Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 12. júní 1960 Rakettu-flugvélin X-15 búin til flugs Rakettu-ílugvélin X-15 búin til flugs. Raketfu-flugvélin X-1S sundrast í sprengingu FREGNIR frá Bandaríkjunum herma, að rakettu-flugvélin X-15 hafi sundrazt við sprengingu á EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, hélt stjórnarnefnd ríkisspítalanna fund fyrir nokkru, þar sem nefndin ræddi um nábýli Landsspítalans við væntanlegt hótel í Aldamótagörð unum. Var bæjarráði síðan skrifað um ályktun stjórnarnefndarinnar í máli þessu. Var það bréf sent skipulagsnefnd bæjarins, og nú hefur hún svarað. Er það aðaluppistaða bréfs nefndarinnar, en það var lagt fram á fundi í bæjarráði á föstu- daginn, að tekið er undir tillögur spítalanefndarinnar varðandi stað setningu gistihússins. Hafði spít- alanefndin lagt til að hótelið yrði staðsett eins vestarlega á fyrir- hugaðri lóð sinni. Segir skipulags nefndin að það komi til mála að færa hótelið enn vestar. Nefndin telur og tillögu stjórn- arnefndarinnar um möguleika á því að fyrirhuguð bygging lækna deildar Háskóla íslands fái lóð í næsta nágrenni Landsspítalans, athyglisverða og telur að ekki beri að úthluta lóðum það með tilliti til þessa. Nefndin telur ástæðulausan Lög staðfest Edwards-flugvellinum aðfara- nótt sl. föstudags, er verið var að reyna hina nýju hreyfla henn- ótta spítalanefndarinnar um að hávaði frá gistihúsinu raski næt- urró sjúklinga á Landsspítalan- um, og telur hávaðann frá flug- vellinum og bílaumferðinni á Hringbraut miklu meiri. VÍK, 10. júní: — f Mbl. sl. fimmtudag birtist allskemmtileg frásögn af ferðalagi tveggja bar- þjóna og einnar útstillingardömu austur í Vík í Mýrdal um hvíta- sunnuna. Bar það helzt til tíð- inda, að þau fundu bjórflösku rekna á land með skilaboðum frá heimsþekktu bjórfirma suður á Englandi. Það má vera, að ókunnugum ferðalöngum þyki mikil tíðindi að finna rekna flösku, innihald- andi hin aðskiljanlegustu skrif, þótt okkur heimamönnum þyki ekki jafnmikið nýnæmi í slíku Til þess eru alls konar flösku- skeyti of algeng hér við strönd- ina! Það þykir heldur ekki mik- ið þrekvirki að veiða silungs- bröndu í Heiðarvatni, jafnvel Jótt hún sé heil fjögur pund að þyngd! ar. Tílraunaflugmaðurinn Scott Crossfield sat við stjórntækin, er sprengingin varð. Þrýstingurinn af sprengingunni var svo mikill, að framhluti flugvélarinnar kast- aðist 7—8 metra vegalengd — en flugmaðurinn slapp ómeidd- ur, og þykir það ótrúleg heppni. ★ Hinir nýju hreyflar, sem fram- leiða þrýsting, er nemur 57.000 enskum pundum, hafa ekki verið reyndir fyrr. Ætlunin var, að setja nýtt hraðamet með X-15 á fimmtudaginn, en síðan ákveðið að reyna hreyflana fyrst á jörðu niðri. Með hinum nýju hreyflum átti vélin að ná 6.400 km hraða á klst. Talsmaður framleiðendanna segir, að líða muni mánuðir áður en hægt verður að reyna nýja flugvél af þessari gerð. ferðalangarnir þar komnir heim til hans, en alls ekki á lorán- stöðina! Þangað komu þeir aldrei. Húsið, sem Guðmundur býr í er beint á móti hótelinu í Vík, hin- um megin við götuna, en loran- stöðin hefur alla daga verið fremst fram á Reynisfjalli. Guð- mundur var sem sagt alls ekki á vakt. Hann hafði því fyllsta rétt til að sofa í eigin rúmi á hvíta- sunnudagsmorgni, og þarf engan að furða, þótt hann hafi bara geyspað yfir bjórskeytinu og lít- inn áhuga sýnt á flöskunni. Verður manni þá helzt fyrir að halda, að annaðhvort hafi ferða- langarnir fundið einhverja bjór- lögg í flöskunni eða þeir hafi sjálfir verið enn syfjaðri en Guð- mundur! Gistihúsið og Landsspítalinn Skipulagsnefnd sammála stjórnarnefnd ríkisspítalanna Fundn þnu bjór í flöskunni? Eða voru þau bara syfjuð? „Tónlistarhöfðingi Sögueyjarinnar" - Dr. Páll ísölfsson a heimleið frá Danmörku KAUPMANNAHÖFN, 11. júni. (Einkaskeyti til Mbl.) — Dr. Páll ísólfsson hefir dvalizt hér um hrið eftir ferðalag um Rúss- land og Þýzkaland, þar sem hann kom fram opinberlega í ýmsum borgum og bæjum, m. a. í útvarpi. — Hér í Höfn hefir hann leikið orgelverk eftir gamla meistara inn á hljómplötur fyrir „His Maxters Voice“ í Lundún- tun og Fálkann í Reykjavík. ★ Mikið orgelverk eftir dr. Pál er nýkomið út hjá forlaginu Eng- ström og Sodring. Það var leikið við vígslu nýs orgels í Stokk- hólmsdómkirkju nú nýlega. — Næsta vor er fyrirhugað, að dr. Páll flytji marga fyrirlestra í út- varp á Norðurlöndum og í Þýzka landi. Mun hann þar fjalla um íslenzka tónlist. ★ íslenzku sendiherrahjónin hér buðu til veizlu í tilefni af dvöl dr. Páls hér. Þar voru margir listamenn saman komnir, tónlist- armenn, leikarar (þ. á m. Paul „Með alþjóð fyrir keppiitaut44 DR. RICHARD Beck, prófessor í norrænum fræðum við Ríkis- háskólann í Norður-Dakota (Uni- versity of North-Dakota). sem er i heimsókn hér á landi, flytur fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Islands þriðjudaginn 14. júní kl. 8,30 e.h. Öllum er heimill að- gangur að fyrirlestrinum. í lyrirlestrinum, sem nefnist „Með alþjóð fyrir keppinaut“, fjallar prófessorinn um landnema líf og brautryðjendabaráttu Ís- lendinga í Vesturheimi eins og það speglast í kvæðum öndvegis- skálda þeirra, og um það, hver uppspretta orku og dáða íslenzka arfleifðin var íslenzkum land- nemum þarlendis. Þá yrðir fyrir- lesarinn einnig um það, hvernig afkomendur íslenzkra landnema hafa reynzt á alþjóða skeiðvell- inum vestan hafs, og um nauð- syn framhaldandi sambands og samvinnu milli Íslendinga yfir hafið. Dr. Páll ísólfsson. — „Politiken" nefnir hann tón- listarhöfðingjann. Reumert) og myndlistarmenn. — Dr. Páll, kona hans og dóttir munu halda heimleiðis með Gull fossi á morgun. ★ Þess má geta, að „Politiken" birtir í dag teiknimynd af dr, Páli eftir Hans Bendix — og tal- ar um hann sem „tónlistarhöfð- ingja Sögueyjarinnar“. — A morgun birtist viðtal við hann í Kristilegu dagblaði. Skógrækt Stykkishólmsbúa STYKKISHÓLMI, 30. maí: — Aðalfundur Skógræktarfélags Stykkishólms og nágrennis var haldinn í Stykkishólmi 22. maí sl. Á fundinum mætti Daniel Krist- jánsson skógarvörður og talaði um framtíð skógræktar á íslandi, Var erindi hans mjög fróðlegt. Félagið gróðursetti, á síðasta ári, 14 þús. plöntur í skógræktar- girðingar sínar í Sauraskógi og Stykkishólmi. Þá lét félagið einn ig ýmsa áhugamenn hafa trjá- plöntur til gróðursetningar. — Girðingar félagsins eru nú þeg- ar fullsettar og liggur því fyrir að girða af stórt landsvæði und- ir næstu ára skógrækt félagsins. Niðurstöðutölur á rekstrarreikn- ingi voru rúmlega 35 þús. krón- ur. Stjórn félagsins skipa Guð- mundur Bjarnason, Lúðvik Hall- dórsson og Sigurður Helgason. — Fréttaritari. Matthias Sigfússon við eitt af málverkum sínum. A FUNDI ríkisráðs 9. júní stað- festi forseti íslands meðal annars lög um takmarkað leyfi til drag- nótaveiða í fiskveiðilandhelgi ís- lands undir vísindalegu eftirliti, lög um ferskfiskeftirlit, lög um orlof húsmæðra og lög um skatt frelsi vinninga í símahappdrætti Styrktarfélags vangefinna 1960. Auk þess voru staðfestar all- margar afgreiðslur, er farið höfðu fram utan fundar. Ríkisráðsritari, 9.júní 1960 A. H. Fimmta hefti Kennaratalsins ÚT ER KOMIÐ fimmta hefti ritsins Kennaratal á íslandi, með 603 æviágripum. Hefst þetta hefti á Sigúrði Tryggvasyni og endar á Þór Sandholt. í hpftinu eru myndir af 592 kennurum. Verið er nú að undirbúa útgáfu 6. og síðasta heftis ritsins. Verða í því æviágrip kennara aftast í stafrófinu og þeirra, sem fallið hafa niður úr fyrri bindum og út- skrifazt síðustu árin. Þá verða í síðasta bindinu leiðréttingar og greinargerð ritstjóra. Annars var það aðeins eitt at- riði í þessari léttu og fjörlegu frásögu, sem fær mig til að stinga niður penna. Þar segir svo orð- rétt: „Svo fórum við upp að hótel inu, en þar var allt lokað, segir Baldur. Þá fórum við á loran- stöðina, því hún er alþjóðleg, og vöktum Guðmund Sigfússon upp, en hann var svo syfjaður, að hann hafði engan áhuga fyrir flöskuskeytinu“. Ókunnugir gætu af þessum orðum fengið ranga mynd af starfi þeirra manna, sem vinna hér á loranstöðinni á Reynis- fjalli. Þar er stöðug vakt veggja manna allan sólarhringinn og ætti því augljóst að vera, að þar er ekki hægt að vekja upp, þótt komið sé þangað að morgni til, jafnvel ekki einu sinni, þótt hvítasunnudagur sé! Slíkt væri leiðinlegt brot á starfsreglum, að ekki sé meira sagt. Er ég spurði Guðmund vin minn um, hvort hér væri rétt hermt, hló hann og sagðist halda að eitthvað virtist athyglisgáfu ferðalanganna þriggja ábótavant, því að hann hefði sofið á sitt græna eyra heima í sínu eigin rúmi á hvítasunnudagsmorgni, þegar barið var að dyrum. Voju KLUKKAN fjögur í gær opnaði Matthías Sigfússon, listmálari, málverkasýningu í Listamanna- skálanum. Sýnir hann þar 58 olíu málverk og 27 vatnslitamyndir. Sýningin verður opin í hálfan mánuð frá 1 til 10 e. h. dag hvern. Þett er önnur sýning Matthías- ar, en hann sýndi fyrir tiu árum í Listamannaskálanum. Myndir hans eru allar náttúrlegar og stinga þannig í stúf við þau lista verk, sem nú getur oftast að líta á málverkasýningum. Matthías skýrði fréttamönnum svo frá, að hann hefði byrjað að mála er hann var smáangi, en mest lært hjá Jóhanni Briem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.