Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. júnl 1960 MOnnviSBLAÐlÐ 3 ★ SL. föstudag fór fram sögu- legt próf við Háskóla íslands. Sex guðfræðistúdentar gengu til prófs í hebresku, sem ekki hefur verið þreytt hér á landi síðan árið 1878. Kennsla í he- brezku hófst við guðfræði- deildina í haust og hefur Þór- ir Kr. Þórðarson prófessor haft kennsluna á hendi. Próf- dómari við þetta hebreskupróf var dr. theol. Bjarni Jónsson. ★ Tíðindamaður Mbl. og ljós- myndari brugðu sér upp í há- Prófessor Þórir hlýðir fyrsta nemandanum, Aðalsteini Eiríkssyni, yfir hebreskuna. (Ljósm. Mbl. Markúsj. Presfar skulu vera menntaðir skóla á föstudagsmorguninn. Á tröppum háskólans hittum við prófessor Þóri að máli og tókum hann tali. — Telur þú gagnlegt fyrir presta að kunna hebresku? — Hin nýja reglugerð, sem sett hefur verið fyrir guð- fræðideildina miðar að því að auka guðfræðimenntun á marga vegu og gefa meiri og staðbetri þekkingu en áður var, segir prófessor Þórir. — Hebreskan er einn liður í þess ari nýju skipan. I guðfræði- deild skipa biblíufræði ailt af veglegan sess af sögulegum ástæðum og biblíufræði verða ekki rækt við háskóla nema menn leggi áherzlu á ‘þau út frá frumtexta. Gamla testamentið hefur sína miklu þýðingu fyrir guð- fræðina og kirkjuna, bæði sögulega, trúarlega og guð- fræðilega. Til þess að gamla- testamentisfræðin séu rækt Próf i hebresku við Háskóla Islands ásamt nýjatestamentisfræðun- um þarf að fara fram einhver kennsla í hebresku. Þá styður það einnig kennarann í sínum rannsóknum og fræðiiðkun- um, ef hann getur vísað til hebreskra hugtaka og he- breskra orða við kennsluna. Þá er í guðfræði nútímans lögð æ meiri áherzla á rann- sóknir og eru rannsóknirnar í biblíufræðum ein af nýj- ungum nútíma guðfræði. Við höfum þá stefnu á okkar landi, að prestar skuli vera menntaðir menn. Skiptir því miklu máli að þeir hafi ein- hverja nasasjón af biblíu- rannsóknum nútímans. ★ Prófið á að fara að hefjast svo, við tefjum prófessor Þóri ekki lengur. Þrír guðfræði- nemar standa utan við dyr prófstofunnar og bíða þess að ganga upp. — Eruð þið ekki baráttu- glaðir? segir Ágúst við féiaga sína, en á þessari stundu er baráttugleði hinna ekki meiri en svo að þeir taka ekki undir. Nú byrjar prófið og við heyrum stúdentana snúa köfl- um úr Gamlatestamentinu af hebresku á íslenzku af mik- illi list. Þeir virðast hafa lagt sig fram við námið í vetur og gengur vel, sumum afburða vel. Einn fær 16, Björn Björns son og annar, Felix Ólafsson, fær 14. Hinir tóku lægri eink- unnir, en allir stóðust prófið. ★ Eftir prófið náðum við tali af dr. Bjarna Jónssyni vígslu- biskupi. — Það mun vera langt síð- an þér tókuð próf í hebresku, séra Bjarni? — Það var árið 1903, í júlí, sem ég tók undirbúningspróf í hebresku í Kaupmannahöfn. Ég las hebreskuna s'vo áfram í sambandi við nám í gamla- testamentisfræðum og gekk upp í Gamla testamentinu á hebresku á kandidatsprófinu 1907. — Hafið þér haldið hebresk unni við síðan? — Ég hef verið að glugga í hana öðru hvoru að gamni mínu, einkum í sambandi við athuganir á einstökum text- um. — Hvað getið þér sagt mér um hebreskukennslu hér á landi á fyrri öld? — Hebreska var kennd á Bessastöðum, en einnig í Lærðaskólanum hér í Reykja- vík. Lásu nemendur hana hjá Gísla Magnússyni, kennara. Vorið 1877 tóku þrír nemend- ur próf í hebresku, Halldór Daníelsson, Jón Þórarinsson og Þórhallur Bjarnarson bisk up. Árið eftir tók einn nem- andi próf í hebresku, próf- essor Finnur Jónsson, og var hann sá síðasti sem tók he- breskupróf hér á landi þar til nú. — Hverjir hafa hebresku- próf frá Kaupmannahöfn? — Við, sem tökum guðfræði próf í Kaupmannahöfn, höfð- um allir próf í hebresku, en af þeim erum við séra Svein- björn Högnason einir lifandi. Hinir allir dánir, Ásmundur Guðmundsson, biskup, hafði einhig hebreskupróf frá Kaupmannahöfn, en hann lauk guðfræðiprófi hér. Af öðrum mönnum með hebresku próf má nefna Gústaf Sveins- son lögfræðing, sagði séra Bjarni að lokum. j.h.a. Guðfræðistúdentarnir, sem luku prófi í hebresku með prófessor og prófdómara. Sitjandi: Dr. Bjarni Jónsson, dr. Þórir Kr. Þórðarson. Standandi frá vinstri: Ágúst Sigurðsson, Bragi Benediktsson, Aðalsteinn Eiríksson, Björn Björnsson, Felix Ólafsson og Jón Einarsson. (Ljósm. Stúdíó). STAKSl IIWIS Tímiiui og njósnatogarinn Það hefur vakið mikla athygli, að Tíminn, aðalmálgagn Fram- sóknarflokksins, hefur ekkl minnzt á komu rússneska njósna- togarans, sem heimsótti ratsjár- stöðvar Bandaríkjamanna á Straumnesfjalli og á Snæfells- nesi. Þessi viðburður, sem vakið hefur alþjóðarathygli virðist ger- samlega hafa farið framhjá Tíma- mönnum. Hvað skyldi nú valda þessu eftirtektarleysi Tímamanna? Um það þarf ekki að fara í nein ar grafgötur. Leiðtogar Fram- sóknarflokksins vita, að allt tal um njónir Rússa hér á landi og annars staðar er kommúnistum mjög ógeðfellt. Þjóðviljinn er beinlínis fokreiður yfir því, að athygli skuli hafa veriö vakin á njósnum Rússa við radarstöðv- arnar hér á landi. Og þá finnst Tímanum að hann verði að þókn- ast Rússadindlunum við Þjóðvilj- ann með því að reyna að breiða yfir hina rússnesku „kurteisis- heimsókn að ratsjárstöðvunum. Svona náið og innilegt er sam- bandið orðið milli Framsóknar- manna og kommúnista hér á landi. S jómannad agurinn er á sunnudaginn Á SUNNUDAGINN kemur verð-1 ur sjómannadagurinn haldinn há tíðlegur. Hann á annars að bera upp á fyrsta sunnudag í júní, en er nokkru seinna á ferðinni í þetta skipti í Reykjavík hefjast hátíða- höldin þegar klukkan átta um morguninn, með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í höfninni. Kl. 10 verður hátíða messa í Laugarásbíói. Prestur verður síra Garðar Svavarsson. Kl. hálftvö leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á Austurvelli, þar sem fánaborg verður mynduð. Kl. 2 minnist síra Óskar G. Þorláks- son dómkirkjuprestur drukkn- aðra sjómanna af svölum Alþing- ishússins. Síðan syngur Kristinn Halisson og Emil Jónsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, Hafsteinn Baldvinsson, skrifstofustjóri og Egill Hjörvar, vélstjóri, flytja á- vörp f. h. ríkisstjórnarinnar, út- gerðarmanna og sjómanna, en þá fer verðlaunaafhending fram. Henry Hálfdánarson, form full- trúaráðs sjómannadagsins, af- hendir Fjalarbikarinn, og 5 aldr- aðir sjómenn fá heiðurmerki dagsins. Kristinn Hallsson syng- ur þá aftur, en lúðrasveitin leik- ur á milli atriða. Þeir, sem þörf hafa fyrir hress- >ngu, geta labbað sig inn í Sjálf- stæðishúsið, þar sem sjómanna- konur bera mönnum ilmandi kaffi og indælis kökur. Allur á- góði af kaffisölunni rennur til jólaglaðnings vistfólks í Hrafn istu. +,0, -0 0> 0 0 | Þegar hátíðinni á Austurvelli linnir, um kl. stundarfjórðung fyrir fjögur, hefst kappróður í Reykjavíkurhöfn. Eyjólfur sund- kappi mun þá koma svamiandi utan úr Viðey og leggjast upp í róðrarvörina. Richard Beck, prófessor, mun flytja vistmönnum á Hrafnistu ávarp þar innfrá í síðdegiskaff- inu. Um kvöldið skal svo dansinn duna á fjöium fimm samkomu- húsa. Auk merkis dagsins, sem selt verður á sunnudaginn, verður einnig á boðstólum myndarlegt hefti af Sjómanadagsblaðinu, en ritstjórar þess eru Halldór Jóns- son og Guðmundur H. Oddsson. Enginn verður svikinn af að kaupa það, því að efni þess er sérlega fjölbreytt og skemmti- legt. Þar að auki er þ%ð ríkulega myndskreytt. Á sjórnannadaginn verður haf- in sala á nýrri hljómplötu á veg- um sjómannadagsráðs. Öðrum ímegin verður lag Sigfúsar Hall- + 0 * dórs, Stjáni Blái, leikið af sin- fóníuhljómsveitinni undir stjórn Jóns Þórarinssonar, en kvæðb Arnar Arnarsonar er sungið af Fóstbræðrum. Einsöng syngur Kristinn Hallsson. — Sjómanna- dagurinn á útgáfurétt á öllum kvæðum Arnar.-----Hinum megin verða 5 íslenzk alþýðulög. Á sjó- mannadaginn mun platan ein- ungis kosta 100 kr., en í verzlun- um verður hún síðan seld á 140 kr. Henry Hálfdánarson, formaður fulltrúaráðs Sjómannadagsins, skýrði fréttamönnum frá því i gær, að hafinn væri undirbún- ingur að smíði nýrrar álmu við Hrafnistu, sem á að rúma 70 vist- menn. Talið er, að fullsmíðuð muni hún kosta um 7 milljónir, svo að kostnaður við hvern nýjan vistmann verður þá 100 þúsund krónur. í stjórn fulltrúaráðsins eru auk Henrys Hálfdánarsonar þeir Guð ‘ mundur H. Oddsson, gjaldkeri, | Tómas Guðjónsson, ritari, Garðar Jónsson og Gunnar Friðriksson. FríliStinn Framsóknarmönnum er ákaf- lega illa við hið aukna verzlunar- og framkvæmdafrelsi, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Tíminn streitist við að halda því fram dag eftir dag, að frílistinn, sem gefinn hefur verið út, sé í raun og veru „eng- inn frílisti“. Sækja þurfi um leyfi fyrir innflutningi fjölda vara. Þesfiu er því til að svara, að því hefur aldrei verið haldíð fram af háifu ríkisstjórnarinnar að með þessum frílista væri inn- flutningur til landsins gefinn að öiiu leyti frjáls. Þvert á móti hef- ur verið á það bent, að af vöru- skiptaverzluninni við mörg lönd í. Austur-Evrópu leiði það, að ekki sé hægt að gefa innflutning á öllum vörum fr jálsan. Hins veg- ar er það þannig, að menn geta nokkurn veginn hindrunarlaust fengið þær vörur innfluttar, sem gert er ráð fyrir að við kaupum í vöruskiptalöndunum. Þrátt fyrir þetta er auðvitað stórkostleg bót að hinum nýja frílista og aukna viðskipta- og framkvæmdafrelsi. Það mun all- ur almenningur finna fyrr en var ir. Þetta vita Tímamenn. Þess vegna reyna þeir að gera frílist- ann og verzlunarfrelsið tortryggi legt fyrirfram. Reynsla íslend- inga er hins vegar sú, að því frjáisari sem verzlun og viðskipti eru, þeim mun hagstæðari eru þau öllum almenningi í landinu. Heimiliserfiðleikar Framsóknar Margvíslegir erfiðleikar steðja nú að á heimili Framsóknar. Leið togar hennar hafa miklar áhyggj- ur af þvi að vera utan ríkisstjórn- ar og af framvindu olíumálsins fræga. Út um allt Iand, ekki hvað sízt í sveitum landsins, hefur hið fáheyrða svindl þessa dótturfyrir- tækis Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga vakið almenna reiði og undrun. Eru margir félags- menn samvinnufélaganna ekki hvað sízt reiðir yfir því, að for- stjórar Sambandsins hafa jafnvel á aðalfundum þess haldið þvi fram að málsrannsóknin á hend- ur Olíufélaginu væri fyrst og fremst „pólitísk ofsókn“ á hendur Framsóknarmönnum. Allt veldur þetta leiðtogum Framsóknar- flokksins þungum áhyggjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.