Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 23
Föstudagur 10. júní 1960 MORCVNRLAÐIÐ 23 Lambið lengst til hægri er '/■ mánaðar gamalt og heilbrigt. Hin eru þriggja vikna og mánaðargömul og haldin liðastirnun. Sést af samanburðinum hve veiku lömbin vanþrífast. Bólgan á hnjá- liðunum sést greinilega. Gamalt og ,nýtt' frímerkjamál — Lambasjúkdómur Framh. af bls. 24. sjálfir. T. d. hafa enn ekki kom- ið kvartanir um veikina nema frá 16 býlum. Þar sem mest hef- ir verið um sýkingu hafa veikzt um 5% af lömbum. Sýkillinn sem veldur þessari veiki hefir verið kenndur við rauðsýki í svínum og heitir erycipelotrix rhusiopathiae. Hef- ir hann alloft valdið sýkingu í svínum hér á landi, en fram að þessu aldrei orðið vart í 'sauðfé. Liðastirðnun og vanþrif Alitið er að sýkillinn haldist við í jarðvegi og óhreinindum og berist í gegnum húðina. Lömbin veikjast hér vanalega viku til hálfs mánaðar gömul, en erlendis yfirleitt ekki fyrr en tveggja mánaða. Stundum eru lömbin hér þó orðin eldri er sjúkleika verður vart. Þau stirðna í liðamótum, og því fylgir síðar gildleiki um liði, aðallega á hnjám og hæklum og oft verður töluverð vökva- aukning í liðum. Þegar kemur fram á haustið, eru liðamót oft- ast orðin mjög stirð, stundum alger staurfótur. Eru þá lömb- in yfirleitt vöðvadregin, aðallega á útlimum — t. a. m. rýrna lær- vöðvar mjög greinilega. Fyrir skömmu fór Guðmundur Gíslason norður til að athuga lambasjúkdóma og fylgjast nán- ar með þessum sjúkdómi, kynna sér dreifingu hans og ástand. Var liðastirðnunin í lömbunum einna mest áberandi á tveimur bæjurn, Skörðum í Reykjahverfi og Klambraseli í Aðaldal. Flest lömbin sem veiktust í Klambra- seli í vor, 16 að tölu, virtust hafa smitast þegar lambféð var hýst í hretinu 21. maí sl. Pensilín og hreinlæti Álitið er að sýkillinn berist mest um skurfur, naflastreng og sár eftir merkingar og þesshátt- ar. Er því mikið atriði að koma við hreinlæti og sótthreinsun í sambandi við slíkt. Telur Guð- mundur líklegt að með því megi losna við talsvert af sýkingunni. Auk þess reynist penisilín mjög vel bæði samkvæmt erlendri reynslu og við næmispróf í þess- um stofni hér. Var Guðmundur einmitt í norðurferðinni að búa svo um að hægt verði að sprauta veiku lömbin með penisilíni. Seg- ir hann að af því hafi verið greini lg bót. Guðmundur Gíslason telur lík legt að með sameiginlegum að- gerðum, hreinlæti og lyfi, megi halda sjúkdómi þessum niðri. Og aðspurður um það hvort nokkrar ráðstafanir verði nú gerðar til að einangra fé þetta, sagði hann að þetta væri á svæði sem ætti að Þórsmörk og Eyjafjallajökull FáRÐASKRIFSTOFA Páls Ara- sonar efnir til tveggja ferða um næstu helgi, inn í Þórsmörk og austur á Eyjafjallajökul. Verður dvalið í Þórsmörk fram undir miðjan sunnudag og er ráðgert að hinn hópurinn klífi Eyjafjalla- jökul. Lagt verður af stað í báð- ar ferðirnar kl. 2 á laugardag. heita einangrað fyrir. En auð- vitað væri ekki að svo stöddu hægt að fullyrða nej^t um, hversu mikil dreifingin er um landið. E^tir þvi færi hve mikil ástæða þætti til að gera varnarráðstafan ir. Vill Guðmundur hvetja bænd- ur og starfsmenn við sláturhús til að veita sjúkdómseinkennum þessum athygli og láta vita um Butzweilerhof, V-Þýzkal., 9. júní (Reuter). — f GÆRKVÖLDI bar bandarískan svifflugmann inn yfir Austur- Þýzkaland og varð hann að lenda þar skammt frá bænum Greves- múhlen austur af Lúbeck. Um tíma óttuðust menn að svifflugan hefði lent í sjónum og var hafin björgunarleit að henni, — en sl. nótt var frétt lasin upp í austur- þýzka útvarpinu, að svifflugan hefði lent. í dag var flugmann- inum og svifflugunni skilað aftur vestur fyrir járntjald. Yfir Eystrasalti Flugmaðurinn heitir Richard Schröder og er frá Ohiofylki í Bandaríkjunum. Hann hefur tek- ið þátt í heimsmeistarakeppni í svifflugi, sem nú fer fram í Vest- ur-Þýzkalandi. f gær ætlaði hann að fljúga ásamt fleiri keppend- um frá keppnisflugvellinum Butz weilerhof í Rínarhéruðum til eyjarinnar Fehmern í Eystra- Á föstud. var dregið í 2. fl. Happ drættis DAS um 50 vinninga og féllu vinningar þannig: 3ja herb. íbúð Hátúni 4 kom á nr. 7557. Eigandi er Ragnar Örn, Álfheimum 15. (Vesturver). 2ja herb. íbúð, Kleppsveg 30, tilbúin undir tréverk kom á nr. 61469. Eigandi frú Laufey Stef- ánsdóttir, Tunguv. 19. (Vesturv.). Ford Anglia DeLuxe fólksbif- reið kom á nr. 41133. Eigandi Sím on Helgason. (ísafjörður). Moskvitch fólksbifreið kom á nr. 54081. Umboð Margrét Krist- insd. Eigandi frú Auður Sigurð- ard., Bergi Seltjarnarnesi. Eftirtalin númer hlutu 10 þús. kr. Vesturver: 24111, 28231, 29294, 61214, 64810. Keflavík: 15715. Husquarna saumavél kom á nr. 847. Eigandi Zóphus Bender. (Vesturver). Eftirtalin númer hlutu 5 þús. kr. hvert. Vesturver: 9680, 13672, 18867, 26783, 44085, 46488, 52111, 61589, 63732, 4490, 9482, 17107, 25528, 26498, 33935, 34676, 44995, 46083, 47966, 48402, 52558, 62363, 63902. Hofsós: 3947. Grafarnes: 8171. Suðureyri: 10365. Hreyfill: 12131. Þingeyri: 15532. Reyðar- fjörður: 20197. Hafnarfjörður: 22418, 56008. Flateyri: 28676. Fáskrúðsfjörður: 34600. Vest- FYRIR nokkrum árum fregnað- ist meðal frímerkjasafnara, að íslenzk nýþrykk-frímerki frá 1904 væru á boðstólum erlendis. Merki þessi (bæði þjónustu- merki og almenn merki) voru upphaflega gefin út fyrir alda- mót, en endurprentuð 1904 til þess að íslendingar gætu staðið við skuldbindingar sínar gagn- vart Alþjóðapóstmálasamband- inu í Bern um að senda því visst magn af hverri útgáfu frímerkja hér á landi. Ætlunin var að yfirprenta þau öll með áletruninni „í gildi“, en einhverra orsaka vegna fórst það fyrir á nokkrum hluta upp- lagsins, og eru merki þau, sem til sölu hafa verið erlendis, án yfirprentunar. Hér er um að ræða 18 tegundir merkja, sem áttu hvergi heima að réttu lagi nema í Bern og hjá póstmála- stjórn íslands. Slíkra merkja er sjaldnast getið í verðlistum, þvi salti, en það er lengsta vega- lengdin, sem keppendurnir fara í þessari keppni, í svifflugu hans er lítið radiotæki og heyrði félagi Schröders siðustu orðsendingu hans: — Ég er yfir hafinu í 600 metra hæð, ég er áttavilltur og tapa hæð en reyni að komast að næsta landi. „Vegna þessarar til- kynningar var hafin víðtæk leit á sjó. Yfirheyrslur Þótt fáleikar séú með ríkis- stjórnum Austur- og Vestur- Þýzkalands er allmikið samstarf um íþróttir milli landanna og varð því engin bið á að svifflug unni og flugmanninum yrði skil- að aftur vestur yfir járntjald. Schröder sagði, að vel hefði verið farið með sig, en hann varð þó að undirgangast víðtæka rann- sókn og yfirheyrslur. Viðstaddur yfirheyrslurnar var liðsforingi úr rússneska hernámsliðinu. - mannaeyjar: 40579. Eskifjörður: 50296. Akranes: 51028. Sigr. Helgad. 52088. Grindavík: 63388. (Birt án ábyrgðar). Togari dreginn til Reykjavíkur AUSTUR-þýzkur togari var í gærmorgun dreginn í höfnina í Reykjavík. Hafði vél skipsins bilað, er það var á veiðum und- an suðurströnd Islands. Tók vestur-þýzkur togari þann aust- ur-þýzka í tog og dró hann til Reykjavíkur. Austur-þýzki tog- arinn heitir Berlín og hefur áður orðið að leita hér hafnar. Guðfinna á Lög- bergi 75 ára GUÐFINNA Karldóttir á Lög- bergi verður 75 ára 14. þ. m. Hún verður ekki heima á afmælisdag- inn, en þeir, sem vilja heiðra hana með heimsókn, láti vita í einhvern eftirtalinna síma: 13865, 36066, 33574 og 34813. að fáir hafa áhuga á þeim nema specialsafnarar. Þó er þeirra get- ið í AFA-verðlistanum 1960, og þau þar metin á ca. 10 kr. dansk- ar stykkið. Sama fyrirtækið í Ar- ósum og gefur AFA-verðlistann út hefur þó haft þau til sölu fyr- ir mun hærra verð, en fast verð mun enn ekki hafa myndazt. — Fyrir u. þ. b. 2 árum var hægt að kaupa eitt sett (eitt merki af hverri tegund) á 1500 krónur danskar, og fyrir ca. þremur vik- um fréttist, að reykvískum stor- kaupmanni hefðu verið boðin 100 sett í Stokkhólmi fyrir 1125 kr. sænskar. Heyrzt hefur, að 3 frí- merkjaverzlanir í Stokkhólmi hafi merkin til sölu, en ekki er vitað til þess, að neitt þeirra hafi selzt. Merkin munu hafa borizt á markaðinn frá dönskum verk- fræðingi að nafni Lundgaard, sem dvaldist hér fyrir um tveim- ur áratugum. Hann og starfsbróð ir hans, 0stergaard, eru sérfræð- ingar um íslenzk frímerki og fengu leyfi til að skoða merkja- birgðir íslenzku póstmálastjóm- arinnar. Síðar fengu þeir, eða Lundgaard einn, leyfi til þess að hafa frímerkjaarkir með sér til Danmerkur til nánari rannsókna. íslenzk póstyfirvöld segja merk- in hafa verið lánuð, en Lund- gaard kveður þau hafa verið gef in sér. Er því ekki vitað enn, hver endánleg heimkynni merkj- anna verða, en e. t. v. verður þeim skilað með handritunum, þegar þar að kemur. Tvö innbrot SÍÐASTLIÐNA fimmtudagsnótt var brotizt inn £ Frímerkjasöl- una í Lækjargötu. Hafði gluggi verið tekinn úr verzluninni og farið inn um hann. Þjófurinn hef ur sennilega ekki verið frím.erkja safnari, því hann lét frímerkin, sem lágu frammi í búðinni, eiga sig, en hafði hins vegar um 500 kr. í peningum á brott með sér. Þá var brotizt inn í dömubúð- ina Laufið £ Aðalstræti 18 sömu nótt, sömuleiðis inn um giugga, ekki er uppvíst hve miklu hefur verið stolið þar. - S. I B. S. Framh. af bls. 6. 56651 56706 56875 56876 56877 56958 57127 57215 57313 57435 57577 57668 57786 57934 58094 58317 58397 58542 58611 58762 58780 58827 58997 59071 59202 59223 59236 59283 59322 59330 59446 59485 59679 59687 59730 59817 59915 60053 60067 60087 60091 60189 60287 60293 60440 60453 60534 60566 60625 60976 60991 60992 61045 61074 61193 61213 61279 61324 61357 61393 61442 61477 61485 61528 61738 61861 61943 62163 62634 62739 62783 62840 63145 63147 63152 63310 63319 63381 63387 63439 63460 63471 63590 63785 63822 63877 63934 64042 64121 64250 64270 64460 64606 64656 64727 64842 64886 (Birt án ábyrgðar) Alúðar þakkir til allra vina og vandamanna sem heiðr- uðu okkur með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum á 45 ára hjúskapar og 50 ára búskaparafmæli okkar 13 maí síðastl. Sú alúð og hlýja sem við mættum þennan dag verður okkur ógleymanleg. Biðjum guð að blessa ykkur öll. Péturína B. Jóhannsdóttir, Lárus Björnsson, Grímstungu. Innilegt þakklæti til allra er glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu 8. júní síðastliðinn. Bergþóra Bergsdóttir, Linnetsstíg 14, Hafnarfirði. Hjartans þakkir færi ég öllum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu 2. júní sl. Magnús Ólafsson, Höfðaborg 55. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐRtJN KRISTVEIG DANlELSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum 8. júní. Bergsteinn Guðjónsson, börn, tengdabörn og bamaböm. Móðir okkar og tengdamóðir GUÐRCN kristjAnsdóttir Klapparstíg 13, andaðist í Landsspítalanum 8. júní síðastliðinn. Ásta Guðmundsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, Helga Hobbs, Hanna Hannesdóttir. Útför bróður okkar ÁRNA EINARSSONAR sem lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík 2. þ. m. ,fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, laugard. 11. júní, kl. 10,30 árd. Þorgerður Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Hafnarfirði. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÓLAFS EINARSSONAR vélfræðings. Þórey Einarsdóttir og aðstandendur. þau. — E. Pá. Sviffluga villtist austur fyrir tjald Happdrætti DAS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.