 13,42 og hafði þá verið 4,10 klst á leiðinni. Norömenn eru óánœgðir með knattspyrnuna í ár KARL Guðmundsson, íþrótta- kennari starfar sem kunnugt er sem knattspyrnuþjálfari hjá Lilleström sportklubb í Noregi. Eftir beiðni Mbl. hefir hann sent nokkrar hugleiðingar um norska knattspyrnu eins og hún er í dag, og fara þeir á eftir kaflar úr bréfi hans. Fimmtudaginn 9. júní munu Norðmenn og íslendingar leiða saman hesta sína á Ullevál knatt- spyrnuvellinum í Oslo. Áhugi fyr ir leiknum er mikill hér og búizt við miklum fjölda áhorfenda, sem gera sér vonir um jafnan og góðan leik. Frammistaða ís- lenzku . knattspyrnumannanna vakti mikla athygli hér í fyrra og eignuðust þeir marga aðdáendur, sem áreiðanlega láta sig ekki vanta á völlinn. Framhald á bls. 23. Norska landsliðið Sverre Andersen (Viking) Arne Bakker (Asker) Ragnar Larsen (Sandaker) Arne Natland (Eik) Thorbjörn Svenssen (Sanaeijord) Arne Legernes (Larvik Turn) Erik Engsmyhr (Greaker) Gunnar Dywad (Steinkjer) Björn Borgen (Fredrikstad) Rolf Björn Backe (Gjörvik/Lyn) Axel Berg (Lyn) Varamenn: Per Mosgaard, Fredrikstad, Hans Jakob Mathie- sen, Fredrikstad, Jan Mielsen, Lisleby, og Oddvar Richardsen, Lilleström. — HELGI Daníelsson markmað- ur íslenzka Iandsliðsins leikur 17 landsleik sinn í Osló í dag. Helgi hefir ávalt reynzt hinn traustasti í marki íslands og er skemmst að minnast hinnar frábæru frammistöðu hans í markinu gegn Dönum í Kaup- mannahöfn í fyrra. Kona Helgi varð fyrir því láni að vinna í happdrætti KSÍ far- miða með liðinu til Osló og var myndin hér að ofan tekin af þeim hjónum við brottför- ina í gær. Íþróttasíðan óskar fiunní góðrar ferðar og vonar að herni veitist sá heiður að sjá eiginmann sinn standa í marki íslands sem sigurveg- ara í fyrsta sinn á erlendri grund. Hér á síðunni hefir verið gerð grein fyrir áliti norskra um mikl ar breytingar á vali norska lands- liðsins frá því sem það var er það keppti við Dani. í bréfi Karls Guðmundssonar sem skrifað er áður en liðið er "valið telur hann líklegt að miklar breytingar verði gerðar á liðinu og hefir það og komið fram. í framlínunni er aðeins einn maður eftir af þeim er lék á móti Dönum. Það er mið- herjinn Rolf Björn Backe.— Framvarðalínan breyttist þann- ig að nýliðinn Káre Björnsen (Viking) hefir verið settur út og Arne Natland verið færður úr bakvarðarstöðu í hans stað, en Natland er talinn jafnvígur í báðum þessum stöðum. í bak- varðarstöðuna hefir verið valinn Ragnar Larsen, en hann lék sér- lega vel í B-landsliðinu á móti Dönum. Breyting er einnig á markverðinum Svein Weltz, en í hans stað leikur Víkingsmark- maðurinn Sverre Andersen. Breytingin í framlínunni er þó mikilvægust því ótvírætt er framlínan mun sterkari nú en á móti Dönum um daginn. Björn fcorgen er í góðri æfingu og átti góðan leik í B-landsIiðinu á móti Dönum og Erik Engsmyhr bygg- ir vel upp leik og sendingar hans þykja sérlega vel útfærðar, Gunnar Dywad lék hér áður lengi í norska landsliðinu ílék sinn fyreta landsleik móti fs- landi í Þrándheimi 1951) hefir undanfarin 2—3 ár verið þjálf- ari og leikmaður hjá sænsku fé- lagi. Hann er nú kominn aftur neim til Noregs og átti góðan leik í B-iiðinu gegn Dönum. Axel Berg átti góðan leik leik í pressu- lciknum og jafnframt í B-liðinu gegn Dönum. Allir eru þetta meira og mynna reyndir menn og sókndjarfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.