Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 11
Sunnndagur 12. iúní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 11 Eggert Jónsson bæ]arstjóri, Keflavik: Forréttindin 1 fjðrbrotum i * . • . . s s Utsvarsfrumvarp ríkisstjórnarinnar stefnir að auðveldori inn- \ < heimtu, samræmir reglur um álagninguna án þess að skerða í S ^ i um of ákvörðunarrétt einstakra sveitarfélaga, og er spor í | t þá átt að svipta samvinnufélögin ranglátum útsvarsfríðindum s S ' ) Þeir skilvísu verðlaunaðir ANDSTÖÐUFLOKKAR ríkis- stjórnarinnar hafa að undan- förnu, í blöðum og á Alþingi, haldið uppi áköfum áróðri gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um bráðabirgðabreytingu á útsvars- lögunum, er nú liggur fyrir Al- þingi. í>að, sem þeir sérstaklega hafa haldið á lofti er, að verið sé að ívilna hinum ríku á kostnað hinna fátæku með því að lög- leiða að útsvör skuli frádráttar- bær við næstu niðurjöfnun, ef þau séu að fullu greidd fyrir til- tekinn tíma. Ef engin önnur breyting væri gerð, væri þetta rétt, en því er víðs fjarri, að svo sé, enda fer hér sem oftar, að hálfur sann- leikur verður hin versta lýgi. Til þess að vega upp á móti þeim auknu lækkunaráhrifum, sem þetta ákvæði hefur, með hækkandi útsvörum, eru einmitt gerðar veigamiklar breytingar á þeim útsvarsstigum, sem lagðir eru til grundvallar, þannig að stighækkun þeirra er gerð bæði meiri og örari en áður. Þessu til staðfestingar skal ég taka dæmi þaðan, sem ég er málum kunn- ugastur. Eftir þeim útsvarsstiga, sem jafnað var niður eftir hér í Keflavík sl. ár var eigi lagt á lægri útsvarsskyldar tekjur en kr. 20.000.00 og byrjaði útsvars- stiginn þar á 13,5%, en komst hæst í 22%. Hinn nýi útsvars- stigi, sem kaupstöðunum er ætl- aður, byrjar við kr. 15.000.00 út- svarsskyldar tekjur, verður 23% við 20 þús. króna tekjur, og kemst hæst í 30%. Er það og svo, að eftir þessum nýja útsvarsstiga myndi hér í Keflavík útsvar manns með 50 þús. króna úl- svarsskyldar tekjur hækka um ca. kr. 1,100,00 frá í fyrra, en útsvar manns með 150 þús. króna útsvarsskyldar tekjur hækka um kr. 3,300,00, hvort tveggja miðað við 5 manna fjölskyldu. Sést glöggt af þessu dæmi, hví lík fjarstæða það er, sem and stöðuflokkar ríkisstjórnarinnar eru að reyna að koma fólki til að trúa, að hér sé verið að geía hinum ríku stórgjafir á kostnað hinna fátæku. Hitt er sannleik- urinn og allur sannleikurinn, að með því að gera greidd útsvör frádráttarbær er verið að greiða fyrir innheimtunni og verðlauna hina skilvísu. Engin hækkun lögboðin Annað sem stjórnarandstæð- ingar halda sérstaklega fram í baráttu sinni gegn útsvarslaga- frumvarpinu, er að með því að lögfesta þrjá útsvarsstiga, sé verið að hækka útsvörin stór- kostlega, einkum úti um land. Þetta er þó mjög fjarri sanni. Þótt lögfestir séu þessir þrír ut- svarsstigar, þá eru mjög rúmar heimildir til frávika frá þeun, einkum til lækkunar. Heð lög- festingu ákveðinna útsvarsstiga er því engan veginn verið að skammta sveitafélögunum ákveð inn hlut, heldur er einungis ver- ið að samræma þær reglur, sem lagðar skulu til grundvallar við niðurjöfnun útsvara, og var þess vissulega full þörf. Hér er þannig engan veginn rnn neina lögfesta hækkun út- Eggert Jónsson svara að ræða. Enda þótt Ijóst sé, t. d. af framangreindu dæmi um útsvörin í Keflavík, að þau myndu hækka verulega, ef hin- um nýja útsvarsstiga kaupstað- anna yrði fylgt óbreyttum við niðurjöfnun, þá mun sú hækkun ekki verða framkvæmd. Þvert á móti gefur fjárhagsáætlun sú, er bæjarstjórn Keflavikur hefur samþykkt fyrir yfirstandandi ar, vonir um, að fremur verði unnt að lækka útsvörin heldur en hitt. Var þó útsvarsstigi Keflavíkur í fyrra lægri en hjá nokkrum öðrum kaupstað á landinu, og er þá Reykjavík ekki undan skilin, nema á lægstu útsvörunum. Það væri hins vegar fróðlegt að bera saman, hvort hinn nýi útsvarsstigi kaupstaðanna er nokkru hærri en núgildandi út-' svarsstigar sumra þeirra kaup- staða, sem andstöðuflokkar ríkis- stjórnarinnar ráða mestu um stjórn á. Karl Kristjánsson á efalaust hægt með að gefa Framsóknar- mönnum þennan samanburð og aðrar fróðlegar upplýsingar um útsvörin á Húsavík, þessum kaupfélagskúgaðasta kaupstað á landinu, og Lúðvík - Jósefsson getur væntanlega leitt flokks- bræður sína í allan sannleika um útsvörin í ríki sósíalismans á ís- landi, Neskaupstað, hvort þau hafa engin áhrif haft til hækk- unar á hinum nýja útsvarsstiga kaupstaðanna, eða hvernig þau þola samanburð við hann. Vænt- anlega verður þessum herrum ekki skotaskuld úr því að sanna ágæti samvinnunnar og sósíal- ismans með samanburðardæmum úr þessum höfuðstöðvum þeirra hér á landi. Burt með forréttindin Ótalin er þá enn sú ástæðan, sem þyngst er á metunum hjá andstöðuflokkum ríkisstjórnar- ínnar, og sem er hin raunveru- lega ástæða fyrir því, að þeir berjast nú örvæntingarfullri bar- áttu gegn útsvarslagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Er þar um að ræða það nýmæli, að samvinnu- félögin skuli jafnt greiða veltu- útsvar af félagsmannaviðskiptum sem utanfélagsmannaviðskiptum. Var það furða þótt þeir kveink- uðu sér? Hér er stigið eitt skref til þess að skerða hina gífurlegu og ranglátu forréttindaaðstöðu sem samyinnufélögin hafa hér notið varðandi skatta og útsvars- álögur. Það hefur jafnan verið einkennandi fyrir forréttinda- stéttir allra alda, að aldrei haía þær barizt eins æðislega, og þeg- ar þær þurftu að verja forrétt- indi sín. Þekkjum við og mæta- vel dæmi þess hér á landi, og er skemmst að minnast hamfara Framsóknarflokksins í barátt- unni um kjördæmamálið á sl. án, er hann byltist í fjörbrotum for- réttinda sinna. Mjög hefur að vonum verið deilt um skattfríðindi samvinnu- félaganna, og hafa formælendur þeirra jafnan haldið því á lofti, Nýr 7 lesta bátur Höfum til sölu nýjan opinn vélbát, stærð 7 lestir með 36 ha. dieselvél. TK76CIN6AR FASTEI6NIR Austurstræti 10, 5. hæð Símar 13428 og 24850 og eftir kl. 7, sími 33983 Krossviður — Harðtex N ý k o m i ð : HAKBTEX l/s“ (Sænskt) oliusoðið og óoliusoðið FURUKROS S VIÐUR 220x122 cm. 4 m/m 203x80 cm. 5 m/m BRENNIKROSSVIÐJJR 203x80 cm. 4 m/m ÞAKPAPPI kr. 127.00 og kr. 168.00 rl. WISA-plötur plasthúðaðar . BORÐPLAST kr. 394.50 pl. VEGGSPÓNN, ekta harðviður Gatað HARÐTEX i/8“ (Sænskt) sem veigamestu röksemd sinni, að með því að skattleggja félags- mannaviðskipti samvinnufélag- anna væri verið að tvískatta tekjur félagsmanna. Ég minnist þess m. a., að er ég var ritstjóri „íslendings" á Akureyri fyrir TÞ—12 árum síðan, átti ég í deil- um við Framsóknarmenn um skattfrelsi samvinnufélaganna og þessu var fljótt haldið á lofti. Ég bar þá fram tillögu um, að skatt- frelsið yrði fært til, þannig að samvinnufélögin yrðu skattlögð að fullu, en að félagsmenn fengju skattfrjálsan þann hagn- að, sem þeir hefðu af viðskiptum sínum við félögin. Myndu þeir vafalaust hafa meiri þörf fyrir skattfríðindi en félögin sjálf, sem hefðu nægilegt bolmagn lil þess að greiða skatta og útsvór eigi síður en einstaklingar í verzlunarstétt. Þá kom nú heldur betur annað hljóð í strokkinn hjá Framsókn. Hagnaður félagsmanna af við- skiptum við samvinnufélögin væri alls ekki talinn þeim til skattskyldra tekna, og þvi eigi skattlagður. Hann væri sama eðlis og afsláttur veittur við- skiptavini i sölubúð. Þá rauk nú tvísköttunin út í veður og vind. Þarna er líka komið að kjarna málsins. Hagnaður félagsmanna í'samvinnufélögum, sem mynduð eru til þess að annast hagkvæm Vörukaup fyrir félagsmenn, verður aldrei talinn þeim til tekna og því eigi skattlagður. Slíkur hagnaður er sama eðlis og sparnaður í búrekstri eða heim- ilishaldi, og hagnaður þeirrar tegundar gæti áunnizt með margvíslegum öðrum hætti, en skiptum við samvinnufélög. Ef ég t. d. ætlaði mér að byggja hús í vor, og hefði keypt til þess sement fyrir verðhækkunina, þá hefði ég vissulega hagnazt á því, en sá hagnaður yrði eigi talmn mér til skattskyldra tekna, og skiptir í því sambandi ekki máli, hvort ég hefði keypt sementið hjá samvinnufélagi sem félags- maður, eða hjá einkaverzlun. Samvinnufélag, sem stofnað er til þess að annast kaup á vör- um eða þjónustu íyrir félags- Framh. á bls. 23. Ný sending Stíf skjört £,o Undirfatnaður fjölbreytt úrval £,o A mánudaginn ný sending léttar kápur. é^roó Hafnarstræti 4 Sími 13350 Nýjar vörur Tækifæriskjólar (^roó Hafnarstræti 4 Sumarkjólar mjög gott úrval £,o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.