Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORCIJISBLAÐIÐ Föstudagur 10. júní 1960 Mörg og mikilvæg mál Eitt allra athafnamesfa jping, sem sögur fara af IiASíI \IE\\SKI!lí\ÍI\ ÞESSI ungi fullhugi, sem myndin er af, hefir tekið „heljarstökk" ofan af palli, sem komið var fyrir uppi á um 100 feta háum stofni gamals trés. — Ekkert vatn er undir — aðeins hörð jörð. Og hvað þá? — Um ókla hans eru bundnar mjúkar, en sterkar vínvið- artágar — og rétt áður en höfuð hans nemur við jörðu, strengist á tágunum. Hann er hólp- inn — ef allt fer, sem ætlað er. Fagnandi fe- lagar hans þyrpast að, skera á tágárnar og dansa sigri hrósandi kringum fullhugann. „Heljarstökkið“ kvikmyndað Þessi sérstæða karlmennskuraun mun hafa tíðkazt um aldir á hinni litlu eyju, Pentecost, á suðvesturhluta Kyrrahafs í eyjaklasa þeim, er Nýju-Hebrideseyjar nefnast. — Brezkur kvikmyndatökumaður, David Attenborough að nafni, frétti af þessari einkennilegu sið- venju og brá sér til þessa „heimshorns", sem enn má heita ósortið af menningu tuttugustu aldarinnar, til þess að taka kvikmynd af einu slíku „heljarstökki“ og öðrum sérstæðum sið- um íbúanna á eyjum þessum fyrir brezka jónvarpið. if Eldskírn . Hver er uppruni þessa einkennilega siðar? Mönnum þykir sennilegast, að hér hafi upp- haflega verið um að ræða eldskírn, sem ungl- ingar urðu að gangast undir, til þess að þeir yrðu formlega teknir í fullorðinna tölu — sá, sem ekki þorði að taka „heljarstökkið“, hefir þá sennilega verið stimplaður hugleys- ingi og liðleskja hin mesta. — Séu hinir inn- fæddu hins vegar spurðir um þetta, geta þeir litlu til svarað. Þeir vita aðeins, að þetta er nokkuð, sem alltaf hefir tíðkazt á Pentecost- eyju....... -0-0. + * 0 + + 0 + 0 0 i 1**0000 0\ ALÞINGI — 80. löggjafar- þingi — var slitið síðastliðinn föstudag, eftir að hafa staðið í alls 146 daga og afgreitt á þeim tíma 51 lög og 25 álykt- anir. Er þar með á enda eitt allra athafnasamasta þing, sem sögur fara af hér á landi, auk þess sem sjaldan eða aldrei munu hafa verið af- greidd jafn mörg mikilvæg mál og nú frá áramótum. Sigurður Ágústsson í forsetastóli Síðustu fundir deilda Þingdeildir luku báðar störfum klukkan langt gengin þrjú að- fararnótt föstudags og höfðu þá á rúmlega hálfum sólarhring af- greitt 9 síðustu frumyörpum, sem að lögum urðu. í lok síðustu funda í deildunum, þökkuðu deildarforsetar, þeir Sigurður Ó. Ólafsson í Efri deild og Jóhann Hafstein í Neðri deild, þingdeild armönnum sínum og starfsfólki þingsins góða samvinnu og ósk- uðu góðrar heimferðar þeim, sem úti á landsbyggðinni búa. Af hálfu þingmanna mæltu kveðjuorð til forseta þeir Karl Kristjánsson og Einar Olgeirsson, en þingmenn risu úr sætum og tóku undir orð þeirra. Sameinað þing hélt síðan stutt an fund laust eftir hádegi á föstu dag og fóru þá fram þrennar kosingar og afgreiðsla þriggja þingsályktunartillagna. Var af- greiðslu mála þar með að fullu lokið. Þinglausnir Sólskin var og blíða hér í höf- uðstaðnum, þegar þingmenn söfn uðust svo saman að nýju til þing slita í Alþingishúsinu kl. 15 mið- degis á föstudag. Voru þar þá einng saman komnir ýmsir sendi menn erlendra ríkja hér. Þingslitaathöfnin hófst með því, að fyrsti varaforseti Samein aðs þings, Sigurður Ágústsson, gaf yfirlit um störf þingsins og komu eftirfarandi atriði m.a. fram í ræðu hans: Yfjrlit um þingstörfin Þingið stóð fyrst frá 20. nóv. til 7. désember 1959 og svo aftur frá 28. janúar til 3. júní 1960, .eða í 146 daga alls. Þingfundir voru haldnir í Neðri deild 95, Efri deild 94 og í Sameinuðu þingi 59, eða alls 248 talsins. Af þingmálum og úrslitum þeirra er það að segja, að á þing inu voru lögð fram 43 stjórnar- frumvörp og 57 frumvörp þing- manna — eða 100 frumvörp alls; eru í hópi þeirra síðarnefndu tal- in 12 frumvörp sem nefndir fluttu, en 10 þeirra voru fram borin að beiðni einstakra ráð- herra. Um helmingur frumvarpanna varð að lögum á þinginu, eða 51 þeirra, þ.e. 35 af frumvörpum stjórnarinnar og 16 af þingmanna frumvörpum. Af hinum er það að segja að 2 voru felld, 2 af- greidd með rökstuddri dagskrá, tveim visað til ríkisstjórnarinn- ar, en ekki urðu útrædd 8 af frumvörpum stjórnarinnar og 35 frumvörp frá þingmönnum. Alls voru bornar fram í Sam- einuðu þingi 65 þingsályktunar- tillögur. Afdrif þeirra urðu þau, að 25 voru afgreiddar sem álykt- anir Alþingis, tveim var vísað til ríkisstjórnarinnar, 2 afgreiddar með rökstuddri dagskrá en 35 döguðu uppi, sem kallað er, þ.e. a.s. náðu ekki fullnaðaraf- greiðslu. Loks voru yfir þingtímann bornar fram 28 fyrirspurnir til ráðherra um ýmis mál og gang þeirra. Þær voru teknar fyrir all- ar nema tvær, var önnur þeirra degin til baka og hin óútrædd, enda borin fram rétt í þinglokin. Á þinginu komu því til með- ferðar alls 176 mál og var tala prentaðra þingskjala 640. Lokaorð þingforseta, Sigurðar Ágústssonar Þegar þingforseti hafði lokið yfirliti sínu, færði hann alþing- ismönnum þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf á þinginu sem og lipurð og skilning þeirra, er valdið hefði því, að afgreiðsla mála hefði getað farið fram með eðlilegum hætti. Þá flutti þing- forseti skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólki þingsins öllu þakk- ir sínar og þingmanna. .Síðan komst hann svo að orði: Umræður á þessu þingi hafa verið óvenjumiklar og ýmiss merk mál hlotið af- greiðslu og lög samþykkt sem við vomim og biðjum, að megi leiða til farsældar fyrir þjóð- ina alla. Oft á þessu þingi hef- ur verið stormasamt í þingsöl- unum ,en þrátt fyrir það er ég Félagslíf Ármenningar! Sjálfboðavinna byrjar í daln- um um helgina. Mætið á laug- ardag kl. 2 við BSR.^ Skíðadeild Ármanns. ÍR-ingar! Sjálfboðavinnan heldur áfram um helgina. Ferðir í Hamragil frá BSR kl. 2 á laugardag. Frá Ferðafélagi fslands þrjár ferðir á laugardag. í Þórs mörk, í Landmannalaugar og Brúarárskörð. Á sunnudag ferð um Grafning og Sogsfossa. Upp- lýsingar í skrifstofu félagsins símar 19533 og 11798. þess fullviss, að nú, er leiðir skilja um stundarsakir, niun það efst í huga okkar flestra þingmanna, að þegar fundir hefjast að nýju á næsta hausti, megi starf okkar leiða tii á- framhaldandi uppbyggingar, menningar og efnahagssjálf- stæðis þjóðarinnar. Ég endurtek þakklæti mitt til háttvirtra alþingismanna og óska þeim gleðilegrar hátíðar og farsældar um alla framtíð. Hátt- virtum utanbæjarþingmönnum óska ég góðrar heimferðar og heimkomu og bið, að við megum öll hittast heil, er næsta þing hefst. Við þökkum forsjóninni fyrir óvenjugott árferði til lands og sjávar það, se\i af er þessu ári og biðjum fyrir velgengni at- vinnuveganna og þjóðarinnar í heild". Að því búnu kvaddi Eysteinn Jónsson sér hljóðs og flutti þing- forseta þakkir og árnaðaróskir — SUS-siðan Frafh. af bls. 8 verður því auðveldari sem hann stendur fastari fótum. Skatta- og útsvarsmál. Ráðstefnan telur að breyting- ar þær, sem gerðar hafa vérið nýlega á skatta- og útsvarslög- unum og iðnaðinn varða, miði í rétta átt. Hins vegar leggur ráð- stefnan áherzlu á, að heildarend- urskoðun og endurbætur á skatt- greiðslum atvinnufyrirtækja verði hraðað, enda er það for- senda fyrir aukinni framleiðslu og bættum lífskjörum. Endurskoðun tollskrárinnar. Ráðstefnan leggur áherzlu á, að tekið verði sanngjarnt tillit til hagsmuna iðnaðarins við end- urskoðun tollskrárinnar. Jafn- framt verði hið fyrsta sett lög, sem miði að því að koma í veg fyrir undirboð (dumping) í er- lendum iðnaðarvörum á markaði hér. Erlent fjármagn. Sett verði skýr lagaákvæði varðandi erlent áhættufjármagn, svo að íslendingar geti notið góðs af því við iðnvæðingu landsins. þingmanna, sem tóku undir þær með því að rísa úr sætum. Forseti slítur þinginu Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, gekk síðan í ræðu- stólinn og las upp forsetabréf um þinglausnir, gert að Bessastöð- um fyrr um daginn. Lýsti forseti síðan yfir því, að Alþingi væri slitið. Óskaði herra Ásgeir Ás- geirsson þvínæst þingmönnum velfarnaðar, þjóðinni allra heilla og bað þingmenn að minnast fósturjarðarinnar með því að rísa úr sætum. Það gerðu þingmenn, og forsætisráðherra, Ólafur Thors, mælti: „Heill forseta vor- um og fósurjörð! ísland lifi!“ Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi. Að athöfninni lokinni yfirgaf ‘forseti Islands þingsalinn, en þingheimur leystist smám sam- an upp. Þingmenn gengu nú út í sólskinið og blíðuna og héldu hver í sína áttina, eftir að hafa kvaðzt flestir. Bíó skemmist af eldi Á ANNAN í hvítasunnu kom upp eldur í Ásbíói á Egilsstöðum. Stóð sýning þá yfir, á barna- mynd. Eldurinn kom upp í sýn- ingarvél að því er virðist. Engin slökkvitæki voru í klefanum. Sýningarstjórinn bað börnin út að ganga og urðu engin meiðsl á neinum er bíóið var yfirgefið. Sprenging varð í sýningarher- berginu. Óttazt var að bíóið sem er í gömlu verksmiðjuhúsi myndi brenna. — Gerðar voru ráðstafanir til að fá slökkviliðs- bíl af Egilsstaðaflugvelli, en út- búnaður hans reyndist bilaður og varð ekki bót á ráðin í snatri. Margt fólk sem vann að slökkvi- starfi með vatnsburði safnaðist að bíóinu. Það tókst að hefta eld- inn, og kæfa um síðir. Áhorfenda salurinn skemmdist ekki en tvö herbergi ásamt sýningarklefum, vélum og filmum eýðilagðist. Sparisjóðurinn PLIINIDIÐ Klapparstí 25 ávaxtar sparifé með hæstu inniánsvöxtum. Opið kl. 10,30—12 f.h. og 5—6,30 e.h. Afgreiðslu- og lagerstarf Okkur vantar mann til starfa við af- greiðslu og á lager verzlunar, sem selur landbúnaðarvélar og varahluti. Nauðsyn- leg nokkur þekking á landbúnaðarvélum. Umsækjendur snúi sér til starfsmanna- halds S.Í.S. í dag. Sími 17080. Samband íslenzkra samvinnufélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.