Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 20
23 MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 10. júnl 1960 Lrotómenn EFTIR W. W. JACOBS — Hafið þér nokkurn tíma viljað leggja allt í sölurnar til þess að fá einhverju framgengt? spurði hún í feimnitón. — Já, oft, svaraði hann. — Þá getið þér skilið mína af- stöðu, sagði frúin hógværlega. — Og venjulega, baetti skip- stjórinn við, — var það fyrir beztu, að ég fékk því ekki fram- gengt. — Það var gaman að heyra, tautaði hún með hefndarglampa í augum. — En þegar þér voruð trúlofaður, og kærastan bað yð- ur um eitthvað. . .. — Hún hafði vit á að gera það ekki, svaraði skipstjórinn ósvífn islega. — Ekki? — Nei, hún hafði vit á að bíða með alla rellu þangað til við vorum gift. En þá bætti hún sér líka upp það, sem fyrr hafði ver- ið vanrækt, bætti skipstjórinn við og varð myrkur á svip. — Nú, þá verður útkoman sú sama, sagði frúin í vonartón. — Já .... það er að segja, ég hafði nú rænu á að heita henni, sagði Vobster og skríkti. Frú Penrose hló og skipstjór- inn varð hressari í bragði og gekk meira að segja svo langt að laga sig til í stólnum. — Það þýðir víst engum að reyna að vaða ofan í yður, skip- stjóri, sagði frúin í aðdáunartón. — Þér eruð of viljasterkur til þess. Vitið þér, að í útliti og framkomu minnið þér mig alltaf á Merton lávarð? — Einmitt það, svaraði skip- stjórinn steinhissa. — Já, og meira að segja hafið þið líkan málróm. Þegar við komum heim, þarf ég endilega að kynna ykkur. Þér komið von- andi og heimsækið mig, þegar þar að kemur? — Það væri mér mesta ánægja svaraði skipstjórinn. — Og þá get ég um leið spurt frú Vobster um allt þetta, sem hún bað um og fékk ekki. Skipstjórinn tók að ókyrrast í sætinu. — O, hún væri vís til að segjast hafa fengið allar óskir sínar uppfylltar, sagði hann óró- lega. — Þér skiljið .. hún hefur þá bjargföstu skoðun, að hún fái öllu framgengt, sem henni dettur í hug. Náttúrlega þarf ég ekki að taika fram, að.... — Vitanlega, svaraði frúin .. það getur hver maður séð. — Já, hún hefur nú gaman af þessu og mér gerir það ekkert tiL — Vitanlega. En nú, skipstjóri, nú ætlið þér að gera mér þann sérstaka greiða að hjálpa okkur með dálítinn leik? Þetta er bara tómstundaleikur, eins og þér skiljið, og nú stendur svo á, að við getum ekki haft hann nema með yðar samþykki, því að á skipsfjöl er skipstjórinn auðvit- að einvaldur og orð hans lög. Veslings skipstjórinn leit vand ræðalega kring um sig. — Ég hef aldrei komizt í neitt þessu likt fyrr, sagði hann feimnislega. — Aldrei. — Aldrei ég heidur, sagði freistarinn hreinskilnislega, — og auðvitað hefði ég, við flesta skip stjóra, ekki látið mér detta slíkt í hug. Venjulegur skipstjóri, gjörsneyddur allri kímnigáfu, væri vitanlega alls ekki við mælandi. Og satt að segja og okk ar á milli, datt mér þetta fyrst í hug, þegar ég sá hina einstöku stjórn og lag, sem þér hafið á undirmönnum yðar. Það og svo hvað þér eruð líkúr Merton lá- varði. Hann hefði ekki verið lengi að slá til. Eigum við að ganga? Hún stóð upp, lagði höndina á arm skipstjórans, og þau gengu hægt fram og aftur. Á andliti hénnar mátti sjá þolinmóðan svip píslarvottsins. — Þér skiljið, það er erfiðast með skipsmennina, sagði Vobster órólegur, eftir nokkrar ferðir fram og aftur um þilfarið. — Ég veit það, en hitt veit ég líka, að þér hafið fullt vald á þeim eftir sem áður. — Og svo veit ég ekki, hvernig ég fer að gera grein fyrir sjálf- um mér. Hvað er ætlazt til að ég geri meðan þessir dónar eru að gera uppreisnina? — Það verða engin vandræði, svaraði frúin lágt. — Ég hugsaði einmitt um yður, fyrst af öllu. Vobster brosti. — Þakka yður fyrir það, sagði hann blíðlega, — en ég sé bara ekki.... — Sex sterkustu mennirnir á skipinu verða auðvitað að ráðast á yður aftan frá og binda yður og kefla. — Binda! hrökk upp úr skip- stjóranum, um leið og hann sleppti armi frúarinnar og hrökk til baka. Binda og kefla mig! — Skipsmennirnir? Mig? — Já, og hr. Carstairs og Sir Edward Talwyn og alla hina karlmennina, sagði frúin lokk- andi. — Þér verðið ekki einn í þeirri fordæmingu. Sir Edward er með elztu aðalsmönnum í rík- inu og hann hefur bara gaman af því. Jæja, Vobster skipstjóri, þér sláið þá til, er ekki svo? Hún greip aftur handlegg hans' í þögulli bæn. Hann ræksti sig. — Mig langar auðvitað ekkert til að spilla gleði annarra, sagði hann með festu — en þegar .... — Og þér gerið það heldur ekki, tók hún fram í, með sann- færingu. — Ég veit að þér gerið það ekki. Þetta er vitanlega allt leikur. Ég hef sjálf séð prins leika þjónustustúlku, með skít- uga húfu og svuntu og eldhús- lykil á nefinu. Ekki ætla ég yð- ur neitt líkt því eins óvirðulegt hlutverk. — En keflingin? spurði skip- stjórinn loðmæltur. — Það er ekki líkt því eins slæmt. Vitanlega látast mennirn- ir bara binda yður, sagði frúin og leit upp og á Pope og Carsta-. irs, sem nálguðust. Ó, herra Carstairs, skipstjórinn hefur ver- ið svo elskulegur að ganga inn á þetta, sem við vorum að tala um. — Ha? svöruðu þeir tvímenn- ingarnir, einum rómi, og voru steinhissa. — Hann er fæddur leikari, sagði frúin. — Hann hefur séð áður óþekkta möguleika í þessu hlutverki sínu. Hann ætlar að láta binda sig og kefla. Látast, meina ég auðvitað. — Ég .... ég. ... stamaði skip stjórinn stórmóðgaður. — Ég .. ég er hræddur um.... — Nei, sagði frúin, — þér verð ið einmitt alls ekki hræddur. — Binda og kefla? át Pope eftir og glennti upp augun. — Hvað hefur hann gert fyrir sér? — Ssss! Ekkert, sagði frúin með Ijómandi brosi til skipstjór- ans, sem var í þann veginn að springa. — Ekkert annað en að vilja ekki segja nei við dömu. — Enginn hefur væntanlega búizt við, að hann gerði það? svaraði Pope, og vissi ekki út né inn. Vobster skipstjóri leit á hann með augnaráði dýrs, sem hefur fest sig í gildru. — Jæja, jæja, sagði hann loðmæltur. — Jæja, jæja, en ég verð að fá skipanir frá yður, skriflega, og undir vitni. Það geri ég að ófrávíkjan- legu skilyrði. — Þá er bezt að ganga frá því strax, sagði frúin sigri hrósandi, áður en Carstairs komst að. — Jæja þá, herra pope. Komið þér hérna, herra Carstairs. Hún gekk nú inn í setusalinn og þeir á eftir henni og skildu skipstjórann eftir í myrku skapi, úti á þilfarinu. Meinlaus skip- verji, sem átti leið fram hjá hon- um, stanzaði, er hann sá ban- eitrað augnatillit skipstjórans. — Nú, hvað? spurði skipstjór- inn og röddin minnti á fellibyl. — Já, skipstjóri, sagði maður- inn, og hörfaði hægt undan, sneri sér síðan við og flýði. — Keflaður! sagði skipstjór- inn við stórsigluna, kjökrandi röddu. — Láta mannskapinn kefla mig! 18. Pope gekk hægt um gólf á þil- farinu, með hendur fyrir aftan bak og drúpti höfði, djúpt hugs- andi. Svipurinn var alvarlegur og hrukkurnar á enni hans báru vott um áhyggjur. Knight, sem kom út úr reyksalnum leit á hann og leizt ekki á blikuna. — Hæ, hvað er að? Hefurðu hitt svartan kött? Pope gaf honum illilegt auga yfir gleraugun. — Farðu út og leiktu þér, svaraði hann stuttara- lega. — Gott og vel, svaraði Knight og setti á sig kryppu. — Ég skal hoppa yfir þig tvær umferðir kring um þilfarið, fyrir túskild- ing. — Reyndu nú að vera alvarleg ur einu sinni á ævinni, svaraði Pope og roðnaði. — Ég hef annað betra að hugsa um. — Og hvað er það? — Stjórnarleyndarmál, svar- aði Pope hátíðlega. — Og hver eru þau? Nú, þér þýðir ekkert að horfa svona á mig, þú ættir að vera farinn að vita það. — Ég get bara ekki sagt þér það, hummaði hinn og leit var- lega kring um sig. — Þér er betra að fara; ef frú Penrose sér okkur, heldur hún að ég sé að tala um það, sem ég má ekki tala um. Knight kinkaði kolli. — Farðu í káetuna þína, sagði hann í sam- særistón, — svo kem ég til þín og við fáum okkur vindil. Pope hristi höfuðið, þó ekki af neinni sánnfæringu og hvarf sið an, eftir að hafa gengið svo sem tvisvar fram og aftur. Knight gaf honum eins og tveggja minútna frest, og sneri síðan til káetu hans. — Nú, hver skrattinn! Hvernig átti ég að búast við að hitta þig hér? sagði hann og var hissa. — Æ, vertu nú alvarlegur, sagði Pope önugur. — Ég er góð- ur með að segja þér frá öllu sam an, af því að annars get ég átt á hættu, að allt fari í handaskol- um. Þeir hafa lagt alla ábyrgðina á mínar herðar. — Þeir eiga það til, tautaði Knight og leit varfærnislega á Pope. — Ég veit ekki, hvernig Carstairs færi að lifa án þín. — Ef allt fer í handaskolum, sagði Pope, um leið og hann stakk vindlinum upp í sig og fálmaði í vasa sína eftir eldspýt um, — verður mér kennt um alla klækina. Það verða allir á einu máli um það, sagði frú Penrose, að minnsta kosti. Carstairs hefur gefið mér fullt umboð og ég á að sjá um allar framkvæmdir. Knight kinkaði kolli í samúð- ar skyni og beið framhaldsins. Til þess að hafa af fyrir sér, kveikti hann í vindli, en frásögn Popes var ekki langt komið, þeg ar dautt var í vindlinum. — Og ég segi þér þetta aðeins vegna þess, að ef þú tækir það alvarlega, gæti það gangið of langt. Það gæti orðið alvarlegt, ef þá brytir hauskúpuna á einhverj um. — Ekki er því að neita, en þó væri það enn alvarlegra ef ein- hver bryti mína hauskúpu. Ég ætla að segja Maloney frá þessu, að skapið í honum minnir ekki beinlínis á lamb. Og hvað um dömurnar? Þær deyja úr hræðslu, ef ég þekki þær rétt. — Ég á að undirbúa þær, svar aði Pope. — Yfirleitt finnst mér ég eiga að gera allt. Frú Penrose vill hvergi nærri neinu koma, og Carstairs segist þvo hendur sínar af því öllu, eins og pílatus. Ég er búinn að vera í hreinasta þrældómi að útskýra fyrir báts- manninum, hvað hann á að gera. En hann á að vera uppreisn arforinginn. — Þeir hefðu ekki getað kom- ið því í betri hendur, sagði Knight innilega. — Þeir hafa sloppið við mikla ógæfu með því að treysta viti yðar. Og Vobster hefur fengið skriflegar fyrirskipanir? Pope kinkaði kolli og Knight kveikti aftur í vindlinum sínum, sagði síðan einhver fleiri hrós- yrði við Pope og kvaddi því næst og fór. í einverunni í sinni eigin — Sirrí, mér þykir leiðinlegt að við getum ekki boðið ykkur að búa hjá okkur, en það færi svo illa um ykkur í þessum þröngu híbýlum. — Það gerir ekkert til, Lísa. — Ef Bjarni vildi aðeins fá sér vinnu í verksmið.iunni. gætum við eignast gott hús og farið að eignast börn. — Þetta lagast einhvemveginn hjá ykkur, Lísa. Ég er viss um það.. — En Bjarni er svo þrár. Hann vill ekki láta hundana sína og ég get ekki hugsað mér að halda þessu áfram svona! káetu tók hann að brjóta heilann um, hvort ekki væri hugsanlegt að hafa sjálfur eitthvað gott af upplýsingunum, sem honum höfðu fallið í skaut. Honum þótti ótrúlegt, að hann gæti ekki fisk- að eitthvað í gruggugu vatni uppreisnarástandsins, og Malon- ey, sem hann heimsótti eftir kvöldverð, var á sama máli. Þeir ræddu nú málið sín á milli í hálf um hljóðum. — Þetta er nú illa farið að við hann Tollhurst, sagði Knight dræmt. — Ættum við að segja honum frá öllu saman og vara hann við? sagði læknirinn. Knight hristi höfuðið. — Nei, mér dettur annað betra í hug, sagði hann, — bara ef hægt er að framkvæma það. Hann hallaði sér að eyra lækn isins og hvíslaði einhverju að honum. — Ha? svaraði læknirinn og hrökk við. — Bull og vitleysa! Það kemur ekki til nokkurra mála. — Við sjóum nú til með það. Með þinni hjálp og. . .. — Nei, þú getur strikað mig út, svaraði læknirinn kuldalega. — Ég er ekkert guðslamb að vísu, en það vill bara svo til að Carstairs er húsbóndi minn, stendur. — Þetta er ekki nema greiði við hann, sagði Knight með ákafa. — Og svo er dama annars veg ar, hélt læknirinn áfram. — Vitanlega er það, andæfði Knight. — Það var ég einmitt að segja þér. Þetta er hennar uppá- finning, og það er engin ástæða til að halda, að hún sé neitt and- víg svolitlu kryddi í hana, hér og þar. Annað er ég ekki að tala um. Læknirinn hló og teygði úr sér. — Hvernig ætlarðu að fara að því? spurði hann. gflíltvarpiö Föstudagur 10. júni 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Gamlir og nýir kunningjar". 15.00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. i9.00 I>ingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 A förnum vegi í Skaftafellssýslu: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við bændurna Bjarna Run- ólfsson 1 Holti á Síðu og Valdimar Lárusson á Kirkjubæjarklaustri. 20.55 Kórsöngur: Karlakórinn Fóst- bræður syngur. Söngstjóri: . Ragnar Björnsson. 21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas" eftir Nikos Kazantzakis, í þýð- ingu Þorgeirs þorgeirssonar; — XXIV (Erlingur Gíslason leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Fanney á Furuvöll- um“, kafli úr óprentaðri bók eft- ir Hugrúnu (Höfundur les). 22.30 Harmonikuþáttur (Henry’j. Ey- land). 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 11. júní 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. 16.00 Fréttir. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnír. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Gullhamrarnir“, gam- anleikur eftir George Kelly, í þýðingu Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi. — Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. 21.05 Einsöngur: Engel Lund syngur íslenzk og útlend þjóðlög; dr. Páll Isólfsson leikur undir á píanó. 21.25 Smásaga: „Saupsáttur við heim- inn“ eftir Davíð Askelsson (Brynj ólfur Jóhannesson leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.