Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudaeur 12. iúní 1960 Óperusöngvari held- ur upp á 30 ára stúdentsafmæli Rabbað við Einar Kristjdnsson í Aðalstræti RÉTT fyrir hádegið í gær, stóð maður með dökk gleraugu, í byronsskyrtu og sportjakka á gangstéttinní fyrir framan Morg- unblaðshúsið og horfði athugull á umferðina um Aðalstræti. þori varla að segja frá því. Þeg- ar ég varð stúdent, fannst mér og félögum mínum 10 ára stúd- entar vera hundgamlir og hrum- ir. Nú eigum við sjálfir hvorki meira né minna en 30 ára stúd- entsafmæli. Söng í þremur óperum — Öskaplegur aldur er þetta orðinn. Hefurðu sungið á Kon- unglega leikhúsinu í vetur? — Já, ég hefi sungið þar í þremur óperum. — Þið Stefán eruð aðal stjörnutenórarnir þar, er það ekki? — Það er erfitt fyrir mig að úttala mig um það. — Ætlarðu að vera hér í sumar? — Nei, ég fer út þann 18. júní og ætla mér að eyða sumarfri- inu suður á Bornholm. Æfingar á Konunglega leikhúsinu byrja aftur 1. ágúst. Við höfum ekki nema tveggja mánaða sumarfrí. Bjart um minningarnar Einar Kristjánsson, hinn glæsilegi söngvari og ágæti lista- maður, tekur niður sólgleraug- un sín. Hann tekur allt í emu eftir því að það er ekkert sól- skin í Reykjavík þennan dag. En hann er kominn heim til þess að hald'a upp á stúdentsafmæli og þó hlýtur alltaf að vera sólskin. Það er bjart um minningarnar frá deginum, þegar menn luku prófi og settu upp stúdentshúf- una sína í fyrsta skipti. Til hamingju með afmælið, Einar, og góða ferð — til Born- horm. S. Bj. Einar Kristjánsson Þarna var kominn Einar Kristj- ánsson, óperusöngvari, öllum landslýð og mörgum fleirum a® góðu kunnur. Mbl. hitti hann þarna á slnu eigin hlaði og ætl- aði þó varla að þekkja hann, vegna gleraugnanna. 30 ára stúdentsafmæli — Hvenær komstu heim, Ein- ar? — Á 2. í hvítasunnu. — Ætlarðu að fara að syngja fyrir okkur, kanski á listahátíð Þjóðleikhússins? — Nei, ég er í einkaerindum. — Hvaða einkaerindum, ef við mættum spyrja? — Ég á afmæli. — Afmæli? .— Já, stúdentsafmæli. .—Nú, er það svoleiðis. Hvað er það hátíðlegt afmæli? — Það er mjög hátíðlegt. Ég GverSskuldaðar ádeilur „GAMALL sjómaður“ hefur und- ingur, sem erfitt er að skilgreina, irskriftin verið að rætnum ádeilu skrifum á hendur formanns Sjó- mannadagsráðs, Henry Hálfdán- arsonar, sem birzt hafa að undan- förnu í dagbl. Vísi. Síðasta grein- in fjallar um seldar hugsjónir. Þessi gamli maður virðist vera orðinn elliær og fullur af gremju ú í Henry. Jafnframt virðist þar gæta nokkurrar minnimáttar- kenndar gagnvart honum, en ann að veifið brýzt þó út hroki og mikilmennskuháttur gamla mannsins. Ég geri ekki ráð fyrir, að gamli maðurinn athugi, hvaða óhappaverk hann er að vinna gegn málstað sjómanna með þess um upphrópunum sínum. Hann sem sjálfur hefur verið með að byggja upp þessa starfsemi 'og unnið sjómannasamtökunum af heilum hug í lengri tíma, rogast nú með hnullungssteina albúinn að kasta þeim á framfarabraut samtakanna. Þessi skrif hans þjóna ekki öðru. Þó þessi skrif eigi að vera persónuleg gagnvart Henry vefst inn í þau margvislegur tvískinn- nema fyrir þá er til þekkja. Skrif um þessi mál á opinber- um vettvangi eins og þau eru framsett, leysa ekki neinn vanda, eru aðeins til að skapa tortryggni og úlfúð. Við vitum allir sem fylgzt höf- um með þessum málum, að eng- inn einn maður hefur unnið starf semi Sjómannadagsins eins mik- ið og Henry Hálfdánarson og væri margt ógert, ef dugnaðar hans hefði ekki gætt. Jafnframt hefur sjómannadagsráð í aðalat- riðum samþykkt þessar fram- kvæmdir. Það væri karlmann- legra fyrir gamla manninn að líta fram á veginn og miðla svo- lítið af reynslu sinni til þeirra, sem eftir eiga að koma, og að það lýsti þannig upp veginn, að menn hnytu ekki um steina, sem hann hefur ef til vill skilið eftir. Sjómenn, standið sem bjarg um ykkar málstað og um Sjó- mannadaginn. Gleðilegan Sjómannadag. G. H. O. • Hitastigjíj^eður-^ kortinu x . Nokkrir hafa átt tal við Vel- vakanda um það að blaðið '"zp/VjíjV ætti að birta daglega hitastig- ið í hinum ýmsu nágranna- borgum okkar. En svo hefur komið í ljós að þeir hafa far- ið yfir lækinn eftir vatni, er þeir komu til Velvakanda í stað þess að leita í blaðinu á þeim stað sem þessar upplýs- ingar eiga heima — á veður- kortinu. Paglega er skráð á kortið hitastigið í Reykjavík, á Ak- ureyri, í Stokkhólmi, Osló, Kaupmannahöfn, Hamborg, París, London, Dublin, Edin- borg, Skoresbysundi, Ang- lagsalik og Hvarfi og oft á Nýfundnalandi og Labrador, auk þess sem hitastigið er merkt á ýmsum stöðum á haf- inu, þar sem veðurskipin eru. Menn þurfa aðeins að vita hvar á landabréfinu þessar borgir eru og lesa svo tölurn- ar. Stundum er í textanum tek- ið fram hver hitinn sé í öðr- um borgum, sem kortið ekki nær til, og t. d. í fyrradag, þegar var 27 stiga hiti í Ber- lín og þá var auk þess bent sérstaklega á að í Oslo væri 14 stiga hiti og rigning, þar sem búast mátti við að fólk hefði áhuga fyrir því hvernig veður knattspyrnumennirnir okkar fengju. GAGN- KVÆMT EF TIL VILL kannizt þið við söguna af ensku hefðar- frúnni, sem tók enskan þjón sinn með sér til Banda- ríkjanna. Er þau voru komin á áfangastað, tók* frúin eftir því, að þjónninn var sár og reiður yfir því, að starfsmaður innflytjendaeftirlitsins hafði spurt hann ósvífinna spurninga, eins og hann komst að orði. „Og samt sem áður, John, finnst yður það alveg eðlilegt, að Bandaríkjamaður, sem kemur til Eng- lands, sé spurður að því, hvaða erindi hann eigi þang- að, hversu lengi hann ætli að dveljast þar og af hverju hann ætli að lifa?“ sagði frúin. „Það er nauðsynlegt að vera gætinn, þegar útlendingar eiga í hlut .... Finnst yður það ekki? .... Yður finnst það? Jæja, þá .... Slíkar ráðstafanir eru gerðar jafnt á báðar hliðar .... Skiljið þér orðið gagnkvæmur?“ „Auðvitað, frú, ég skil mjög vel orðið gagnkvæm- ur .... Ég skil líka, að það þarf að hafa eftirlit með útlendingum. En það er bara þetta. IJr því áð ég er brezkur þegn, gengur mér illa að skilja, hvers vegna ástæða er til að líta á mig sem útlending“. Við líkjumst öll þessum Englending. Við skiljum merkingu orðsins gagnkvæmnr. En enginn okkar leggur stund á þær dygðir, sem við heimtum, að aðrir tileinki sér. Við erum alltaf reiðubúin til að hlæja að óhóflegri metorðagirnd hjá kunningjum okkar. And- artaki síðar sýnum við og sönnum, að barnaleg hé- gómagirni okkar á sér lítil takmörk en við tökum ekki einu sinni eftir þessu. Ef okkur væri bent á þessa ósamkvæmni, mynd- um við segja: „Þetta er nú sannkölluð ósanngirni. Auðvitað vildi ég fá þetta starf, af því að enginn var eins vel hæfur til að gegna því og ég .... Já, ég skrökvaði, en aðeins til að særa ekki þann, sem ég var að tala við .... Já, ég daðraði við konu vinar míns, en aðstæðurnar gerðu það að verkum, að ég gat ekki annað en fallið í freistni .... En það veit ég, að ég vildi í einlægni koma vel fram, jafnvel þegar ég syndgaði“. Það bregzt aldrei, að við sýnum okkur sjálfum umburðarlyndi. En það nær ekki til náunga okkar. Ef þeir eiga í hlut, verður alveg eðlileg metorðagirnd að ótrúlegri óskammféilni, meinlaus lygi verður kol- svört, saklaust daður verður að svívirðilegum svikum. Reyni einhver að tala um fyrir okkur og bendi okkur á þá staðreynd, að syndarinn, sem við álösum og fyrir- lítum, sé bróðir okkar í syndinni og að við aðhöfumst það sama og hann, myndum við svara: „Eruð þér genginn af göflunum? Við eigum ekkert sameiginlegt með ósviknum syndurum .... Við syndgum ef til vill líka, en í góðri trú og í bezta tilgangi11. Gott er að minnast þess, að þjóðum hættir einnig til að fordæma aðrar þjóðir, þó að þær fyrirgefi hið sama hiklaust, þegar þeirra eigin ríki eru í skömm- inni. Þá skýrist það, hvers vegna það er svo erfitt að vera sanngjarn í garð útlendinga. Það má vel vera, að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér, en ég veit, að útlendingur hefur alltaf rangt fyrir sér — nema það vilji svo vel til, að hann sé viðskiptavinur. Veðurkortið er í rauninni Bæjarfógetagarðinum, en bein ákaflega einfalt, og margt má sumra þeirra komu í ljós er út úr því lesa. Fólk þarf að- eins að skoða það vandlega nokkrum sinnum, til að vita hvaða upplýsingar það gefur. • Trén ekki í hættu í gær ræddi ég svolítið um þá dauðu sem hvíla í gamla "ifa FERDIIMAIMD ☆ grafinn var skurður fyrir leiðslur inn í Landsímahúsið. í dag ætla ég að snúa mér að því sem lifir og dafnar í garð- inum, trjánum, og enn í sam- bandi við þennan skurð, sem vakið hefur mikla athygli veg farenda. Sumir hafa af því þungar áhyggjur að trén, sem við skurðinn standa þoli ekki þetta hnjask og drepist af þvi. Leitaði ég því álits Hafiiða Jónssonar, garðyrkjustjóra bæjarins. Sagðist hann hafa skoðað trén áður en farið var að grafa þarna og taldi þá og telur enn að þeim verði ekk- ert mein af þessu. Þó svo færi, að þeim yrði um þetta, er það bót í máli að hér er ekki um að ræða neitt af elztu trjánu garðinum, frá tíma Schier- becks landlæknis, en þau eru auðvitað dýrmætustu trén þarna. En semsagt, það virðist ekki ástæða til að óttast um þessi fallegu tré, sem prýða garðinn við Aðalstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.