Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL4ÐIÐ Föstudagur 10. júní 1960 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. EIGN HANDA ÖLLUM 11|EGINTAKMARK hinnar nýju og frjálslýndu efna- hagsstefnu, sem nú hefur verið lagður grundvöllur að og hér mun ríkja í framtið- inni, er að auka þjóðartekj- urnar og þar með almenna hagsæld. En jafnframt er stefnt að því, að færa hið fjár- hagslega vald í ríkara mæli frá ríki og opinberum aðilum til einstaklinganna í þjóðfé- laginu. Hinu fjárhagslega valdi, sem borgurunum er fengið, þarf að dreifa ems mikið og frekast er kostur, svo að sem allra flestir verði efnalega sjálfstæðir. Ætla mætti, að allir væru sammála um fyrri þátt þessa máls, þ. e. a. s. framleiðslu- aukninguna og hér skal þvi ekki haldið fram, að stjórnar- andstæðingar telji hana í sjálfu sér óæskilega, þótt málflutningur þeirra um þessar mundir bendi raunar til þess. Hitt fer ekki á milli mála, að fjárhagslegt sjálf- stæði fjölda einstaklinga og dreifing efnahagsvaídsins meðal þeirra', er þyrnir í aug- um bæði Framsóknarmanna og kommúnista. Af því er sprottið taugastríð þeirra og skynsemislaust ofboð um þessar mundir, samhliða því sem kommúnistar óttast að velgengni sú, sem fylgja mun í kjölfar hinnar nýju stefnu, muni rýra áhrif þau, sem kommúnistaríkin geta her haft gegnum viðskipti. Flestir eru farnir að átta sig á afstöðu kommúnista, sem finnst það ganga glæpi næst, að borgararnir séu gerðir sjálfstæðir og óháðir pólitísku valdi og forsja þeirra nefnda, sem stjórn- málamenn á hverjum tíma skipa sjálfa sig og velunnara sína í til þess að afla sér valda, fjár og áhrifa. Á hinn bóginn kann mönnum að virðast erfiðara að átta sig á því, hvers vegna Framsókn- armenn berjast jafnvel hat- rammari baráttu en komm- únistar gegn því, að ein- staklingarnir verði fjárhags- lega sjálfstæður og óháður samsteypum og pólitísku valdi. Er því ástæða til að víkja að því efni nokkuð nánar. Samvinnufélögin hafa söls- að til sín gífurlegt fjármagn í nafni samvinnu og sameign- ar. Þess er vandlega gætt, að hinn almenni þátttakandi í samvinnufélögum hafi eng- in yfirráð yfir þessu fjár- magni. Kveður svo ramt að þessu, að afurðalán, sem bændum eru ætluð til að auð- velda rekstur búa sinna, koma aldrei til þeirra, held- ur lenda í braski kaupfélag- anna og SÍS. Yfirstjórn þessa mikla auðhrings er í höndum lítillar klíku í Reykjavík, sem lætur sig litlu sem engU varða hag þátttakendanna í sam- vinnuhreyfingunni, heldur beitir fjármagnsvaldinu til pólitísks ávinnings fyrir sjálfa sig. Ef fjöldi samvinnumanna yrði efnalega sjálfstæður og gæti verið óháður viðskipt- um við kaupfélögin og boðið þeim byrginn, ef því væri að skipta, þá mundi um leið stór- urrí skert hið pólitíska vald, sém auðurinn veitir Fram- sóknarleiðtogunum. Einstakl- ingarnir mundu þá engum af- arkostum þurfa að sæta held- ur reka sín viðskipti og stunda sína atvinnu á þann hátt, sem þeim sjálfum væri hagkvæmast. Sósíalistar og samvinnu- menn reyna að vísu að telja mönnum trú um, að þeir séu eigendur annars vegar hinna þjóðnýttu fyrirtækja og hins vegar samvinnufyrirtækj- anna. I hvorugu tilfellinu er þó um að ræða eignarrétt, sem einstaklingunum sé nokkurs virði. Það skiptir þannig engu máli, þótt manni sé talin trú um, að hann eigi hlut, sem hann hefur engin yfirráð yfir, getur ekki hag- nýtt sér, nýtur einskis arðs af og getur ekki sett sem tryggingu fyrir skuldbinding- um. Slík „eign“ er mönnum auðvitað einskis virði. Þessi svikamylla sósíalisma og samvinnustefnu hefur rýrt stórlega kjör íslenzku þjóð- arinnar, en jafnframt hefur hún leitt yfir okkur meiri pólitíska spillingu, en yfir- leitt þekkist í lýðræðisríki. Skerðingu þeirra valda, sem fengin er í skjóli spillingar- innar, óttast stjórnarandstæð- ingar mjög. En við því er ekkert að gera, þar sem það er grundvaílarskilyrði ai- mennrar velmegunar og far- sæls þjóðfélags, að efnahags- valdið verði í ríkari mæii fært til alls almennings og tekið af hinum pólitísku heildum. Ef það tekst, mun sú ríkisstjórn, sem nú er við völd, síðar verða talin meðal hinna giftusamlegustu, sem | verið hafa á íslandi. UTAN UR HEIMI J Gursel við styttu Ataturks. Gursel hershöfðingi einvaldur gegn vilja sínum FÁIR utan Tyrklands höðu heyrt nafn hans nefnt þar til fyrir skömmu. Nú kannast allur heim- urinn við það. Cemal Gursel hers höfðingi er 65 ára. Hann er há- vaxinn, gildvaxinn með silfur- litað, snöggklippt hár. Hann er virðulegur í framkomu, en einnig gæddur prýðilegri kímnigáfu. Hvað hann hét á sínum yngri árum er ekki vitað, en hann tók sér nafnið Gursel árið 1936, þegar Kemal Ataturk fyrirskipaði að allir Tyrkir tækju sér eftirnöfn. Hann valdi nafnið Gursel, en á tyrknesku þýðir það eitthvað í áttina við „beljandi fjallastraum- urinn“. CEMAL AGA En það er ástæðulaust að ímynda sér hann sem einhvern hávaðamann. I hernum hefur hann hlotið allt annað nafn. Þar er hann kallaður Cemal Aga — og Aga er nafn sem þeim emum er gefið, sem litið er upp til, ekki aðeins með virðingu, heldur einnig með lotningu. Ferill hans í hernum var þannig, þar til fyrir nokkrum mánuðum, að ekki virtisf bylt- inga að vænta úr þeirri átt. Hann er fæddur í Erzerum í tyrknesku Armeníu við upptök árinnar Euphrat. En í æðum hans rennur ekki armenskt blóð, enda hefði hann þá varla verið tekinn í herinn svo að segja í barnæsku. Né heldur fengið liðs- foringjasverð fil að hengja í belti sitt á 19 ára afmælinu. BARÐIST GEGN BRETUM 1 yrri heimsstyrjöldinni var hann sem liðsforingi þátttakandi í stórskotaliðsorustum við brezka herinn, fyrsf við Dardanellasund, síðar í Palestinu. En við Dardan- ella tókst Tyrkjum að loka sund- unum með bómu og hindra þannig brezka flotann í að kom- ast til Miklagarðs. Þetta var einn af mest umdeildu atburðum styrjaldarinnar, sem m. a. leiddi til þess að Winston Churehill varð að láta af embætti flota- málaráðherra. En orusturnar í Palestínu voru undanfari loka- ósigurs Tyrkja. Ekki var þar þó rag- mennsku tyrkneskra hermanna um að kenna. Þeir börðust þar, eins og síðar í Kóreu, af slíkum hetjumóði, að þeir hlutu alheims viðurkenningu fyrir. En brezki herinn var þeim ofviða og var miklu betur vopnum búinn. MEÐ ATATURK Á stríðsárunum starfaði Gursel í liðsforingjaráðinu, en seinna á tímum niðurlægingarinnar, komst hann í samband við Kemal Pa9ha, sem síðar varð Kemal Ata turk og átti eftir að hefna niður- lægingarinnar og stofna hið nýja Tyrkland . Sem stuðningsmaður Ataturks tók Gursel þátt í hinum blóðugu bardögum við Grikki í Anatoliu, en hann var þá enn ungur að ár- um og átti langt í land að verða hershöfðingi. Eftir að sigur var unninn, sneri hann fyrst aftur til herskólans, en gegndi þar næst ýmsum trúnaðarstöðum, m. a. var hann um tíma yfirmað- ur leyniþjónustunnar. HERSHÖFÐINGI I síðari heimsstyrjöldinni var Tyrkland „hlutlaust" og hallaði þar ekki á bandamenn. Þau ár var Gursel yfirmaður „hernaðar svæðis nr. 2“, en það var ekki fyrr en árið 1946 að honum hlotn aðist hershöfðingjanafnbót. Þess vegna urðu margir undrandi þeg- ar hann árið 1957, aðeins ellefu árum síðar, var gerður að yfir- manni tyrkneska hersins. Hann reyndist ekki aðeins ötull og vel látinn stjórnandi, heldur einnig dyggur verndari hugsjóna Ataturks. ,,Grái úlfurinn“ hafði komizf til valda sem hermaður, en þegar hér var komið, lagði hann niður einkennisbúninginn. Á þeim myndum, sem teknar voru við hátíðleg tækifæri, var hann oftast kjólklæddur. Og hann var ákveðinn í því að her- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.